297. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

297. fundur (aukafundur) sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

mánudaginn 17. janúar 2022, kl. 16:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Trúnaðarmál – 2201041
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók.
 
2.   Forvarnaverkefni 2022 – 2201037
Forvarnaverkefni Bláskógabyggðar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu að verkefni á sviði fræðslu og forvarna sem hefur það að markmiði að efla öryggi og velferð barna. Í vinnunni verði m.a. tekið mið af stefnu ríkisstjórnarinnar um aukna farsæld barna. Þannig verður t.d. horft til aðgerðaáætlunar sem samþykkt var af Alþingi og tekur til forvarna meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi og áreitni, en auk þess verður horft til ofbeldis almennt, af hvaða tagi sem það er. Verkefnið taki til allra stofnana sveitarfélagsins og félagasamtaka sem hafa með þjónustu við börn og ungmenni að gera, auk foreldrastarfs og fræðslu fyrir foreldra barna. Meðal annars verður verkefnið unnið með þeim félagasamtökum sem hafa samninga við sveitarfélagið um barna- og ungmennastarf, en það eru Ungmennafélag Biskupstungna, Ungmennafélag Laugdæla, nýsameinað hestamannafélag, Björgunarsveit Biskupstungna og Björgunarsveitin Ingunn. 

Sveitarstjórn samþykkir að ráðast í verkefnið og felur sveitarstjóra að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir sveitarstjórn. Jafnframt verði fenginn utanaðkomandi aðili til að stýra verkefninu.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:35.

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir