30. fundur
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
miðvikudaginn 19. október 2006, kl. 9 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við bakka Þingvallavatns
Til kynningar úrskurður um að felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 1. júní 2004 um að synja umsókn um leyfi fyrir framkvæmdum við bátalægi sumarbústaðar nr. 1 í landi Heiðarbæjar í Þingvallasveit og að gera honum að afmá jarðrask í samræmi við tillögur sérfræðinga Umhverfisstofnunar.
- Stefna um stærðir frístundahúsa – eldri svæði þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu um að við veitingu byggingarleyfis á frístundahúsalóðum á svæðum þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi skuli miða við að nýtingarhlutfall lóða skuli almennt ekki fara upp fyrir 0.03.
Samþykkt.
Bláskógabyggð
- Fellskot í Biskupstungum, deiliskipulag íbúðarhúss og reiðhallar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Fellskots. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 1.600 m2 íbúðarhúsalóð þar sem reisa má allt að 300 m2 íbúðarhús og um 5.000 m2 byggingareit fyrir allt að 1.000 m2 reiðhöll. Mænishæð íbúðarhúss má vera allt að 5 m og mænishæð reiðhallar allt að 15 m. Gert er ráð fyrir rotþró við hvort hús og að neysluvatn verði fengið úr vatnsveitu sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi nánar grein fyrir í greinargerð hvort og þá hvernig ný reiðhöll verður staðsett m.t.t. núverandi byggingar innan byggingarreits.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við ofangreinda athugasemd og þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlist suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir.
- Haukadalur II í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar. Flugbrautarvegur austan Geysis.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Haukadals II. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir fjórum 0,5 ha frístundahúsalóðum á 2 ha svæði meðfram Flugbrautarvegi, við norðurenda aflagðrar flugbrautar austan við Geysi. Heimilt verður að reisa allt að 130 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gert er ráð fyrir að verði auglýst samhliða.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir. Bent er á að nýtingarhlutfall lóða má ekki vera hærra en 0.03.
- Haukadalur í Biskupstungum, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað unnið af Landform yfir 10 ha lóð úr landi Más Sigurðssonar við Geysi. Meðfylgjandi á sér blaði er samþykki Kristínar Sigurðardóttur kt. 180340-4759.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Minnt er á að skv. 13.grein jarðalaga skuli landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðar-ráðherra.
- Höfði í Biskupstungum, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað sem unnið er af Pétri H. Jónssyni arkitekt af jörðinni Höfða í Biskupstungum. Um er að ræða nákvæma (hnitsetta) afmörkun jarðarinnar og hafa aðliggjandi lóðareigendur samþykkt lóðablaðið með uppáskrift á uppdrátt.
Afgreiðslu frestað þar sem athuga þarf landmerki í og við Hvítá.
- Miklaholt í Biskupstungum, hesthús skv. 3.tl.
Lögð fram tillaga að bygginu allt að 200 m² hesthúss á 4.950 m² lóð í landi Miklaholts. Hæð húss skal vera mest 3 m frá gólfi, við útvegg, upp í loft. Hæð frá þakbrún lóðrétt á móts við mæni skal vera mest 2 m.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.
- Tjörn í Biskupstungum, borholur, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað unnið af Loftmyndum ehf. af tveim lóðum (150 og 2700 m²) undir heita- og kaldavatnsborholur. Beiðandi er Guðný Rósa Magnúsdóttir.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Minnt er á að skv. 13.grein jarðalaga skuli landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðar-ráðherra.
- Austurey 2 í Laugardal, Krossholtsmýri, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 4 frístundahúsalóða í landi Austureyjar 2, svæði sem kallast Krossholtsmýri. Beiðandi er Jón Snæbjörnsson f.h. landeiganda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur nýjum frístundahúsalóðum sem allar eru í kringum 3.800 m² auk þess sem eldri lóð er stækkuð úr 2.000 m² í 3.382 m². Skipulagssvæðið er um 3,51 ha að stærð og eru lóðir samtals um 1,48 ha. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 120 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús. Kalt vatn kemur úr lind í Hólaskógi í um 4,5 km fjarlæðg og heitt vatn úr borholum í Apavatni í um 2,3 km fjarlægð.
Skipulagsnefnd bendir á að lóðir fyrir frístundahús skuli að jafnaði vera 0,5 ha sbr. ákvæði Aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012. Nefndin heimilar auglýsingu tillögunnar þegar komið hefur verið til móts við ofangreinda athugasemd og þegar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafa borist.
- Leynir í Laugardal, deiliskipulag frístundabyggðar, 2. hluti.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 2. hluta frístundabyggðar í landi Leynis, Giljalönd og Gamlatún. Svæðið afmarkast af Böðmóðsstaðavegi í vestri, akvegi í norðri, Stóragili og eignalandi (Kaldakinn) í austri og jarðamörkum í suðri. Skipulagssvæðið er 17,5 ha að stærð og er gert ráð fyrir 19 frístundahúsalóðum sem eru á bilinu 4.800 m² – 8.200 m ² að stærð. Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 12. júní 2006 með athugasemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust.
Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 19. maí 2006 þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að byggja nær Brúará en 200 m. Umsögn Umhverfisstofnunar er tekin fyrir í afgreiðslu sveitarstjórnar dags. 1. ágúst 2006 á aðalskipulagsbreytingu svæðisins. Í ljósi þess að landið er mestu tún og akrar, og til samræmis við aðliggjandi svæði, var ekki talin ástæða til að setja frekari kvaðir um að fjarlægð bygginga verði meiri en 50 m.
Skipulagsnefnd bendir á að nýtingarhlufall lóða ætti ekki að vera hærra en 0.03 og að lóðir mega eingöngu ná að árbakka en ekki út í miðja á. Afreiðslu frestað þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Borg í Grímsnesi, spennistöð. Lóðablað.
Lagt fram lóðablað yfir 58,4 m2 lóð undir spennistöð við Borg. Unnið af Sigurði Þ. Jakobssyni.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Búrfell I í Grímsnesi, svæði 1 og 2, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lagðar fram tillögur að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Búrfells I, bæði á svæði 1 og svæði 2. Á svæði 1 fjölgar lóðum úr 52 í 54 en á svæði 2 fækkar lóðum úr 43 í 41. Að auki verða breytingar á afmörkun og stærð annarra lóða auk breytinga á legu vega. Ástæða þessara breytinga er við nánari mælingar á svæðinu komu í ljós töluverðar skekkjur, bæði varðandi stærð landsins í heild sem og afmörkun og stærð einstakra lóða. Lóðirnar hafa allar verið stofnaðar og seldar og lang flestar þeirra á grunni nýs skipulags. Eigendur þeirra lóða sem voru þegar seldar áður en nýtt skipulag var unnið hafa samþykkt þær breytingar sem verða með nýju skipulagi.
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega þar sem ekki er um að ræða fjölgun lóða heldur frekar verið að lagfæra skipulagið m.t.t. nyrra mælinga og raunverulega framkvæmd skipulagsins. Samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Búrfell I í Grímsnesi, svæði 1, ósk um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lögð fram beiðni Jóhanns Rúnarssonar f.h. Stubbana ehf. um breytingu á deiliskipulagi í landi Búrfells I (sjá ofan) vegna lóðarinnar Víðibrekku 23. Óskað er eftir að fá að byggja 180 m² frístundahús á lóðinni sem er 10.450 m² að stærð, en í gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að 100 m² frístundahús auk gestahúss. Fram kemur að lóðin er eftst á svæðinu og skyggir ekki á önnur hús í hverfinu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrri breyting hefur tekið gildi( sjá mál 12).
- Klausturhólar í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar, Kerhraun svæði E.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Kerhrauni, svæði E. Beiðandi: Sigurður Hreinsson f.h. landeigenda SH Festi.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 71 frístundahúsalóðum á bilinu 4.520 – 6.950 m² á rúmlega 50 ha svæði sem liggur upp að þegar skipulögðu frístundabyggðasvæði í Kerhrauni. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var lögð fyrir 18. maí 2006 og þá var gert ráð fyrir 84 lóðum og engu opnu svæði. Komið hefur verið til móts við fyrri athugasemdir skipulagsnefnar nema að ekki er gert ráð fyrir svæði undir sorpgám, sbr. samþykkt 18. maí 2006.
Skipulagsnefnd bendir á að lóðir mega að lágmarki vera 0,5 ha sbr. stefna í aðalskipulagi Sveitarfélagsins. Í ljósi þess hversu margar lóðir eru á svæðinu frestar nefndin afgreiðslu þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir. Tryggja þarf lagnaleiðir með vegum í skilmálum skipulagsins.
- Minniborgir í Grímsnesi, Lyngborgir, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Oddsholts. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 30 lóðum á bilinu 6.146 – 10.370 m² á um 35 ha svæði sem liggur umhverfis eldri frístundabyggð í Oddsholti, sunnan Búrfellslínu 1 og 2. Aðkoma að svæðinu er um núverandi veg að Sólheimavegi. Gert er ráð fyrir húsum á bilinu 50-200 m² en þó skal nýtingarhlutfall lóða ekki fara upp fyrir 0.03. Fram kemur að hverfið muni tengjast vatnsveitu Minniborgar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir. Tryggja þarf lagnaleiðir með vegum í skilmálum skipulagsins.
- Norðurkot í Grímsnesi, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Norðurkots, svæði sem kallast Selhóll. Beiðandi er María…
Í tillögunni felst að lóðum á svæði milli Selhólsvegar og Kóngsvegar fækkar úr 9 í 5 og stækka einnig.Á einni lóðinni er þegar eitt hús auk þess sem eldra hús hefur verið rifið á annarri lóð. Skilmálar breytast ekki.
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning fellur niður því að mati nefndarinnar er ekki um íþyngjandi breytingu að ræða heldur frekar jákvæða fyrir aðliggjandi lóðarhafa.
- Stangarlækur og Stangarlækur II í Grímsnesi, deiliskipulag tveggja lögbýla úr jörðinni Þórisstaðir.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja lögbýla sem hefur verið skipt úr Þórisstöðum í Grimsnesi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir einu íbúðarhúsi og einu útihúsi á hvorri lóð. Íbúðarhúsin mega vera allt að 400 m2 að stærð á tveimur hæðum og útihúsin mega vera allt að 1.500 m2 á einni hæð með kjallara og millilofti. Lóðirnar tengjast veitukerfi sveitarfélagsins. Aðkoma að lóðunum er frá Biskupstungnabraut um veg í landi Þórisstaða og þaðan á lóðarmörkum að byggingareitum.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingalaga þegar umsögn Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.
- Syðri-Brú í Grímsnesi, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Syðri-Brúar í Grímsnesi. Beiðandi erKristján Bjarnason f.h. Landmanna ehf.
Í tillögunni fellst að 14 lóðir bætast við áður samþykkt skipulag á svæði sem áður var ætlað fyrir blandaða notkun íþrótta-, golfvallar-, útivistar- og trjáræktar.
Málinu vísað frá þar sem tillagan samræmist ekki Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014
- Vatnsholt í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsholts. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 51 frístundahúsalóð á bilinu 4.400 – 10.000 m² að stærð á 45 ha svæði vestast í landi Vatnsholts, með aðkomu frá Vatnsholtsvegi. Hús er þegar á 8 lóðum.Gert er ráð fyrir húsum á bilinu 50-200 m² en þó skal nýtingarhlutfall lóða ekki fara upp fyrir 0.03.
Skipulagsnefnd bendir á að lóðir mega að lágmarki vera 0,5 ha sbr. stefna í aðalskipulagi Sveitarfélagsins.Í ljósi fjölda lóða og staðsetningu borholu frestar skipulagsnefnd afgreiðslu málsins þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.
- Þórisstaðir í Grímsnesi, Rímamói 1, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað sem unnið er af Verkfræðistofu Suðurlands af tveimur lóðum, Rimamóa 1 og 2 úr landi Þórisstaða, sem verða síðan sameinaðar. Lóð 1 er þegar skráð í fasteignamati (landnúmer 169860) og er 10.000 m² en með þessu lóðablaði er lóð nr. 2 sem 10.189 m² tekin úr landi Þórisstaða (landnúmer ) og verður síðan bætt við lóð nr. 1. Fyrir liggur samþykkt aðliggjandi lóðarhafa.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Grafningsafréttur, þjóðlenda, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað sem unnið er af Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi af landssvæði sem afmarkast á eftirfarandi hátt:
„Úr Skeggja í Borgarhól, úr Borgarhól í vörðu á Moldbrekkum, úr vörðu á Moldbrekkum í Klofningstjörnm, þaðan í Sköflung og úr Sköflungi í Skeggja. “
Í úrskurðum óbyggðanefndar er gerður fyrirvari um hnitasetningu þjóðlendulínu að liðnum málsskotsfrestum eða að fenginni dómsniðurstöðu.
Skipulagsnefnd vísar málinu frá þar sem gögnin samræmast ekki samþykkt nefndarinnar um frágang lóðablaða. Vísað er í 3. mgr. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem sveitarstjórn getur krafist þess af eigendum landa og jarða að gerður sé fullnægjandi hnitsettur uppdráttur af nýju landamerkjum eða lóðamörkum til afnota fyrir landeignaskrá og þinglýsingarstjóra.
Einnig telur nefndin að ekki ætti að stofna land skv. úrskurði óbyggðaendar þar sem dómsniðurstaða er ekki fengin.
- Úlfljótsvatn í Grafningi
Lagt fram erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni f.h. Úlfljótsvatns frítímabyggðar dags. 17. október 2006 þar sem kynnt er ákvörðun um að falla frá fyrri áformum uppbyggingu frístundabyggðar í landi Úlfljótsvatn og í stað þeirra skipuleggja 60 frístundahúsalóðir nyrst á jörðinni, við vestanvert Úlfljótsvatn. Óskað er eftir að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna þessa. Eftir óformlegt samráð við Skipulagsstofnun hefur verið mælst til þess að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst að nýju sem og ný tillaga að deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd mælir með að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Úlfljótsvatns verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í breytingunni fælist að gert yrði ráð fyrir svæði fyrir frístundabyggð á „ströndinni“ við vestanvert Úlfljótsvatn. Þeim sem gerðu athugasemdir við fyrri breytingartillögu verði sent bréf þar sem fram kemur að fallið hafi verið frá þeirri tillögu og um leið tilkynnt um kynningu á nýrri breytingartillögu.
Varðandi útfærslu deiliskipulags að þá mælist Skipulagsnefnd til þess að fyrirhugaðar lóðir verði frekar staðsettar á mið- og suðurhluta svæðisins þar sem landið er lægra og hentugra til uppbyggingar. Á norðurhluta svæðisins er landið mun brattara og verða sjónræn áhrif byggðar mun meiri en á suðurhluta svæðisins sem og rask vegna vegagerðar og annarra framkvæmda.Þar sem eingöngu er um að ræða 60 lóðir þarf að finna hentugasta svæðið m.t.t. umhverfisáhrifa.
Hrunamannahreppur
- Ásatún, Heiðabyggð, fyrirspurn um stærð frístundahúss.
Lögð fram fyrirspurn Þórðar Magnússonar eigenda lóðar D6 í Heiðabyggði í landi Ásatúns um möguleikann á viðbyggingu við eldra frístundahús sem er um 50 m². Með fylgja frumdrög Valdimars Harðarsonar af um 120 m² viðbyggingunni.
Skipulagsnefnd telur að viðbyggingin sé of stór og þá sérstaklega í ljósi stærðar lóðarinnar m.t.t. nýsamþykktrar stefnu sveitarfélagsins um að nýtingarhlutfall frístundahúsalóða skuli ekki vera hærra en 0.03. Einnig má benda á að í aðliggjandi frístundahverfi þar sem lóðir eru svipað stórar að þá er hámarksstærð frístundahúsa 90 m².
Skipulagsnefnd telur að miða ætti við nýtingarhlutfall upp á 0.03 sem felur í sér að hámarks heildarstærð má vera í kringum 100 m².
- Flúðir, flugskýli og aðstöðuhús. Lóðablað.
Lagt fram landsspildublað yfir tvær lóðir á flugvallarsvæði á Flúðum, utan um flugskýli og aðstöðuhús.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Flúðir, Grafarbakki. Deiliskipulag íbúðarsvæðis.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis á lóð sem var áður hluti af lögbýlinu Grafarbakka. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði A9 og er aðkoma að svæðinu um nýjan veg frá þjóðvegi nr. 30. Á svæðinu er gert ráð fyrir þremur tveggja hæða íbúðarbyggingum með samtals allt að 40 íbúðum og að auki er gert ráð fyrir einnar hæðar byggingum fyrir bílskúra og sameiginlegar geymslur.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi ráð fyrir sér byggingarreit fyrir hverja íbúðarbyggingu fyrir sig og sýna þannig betur hvar byggingar verða staðsettar auk þess sem gera þarf grein fyrir leyfilegri mænisstefnu.Einnig þarf að gera betur grein fyrir byggingum á byggingarreit 2 sem og upplýsingum um veitur. Ennfremur er ekki ljóst hvar gert er ráð fyrir bílskúrum og sameiginlegum geymslu því á uppdrætti er bent á svæði utan byggingarreita en í greinargerð kemur fram að slíkar byggingar verði innan byggingarreits 2.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við ofangreindar athugasemdir og þegar umsagnir fornleifaverndar ríkisins og vegagerðarinnar liggja fyrir.
- Flúðir, íbúðarsvæði við Högnastíg. Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Högnastíg. Beiðandi er Hermann Ólafsson f.h. sveitarfélagsins.
Í tillögunni felst að lóð nr. 11 fellur út og afmörkun og stærð lóða nr. 11, 11b, 14, 16, 18, 20, 22 breytist lítillega vegna landaðstæðna.
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning fellur niður þar sem lóðunum hefur ekki verið úthlutað og breytingin er frekar talin hafa jákvæð áhrif á aðliggjandi lóðir þar sem lóðum fækkar.
- Flúðir, iðnaðarsvæði austan flugvallar. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis austan flugvallar á Flúðum. Beiðandi er Hermann Ólafsson f.h. landeigenda (sveitarfélagsins).
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir allt að 23 iðnaðarlóðum á bilinu 1.700 – 3.700 m2 á svæði sem afmarkast af flugvellinum að austan og fyrirhuguðum þjóðvegi að vestan. Í aðalskipulagi er svæði merkt P4. í skilmálum er gert ráð fyrir að sameina megi tvær eða fleiri lóðir í eina til að koma til móts við ólíkar þarfir í lóðaúthlutun og er dæmi um slíkt sýnt á skýringarmynd. Nýtingarhlutfall lóða er 0.4 þar sem heimilt er að byggja einna eða tveggja hæða hús eða há hús með millilofti. Vegghæð má vera allt að 7 m og mænishæð allt að 10 m.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir fornleifaverndar ríkisins, vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.
- Flúðir, Suðurbrún 12a, starfsmannahús.
Lögð fram tillaga að byggingu 56,3 m² starfsmannahúss tengt gróðurstöð Suðurbrún 12a á Flúðum. Húsið verður staðsett vestan við gróðurstöðina.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.
- Grafarbakki II, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar sem kallast Laufskálabyggð í landi Grafarbakka 2. Beiðandi: Magnús Víkingur Grímsson.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum á svæði sem er rétt tæplega 8 ha, þar af eru 8 lóðir um 0,42 ha og 4 um 0,62 ha. Heimilt verður að reisa allt að 100 m² frístundahús og allt að 20 m² aukahús. Gert er ráð fyrir sameiginlegri rotþró fyrir lóðir 1-6 og fyrir lóðir 7-12. Aðkoma að svæðinu er frá Hrunavegi. Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafresti til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.
Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 14. júlí 2006 og hefur verið komið til móts við hana.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Reykjadalur, Hólaþýfi, frístundabyggð.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Hólaþýfi í landi Reykjadals. Beiðandi: Yngvi Þór Loftsson, Landmótun, f.h. landeigenda.
Tillagan nær yfir um 12 ha svæði meðfram Laugalæk og er gert ráð fyrir 14 lóðum á bilinu 0,5-0,7 ha að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 m² frístundahús og 20 m² aukahús. Gert er ráð fyrir tveimur tengingum við þjóðveginn. Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafresti til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.
Tillagan er lögð fram með breytingu frá auglýstri tillögu á þá leið að þakhalli breytist, hann var á bilinu 18-45 gráður en verður 0-45. Fyrir liggur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 11. júlí og hefur greinargerð verið lagfærð með tilliti til hennar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
- Syðra-Langholt Hrunamannahreppi, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar vestan við gatnamót Auðholtsvegar og Langholtsvegar. Beiðendur: Ask arkitektar f.h. landeigenda.
Svæðið er um 25 ha að stærð og gerir tillagan ráð fyrir 10 frístundalóðum auk byggingarreita fyrir gestahús og hesthús. Tillagan er í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem fór í auglýsingu 21. apríl n.k. Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar þar sem ekki er gerð athugasemd við tengingar svæðisins við þjóðveg.Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí 2006. Engar athugasemdir bárust.
Fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 11. júlí og 13. október 2006, Fornleifaverndar ríkisins dags. 24. maí 2006 og Vegagerðarinnar dags. 5. desember 2005. Einnig liggur fyrir heimild umhverfisráðuneytisins dags. 4. september 2006 varðandi undanþágu frá gr. 4.16.2 skipulagsreglugerðar um að lóðir megi vera í u.þ.b. 60 m fjarlægð frá þjóðvegi. Breyting á aðalskipulagi svæðisins hefur einnig verið staðfest af umhverfisráðherra.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Andrésfjós á Skeiðum, Nátthagi, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað unnið af Verkfræðistofu Suðurlands af lóðinni Nátthagi sem er 19.131 m². Landnúmer jarðar sem lóðin er tekin úr er 166434.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að hnitpunktar L02 og L03 samræmist þinglýstum landamerkjum. Minnt er á að skv. 13.grein jarðalaga skuli landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðar-ráðherra.
- Kílhraun á Skeiðum, Áshildarmýri. Deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kílhrauns, svæði umhverfis Áshildarmýri.Beiðandi er Haukur Friðriksson f.h. Kílhrauns ehf.
Skipulagssvæðið er um 100 ha að stærð og afmarkast af sveitarfélagamörkum við Hraungerðishrepp og Villingaholtshrepp, þjóðvegi nr. 30 og Árhraunsvegi. Gert er ráð fyrir 88 lóðum fyrir frístundahús á bilinu 5.500 m²-11.600 m² að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 m² frístundahús auk aukahúss allt að 25 m². Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Athugasemdir bárust frá Flóahreppi dags. 4. ágúst 2006, Árnesingafélaginu dags. 24. júlí 2006, Bjarna H. Ásbjörnssyni og Lilju Össurardóttur dags. 26. júlí 2006, og Kjartani H. Ágústssyni dags. 26. júlí 2006. Athugasemdir Kjartans Ágústsonar og Flóahrepps voru teknar fyrir þegar aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið var afgreidd af sveitarstjórn 15. ágúst 2006 og eru þær því ekki teknar hér fyrir.
Að auki liggja fyrir umsagnir Fornleifaverndar ríkisins dags. 9. maí 2006, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 11. mars 2006 og 13. október 2006, Vegagerðarinnar dags. 15. ágúst 2006 og Umhverfisstofnunar dags. 4. október 2006.
Tillagan lögð fram með þeirri breytingu að tenging Árhraunsvegar við þjóðveg færist til suðurs skv. ábendingum Vegagerðarinnar og til að koma til móts við athugasemd.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að neysluvatn sé tryggt að mati Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og að hámarksnýtingarhlutfall lóða fari ekki upp fyrir 0.03. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemdum í samráði við sveitarstjórn í samræmi við ofangreinda afgreiðslu.
- Ósabakki á Skeiðum, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað unnu af Verkfræðistofu Suðurlands af 3.048,1 m² lóð úr landi Ósabakka.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Minnt er á að skv. 13.grein jarðalaga skuli landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðar-ráðherra.
- Skeiðháholt 2 á Skeiðum, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað yfir um 0,6 ha spildu úr landi Skeiðháholts. Á lóðinni er 33,4 m2 sumarhús auk 6 m2 geymsluskúrs.Beiðandi er Auður Harpa Ólafsdóttir og Ingi Heiðmar Jónsson
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar dags. 1. október 2004. Minnt er á að skv. 13.grein jarðalaga skuli landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðar-ráðherra.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 12:00
Laugarvatni 19. október 2006
Margeir Ingólfsson (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Gunnar Örn Marteinsson (8720)
Pétur Ingi Haraldsson