305. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
305. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 19. maí 2022, kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fyrir sveitarstjórnarfundinn veittu oddviti og sveitarstjóri viðtöku gjöf án kvaða frá Magnúsi Einarssyni, Kjarnholtum 1, málverki af gæðingnum Kolfinni frá Kjarnholtum 1, sem málað er af Guðlaugu Guðmundsdóttur. Málverkið hefur verið hengt upp í anddyri Aratungu. Bláskógabyggð þakkar gjöfina.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 | |
239. fundur haldinn 11. maí sl. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 12. | ||
-liður 3, Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054 Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Bergsstaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. -liður 4, Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051 -liður 5, Brautarhóll lóð (L167200); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112026 -liður 6, Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048 -liður 7, Eyjarland L167649; Seiðaeldi; Deiliskipulag – 2204070 -liður 8, Efsti-Dalur 1 L167630; Framkvæmdarleyfi – 2204053 -liður 9, Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarheimild; reiðskemma – 2203005 -10, Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048 -liður 11, Eyjarland (L167649); umsókn um byggingarheimild; laxeldishús – viðbygging – 2205002 -liður 12, Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 2010059 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
2. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2201019 | |
218. fundur haldinn 6. maí sl, ásamt ársskýrslu HES fyrir árið 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt ársskýrslu. | ||
3. | Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2201016 | |
24. fundur haldinn 16. maí 2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2201008 | |
164. fundur haldinn 18. maí 2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Samþykktir öldungaráðs Uppsveita og Flóa – 2205027 | |
Samþykktir fyrir öldungaráð Uppsveita og Flóa | ||
Sveitarstjórn samþykkir samþykktir fyrir sameiginlegt öldungaráð Uppsveita og Flóa. | ||
6. | Sláttur og hirðing á Laugarvatni 2022-2024 – 2203023 | |
Opnun tilboða í slátt og hirðingu á Laugarvatni | ||
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða. Eitt tilboð barst, frá Fosshamri ehf að fjárhæð kr. 55.643.726. Kostnaðaráætlun nam kr. 59.374.512. Sveitarstjórn samþykkir að tilboðinu verði tekið. | ||
7. | Sumarlokun skrifstofu 2022 – 2205031 | |
Tillaga um sumarlokun skrifstofu 2022 | ||
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Bláskógabyggðar verði lokuð dagana 4. júlí til og með 1. ágúst n.k. og að starfsfólk taki sumarfrí á þeim tíma eins og hægt er. | ||
8. | Aðalfundur Gufu ehf 2022 – 2205032 | |
Boð á aðalfund Gufu ehf, sem haldinn verður 31. maí nk. | ||
Fundarboð var lagt fram. | ||
9. | Heimasíða Bláskógabyggðar – 2110015 | |
Uppfærsla á heimasíðu skv. samningi við Stefnu, staða mála. | ||
Sveitarstjóri kynntu hönnun á útliti nýrrar heimasíðu. | ||
10. | Orlof húsmæðra 2022 – 2205009 | |
Erindi gjaldkera orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 6. maí 2022, ásamt skýrslu um orlof húsmæðra og ársreikningi. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
11. | Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2022 – 2205030 | |
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2022, varðandi auglýsing vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nýi Skerjafjörður. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýja Skerjafjarðar. | ||
12. | Rekstrarleyfisumsókn Laugarbraut 3 Laugarvatni (L188986) – 2205034 | |
Beiðnir Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. apríl 2022, um umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II-G íbúðir að Laugarbraut 3, Laugarvatni. | ||
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna útgáfu leyfis í flokki II vegna: Fasteignanúmers 224-9870, Rýmisnúmer: 01-0101. Fasteignanúmers 224 9871, rýmisnúmer 01-0102. Fasteignanúmers 224 9872, rýmisnúmer 01-0103. Fasteignanúmers 224 9873, rýmisnúmer 01-0104. Fasteignanúmers 224 9874, rýmisnúmer 01-0201. Fasteignanúmers 224 9875, rýmisnúmer 01-0202. Fasteignanúmers 224 9876, rýmisnúmer 01-0203. Fasteignanúmers 224-9877, rýmisnúmer 01-0204. |
||
13. | Framlag til eflingar frístundastarfs barna í sérstaklega viðkvæmri stöðu (Covid-19) – 2205028 | |
Tilkynning mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 12. maí 2022, um fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög í þeim tilgangi að efla frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu. Framlag til Bláskógabyggðar nemur 373.004 kr. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
14. | Heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir – 2205029 | |
Erindi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 11. maí 2022, um heildarendurskoðun laga nr 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Skýrsla og tillögur starfshóps. | ||
Skýrslan var lögð fram. Sveitarstjórn fagnar því að skýrslan liggi fyrir og væntir þess að hún verði grundvöllur að viðræðum við ríkið sem skili breytingum í málaflokknum, ekki síst hvað varðar fjármögnun. | ||
Fundi slitið kl. 17:00.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir |