3. fundur

 1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar

þriðjudaginn 20. nóvember 2007

í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Laugarvatni

___________

 

 1. Leikskólahluti (kl. 15:30)

 

Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Pálmi Hilmarsson, ritari, Camilla Ólafsdóttir sem varamaður Elsu Fjólu Þráinsdóttur, Sólveig Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri á Gullkistunni, Svanhildur Eiríksdóttir, leikskólastjóri á Álfaborg, Margrét Harðardóttir, fulltrúi foreldra á Gullkistunni og Guðbjörg Þura Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra á Álfaborg.

 

Pálmi Hilmarsson ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd.

 

 1. Stefnumótun í fræðslumálum – SVÓT-greining. Fundarmenn unnu svokallaða SVÓT-greiningu sem er fyrsti áfangi í stefnumótun í fræðslumálum sveitarfélagsins. Greindir voru þættir innra umhverfis í þessari lotu, þ.e. Styrkleikar og Veikleikar og var hvor leikskóli fyrir sig tekinn og greindur. Hver og einn fundarmaður skrifaði niður 4 atriði í hvorum flokki. Síðan var hópnum skipt í 4 2ja manna hópa sem áttu hver um sig að velja 4 sameiginleg atriði í hvorum flokki, raða þeim í forgangsröð og gera stuttlega grein fyrir vali sínu. Í lokin safnaði formaður saman niðurstöðum. Á næsta fundi fræðslunefndar, þann 15. janúar 2008, verða greindir þættir ytra umhverfis, þ.e. Ógnanir og Tækifæri. Heildarniðurstöður SVÓT-greiningar verði síðan kynntar og ræddar á þarnæsta fundi fræðslunefndar þann 19. febrúar 2008. Formaður greindi einnig frá því að föst verkáætlun í stefnumótun muni ekki liggja fyrir fyrr en vinnu sveitarstjórnar við fjárhagsáætlunargerð lýkur og ljóst sé hvaða fjármagn verði til ráðstöfunar í þessa stefnumótunarvinnu.

 

 1. Starfsmannamál á leikskólanum Álfaborg. Svanhildur sagði frá því að fyrir lægju umsóknir um pláss á föstudögum sem kallar á auka starfsmann.

 

 1. Bréf frá foreldrum barna í leikskólanum Álfaborg – Staða málsins. Formaður greindi frá því að bréfið hafi verið tekið fyrir í byggðaráði og þar var sveitarstjóra falið að vinna að greinargerð um málið. Mun sú greinargerð liggja fyrir á næsta fundi byggðaráðs. Einnig kom fram hjá Svanhildi að bréf hefði verið sent inn til sveitarstjórnar í apríl 2006 þar sem tíunduð voru þau atriði sem þyrfti að lagfæra á lóð leikskólans auk girðingar umhverfis lóðina en því hefði ekkert verið sinnt.

 

 1. Erindi frá Herði Óla Guðmundssyni: Tillaga um greiðslu fundarþóknunar til handa fulltrúum foreldra í fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Nokkrar umræður urðu um málið. Fræðslunefnd samþykkir að vísa þessari beiðni til sveitarstjórnar.

Fleira ekki gert – fundi leikskólahluta slitið kl. 17:00.

___________

 

 1. Grunnskólahluti (kl. 17:00)

 

Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Pálmi Hilmarsson, ritari, Camilla Ólafsdóttir sem varamaður Elsu Fjólu Þráinsdóttur, Arndís Jónsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar, Sigmar Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar, Lára Hreinsdóttir, fulltrúi kennara og Hörður Óli Guðmundsson, fulltrúi foreldra.

 

Pálmi Hilmarsson ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd. Lögð var fram dagskrárbreyting og 5. liður tekinn inn að beiðni Sigmars Ólafssonar, aðstoðarskólastjóra. Dagskrárbreytingin var samþykkt samhljóða.

 

 1. Tilraunaverkefni Sambands Ísl.  Sveitarfélaga: Samanburður á þjónustu Grunnskóla. Sigmar og Arndís sögðu frá þessu tilraunaverkefni sem fjórir skólar standa að í nokkrum orðum. Fyrstu fundir búnir og vinnan að öðru leyti í fullum gangi. Þau lýstu ánægju sinni með þetta verkefni og því að í þessu felist mörg tækifæri. Sigmar kynnti niðurstöður úr könnunum sem gerðar voru innan skólanna í tengslum við verkefnið. Auk þess fór hann yfir ýmsar tölur varðandi samanburð á kostnaði milli skólanna og fleiri liða sem lúta að starfseminni almennt á hverjum stað.

 

 1. Stefnumótun í fræðslumálum – SVÓT-greining. Fundarmenn unnu svokallaða SVÓT-greiningu sem er fyrsti áfangi í stefnumótun í fræðslumálum sveitarfélagsins. Greindir voru þættir innra umhverfis í þessari lotu, þ.e. Styrkleikar og Veikleikar hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar. Hver og einn fundarmaður skrifaði niður 4 atriði í hvorum flokki. Síðan var hópnum skipt í 2-3ja manna hópa sem áttu hver um sig að velja 4 sameiginleg atriði í hvorum flokki, raða þeim í forgangsröð og gera stuttlega grein fyrir vali sínu. Í lokin safnaði formaður saman niðurstöðum. Á næsta fundi fræðslunefndar, þann 15. janúar 2008, verða greindir þættir ytra umhverfis, þ.e. Ógnanir og Tækifæri. Heildarniðurstöður SVÓT-greiningar verði síðan kynntar og ræddar á þarnæsta fundi fræðslunefndar þann 19. febrúar 2008. Formaður greindi einnig frá því að föst verkáætlun í stefnumótun muni ekki liggja fyrir fyrr en vinnu sveitarstjórnar við fjárhagsáætlanagerð lýkur og ljóst sé hvaða fjármagn verði til ráðstöfunar í þessa stefnumótunarvinnu.

 

 1. Erindi frá Herði Óla Guðmundssyni: Tillaga um greiðslu fundarþóknunar til handa fulltrúum foreldra í fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Nokkrar umræður urðu um málið. Fræðslunefnd samþykkir að vísa þessari beiðni til sveitarstjórnar.

 

 1. Bréf frá Hrafni Magnússyni.  Bókun færð í trúnaðarmálabók.

 

 1. Kynning á uppdrætti af skólalóð grunnskólans á Laugarvatni. Sigmar lagði fram teikningar og fór í grófum dráttum yfir þær.

 

Fleira ekki gert – fundi grunnskólahluta slitið kl. 19:30.