298. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
298. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 20. janúar 2022, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 | |
231. fundur skipulagsnefndar haldinn 12. janúar 2022. | ||
-liður 3, Kjóastaðir 1 land 2 L220934; Skjól; Deiliskipulagsbreyting – 2112037 Lögð er fram umsókn frá Þorgeiri Óskari Margeirssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Kjóastaða. Í breytingunni felst skilgreining á nýjum byggingarreit B3. Innan byggingarreits verði heimilt að byggja allt að þrjú 150 fm hús. Málinu frestað vegna ófullnægjandi gagna. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila. -liður 4, Skálholt L167166; Endurheimt votlendis; Fyrirspurn – 2112061 -liður 5, Efsti-Dalur 1 vegsvæði L229944; Framkvæmdaleyfi – 2201003 -liður 6, Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag – 2201011 -liður 7, Færsla vegar innan Laugarvatns; Kæra til ÚUA nr. 184.2021 – 2112057 -liður 8, Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
2. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2201002 | |
23. fundur haldinn 14. janúar 2022 | ||
-liður 4, 2106039, verðkönnun fráveita Laugarvatni 1. áfangi. Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði frá samningi við Fögrusteina ehf um verkið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. -liður 12, 2101058, hitaveita í Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við ÍSOR á grundvelli tilboðs í verkefni sem varðar nýtingu heitavatnsforðans í Reykholti og mat á stærð kerfisins og staðsetningu á nýrri heitavatnsholu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Fundargerðin var staðfest. |
||
3. | Fundargerð skólanefndar – 2201003 | |
21. fundur haldinn 18. janúar 2022 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025 | |
905. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 14. janúar 2022. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar SASS – 2201022 | |
577. fundur stjórnar SASS, haldinn 7. janúar 2022. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 2201021 | |
35. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 10. janúar 2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2201008 | |
156. fundur haldinn 5. janúar 2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Lántökur 2022 – 2201040 | |
Lántökur skv. fjárhagsáætlun 2022 | ||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætlunum um tímasetningar á lántökum vegna ársins 2022. Sveitarstjórn samþykkir að sótt verði um s.k. græn lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fráveituframkvæmda. | ||
9. | Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 – 2201046 | |
Erindi Mannvits, dags. 14. janúar 2022, þar sem óskað er eftir staðfestingu á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir árin 2022-2033. | ||
Tillaga að svæðisáætlun fyrir árin 2022-2033 var lögð fram. Tillagan er unnin á samstarfsvettvangi Sorpu bs, Sorpurðunar Vesturlands hf, Sorpstöðvar Suðurlands bs og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir svæðisáætlunina. | ||
10. | Styrkumsókn vegna fasteignaskatts af golfskála – 2201048 | |
Beiðni gjaldkera Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 4. janúar 2022, um styrk vegna fasteignaskatts af golfskála. | ||
Sveitarstjóra er falið að afgreiða umsóknina í samræmi við reglur um lækkun, niðurfelllingu eða styrki vegna fasteignaskatts. | ||
11. | Álagsgreiðslur og launamál í leikskólum – 1905056 | |
Endurskoðun viðmiðunarreglna frá 2019 um álagsgreiðslur á leikskólum. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að skipa starfshóp til að fara yfir reglurnar frá 2019. Hópinn skipi Guðrún S. Magnúsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Ásta Stefánsdóttir, Lieselot Simoen og Elfa Birkisdóttir. | ||
12. | Umdæmisráð barnaverndar – 2201049 | |
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 18. janúar 2022, þar sem lagt er til að sveitarfélögin á Suðurlandi kanni möguleika á að sameinast um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í landshlutanum á grundvelli breytingar á barnaverndarlögum. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS) verði falið að fjalla um málið og kanna vilja sveitarfélaga til samstarfs um umdæmisráð barnaverndar. | ||
13. | Skil lóðar, Brekkuholt 3 – 2008094 | |
Erindi Brynjólfs Sigurðssonar, dags. 18. janúar, um skil á lóðinni Brekkuholti 3, Reykholti. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að láta auglýsa hana lausa til umsóknar að nýju. | ||
14. | Deiliskipulag Syðri-Reykja 2. – 1909017 | |
Deiliskipulag Syðri-Reykja. Áður til afgreiðslu á 288. fundi. Um er að ræða lið 4 á 222. fundi skipulagsnefndar, Syðri-Reykir 2 L167163; Deiliskipulag – 2101037 | ||
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Syðri-Reykja 2 L167163 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætluð er fyrir ferðaþjónustu. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Greinargerð á skipulagsuppdrætti, varðandi vatnsveitu svæðisins, hefur verið breytt til að koma til móts við athugasemdir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Þeim sem athugasemdir gerðu við kynningu deiliskipulagsins verði tilkynnt sérstaklega um auglýsingu deiliskipulagsins. |
||
15. | Samningur vegna skála við Sandá – 2112018 | |
Samstarfssamningur um endurgerð skála við Sandá | ||
Lögð voru fram drög að samningi við Geysisholt ehf. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ganga frá samningi. | ||
16. | Stuðningsverkefni á leikskólum – 2201041 | |
Stuðningsverkefni á leikskólum | ||
Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir að áfram verði unnið að því og til þess verði fenginn ráðgjafi. | ||
17. | Aðalskipulagsbreytingar Hrunamannahreppi – 2201047 | |
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Skollagróf í Hrunamannahreppi. | ||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillöguna. | ||
18. | Persónuverndarstefna Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs – 2201044 | |
Persónuverndarstefna Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, ásamt skjalavistunaráætlun og málalykli. | ||
Gögnin voru lögð fram til kynningar og er persónuerndarstefnu vísað til stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS) til samþykktar. | ||
19. | Greining á stjórnsýslu og rekstri Bergrisans bs – 2201045 | |
Erindi verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 14. janúar 2022, varðandi úttekt á stjórnsýslu og rekstri Bergrisans bs. | ||
Erindið var lagt fram til kynningar. | ||
20. | Héraðsvegur að Fellsenda – 2106001 | |
Umsögn Vegagerðarinnar, dags. 13. janúar 2022, um að vegur að Fellsenda verði héraðsvegur, ásamt gögnum frá ábúanda um ástand vegarins. | ||
Gögnin voru lögð fram. Sveitarstjórn hvetur til þess að brú á veginum að Fellsenda verði lagfærð sem fyrst, eða ræsi sett í staðinn. | ||
21. | Snjómokstur á vegum Vegagerðarinnar – 2112015 | |
Tölvupóstur forstjóra Vegagerðarinnar, dags. 12. janúar 2022, um rýni á vetrarþjónustu í kjölfar fundar með fulltrúum Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps. | ||
Sveitarstjórn fagnar því að ráðast eigi í skoðun á fyrirkomulagi vetrarþjónustu í framhaldi af samtali fulltrúa sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar. | ||
Fundi slitið kl. 16:30.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir |