300. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

300. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 17. febrúar 2022, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Trausti Hjálmarsson, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurjón Pétur Guðmundsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
233. fundur haldinn 9. febrúar 2022, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 14 á dagskrá fundarins.
-liður 2, Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035
Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að jörðin Klif L167134 er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Klifs í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Sveitarstjórn mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
-liður 3, Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis (F84). Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun um 12 ha frístundasvæði í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.-liður 4, Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis (F84). Annars vegar er um að ræða stækkun um samtals rúma 6 ha í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun um 12 ha frístundasvæði í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 5, Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066
Lögð er fram umsókn frá Einari E Sæmundsen er varðar nýtt deiliskipulag í landi Bergsstaða L167060. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda á lóðum Kringlubraut 1 og 3.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.

-liður 6, Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar á gögnum.

-liður 7, Hulduland L180194; Efri-Reykir; Deiliskipulag – 2202006
Lögð er fram umsókn frá Hafsteini Viðari Árnasyni er varðar nýtt deiliskipulag lóðar Huldulands L180194 úr landi Efri-Reykja. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum á lóðinni B1 og B2. Innan B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús og gestahús auk geymsluhúss eða skemmu. Á B2 verður heimilt að byggja útihús, svo sem tækjaskemmu eða fjárhús. Samhliða er gert ráð fyrir breytingu á aðkomu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

-liður 8, Refabraut 10 L167610; Úthlíð; Fjölgun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2202008
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Refabrautar 10 L167610. Í breytingunni felst stækkun byggingarreitar og skilgreining á nýjum byggingarreit innan lóðar. Á byggingareit B1 er sumarhús og gestahús. Stærð þeirra er samtals 82,8 m2. Heimilt er að stækka núverandi byggingar og/eða byggja nýtt. Heildarbyggingarmagn reitsins er allt að 240 m2. Á byggingarreit B2 er gert ráð fyrir gestahúsi/geymslu, allt að 40 m2. Heildarbyggingarmagn lóðar helst því óbreytt m.v. deiliskipulagsbreytingu frá 2009, eða 280 m2. Að öðru leyti halda byggingaskilmálar gildandi skipulags sér óbreyttir.
Samkvæmt skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar er gert ráð fyrir því að innan hverrar frístundalóðar megi byggja frístundahús, aukahús/gestahús allt að 40 fm og geymslu að 15 fm. Skilmálar framlagðrar deiliskipulagsbreytingar fara því umfram heimildir aðalskipulags að mati sveitarstjórnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar breytingu deiliskipulags.

-liður 9, Sigríðarflöt 3 (L170203); umsókn um byggingarheimild; bátaskýli – viðbygging – 2201080
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar með umboði lóðareigenda, móttekin 31.01.2022, um byggingaheimild að byggja 23 m2 viðbyggingu við bátaskýli á sumarbústaðalandinu Sigríðarflöt 3 L170203 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á bátaskýli eftir stækkun verður 82,9 m2.
Skipulagsnefnd UTU vísar til þess að Ríkiseignir vinna nú að gerð deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis úr landi Heiðarbæjar þar sem byggingarheimildir innan svæðisins ásamt lóðarmörkum verða skilgreindar til framtíðar. Fyrir liggur umsögn frá Ríkiseignum er varðar bátaskýli innan sumarhúsasvæðis í landi Heiðarbæjar. Samkvæmt henni eru breytingar á bátaskýlum ekki heimilar af hálfu landeigenda og bygging nýrra með öllu óheimil. Einungis er hefðbundið viðhald heimilað á bátaskýlum sem fyrir eru innan lóða. Á grundvelli viðkomandi umsagnar og skorts á framkvæmdaheimildum þar sem deiliskipulag svæðisins er enn í vinnslu mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn að umsókn um byggingarleyfi verði synjað.

-liður 10, Laugagerði lóð (L193102); umsókn um byggingarleyfi; tvö gistihús – 2202004
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Hlöðverssonar fyrir hönd Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfars Arnar Valdimarssonar, móttekin 01.02.2022, um byggingarleyfi til að byggja tvö 25 m2 gistihús á íbúðar- og atvinnulóðinni Laugagerði lóð L193102 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 11, Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1 land 1 L217088. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar tekur umrædd skipulagsbreyting ekki til meira lands en þörf krefur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar innan svæðisins. Ekki er talið að breytt landnotkun muni hafa áhrif á aðlæg svæði eða takmarki búrekstarnot til framtíðar. Sveitarstjórn telur skynsamlegt að beina áframhaldandi uppbyggingu á verslun- og þjónustu á sama svæði m.t.t. núverandi landnotkunar svæðisins og sameiginlegra vegtenginga frá stofnvegi. Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er umrætt land að mestu misgróinn melur sem landeigendur hafa reynt að græða upp undanfarin ár, landið telst því ekki vera gott landbúnaðarland að mati nefndarinnar.

-liður 12, Skálholt L167166; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2104083
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í umsókninni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt innan Skálholtsjarðarinnar. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í kynningu frá 19. janúar til og með 8. febrúar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skógaræktarsvæðis innan Skálholtsjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 13, Reykholt; Hreinsistöð; Aðalskipulagsbreyting – 2202018
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að skilgreindur er reitur I24 fyrir hreinsivirki fráveitu að Reykholti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir færslu á reit fyrir hreinsivirki fráveitu að Reykholti, með því að skilgreindur verði reitur I24, en jafnfram falli út reitur I10 sem er reitur fyrir hreinsivirki samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsuppdráttur og greinargerð verði uppfærð með tilliti til þessa og samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði í tengslum við hreinsivirki fráveitu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Sveitarstjórn mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 14, Reykholt; Hreinsistöð; Deiliskipulagsbreyting – 2202019
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholt. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð fyrir nýtt hreinsivirki fráveitu að Reykholti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2201002
24. fundur haldinn 10. febrúar 2022
-liður 1, Gatnahönnun og útboð Hverabraut (UTU) 2201036, sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að tekið verði tilboði Fögrusteina ehf, kr. 20.900.529 í verkið, enda uppfyllir það allar kröfur útboðsgagna. Kostnaðaráætlun nam kr. 21.900.890. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 2, Gjaldskrá fyrir körfubíl 2201035, sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána.
-liður 3, Hitaveita í sumarhúsahverfi við Grafará 2011043, sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar um ráðist verði í forhönnun verkefnisins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 6, Sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga 1909062. Fulltrúar Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar hafa fundað vegna verkefnisins, en fyrir liggur að önnur sveitarfélög sem tóku þátt í könnun á möguleika á sameiginlegri vatnsveitu munu ekki halda áfram þátttöku í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í hönnun verksins og ráðgjafi fenginn til að vinna útboðslýsingu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
3.   Fundargerð stjórnar SASS – 2201022
578. fundur stjórnar SASS haldinn 4. febrúar 2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025
906. fundur haldinn 4. febrúar 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008
158. fundur haldinn 02.02.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.   Dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun, kostnaðarþátttaka – 2202009
Erindi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Árborgar, dags. 19. janúar 2021, þar sem farið er fram á aukna kostnaðarþátttöku nágrannasveitarfélaga vegna nýtingar sértækrar dagdvalar fyrir einstaklinga með heilabilun.
Erindið var lagt fram. Bláskógabyggð samþykkir að komi til þess að íbúar í Bláskógabyggð nýti úrræðið þá taki sveitarfélagið þátt í kostnaði.
Sveitarstjórn Óskar eftir mati Velferðarþjónustu Árnesþings á þörf fyrir dagdvalir á svæðinu og horfum til framtíðar.
7.   Barnvæn sveitarfélög – 2109009
Boð UNICEF, dags. 9. febrúar 2022, um aðild að verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Erindið var lagt fram. Bláskógabyggð hafnar boði um aðild að svo stöddu.
8.   Könnun FOSS fyrirmyndarsveitarfélagið – 2202011
Boð FOSS, dags. 3. febrúar 2022, um að taka þátt í könnun sem FOSS stéttarfélag í almanna þjónustu ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB, munu leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup.
Þar er leitað að fyrirmyndar sveitarfélaginu.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
9.   Fjarskiptamastur Mílu – 2202013
Umsóknir Mílu um byggingarheimild, fjarskiptamastur í Reykholti og í Laugarási. Áður á dagskrá 296. fundar.
Um er að ræða umsóknir um byggingarheilmdir vegna tveggja fjarskiptamastra. Lögð voru fram gögn frá Mílu, annars vegar ljósmyndir af sambærilegum mannvirkjum og hins vegar ljósmyndir frá Brautarhóli og Laugarási þar sem fyrirhugaðir staurar hafa verið færðir inn.
Brautarhóll lóð (L167200); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112026
Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 09.12.2021, um byggingarheimild til að reisa 12 m stálmastur og fjarlægja tré-tvístauramastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Brautarhóll lóð L167200 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Laugarás – tækjahús (L176855); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112028
Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 10.12.2021, um byggingarheimild til að reisa 18 m stálmastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Laugarás, tækjahús L176855 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.   Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga – 2202015
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 13. febrúar 2022, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
11.   Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2022 – 2202017
Yfirlit yfir útsvarstekjur (staðgreiðslu) og framlög Jöfnunarsjóðs janúar 2022
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs í janúar 2022.
12.   Nýtingarleyfi jarðhita á Torfastöðum – 2202010
Beiðni Orkustofnunar, dags. 8. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Torfastöðum í Bláskógabyggð.
Erindi Orkustofnunar var lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu nýtingarleyfis, en tekur ekki afstöðu til afmörkunar leyfissvæðis skv. meðfylgjandi gögnum.
13.   Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116 2012 – 2202012
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 2. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. febrúar n.k.

Lagt fram til kynningar.
14.   Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál. – 2202016
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. ferbúar 2002, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Umsagnarfrestur er til 25. febrúar nk.

Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn hvetur til þess að vinnu við rammaáætlun verði lokið, gott samráð verði haft við sveitarfélög um svæði sem undir þau heyra.
15.   Aðstaða fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum – 2112008
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 7. febrúar 2022, varðandi matsskyldu framkvæmdar við uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum.
Lagt fram til kynningar.
16.   Áhersluatriði Hagsmunafélags Laugaráss – 2202018
Erindi Hagsmunafélags Laugaráss, dags. 10. febrúar 2022, ásamt minnisblaði sveitarstjóra um fund sem haldinn var þann sama dag.
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundi slitið kl. 16:40.

 

 

Helgi Kjartansson Agnes Geirdal
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Trausti Hjálmarsson Róbert Aron Pálmason
Sigurjón Pétur Guðmundsson Ásta Stefánsdóttir