294. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

294. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 2. desember 2021, kl. 15:15.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
228. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. nóvember 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði 1 til 3.
-liður 1, Helgastaðir 1 L167105; Deiliskipulag – 2105010
Lagt er fram nýtt deiliskipulag sem tekur til lóða Helgastaða L167105 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á fjórum byggingarreitum innan jarðarinnar þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, hesthúsi, reiðskemmu og skemmu/vélageymslu. Umagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 2, Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram skipulags- og matslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulags- og matslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 3, Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Eyjarland L167649 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að notkun lóðarinnar er breytt úr landbúnaðarlandi í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í auglýsingu frá 6. október til 19. nóvember 2021, umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Innan umsagnar Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telji mikilvægt að fjallað verði ítarlega um vatnstöku, úrgangsmál og fráveitu innan tillögunnar og umhverfisáhrifa þessara þátta. Sveitarstjórn telur að fjalla eigi nánar um ofangreinda þætti innan deiliskipulags fyrir seiðaeldi innan skilgreinds iðnaðarsvæðis sem aðalskipulagsbreyting þessi tekur til. Sveitarstjórn beinir því til rekstraraðila svæðisins að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina sem tekur á ítarlegri skilmálum innan svæðisins og umhverfisáhrifa starfseminnar til framtíðar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2. Fundargerð aðalfundar SASS – 2101022
Fundargerð aðalfundar SASS frá 28. og 29. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3. Fundargerðir stjórnar SASS – 2101022
574. fundur haldinn 27. október 2021
575. fundur haldinn 5. nóvember 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

4. Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands – 2111038
3 fundur haldinn 4. október 2021
4. fundur haldinn 1. nóvember 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

5. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2101020
Fundargerð aðalfundar, haldinn 29. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6. Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008
151. fundur haldinn 20. október 2021
153. fundur haldinn 17. nóvember 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

7. Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði – 2101005
Ungmennráð Bláskógabyggðar kemur til fundar við sveitarstjórn.
Fulltrúar úr ungmennaráði komu inn á fundinn kl. 16:30, ásamt Ragnheiði Hilmarsdóttur. Ungmennaráð skipa þau Sólmundur Sigurðsson, Kjartan Helgason, Henný Lind Brynjarsdóttir, Sara Rósíta Guðmundsdóttir og Ragnar Dagur Hjaltason.
Farið var yfir tillögur ungmennaráðs frá síðasta fundi.
Lagt var til að ungmenni fengju frítt í sund og íþróttahús, þá var lagt til að boðið yrði upp á aðstöðu fyrir ungmenni til að dvelja á frá því að skóla lýkur þar til tómstundastarf hefst. Er þá fyrst og fremst átt við ungmenni sem ekki búa í þéttbýlinu.
Lagt var til að sett yrði net á sparkvöllinn í Reykholti og hugað að snjóbræðslu á vellinum á Laugarvatni, sem virðist ekki virka.
Lagt var til að umferðaröryggi yrði bætt á Laugarvatni með því að setja upp umferðarljós á gatnamótin við Lindarbraut til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.
Rætt var um frístundastyrki.
Ákveðið var að ungmennaráð fundi næst með sveitarstjórn 17. febrúar. Farið verður yfir samþykktir ungmennaráðs á fundinum.

8. Reglur um viðauka við fjárhagsáætlun – 2111029
Reglur varðandi viðauka við fjárhagsáætlun hjá Bláskógabyggð
Sveitarstjórn samþykkir reglur um viðauka við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar.

9. Framkvæmdaleyfi fyrir borun, Efri Reykjum – 2111035
Beiðni Varmaorku ehf, ódags., um framkvæmdaleyfi fyrir borun, Efri-Reykjum, Bláskógabyggð.
Lögð var fram umsókn framkvæmdastjóra Varmaorku, f.h. félagsins Efri-Reykjaorku, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun nýrrar borholu að Efri-Reykjum, Bláskógabyggð. Í deiliskipulagi Efri-Reykja er gert ráð fyrir orkuvinnslu.
Sveitarstjórn samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna borunarinnar og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

10. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2111033
Beiðni um að nemandi með lögheimili í öðru sveitarfélagi fái að stunda nám í Reykholtsskóla skólaárið 2021-2022.
Sveitarstjórn samþykkir að nemandi með lögheimili í Hafnarfirði stundi nám í Reykholtsskóla skólaárið 2021-2022. Greiðslur verði skv. viðmiðunargjaldskrá.

11. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2111036
Beiðni, dags. 25. nóvember 2021, um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð fái að stunda nám í öðru sveitarfélagi.
Sveitarstjórn samþykkir að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð stundi nám í skóla í Reykjavík skólaárið 2021-2022. Greiðslur verði skv. viðmiðunargjaldskrá.

12. Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla – 2111037
Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. Fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni til síðari umræðu.

