3. fundur

3. fundur Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu 28. apríl 2011 kl 17:00
Mætt: Pálmi Hilmarsson, Valgerður Sævarsdóttir, Hólmfríður Ingólfsdóttir, Sigríður
Jónína Sigurfinnsdóttir, Herdís Friðriksdóttir og Einar Á. E. Sæmudsen sem ritaði
fundargerð.

Dagskrá fundarins:
Formaður gerði stuttlega grein fyrir ársfundi Umhverfisstofnunar og
náttúruverndarnefnda sem haldin var í Borgarnesi 29.október 2010.

1.  Hreinsunarvika
Rætt um möguleika á því hvernig skuli staðið að hreinsunarviku í vor. Stefnt er að
því að farið verði í hreinsunarátak fyrstu vikuna í júní og allir þéttbýliskjarnarnir
(Laugarvatn, Laugarás og Reykholt) taki þátt á sama tíma. Óskað verður eftir því
að sveitarfélagið færi opinn dag sorpmóttökustöðvanna frá 28. maí yfir á 4.júní.
Þetta er gert þar sem Laugdælingar eiga erfitt með að taka þátt síðustu vikuna í
maí. Rætt er um að vera í sambandi við Ungmennafélögin, Lions,
Björgunarsveitirnar, Grunnskólana og Leikskólana varðandi átakið. Spurning um
að ræða við fleiri eins og Kvenfélögin og Hestamannafélögin svo að sem flestir
taki þátt. Hámark hreinsunarvikunnar yrði svo laugardaginn 4. júní og yrði endað
í grillveislu á þessum þremur stöðum. Athuga þarf hvort að sveitarfélagið komi að
kostnaði við grillveislu. Formaður biður Pálma um að sjá um skipulagningu
hreinsunarstarfsins og grillveislu í Laugardal og Hólmfríði um það sama í
Laugarási. Formaður sér sjálf um skipulagið í Reykholti. Auglýsa þarf
hreinsunarvikuna á jákvæðan hátt til allra í sveitafélaginu með dreifibréfi og frétt í
Bláskógarfréttum.

2.  Umhverfisviðurkenning
Veita á viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn í þéttbýli, snyrtilegustu
fyrirtækjalóðina og snyrtilegasta býlið. Hugsanlega verður einungis veitt
viðurkenning fyrir eitt af þessu á ári, þannig að þessar viðurkenningar yrðu veittar
á þriggja ára tímabili. Ákveða þarf viðmið varðandi matið, eru garðyrkjubændur
t.d. býli eða fyrirtækjalóð?  Í fyrra var óskað eftir tilnefningum en fáar bárust.
Ekki eru til upplýsingar um eldri tilnefningar.   Rætt um að dómnefndin noti
sumarið til þess að horfa í kringum sig en síðan verði farið markvisst í að ákveða
hver hlýtur verðlaunin. Þéttbýliskjarnarnir þrír myndu skipta með sér verkum,
Laugdælingar skoðuðu Laugarás, Reykholt skoðaði Laugarvatn og Laugarás
skoðaði Reykholt. Umhverfisviðurkenningin yrði kynnt fyrir íbúum
sveitarfélagsins um vorið þannig að fólk hafi tíma til þess að taka til hjá sér yfir
sumarið.
Nokkur umræða fór fram um hvað skyldi gera við þá aðila sem söfnuðu rusli á
lóðirnar sínar en ákveðið að í bili yrðu þeir hvattir til þess að taka til og málið
skoðað aftur í haust.
Athuga þarf hvort að sveitafélagið útvegi gáma heim á hlað til þeirra sem vilja
gera hreinsunarátak hjá sér. Formaður sér um að athuga það.
3.  Fráveitumál sveitarfélagsins
Í haust barst formanni erindi frá Ólafi Stefánssyni að Syðri-Reykjum vegna
fyrirhugaðrar seyrulosunar í nálægð við jörð hans.  Málið var sett í bið meðan
beðið unnið að því að finna varanlegan losunarstað.  Formaður vill senda inn
fyrirspurn hvernig staða málaflokksins er í sveitarfélaginu.
Rætt var um hvernig frágangi og eftirliti með rotþróm sé háttað í sveitafélaginu.
Samþykkt að senda fyrirspurn vegna fráveitumála og þörungablóma.  Herdís
sendir út bréfið til nefndarmanna til yfirlestrar áður en það verður sent út.
Formaður lagði fram Leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir sem finna má á
heimasíðu UST.

