301. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

301. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 17. mars 2022, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skólanefndar – 2201003
22. fundur skólanefndar haldinn 1. mars 2022
Fundargerðin var staðfest.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
234. fundur haldinn 28. febrúar 2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-10.
-liður 1, Aphóll 10 L167657; Fyrirspurn – 2202025
Lögð er fram fyrirspurn Sigrúnar Bjargar Ásmundsdóttur er varðar framkvæmdir á lóð Aphól 10 L167657. Í fyrirspurninni felst hvort að skipulagsnefnd geri athugasemdir við niðurrif geymsluskúrs og byggingu gestahúss.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að taka jákvætt í framlagða fyrirspurn. Sveitarstjórn setur þann fyrirvara á að takmörkunum er varðar fjarlægð frá lóðarmörkum verði fullnægt og að ekki verði byggt nær ám og vötnum en fyrir er. Umsókn um byggingarleyfi komi aftur til afgreiðslu skipulagsnefndar fyrir grenndarkynningu.

-liður 2, Skálholt L167166; Endurheimt votlendis; Framkvæmdarleyfi – 2202027
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landgræðslunni vegna endurheimtar votlendis í landi Skálholts. Fyrirhugað er að endurheimta fyrrum votlendi í landi Skálholts eða um 13,5 ha. Fyrirhugað er að fylla upp í/stífla um 1.670 metra af skurðum. Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efninu vel ofan í skurðstæðið svo að fyllingar skolist ekki til og að öryggi manna og dýra sé gætt. Eins á að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra. Verkið verður unnið með beltagröfu og einungis notaðir gamlir ruðningar og efni á endurheimtarsvæðinu til að fylla upp í skurðina.
Sveitarstjórn telur að umrædd framkvæmd stuðli að endurheimt náttúrulegra vistkerfa á svæðinu án þess þó að hafa áhrif á önnur aðliggjandi svæði með neikvæðum hætti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimtar á votlendi innan jarðar Skálholts og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

-liður 3, Klif í landi Spóastaða; L167134 og L192315; Deiliskipulag – 2202035
Lögð er fram umsókn frá Hannesi Garðarssyni er varðar nýtt deiliskipulag í landi Spóastaða. Skipulagið nær yfir liðlega 2,3 hektara á lögbýlinu Klifi L167134. Á landinu eru nú þegar íbúðarhús og sumarhús (landnúmer L192315). Markmið skipulagsins er að skipta landinu í tvær lóðir þar sem nyrðri lóðin verði lögbýlislóð og syðri lóðin íbúðarhúsalóð. Vegtengingar að lóðunum eru til staðar sem og vatn, rafmagn og rotþrær. Samþykkt var óveruleg breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á 233. fundi skipulagsnefndar þar sem samþykkt var að umrætt svæði skyldi flokkast sem landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan áður samþykktar breytingar á aðalskipulagi. Sveitarstjórn mælist til þess að málið verði auglýst eftir að Skipulagsstofnun hefur staðfest óverulega breytingu á aðalskipulagi.

-liður 4, Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis í landi Úthlíðar eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landnotkun lóða nr. 5, 7 og 9 við Vörðuás er breytt úr frístundabyggð í verslun- og þjónustu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingarinnar. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna þar sem við á. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 5, Stakkholt og Vallarholt í landi Reykjavalla; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2111050
Lögð er fram umsókn frá Kress ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Stakkholts og Vallarholts í landi Reykjavalla eftir auglýsingu og kynningu innan svæðisins. Í breytingunni felst skilgreining nýrra skilmála fyrir deiliskipulagssvæðið. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar umræddri breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í takt við framlagðar athugasemdir og fundargerð frá stjórn félags landeiganda í Vallarholti og Stakkholti hefur verið samþykkt að unnin verði heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins sem Verkís vinnur að. Framlögð umsókn var ekki unnin í samráði við sumarhúsafélag svæðisins samkvæmt framlögðum gögnum. Sökum þess og vegna þeirra athugasemda sem að bárust telur sveitarstjórn að ekki sé forsvaranlegt að fara gegn vilja stjórnar landeigendafélags svæðisins við endurskoðun deiliskipulagsins.

-liður 6, Reykholt; Nýjar spennistöðar; Deiliskipulagsbreyting – 2202044
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst skilgreining lóða og byggingarreita fyrir spennistöðvar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

-liður 7, Minna-Fljót (L232804); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2202037
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Þórðar J. Halldórssonar og Einars Þ. Einarssonar, móttekin 11.02.2022, um byggingarleyfi fyrir 232,2 m2 íbúðarhús með bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Minna-Fljót L232804 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 8, Syðri-Reykir lóð (L167461); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – vinnustofa – 2202041
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Magnúsar D. Ingólfssonar, móttekin 14.02.2022, um byggingarheimild til að byggja 42 m2 við sumarbústað og byggja 28,8 m2 geymslu/vinnustofu á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð L167461 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 105 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 9, Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum. Athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma skipulags- og matslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins vegna misræmis í gögnum. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við skipulagshönnuð.

-liður 10, Umsögn Bláskógabyggðar um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022; Umsagnarbeiðni – 2202054
Lögð er fram beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði fyrir Bæjargil og land Húsafells 1.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ekki verði gerð athugasemd við framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
3.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
235. fundur skipulagsnefndar haldinn 9. mars 2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3-11.
-liður 3, Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum. Athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma skipulags- og matslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Málinu var frestað á 234. fundi skipulagsnefndar og farið fram á lagfærð gögn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að breytingartillagan verði sérstaklega kynnt þeim sem komu athugasemdum á framfæri við gerð skipulags- og matslýsingar breytingarinnar.

-liður 4, Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048
Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurey I og III. Í breytingunni felst að lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illólsvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að breytingartillagan verði sérstaklega kynnt þeim sem komu athugasemdum á framfæri við gerð skipulags- og matslýsingar verkefnisins. Sveitarstjórn fer fram á að gerð verði grein fyrir hæðarkótum bygginga innan svæðisins m.t.t. flóðahættu.

-liður 5, Rauðukusunes 5 L170285, Valhallarstígur nyrðri 3 L170899 og 5 L170285; Breytt afmörkun og stærð lóða – 2202073
Lögð er fram umsókn frá Þingvallanefnd er varðar breytta afmörkun og skráningu þriggja frístundahúsalóða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, skv. mæliblöðum. Um er að ræða lóðirnar Rauðukusunes 5 L170285, Valhallarstíg Nyrðri 3 L170899 og 5 L170285 í landi Kárastaða L170159.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytta skráningu lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki landeigenda og lóðarhafa fyrir hnitsettri afmörkun.

-liður 6, Tungubakkar L216003; Frístundabyggð; Fyrirspurn – 2112006
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar Tungubakka L216003. Fyrirspurn vegna málsins hefur áður verið afgreidd til afgreiðslu sveitarstjórnar á 229. fundi skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að hafa samráð við Vegagerðina vegna málsins í takt við fyrri bókun sveitarstjórnar vegna málsins.

-liður 7, Laugarás; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu. Gert er grein fyrir helstu breytingum innan greinargerðar skipulagsbreytingar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 8, Laugarás; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar endurskoðun deiliskipulags að Laugarási. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð m.t.t. nýrra hugmynda sem fram hafa komið. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarnir og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins er gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. Deiliskipulagið er í samræmi við breytt aðalskipulag. Einnig er unnið nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggðina F51 sem er vestan Laugaráss. Samhliða er lögð fram húsakönnun til kynningar.
Lagt var fram erindi Ylur nature baths ehf, dags. 21. febrúar 2022, þar sem gerð er tillaga að lóð undir baðlón sem félagið hefur áhuga á að koma á fót á svæði við Launrétt, innan marka lóðar heilsugæslunnar eins og hún er skilgreind í gildandi deiliskipulagi. Erindi Yls nature baths ehf hefur verið til skoðunar í deiliskipulagsvinnunni. Niðurstaða sveitartjórnar er að svæðið sem um ræðir við heilsugæslustöðina verði skilgreint sem stofnanasvæði og er það í samræmi við áherslur þeirra sveitarfélaga sem eiga Laugarásjörðina.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 9, Laugarás; Frístundabyggð vestan þéttbýlis; Deiliskipulag – 2203003
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar vestan þéttbýlisins að Laugarási. Deiliskipulag fyrir frístundasvæðið var áður hluti af deiliskipulagi fyrir þéttbýlið. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að yfirfara og uppfæra byggingarskilmála frístundasvæðisins í samræmi við gildandi aðalskipulag. Frístundabyggðin er afmörkuð þannig að hún haldist samfelld, gerð verður grein fyrir uppbyggingu á lóðum innan svæðisins og settir skilmálar um landnotkun, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja. Hugað er sérstaklega að yfirbragði byggðar svo nýjar byggingar falli vel og snyrtilega inn í umhverfið og að byggðinni sem nú þegar er til staðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 10, Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarheimild; reiðskemma – 2203005
Fyrir liggur umsókn Valdimars Grímssonar, móttekin 01.03.2022, um byggingarheimild að byggja 725 m2 reiðskemmu á jörðinni Einiholt 1 L167081 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 11, Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag – 2201011
Lagt er fram deiliskipulag sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 2 í Bláskógabyggð eftir kynningu. Í tillögunni felst skipulagning 8 ha frístundahúsasvæðis í Mýrarskógi. Innan svæðisins hafa nú þegar verið byggð 6 frístundahús og nær deiliskipulagið yfir þær lóðir auk þess sem bætt er við 4 lóðum innan reitsins svo lóðirnar verða 10 samtals. Lóðamörk mót suðri hafa verið aðlöguð að lóðarmörkum lóða í landi Úteyjar 1, lóða L168174 og L220202. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
4.   Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs – 2201021
35. fundur stjórnar Bergrisans bs. haldinn 31. janúar 2022
36. fundur stjórnar Bergrisans bs. haldinn 15. febrúar 2022
37. fundur stjórnar Bergrisans bs. haldinn 1. mars 2022
38. fundur stjórnar Bergrisans bs. haldinn 8. mars 2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
5.   Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2201019
216. fundur haldinn 25. febrúar 2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2201009
53. fundur haldinn 1. mars 2022, ásamt gjaldskrá fjárhagsaðstoðar, heimaþjónustu og fargjalds í akstursþjónustu.
-liður 2 b) Tillaga að gjaldskrárhækkunum:
Fjárhagsaðstoð – Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um hækkun á fjárhagsaðstoð, hækkunin verði í samræmi við hækkun á neysluvísitölu og fari grunnfjárhæð úr 170.000 í 180.000 frá 1. mars 2022.
Fargjöld í akstursþjónustu – Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um hækkun á gjaldskrá í akstursþjónustu sem tekur mið af fargjaldi og gjaldsvæði öryrkja og aldraðra sem ferðast með almenningssamgöngum. Stök ferð kr. 155.
Að öðru leyti var fundargerðin lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008
159. fundur haldinn 16. febrúar 2022.
160. fundur haldinn 2. mars 2022.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
Liður 15 á dagskrá 159. fundar er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, nr. 24.
 
8.   Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2201020
309. fundur haldinn 28. febrúar 2022, ásamt skýrslu Eflu, verkfræðistofu, um greiningu á útfærslum vegna breyttrar innheimtu þjónustugjalda vegna úrgangsmála.
Fundargerðin var lögð fram ásamt skýrslu Eflu um um greiningu á útfærslum vegna breyttrar innheimtu þjónustugjalda vegna úrgangsmála vegna innleiðingar kerfis sem nefnt hefur verið Borgað þegar hent er, skammstafað BÞHE. Í skýrslunni segir m.a.: Mikil áhersla hefur verið lögð á að leyfi til álagningar fasts gjalds er að lækka úr 100% í 50% árið 2023 og síðan í 25% af heildarkostnaði sveitarfélagsins fyrir meðhöndlun úrgangs árið 2025. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort þessi viðmið séu raunhæf. Mögulega er það ekki rétt leið til þess að horfa á þessa innleiðingu, sérstaklega þar sem skilgreining Evrópuþings á góðu BÞHE felur í sér að breytilegt gjald sé að minnsta kosti 40% af heildarkostnaði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar undrast það að í strjálbýlu landi á borð við Ísland, þar sem víða er glímt við aðrar áskoranir í úrgangsmálum en á þéttbýlli svæðum Evrópu, skuli vera lagt upp með það að breytilegt gjald verði 75% af heildarkostnaði sveitarfélags fyrir meðhöndlun úrgangs, þegar Evrópuþingið lítur svo á að góð kerfi feli í sér að breytilegt gjald sé um 40% af heildarkostnaði. Sveitarstjórn mælist til þess við umhverfisráðuneytið að þegar verði ráðist í endurskoðun á þessu hlutfalli.
 
9.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025
907. fundur haldinn 25. febrúar 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2201028
49. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, haldinn 25. febrúar 2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
11.   Fundargerð seyrustjórnar – 2201012
1. fundur haldinn 01.02.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
12.   Fundargerð NOS (stjórn skóla- og velferðarþjónustu) – 2201010
Fundur haldinn 15. febrúar 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
13.   Fundargerð stjórnar SASS – 2201022
579. fundur haldinn 4. mars 2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
14.   Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu – 2201011
9. fundur haldinn 3. mars 2022. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 4.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, að undanskildum 4. lið. Oddviti gerði grein fyrir því að til standi að skoða fyrirkomulag samnings um umsjón jarðarinnar Laugaráss og láta hnitsetja jörðina. Sveitarstjórn felur oddvita að vinna áfram að verkefninu.
 
15.   Fundir ungmennaráðs – 2201005
Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði.
Fundi ungmennaráðs með sveitarstjórn er frestað vegna veikinda.
 
16.   Sigríðarflöt 3 (L170203); umsókn um byggingarheimild; bátaskýli – viðbygging, áður á dagskrá á 300. fundi. – 2203008
Umsókn Samúels S. Hreggviðssonar með umboði lóðareigenda, móttekin 31.01.2022, um byggingaheimild að byggja 23 m2 viðbyggingu við bátaskýli á sumarbústaðalandinu Sigríðarflöt 3 L170203 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á bátaskýli eftir stækkun verður 82,9 m2.
-liður 9, Sigríðarflöt 3 (L170203); umsókn um byggingarheimild; bátaskýli – viðbygging – 2201080
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar með umboði lóðareigenda, móttekin 31.01.2022, um byggingaheimild að byggja 23 m2 viðbyggingu við bátaskýli á sumarbústaðalandinu Sigríðarflöt 3 L170203 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á bátaskýli eftir stækkun verður 82,9 m2.
Sveitarstjórn vísar til þess að Ríkiseignir vinna nú að gerð deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis úr landi Heiðarbæjar þar sem byggingarheimildir innan svæðisins ásamt lóðarmörkum verða skilgreindar til framtíðar. Fyrir liggur umsögn frá Ríkiseignum er varðar bátaskýli innan sumarhúsasvæðis í landi Heiðarbæjar. Samkvæmt henni eru breytingar á bátaskýlum ekki heimilar af hálfu landeigenda og bygging nýrra með öllu óheimil. Einungis er hefðbundið viðhald heimilað á bátaskýlum sem fyrir eru innan lóða. Á grundvelli viðkomandi umsagnar og skorts á framkvæmdaheimildum þar sem deiliskipulag svæðisins er enn í vinnslu synjar sveitarstjórn umsókn um byggingarleyfi.
 
17.   Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – 2109037
Kynning á stöðu verkefnis vegna innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins.
 
18.   Úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings – 2202030
Skýrsla um úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. desember 2021.
Skýrslan var lögð fram. Áformað er að halda vinnufund stjórnar og varamanna NOS á næstunni, þar sem fjallað verður um skýrsluna.
 
19.   Sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu – 2203006
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2022, þar sem kjörnir fulltrúar í íslenskum sveitarfélögum eru hvattir til að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Lagt fram.
 
20.   Móttaka flóttafólks vegna stríðsátaka – 2203019
Erindi félagsmálaráðuneytisins, dags. 9. mars s.l. þar sem leitað er til sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni að taka á móti flóttafólki.
Erindi félagsmálaráðuneytisins var lagt fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við fulltrúa ráðuneytisins um möguleika á móttöku flóttafólks.
 
21.   Framlög til Bergrisans 2021 – 2203014
Erindi Bergrisans bs, dags. 11. mars 2022, þar sem tilkynnt er um þörf fyrir viðbótarframlög frá aðildarsveitarfélögunum vegna rekstrar ársins 2021.
Erindið var lagt fram ásamt yfirliti um fjárþörf vegna rekstrar Bergrisans, byggðasamlags þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi um þjónustu við fólk með fötlun. Alls er fjárþörf, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, kr. 450.000.000. Hlutur Bláskógabyggðar er 19.976.737 kr, sem bókast á árið 2021 og er það til viðbótar 10.704.000 kr sem þegar hafa verið greiddar inn í reksturinn. Ekki var gert ráð fyrir þessu framlagi í fjárhagsáætlun, enda hafa engar upplýsingar legið fyrir um hver fjárþörfin væri fyrr en nú. Heildarframlög Bláskógabyggðar árið 2020 voru 14.747.964 kr, þar af var viðbótarframlag í lok árs kr. 4.043.964. Sveitarstjórn óskar eftir að gætt verði að því að upplýsingar um fjárþörf, ef um hana er að ræða, komi til sveitarfélaganna reglulega yfir árið og með skýringum á frávikum í rekstri.
 
