299. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
299. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 3. febrúar 2022, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
232. fundur haldinn 26. janúar 2022. Staðfesta þarf liði nr. 2 til 8.
-liður 2, Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting – 2103067
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til stækkunar á Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu eftir kynningu. Í breytingunni felst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3. Málið var til kynningar frá 29. des. – 21. janúar. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytingar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Lönguhlíðarnámu E19 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
-liður 3, Eyvindartunga L167632; Langahlíð E19; Efnisnáma; Deiliskipulag – 2103066
Lögð er fram umsókn frá Eyvindatungu ehf. er varðar deiliskipulagstillögu Lönguhlíðarnámu merkt E19 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna skilgreiningar námunnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn. Uppfæra þarf texta innan tillögunnar sem tekur til laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem ný lög um hverfismat framkvæmda og áætlana tóku gildi 2021. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðisins.
-liður 4, Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði innan Bláskógabyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2102013
Lögð er fram tillaga að breyttum skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir auglýsingu. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarksbyggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð. Í tillögunni felst að breyting er gerð á kafla 3.2.3 þar sem fyrir breytingu segir:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu ½ – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt að 0,05. Þar segir einnig:
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Eftir breytingu mun ákvæði í kafla 3.2.3, frístundabyggð, sem varðar lóðarstærðir og byggingarmagn vera eftirfarandi:
Lóðarstærðir á frístundahúsasvæðum skulu að jafnaði vera á bilinu ½ – 1 ha (5.000 – 10.000 fm). Í ákveðnum tilfellum, sérstaklega í eldri hverfum sem skipulögð voru fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags, geta frístundalóðir þó verið minni. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03 nema á lóðum sem eru minni en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm.
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Tillagan var í auglýsingu frá 1.12.2021 – 4.01.2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
-liður 5, Útey 1 lóð (L168171); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2201036
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Gunnars Þ. Gunnarssonar og Bryndísar B. Guðjónsdóttur, móttekin 11.01.2022, um byggingarheimild til að byggja 63,2 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Útey 1 lóð L168171 í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarbústaðar eftir stækkun verður 103,2 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 6, Böðmóðsstaðir; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2201041
Lögð er fram umsókn frá Einari Bjarka Hróbjartssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Böðmóðsstaða. Breytingin tekur til hluta deiliskipulagssvæðisins sem fyrri breytingar á deiliskipulagi hafa ekki tekið til. Í breytingunni felst breyting á byggingarskilmálum innan svæðisins. Samkvæmt núverandi skipulagi er gert ráð fyrir því að sumarhúsin séu ekki stærri en 60 fm, þakhalli sé á bilinu 13-45°og hámarkshæð mænis skuli vera 4,5 m frá gólfi. Með breyttum skilmálum er gert ráð fyrir að heimild fyrir byggingu allt að 200 fm frístundahúss auk 40 fm aukahúss innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Heimilaður þakhalli verði á bilinu 0-45° og mænishæð 5,5 m frá gólfi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt innan svæðisins sem breytingin tekur til.
-liður 7, Traðir L167402; Garðyrkjulóð; Ferðaþjónusta; Fyrirspurn – 2201062
Lögð er fram fyrirpurn frá Hallgrími Friðgeirssyni er varðar lóðina Traðir L167402 að Laugarási sem er skráð sem garðyrkjulóð. Í fyrirspurninni felst hvort leyfi fengist til að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni sem yrði þá ferðaþjónustulóð eða ferðaþjónustulóð/verslun. Hugmynd er að setja upp nokkur smærri hús 30-50 m2 og leigja út til ferðamanna. Einnig þjónustuhús.
Sveitarstjórn vísar málinu til vinnuhóps sem vinnur að endurskoðun deiliskipulags fyrir Laugarás. Sveitarstjórn telur að umrætt svæði geti hentað ágætlega til uppbyggingar á verslun- og þjónustu enda er landnotkun aðliggjandi lóða skilgreind með þeim hætti.
-liður 8, Reykholt í Bláskógabyggð; Brekkuholt 9 og 11; Deiliskipulagsbreyting – 2201070
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst að parhúsalóðirnar Brekkukot 9 og 11 verða skilgreindar sem einbýlishúsalóðir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
2. Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2101021
32. fundur haldinn 20.09.2021
33. fundur haldinn 24.11.2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
3. Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 2201021
34. fundur haldinn 10. janúar 2022 (leiðrétt, var áður skráð sem 35. fundur).
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2201020
308. fundur haldinn 18. janúar 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008
157. fundur haldinn 19. janúar 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2201028
48. fundur haldinn 14. janúar 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2201006
92. fundur haldinn 26. janúar 2022, ásamt gjaldskrá byggingarfulltrúa, sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
8. Loftslagsstefna – 2111044
Vinnsla loftslagsstefnu, ráðning verkefnastjóra og skipan vinnuhóps.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi að vinnslu loftslagsstefnu, ásamt loftslagsbókhaldi. Fundað hefur verið um möguleika á samstarfi sveitarfélaga á svæðinu um verkefnið og munu a.m.k. Hrunamannahreppur og Bláskógabyggð verða í samfloti við vinnuna. Sveitarstjórn samþykkir að Elísabet Björney Lárusdóttir verði fengin sem verkefnastjóri og ráðgjafi að verkefninu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Vinnuhóp vegna öflunar gagna fyrir loftslagsbókhald skipi bókari og sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs. Í vinnuhóp vegna loftslagsstefnunnar verði Helgi Kjartansson, Agnes Geirdal, ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs.
9. Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet – 2102046
Tilkynning Límtrés Vírnets ehf, dags. 20. janúar 2022, um sölu hluta Bingos ehf í félaginu, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki afstöðu til forkaupsréttar.
Tilkynningin var lögð fram. Sveitarstjórn hafnar forkaupsrétti að 48.125 hlutum Bingos ehf.
10. Styrkbeiðni vegna starfsemi Klúbbsins Stróks – 2201055
Styrkbeiðni Klúbbsins Stróks, dags. 20. janúar 2022.
Sveitarstjórn samþykkir 50.000 kr. styrk til klúbbsins.
11. Hjólhýsasvæði Laugarvatni – 2004032
Erindi Lögmanna Laugardal, dags. 31. janúar 2022, þar sem þess er krafist að sveitarstjórn dragi til baka fyrri ákvörðun um lokun svæðisins og gangi til samninga við staðarhaldara og Samhjól um áframhaldandi rekstur svæðisins innan 10 daga frá dagsetningu erindisins.
Erindið var lagt fram. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn telur ekki forsendur fyrir því að draga til baka fyrri ákvörðun um lokun svæðisins. Vísað er til fyrri bókana frá 266. fundi, 277. fundi, 280. fundi, 281. fundi og 289. fundi.
12. Samstarf við Hestamannafélag Uppsveitanna – 2201059
Erindi stjórnar Hestamannafélags Uppsveitanna, dags. 27. janúar 2022, þar sem óskað er eftir viðræðum um áframhaldandi samstarf.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við fulltrúa félagsins um samstarf.
13. Vöktun Þingvallavatns verkefnaáætlun 2022 – 2201060
Áætlun Náttúrufræðistofu Kópavogs og Hafrannsóknarstofnunar, dags. 27. janúar 2022, um vöktun Þingvallavatns árið 2022, ásamt kostnaðaráætlun.
Áætlunin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina og kostnaðaráætlunina fyrir sitt leyti, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
14. Skipan aðgengisfulltrúa – 2201057
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. janúar 2022, varðandi skipan aðgengisfulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir að Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs, verði skipaður aðgengisfulltrúi.
15. Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar 2021 – 2109020
Tillaga að samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, lokaumræða.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum sem orðið hafa frá síðustu umræðu. Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar og felur sveitarstjóra að ganga frá samþykktunum til staðfestingar hjá samgöngu- og sveitarstjónarráðuneytinu og til birtingar.
16. Stafræn húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar – 2112012
Húsnsæðisáætlun Bláskógabyggðar, til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina.
17. Forvarnaverkefni 2022 – 2201037
Skipan stýrihóps vegna endurskoðunar forvarnastefnu.
Sveitarstjórn skipar eftirtalda til setu í stýrihópi: Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, Gunnar Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa/verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags og Valgerði Sævarsdóttur og jafnramt óskar sveitarstjórn eftir tilnefningu fulltrúa ungmennaráðs.
18. Lóðarumsókn Brekkuholt 3, Reykholti – 2202001
Umsókn Friðheima ehf um lóðina Brekkuholt 3, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Sveitarstjórn samþykkir að úthlutað lóðinni til umsækjanda.
19. Þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál. – 2201050
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25. janúar 2021, send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Umsagnarfrestur er til 8. febrúar nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.
20. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál. – 2201054
Erindi Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 26. janúar 2022, send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
Umsagnargrestur er til 3. febrúar nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.
21. Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál. – 2201053
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20. janúar 2022, sent er til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Umsagnarfrestur er til 3. febrúar nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.
22. Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga – 2201051
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 24. janúar 2022, þar sem vakin er athygli á reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Erindið var lagt fram til kynningar.
23. Stefna og aðgerðaráætlun í málefnum sveitarfélaga – 2201052
Erindi SASS, dags. 21. janúar 2022, varðandi kynningu á stefnu og aðgerðaráætlun sveitarfélaga.
Erindið var lagt fram til kynningar.
24. COVID-19 Velferðarmál – 2003020
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. janúar 2022, stöðuskýrsla frá teymi uppbyggingar félags- og atvinnumála.
Erindið var lagt fram til kynningar.
25. Hátæknibrennslustöð fyrir úrgang – 2201056
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. janúar 2022, kynning um fýsileika uppbyggingar á hátæknibrennslustöð.
Erindið var lagt fram til kynningar.
26. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 – 2201046
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 28. janúar 2022, varðandi kynningu á svæðisáætlun um meðhöndun úrgangs fyrir Suðvestursvæði og aðgerðaáætlun fyrir Suðurland.
Erindið var lagt fram til kynningar.
27. Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur þeirra til þátttöku og áhrifa – 2201058
Erindi Umboðsmanns barna, dags. 28. janúar 2022, varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Erindið var lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 17:50.
Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir