30. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 30. mars 2004 kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson.
- Bréf frá Rangárbökkum Hestamiðstöð Suðurlands ehf. dags. 22. mars 2004. Í samræmi við erindi RHS þá leggur byggðaráð til að helmingur framlags Bláskógabyggðar til verkefnisins verði greiddur sem fyrst.
- Ársreikningur Minningasjóðs Biskupstungna 2003. Rekstararniðurstaða ársins var kr. 216.353- og 31. desember voru skuldir og eigið fé samtals kr. 2.948.132-. Byggðaráð leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur.
- Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu dags. 2. mars 2004 varðandi brunavarnir og brunamál í Grunnskóla Bláskógabyggðar Laugarvatni. Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til forstöðumanns þjónustumiðstöðvar og honum falið að gera áætlun um endurbætur.
- Greinagerð vegna Gjábakkavegar í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar 2. mars 2004. Lögð fram til kynningar.
- Bréf frá Arndísi Jónsdóttur dags 12. mars 2004 varðandi Danmerkurferð nemenda í 10. bekk Grunnskóla Bláskógabyggðar. Í bréfinu er óskað eftir fjárframlagi vegna ferðarinnar og leggur byggðaráð til að ferðin verði styrkt um kr. 284.105- eins og óskað er eftir.
- Bréf frá Ábótanum ehf. dags 5. mars 2004 þar sem gert er tilboð í nettengingu fyrir sveitarfélagið. Formanni byggðaráðs er falið að bera tilboðið saman við þau tilboð sem sveitarfélaginu hafa borist í nettengingar og svara erindinu í samræmi við niðurstöðu samanburðarins.
- Bréf frá Hreiðari Þórðarsyni dags. 1. mars 2004 og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 3. mars 2004 varðandi efnistöku í landi Grafar í Laugardal. Skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins ásamt lögmanni þess hefur verið kynnt málið og verður þeim falið að koma með tillögu að lausn þess.
- Bréf frá Óbyggðanefnd dags 1. mars 2004 varðandi kröfur fjármálaráðherra um þjóðlendur á Suðvesturlandi. Þessi kröfugerð snertir Þingvallasveitina, en þar sem svo virðist sem fjármálaráðherra sé að ásælast land í eigu ríkisins þá sér byggðaráð ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.
- Bréf frá Dóru Sigrúnu Gunnarsdóttur dags. 17. febrúar 2004. Byggðaráð leggur til að bréfinu verði vísað til skipulagsfulltrúa, vinnuhóps við gerð aðalskipulags í Þingvallasveit ásamt atvinnu og samgöngumálanefnd.
- Bréf frá Pjaxa ehf þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna bókaútgáfu. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað og bækurnar sem fylgdu með verði endursendar.
- Bréf frá Fasteignamiðstöðinni dags. 3. mars 2004 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn falli frá forkaupsrétti að lóð úr landi Skálabrekku Þingvallasveit. Seljandi Fasteignafélagið Skálabrekka kt.521000-2280 og kaupendur Davíð Valdimar Einarsson kt. 151034-4039 og Halldóra Kristín Einarsdóttir kt. 110237-3919. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.
- Breyting á starfshlutfalli sveitarstjóra. Frá 1. júní 2004 verður Ragnar Sær Ragnarsson aftur í 100% starfi hjá sveitarfélaginu og jafnframt lætur Sveinn Sæland af 20% staðgengilshlutverki sveitarstjóra.
- Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar.
- Fundargerð 4. fundar húsnæðisnefndar sem haldinn var 16. mars 2004. Þar sem trúnaðarupplýsingar koma fram í fundargerðinni þá verður hún ekki birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
- Fundargerð aukafundar fræðslunefndar sem haldinn var 8. mars 2004.
- Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 1. mars 2004.
- Fundargerð 2. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 9. mars 2004.
- Fundargerð rekstrarnefndar sem haldinn var 3. mars 2004.
- Fundargerð 2. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 24. febrúar 2004.
- Fundargerð 7. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar sem haldinn var 15. mars 2004.
- Fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar sem haldinn var 3. mars 2004. Byggðaráð kallar eftir fundargerð 1. fundar nefndarinnar og að fundargerðirnar verði tölusettar og ítarlegri.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar.
- Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 15. mars 2004.
- Bréf frá KPMG til stjórnar Brunavarna Árnessýslu dags. 27. febrúar 2004.
- Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 17. mars 2004.
- Fundargerð 374. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 5. mars 2004, ásamt ályktun frá þeim fundi sem send var félagsmálaráðherra.
- Bréf frá SASS dags. 24. febrúar 2004. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
- Bréf frá Borgarfjarðarsveit dags. 26. febrúar 2004.
- Dagskrá grunnskólaþings sem haldið var 26. mars 2004.
- Fundargerð aðalfundar félags eldri borgara í Biskupstungum sem haldinn var 4. mars 2004. Fundargerðinni er vísað til forstöðumanns þjónustumiðstöðvar og honum falið að gera áætlun um endurbætur.
- Fundargerð fundar í samstarfsnefnd LN og SGS sem haldinn var 25. febrúar 2004.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. febrúar 2004.
- Bréf frá Félagi leikskólakennara dags. 12. febrúar 2004. Vísað til fræðslunefndar.
- Fundargerð 71. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 25. febrúar 2004.
- Fundargerð 110. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 15. janúar 2004.
- Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdarstjóra sveitarfélaga og greiðslum til nefndarmanna hjá íslenskum sveitarfélögum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar.
- Skýrsla vinnuhóps um íþróttaiðkun án endurgjalds liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar.
- Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga ásamt ársreikningi 2002 fyrir Héraðsnefnd-, Héraðsskjalasafn-, Byggða- og náttúrusafn- og Listasafn Árnesinga liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
- Minnispunktar sveitarstjóra frá íbúafundum.
- Ársreikningur 2003 frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands hf. og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands ásamt rekstraráætlun fyrir 2004 liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl. 15:30