22.   Styrkbeiðni HSK vegna húsaleigu vegna héraðsmóts í blaki – 2203016
Beiðni HSK, dags. 11. mars 2022, um styrk á móti húsaleigu í íþróttahúsinu á Laugarvatni vegna héraðsmóts HSK í blaki sl haust.
Sveitarstjórn samþykkir að stykja HSK um þá fjárhæð sem nemur leigu á íþróttahúsinu á Laugarvatni vegna héraðsmóts í blaki sem fram fór sl. haust. Kostnaður, kr. 37.620, rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
23.   Umsögn vegna stofnunar lögbýlis Stekkatún 1 og 5 úr landi Efri-Reykja L222637 og L224218 – 2203005
Beiðni Halldórs S. Harðarsonar og Sveins Sigurjónssonar, dags. 1. mars 2022 um umsögn um stofnun lögbýlis á Stekkatúni 1 og 5 landnúmer L222637 og L224218 sem skipt hefur verið út úr landi Efri-Reykja.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis á Stekkatúni 1 og 5 landnúmer L222637 og L224218 sem skipt hefur verið út úr landi Efri-Reykja.
 
24.   Rekstrarleyfisumsókn Lindarbraut 4 Laugarvatni 250-3135 – 2203011
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. janúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi að Lindarbraut 4, 250 3135. Sótt er um rekstrarleyfi í flokki IV Hótel.
Umsagnarbeiðni sýslumannsins á Suðurlandi er lögð fram ásamt afgreiðslu byggingarfulltrúa þar sem lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem umrætt húsnæði uppfylli ekki núgildandi kröfur byggingarreglugerðar um aðgengi fyrir alla. Með vísan til framangreinds leggst sveitarstjórn gegn útgáfu rekstrarleyfis.
 
25.   Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna frístundalands Úteyjar 1 L168171 – 2203012
Beiðni Innviðaráðuneytisins, dags. 14. febrúar 2022, um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna staðsetningar frístundahúss á lóðinni Útey 1 L168171.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn leggst gegn því að veitt verði undanþága frá ákvæði skipulagsreglugerðar 5.3.2.13 vegna viðbyggingar við frístundahús á lóðinni Útey 1 L168171.
 
26.   Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138 2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) – 2203001
Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 4. mars 2022, þar sem kynnt eru drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga).
Lagt fram til kynningar.
 
27.   Þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál. – 2203018
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 10. mars 2022, þar sem send er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

Umsagnarfrestur er til 24. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
28.   Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál. – 2203017
Erindi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. mars 2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.

Umsagnarfrestur er til 24. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
29.   Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál. – 2203007
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 28. febrúar 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.

Umsagnarfrestur er til 14. mars n.k.

Lagt fram til kynningar.
 
30.   Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál. – 2203003
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15. mars 2022, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.

Umsagnarfrestur er til 16. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
31.   Áskorun til sveitarfélaga vegna Suðurnesjalínu 2 – 2203002
Erindi Sveitarfélagsins Voga, dags. 3. mars 2022, varðandi bókun sveitarstjórnar frá 2. mars 2022 sem er áskorun til allra sveitarfélaga í landinu er varðar Suðurnesjalínu 2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að standa þurfi vörð um rétt sveitarfélaga til sjálfsákvörðunar í skipulagsmálum innan sinna marka.
 
32.   Dagur Norðurlandanna 23. mars – 2203004
Erindi Norræna félagsins á Íslandi, þar sem vakin er athygli á Degi Norðurlandanna sem haldinn verður 23. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
 
33.   Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021 – 2203009
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun lífeyrisskuldbindinga.
Lagt fram til kynningar.
 
34.   Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022 – 2203010
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dags. 22. ferbúar 2022, til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar.
 
35.   Brú lóð 167223 afmörkun og staðsetning lóðar, endurupptaka – 2012008
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. febrúar 2022 í máli nr. 133/2021.
Úrskurðurinn var lagður fram. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að vísa kærumálinu frá úrskurðarnefndinni.
 
36.   Undirbúningur að stefnumótunarvinnu á landsþingi 2022 – 2203013
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. febrúar 2022, þar sem kynntir eru fundir til undirbúnings stefnumótunarvinnu á landsþingi sambandsins næsta haust.
Lagt fram til kynningar.
 
37.   Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2022 – 2203015
Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf sem haldinn verður 1. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Ásta Stefánsdóttir