3. fundur

3.  fundur  samgöngunefndar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu 10. ágúst 2011
kl. 17:15.

Fundargerð

Mættir eru:  Kjartan Lárusson, Guðmundur Böðvarsson, Kristján Kristjánsson.  Valtýr
Valtýsson, sveitarstjóri, og Kristinn J. Gíslason, sviðsstjóri, voru gestir  fundarins.

Nefndarmenn samþykktu samhljóða að rita fundargerð í tölvu.

1.  Erindi frá sveitarstjórn um hraða í Reykholti.
Samgöngunefnd leggur til að gerð verði gangbraut á Skólaveg með þrengingu norður
af vestur enda sundlaugar.
2.  Umferðahraði í gegnum þéttbýli.
Samgöngunefnd skorar á Vegagerðina að gerð verði gangbraut og eða þrenging á veg
37 til móts við Héraðsskólann á Laugarvatni.
3.  Almenningssamgöngur í Bláskógabyggð.
Samningur um almenningssamgöngur milli Vegagerðarinnar og Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga kynntur.
4.  Laugarvatnsvegur.
Samgöngunefnd harmar hvað dregist hefur  að klára endurbætur  á Laugarvatnsvegi.
5.  Lyngdalsheiðarvegur.
Samgöngunefnd tekur undir athugasemdir sveitarstjórnar, að ekki sé girt með
Lyngdalsheiðarveginum  og lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi á veginum vegna
legu hans og lausagöngu búfjár.
6.  Hvítárbrú.
Samgöngunefnd fagnar því að Hvítárbrú og vegtenging frá Reykholti að Flúðum sé
kominn í gagnið.
7.  Reykjavegur.
Samgöngunefnd skorar á Vegagerðina að koma Reykjavegi inn á áætlun sem allra
fyrst.
8.  Uppbygging vega í þéttbýli.
Valtýr fór yfir framkvæmdir undanfarin misseri.
9.  Önnur mál.
Rætt um þörf á að klára að leggja bundið slitlag á Torfholtið á Laugarvatni vegna
aukinnar rútuumferðar vegna gesta gallerís.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.