3. fundur

Þriðji fundur æskulýðsnefndar.
Laugarvatni 31. janúar 2011  kl. 17:30

Mættir: Rúnar Gunnarsson, formaður, Smári Stefánsson, Smári Þorsteinsson.

1.  Fundargerð síðasta fundar lesin upp.
2.  Byrjað var á að móta forvarnastefnu.  Texti var settur á blað og ákveðið var að honum
yrði kastað á milli manna í tölvupósti og væri hann klár fyrir næsta sveitastjórnarfund.
Farið var yfir lista síðasta fundar um þá sem gætu komið að forvarnarstefnunni og
hann endurskoðaður.

Grunnskóli Bláskógabyggðar
Ungmennafélag Biskupstungna
Ungmennafélag Laugdæla
Björgunarsveit Biskupstungna
Björgunarsveitin Ingunn Laugarvatni
Unglingadeildin Greipur
Hestamannafélagið Logi
Hestamannafélagið Trausti
Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Gullkistan
Æskulýðsstarf kirkjunnar, Molarnir
Skálholtsprestakall
Mosfellsprestakall
Þingvallaprestakall
Heilsugæslustöðin Laugarási
Menntaskólinn að Laugarvatni
Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands
Golfklúbburinn Dalbúi, Unglingastarf
Brunavarnir Árnessýslu
Lögregluumdæmi Árnessýslu
Foreldrafélag Grunnskóla Bláskógabyggðar
Foreldrafélag Leikskólans Álfaborgar
Foreldrafélag Leikskólans Gullkistunnar

Nefndin skorar á sveitarstjórn að þrýsta á alla þá sem starfa með ungmennum í
Bláskógabyggð og þiggja styrki til þess frá sveitarfélaginu að eiga aðild að forvarnarstefnu
sveitafélagsins.

3.  Rætt var um á síðasta fundi að koma á Ungmennaráði. Ungmennaráði er ætlað að
koma með tillögur til sveitarstjórnar sem varðar málefni ungmenna í sveitarfélaginu.
Ætlast er til að ungmennaráð fundi mánaðarlega á meðan skólar starfa (september –
maí). Haldin er fundargerð yfir hvern fund sem færi svo fyrir sveitarstjórn.  Til að
hægt sé að koma á fót ungmennaráði telur æskulýsnefnd nauðsynlegt að einstaklingur
á vegum sveitarfélagsins haldi utan um störf ráðsins og leiðbeini því í sínum verkum.
Nefndin telur æskilegt að sá aðili sé uppeldismenntaður eða hafi sambærilega reynslu.
Sex aðilar 13-20 ára eiga sæti í ungmennaráði auk varamanna.  Fjórir fulltrúar koma
frá Grunnskóla Bláskógabyggðar, tveir frá Reykholti og tveir frá Laugarvatni og tveir
fulltrúar á framhaldsskólaaldri. Ráðið ætti að kjósa til eins árs í senn og   hafa öll
ungmenni (13-20 ára) með lögheimili í sveitarfélaginu framboðs- og kosningarétt.  Æskilegt væri að fyrsta kosning í Ungmennaráð færi fram í byrjun nýs skólaárs
haustið 2011.

Fleira var ekki rætt.  Fundi slitið kl.19: 36
Smári Þorsteinsson