13. Umferðaröryggisáætlun – 1911026
Tillaga Jóns Snæbjörnssonar, dags. 15. október 2019, um að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Bláskógabyggð verði tekin til umræðu, áður á dagskrá 9. fundar skólanefndar, sbr. og 244. fund sveitarstjórnar.
Rætt var um gerð umferðaröryggisáætlunar. Sveitarstjórn vísar í nýlegt deiliskipulag Laugaráss og Reykholts, en við skipulagsgerð var hugað að umferðaröryggi. Unnið er að deiliskipulagi fyrir Laugarás, þar sem hugað er að þessum þáttum.

14. Hjólastígur milli Reykholts og Flúða – 2105003
Erindi verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, frá maí 2021, áður á dagskrá á 281. fundi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna að málinu. M.a. verði kannaðir möguleikar á framlögum frá Vegagerðinni og möguleg samlegð með fyrirhugaðri lagningu vatnsveitu á svæðinu.

15. Ferðamálafulltrúi – 2111042
Minnisblað vegna breytinga á embætti ferðamálafulltrúa Uppsveita, dags. 30. nóvember 2021.
Minnisblað sveitarstjóra var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að breyting verði á starfi ferðamálafulltrúa frá og með 1. janúar n.k., þannig að um 80% starf verði að ræða. Aðildarsveitarfélög verða, auk Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur.

16. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar – 2111043
Erindi ÍBU varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í sveitarfélögunum í Uppsveitum Árnessýslu.
Farið var yfir erindi ÍBU, sem varðar úrbætur á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Einnig lá fyrir samantekt verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags varðandi tiltekna þætti. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að málinu.

17. Loftslagsstefna – 2111044
Tillaga um að unnin verði sameiginleg loftslagsstefna fyrir sveitarfélögin í Uppsveitum og Flóahrepp.
Bláskógabyggð samþykkir að taka þátt í samstarfi um gerð sameiginlegrar loftslagsstefnu fyrir svæðið. Sveitarstjóra er falið að vinna ásamt fulltrúum annarra þátttökusveitarfélaga að ráðningu verkefnastjóra. Gert er ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs.

18. Uppbygging hjúkrunarheimilis – 2010006
Erindi Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum.
Lagt var fram erindi sveitarfélaganna þriggja, dags. 1. desember 2021, til heilbrigðisráðuneytisins, þar sem óskað er eftir að byggt verði hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu. Þar kemur fram að í sveitarfélögunum fjórum í Uppsveitum Árnessýslu hafi 469 einstaklingar á aldrinum 65 til 100 ára verið búsettir hinn 1. janúar 2021, eða um 15% íbúa. Núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Nauðsynlegt sé að stuðla að því að aldraðir íbúar geti búið sem næst sinni heimabyggð og óska fulltrúar sveitarfélaganna eftir viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins um málið.

19. Múli (L167152) breyting á skilgreiningu húsnæðis – 2111039
Beiðni Jóns Sigurðssonar, dags. 26. nóvember 2021, um að skilgreiningu húsnæðis sem er í byggingu að Múla verði breytt úr áhaldahús og starfsmannaaðstaða í íbúðarhúsnæði.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að húsnæði sem er í byggingu að Múla, Bláskógabyggð, L167152 (F220500 matshluti 4) verði skráð sem íbúðarhúsnæði, í stað áhaldahúss og starfsmannaaðstöðu. Málinu er vísað til byggingarfulltrúa.

20. Lántökur 2021 – 2101047
Tillaga sveitarstjóra, dags. 29. nóvember 2021, um að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að sækja um skammtímafjármögnun á formi yfirdráttarheimildar hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð allt að 100.000.000 kr.
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að sækja um skammtímafjármögnun á formi yfirdráttarheimildar hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð allt að 100.000.000 kr., með gildistíma til 15. janúar n.k.

21. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun, yfirferð sveitarstjórnar fyrir 2. umræðu.
Farið var yfir fjárhagsáætlun og gjaldskrár. Fjárhagsáætlun verður samþykkt á næsta fundi hinn 9. desember nk.

22. Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022 – 2111008
Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2022.

23. Gjaldskrá Bláskógaljóss 2022 – 2111040
Gjaldskrá Bláskógaljóss 2022, fyrri umræða
Sveitarstjórn vísar gjaldskránni til síðari umræðu.

24. Gjaldskrá Aratungu og Bergholts – 2112001
Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2022
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá Aratungu og Bergholts.

25. Kæra vegna deiliskipulags Kolgrafarhóls – 2105027
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. nóvember 2021, vegna deiliskipulags Kolgrafarhólsvegar.
Úrskurðurinn var lagður fram til kynningar.

26. Vöktun Þingvallavatns – 2001034
Skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 22. nóvember 2021, um vöktun á Þingvallavatni 2021 og áætlun um vöktun árið 2022.
Gögnin voru lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 19:00.

Helgi Kjartansson                Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson         Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir    Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland                           Ásta Stefánsdóttir