4.  Endurvinnsla á ferðamannastöðum
Fram kom ábending um rusl á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Þarf að skoða
þau mál og athuga hvort ekki sé boðið upp á endurvinnslutunnur við sjoppur á
þessum stöðum.  Benda björgunarsveitum á að þarna sé möguleiki að setja tunnur.
Rætt um hvernig má hvetja aðila á svæðunum til að bæta málin og ákveðið að
byrja á því að senda þeim bréf frá umhverfisnefndinni þar sem rekstaraðilar eru
hvattir til þess að hafa þessi mál í lagi þar sem að þessir staðir séu andlit
sveitafélagsins útá við.

5.  Innkaup sveitafélagsins
Rætt um hvort að sveitafélagið stundi vistvæn innkaup og hver stefnan sé.  Valtýr
Valtýsson sveitastjóri hafði upplýst formann um að sveitafélagið sé ekki með
umhverfisstefnu.  Rætt um að umhverfisnefnd hafi frumkvæði að því að gera
umhverfisstefnu og leggja fram fyrir sveitarstjórn.  Rætt um endurvinnslu hjá
sveitarfélaginu þ.e. í Aratungu, í Grunnskólanum í Reykholti og Leikskólanum
Álfaborg. Einhver vísir af endurvinnslu á sér stað í eldhúsinu í  Aratunga þar sem
matarleyfum er safnað fyrir búfénað.

6.  Eyðing óæskilegs gróðurs
Formaður hafði rætt við Halldór Karl Hermannson sviðstjóra þjónustu- og
framkvæmdarsviðs og Valtý sveitastjóra um eyðingu á Skógarkerfli. Fram kom að
sveitarfélagið sér ekki um eyðingu á óæskilegum og framandi tegundum á
einkalóðum, jörðum í einka eigu eða í eigu ríkisins. Sé kerfils vart á lóðum og
jörðum í eigu sveitarfélagsins verður málið athugað. Skógarkerfill er farinn að
vaxa í vegkanti neðan við Iðu og þarf að athuga hvort að Vegagerðin muni sjá um
að uppræta hann.
Formaður ræddi við starfsmenn UST um málið og fékk þau svör að UST hafi
enga áætlun umútrýmingu á skógarkerfli en það geti breyst með nýrri
náttúruverndarlöggjöf. Ekki eru heldur veittir styrkir eða stuðningur við að eyða
skógarkerfli. Bent var að hafa samband við Landgræðsluna og sérfræðing UST á
Mývatni sem hefur fengist við þessi mál.
Nefndin mun fylgjast með skógarkerfli í sumar og gera óformlega skráningu á
þeim.
7.  Skólagarðar
Rætt um skólagarða/heimilisgarða og hvort þörf eða áhugi sé á þeim.  Formaður
ræddi við Halldór Karl fyrir fundinn og fékk þau svör að ef áhugi væri fyrir hendi
og ef hægt væri að finna land við hæfi væri mögulegt að hrinda verkefninu af
stað. Ekki er gert ráð fyrir að hafa umsjónarmann heldur myndu fjölskyldurnar
sjálfar sjá um garðana en sveitarfélagið sjá um að láta plægja. Hægt væri að
auglýsa hvort fólk vilji nýta sér þetta.

Rætt var um hvort að hægt væri að gera netkönnun og senda spurningar sem varða
umhverfismál á alla íbúa sveitarfélagsins til þess að fá hugmynd um
umhverfisvitund íbúanna. Hægt væri að auka svörun með því að lofa verðlaunum.
Leggjast þarf yfir hvaða spurninga ætti að spyrja.

8.  Grænfáni
Grunnskólinn á Laugarvatni er með grænfána en ekki sá í Reykholti.  Rætt um
hvort að umhverfisnefndin geti beitt sér í því. Rætt um að fara í það í haust þegar
nýr skólastjóri tekur til starfa.

Önnur mál:  Ábending kom um gömlu réttina við Laugarvatn sem notuð hefur verið af
hestamönnum að hún sé að lotum komin.  Umhverfisnefndin sendir bréf til
hestamannafélagsins Trausta að þeir taki réttina í fóstur til að bæta aðgengi hestamanna.

Gerð umhverfisstefnu: Umhverfisnefndir skoði umhverfisstefnu annarra sveitarfélaga til
að meta hvernig staðan er í sýslunni. Unnið verði í því á næstu vikum og mánuðum og
skoða og hugsa en farið verði markvissar í málið í haust og vetur, hugsanlega með
netkönnun í sveitarfélaginu. Hún yrði unnin í samstarfi við sveitarfélagið og yrði kynnt í
maí 2012.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:45