3. fundur

Fundur atvinnu – og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, haldinn á Bjarkarhóli
29.  janúar 2011 kl. 11:30

Mætt. Inga Þyri Kjartansdóttir, Jóel Fr. Jónsson, Sigurjón Sæland og
Sigurlaug Angantýsdóttir.

1. Framtíðarsýn á uppbyggingu þéttbýlissvæða í Bláskógabyggð.
Erindi barst til sveitastjórnar um leyfi til að setja niður smáhýsi  til útleigu í
Reykholti, byggðaráð hafnaði þessari hugmynd . Sveitastjórn staðfesti síðan
fundargerð byggðaráðs á fundi sínum 4. nóvember sl.
Í ljósi þessarar niðurstöðu ræddu nefndarmenn um aðkomu sveitarstjórnar að
uppbyggingu atvinnustarfsemi í þéttbýliskjörnunum sem og á öðrum svæðum
sveitarfélagsins. Gerum við okkur fulla grein fyrir því hlutverki sveitarstjórnar að
hún sjái til þess að nægt framboð sé á lóðum til hvers kyns atvinnureksturs í
þéttbýlinu. Nokkrar spurningar kveiknuðu sem við óskum svara sveitarstjórnar
við:
•  Hefur sveitarstjórn að einhverju leyti lagt sitt af mörkum til uppbyggingar
atvinnu með því að höfða til einkafyrirtækja og opinberra stofnana að
staðsetja fyrirtæki sín í sveitarfélaginu?
•  Hefur sveitarstjórn í bígerð að kynna sveitarfélagið opinberlega sem
ákjósanlegt svæði fyrir margvíslega atvinnustarfsemi?

Telja nefndarmenn nauðsynlegt að sveitarstjórn setji sér ákveðna stefnu í
málefnum varðandi uppbyggingu þorpanna í Bláskógabyggð t.d. hvað varðar
atvinnu- og ferðamál. Óskar nefndin eftir því að fá að koma beint að þeirri
stefnumörkun. Fyrsta skrefið væri að senda spurningalista  til íbúa sveitarfélagins
um viðhorf þeirra til þessa máls og fá hugmyndir þeirra um æskilega starfsemi til
atvinnuuppbygginagar á  þéttbýlissvæðunum.

2. Þorpshátíðir
Víðsvegar um land hafa svonefndar bæjarhátíðir verið haldnar árlega og  hafa
slíkar hátíðir einnig verið haldnar hér, nefna má Laugaráshátíð
sem haldin hefur verið tvö undanfarin ár og hátíð í Reykholti síðastliðið sumar.
Heyrst hefur að áhugi sé á að halda hátíð á Laugarvatni og tengja það opnun
Fontana. Einnig virðist vera áhugi á áframhaldandi hátíðarhaldi í Reykholti og
Laugarási.
Nefndin telur æskilegt að skipuleggja beri hátíðirnar þannig að dagsetningar
þeirra verði samræmdar þannig að þær rekist ekki hver á aðra. Einnig teljum við
æskilegt væri að auglýsa hátíðirnar í opinberum fréttamiðlum og gera meira úr
þeim.
Til þess að ræða þessi mál munu nefndarmenn hafa samband við forsvarsmenn
hátíðanna og funda með þeim, um hugsanlegt fyrirkomulag, áður en langt um
líður.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Sigurlaug Angantýsdóttir