305. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 305. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 19. maí 2022, kl. 16:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Fyrir sveitarstjórnarfundinn veittu oddviti og sveitarstjóri viðtöku gjöf án kvaða frá Magnúsi Einarssyni, Kjarnholtum 1, málverki af gæðingnum Kolfinni frá Kjarnholtum 1, sem málað er af Guðlaugu Guðmundsdóttur. Málverkið hefur verið hengt upp í anddyri Aratungu. Bláskógabyggð þakkar gjöfina.

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
239. fundur haldinn 11. maí sl. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 12.
-liður 3, Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Bergsstaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 4, Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Bergsstaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 5, Brautarhóll lóð (L167200); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112026
Lögð er fram umsókn frá Mílu ehf. er varðar byggingarheimild fyrir fjarskiptamastri á lóð Brautarhóls L167200 eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust vegna málsins á kynningartíma þess.
Sveitarstjórn samþykkir að haft verði samráð við MÍLU um hugsanlega breytta staðsetningu á viðkomandi mastri í ljósi framkominna athugasemda nágranna. Afgreiðslu málsins er því frestað og skipulagsfulltrúa falið að annast samráð við umsækjanda.

-liður 6, Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar fyrir Austurey I og III eftir kynningu. Í breytingunni felst að lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illósvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Lagt er fram bréf Guðrúnar Ástráðsdóttur, dags. 27. apríl 2022, þar sem lagst er gegn breytingum á skipulagi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar málinu aftur til skipulagsnefndar, þar sem bréf Guðrúnar lá ekki fyrir við afgreiðslu málsins þar.

-liður 7, Eyjarland L167649; Seiðaeldi; Deiliskipulag – 2204070
Lögð er fram umsókn frá Veiðifélagi Eystri-Rangár er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Eyjarlands L167649. Markmið deiliskipulagsins er að stuðla að frekari uppbyggingu fiskeldis og ákvarða byggingarmagn, hæðir húsa, nýtingarhlutfall, aðkomu og frárennsli fyrir starfsemina. Skilgreina byggingarreiti fyrir eldistjarnir, settjarnir og starfsmannaaðstöðu. Ráðgert er að bæta aðstöðu og aðbúnað á svæðinu bæði fyrir seiði og starfsfólk.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

-liður 8, Efsti-Dalur 1 L167630; Framkvæmdarleyfi – 2204053
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og efnistöku í landi Efsta-Dals 1 L167630. Í framkvæmdinni felst vinnsla malarefnis skv. meðfylgjandi uppdrætti og landmótun á túni sem að ætlunin er að slétta. Efnið verður notað til eigin nota vegna lagningar nýs vegar inn að Hlauptungu og verður ekki selt til annarra framkvæmda. Framkvæmdin sléttar hrygg á túni sem liggur við hliðina á vegsvæði og gert er ráð fyrir því að sáð verði í túnið að nýju þegar framkvæmdinni er lokið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa útgáfu þess.

-liður 9, Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarheimild; reiðskemma – 2203005
Lögð er fram umsókn Valdimars Grímssonar, móttekin 01.03.2022, um byggingarheimild að byggja 725 m2 reiðskemmu á jörðinni Einiholt 1 L167081 í Bláskógabyggð eftir grenndarkynningu. Athugasemd barst á kynningartíma málsins og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að bregðast við framlögðum athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu málsins. Innan skipulags- og byggingarreglugerða er ekkert tiltekið um lágmarksfjarlægð mannvirkja frá lóðarmörkum eða landamerkjum innan landbúnaðarsvæða. Byggingarfulltrúa er falið að meta fjarlægð á milli húsa m.t.t. sambrunahættu og koma á framfæri athugasemdum sé talin ástæða til. Ekki er um sameiginlegt hlað að ræða og hæðarmunur á milli umræddra svæða er nokkur auk þess sem gert er ráð fyrir 4 metra fjarlægð frá húsi að landamerkjum. Aðliggjandi á næstu lóð eru útihús og gámur. Sveitarstjórn telur því að grenndaráhrif vegna framkvæmdarinnar séu óveruleg. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

-10, Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár, eftir kynningu að nýju. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum. Í fyrri bókun skipulagsnefndar og sveitarstjórnar vegna málsins var málið samþykkt til auglýsingar með fyrirvara um að byggingarreitir á óbyggðum lóðum sem skilgreindir eru í innan við 50 metra fjarlægð frá ám og vötnum yrðu felldir út. Lögð eru fram uppfærð gögn þar sem þess er farið á leit að byggingarreitir fái að halda sér með fyrirvara um að undanþága fáist vegna takmarkana er varðar fyrrgreindar fjarlægðartakmarkanir. Í greinargerð er bætt við lið 3.3. er varðar fjarlægðir frá ám og vötnum og viðkomandi lóðir eru sérstaklega skilgreindar á uppdrætti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvörum sem fram koma innan greinargerðar skipulagsins er varðar framkvæmdir á byggingarreitum sem standa nær ám og vötum en 50 metra. Sveitarstjórn mælist til þess að málið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

-liður 11, Eyjarland (L167649); umsókn um byggingarheimild; laxeldishús – viðbygging – 2205002
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Veiðifélags Eystri-Rangár, móttekin 27.04.2022, um byggingarheimild fyrir 268,7 m2 viðbyggingu við laxeldishús á iðnaðar- og athafnarlóðinni Eyjarland L167649 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á laxeldishúsi eftir stækkun verður 776,5 m2. Óskað er eftir því fyrir hönd eigenda að fá leyfi til þess að setja niður fjögur eldiskör og ganga frá steyptu plani í kring um þau. Þessi fjögur kör lenda svo undir þaki viðbyggingar eftir að byggingaleyfi liggur fyrir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt fyrir þeim áfanga framkvæmdarinnar sem tekur til undirstaðna undir ný eldisker og uppsetningu þeirra.

-liður 12, Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 2010059
Lögð er fram umsókn frá Grafía vegna breytinga á deiliskipulagi orlofs- og frístundabyggðar í landi Miðdals í Laugardal. Í breytingunni felst að byggingarheimild fyrir frístundahús innan svæðisins er aukin úr 60 fm í 100 fm og að lóðarhafar geti byggt allt að 40 fm smáhýsi/gestahús á hverri lóð innan stækkaðs byggingarreits auk 15 fm geymslu sem teljast í báðum tilfellum til heimilaðs hámarksflatarmáls orlofs- eða frístundahúsa innan svæðisins. Skilmálar sem taka til þjónustuhúss og tjaldsvæðis eru uppfærðir auk þess sem hjólhýsasvæði á eldri uppdrætti er fellt út.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
2.   Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2201019
218. fundur haldinn 6. maí sl, ásamt ársskýrslu HES fyrir árið 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt ársskýrslu.
 
3.   Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2201016
24. fundur haldinn 16. maí 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
4.   Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2201008
164. fundur haldinn 18. maí 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Samþykktir öldungaráðs Uppsveita og Flóa – 2205027
Samþykktir fyrir öldungaráð Uppsveita og Flóa
Sveitarstjórn samþykkir samþykktir fyrir sameiginlegt öldungaráð Uppsveita og Flóa.
 
6.   Sláttur og hirðing á Laugarvatni 2022-2024 – 2203023
Opnun tilboða í slátt og hirðingu á Laugarvatni
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða. Eitt tilboð barst, frá Fosshamri ehf að fjárhæð kr. 55.643.726. Kostnaðaráætlun nam kr. 59.374.512. Sveitarstjórn samþykkir að tilboðinu verði tekið.
 
7.   Sumarlokun skrifstofu 2022 – 2205031
Tillaga um sumarlokun skrifstofu 2022
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Bláskógabyggðar verði lokuð dagana 4. júlí til og með 1. ágúst n.k. og að starfsfólk taki sumarfrí á þeim tíma eins og hægt er.
 
8.   Aðalfundur Gufu ehf 2022 – 2205032
Boð á aðalfund Gufu ehf, sem haldinn verður 31. maí nk.
Fundarboð var lagt fram.
 
9.   Heimasíða Bláskógabyggðar – 2110015
Uppfærsla á heimasíðu skv. samningi við Stefnu, staða mála.
Sveitarstjóri kynntu hönnun á útliti nýrrar heimasíðu.
 
10.   Orlof húsmæðra 2022 – 2205009
Erindi gjaldkera orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 6. maí 2022, ásamt skýrslu um orlof húsmæðra og ársreikningi.
Lagt fram til kynningar.
 
11.   Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2022 – 2205030
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2022, varðandi auglýsing vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nýi Skerjafjörður.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýja Skerjafjarðar.
 
12.   Rekstrarleyfisumsókn Laugarbraut 3 Laugarvatni (L188986) – 2205034
Beiðnir Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. apríl 2022, um umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II-G íbúðir að Laugarbraut 3, Laugarvatni.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna útgáfu leyfis í flokki II vegna:
Fasteignanúmers 224-9870, Rýmisnúmer: 01-0101.
Fasteignanúmers 224 9871, rýmisnúmer 01-0102.
Fasteignanúmers 224 9872, rýmisnúmer 01-0103.
Fasteignanúmers 224 9873, rýmisnúmer 01-0104.
Fasteignanúmers 224 9874, rýmisnúmer 01-0201.
Fasteignanúmers 224 9875, rýmisnúmer 01-0202.
Fasteignanúmers 224 9876, rýmisnúmer 01-0203.
Fasteignanúmers 224-9877, rýmisnúmer 01-0204.
 
13.   Framlag til eflingar frístundastarfs barna í sérstaklega viðkvæmri stöðu (Covid-19) – 2205028
Tilkynning mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 12. maí 2022, um fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög í þeim tilgangi að efla frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu. Framlag til Bláskógabyggðar nemur 373.004 kr.
Lagt fram til kynningar.
 
14.   Heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir – 2205029
Erindi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 11. maí 2022, um heildarendurskoðun laga nr 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Skýrsla og tillögur starfshóps.
Skýrslan var lögð fram. Sveitarstjórn fagnar því að skýrslan liggi fyrir og væntir þess að hún verði grundvöllur að viðræðum við ríkið sem skili breytingum í málaflokknum, ekki síst hvað varðar fjármögnun.
 

 

 

Fundi slitið kl. 17:00.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir