306. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 306. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 1. júní 2022, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Gréta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Helgi Kjartansson, sá fulltrúi í sveitarstjórn sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórn, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá skýrslu yfirkjörstjórnar Bláskógabyggðar um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022. Var það samþykkt samhljóða og verður 29. liður á dagskrá fundarins.

 

1.   Kosning oddvita og varaoddvita 2022-2026 – 2205037
Kosning oddvita og varaoddvita
Lagt var til að Helgi Kjartansson yrði oddviti sveitarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða. Lagt var til að Stefanía Hákonardóttir yrði varaoddviti. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
240. fundur haldinn 25. maí 2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2-11.
-liður 2, Reykholt; Fljótsholt 5-8; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205062
Lögð er fram umsókn frá Gufuhlíð ehf er varðar heimild til deiliskipulagsbreytingar á
lóðunum Fljótsholti 5-8 í Reykholti. Óskað er eftir því að breyta þessum fjórum einbýlishúsalóðum í tvær lóðir fyrir raðhús. Raðhúsin yrðu á tveimur hæðum, hugmyndir um 5 litlar íbúðir á neðri hæð (um 28 m2) ásamt hjólageymslu og 3 íbúðum á efri hæð (um 60 m2). Gert er ráð fyrir að neðri hæðin gangi inn í brekkuna sunnan til í byggingarreitnum. Gera þarf breytingu á uppdrætti deiliskipulagsins ásamt skilmálabreytingum í greinargerð, þ.e. breyta lóðunum úr einbýlishúsalóðum á einni hæð í raðhúsalóðir á tveimur hæðum. Meðfylgjandi er klippa úr deiliskipulaginu sem sýnir staðsetningu þessara lóða. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 3, Böðmóðsstaðir 4 L167628; Böðmóðsstaðir 1 L167625; Böðmóðsstaðir 2 L167629; Stækkun lands – 2205085
Lagðar eru fram umsóknir Auðuns Árnasonar og Huldu K. Harðardóttur um stofnun 373.612 fm (37,36 ha) lands í þeim tilgangi að sameina við Böðmóðsstaði 4 L167628. Landið er í 5 hlutum. Spildur 1-4 (heildarstærð 373.266 fm) koma úr jörðinni Böðmóðsstaðir 1 L167625 og spilda 5 (346 fm utan um núverandi gróðurhús) kemur úr jörðinni Böðmóðsstaðir 2 L167629. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningu á meðfylgjandi mæliblaði. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun landeigna og sameiningu skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

-liður 4, Böðmóðsstaðir 4 L167628; Hagaósspilda; Stofnun lóðar – 2205086
Fyrir liggur umsókn Auðuns Árnasonar og Mariu C. Wang um stofnun 20.787 fm landeignar úr jörðinni Böðmóðsstaðir 4 L167628. Óskað er eftir að landið fái staðfangið Hagaósspilda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun landeignar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

-liður 5, Traustatún 1 (L214870); Gatnagerð; Framkvæmdarleyfi – 2205099
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar við Traustatún á Laugarvatni í samræmi við framlögð gögn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

-liður 6, Hverabraut 2 L167858; Botnlangi; Framkvæmdarleyfi – 2205100
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar við Hverbraut 2 á Laugarvatni í samræmi við framlögð gögn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

-liður 7, Brautarhóll land L189999; Gatnagerð; Framkvæmdarleyfi – 2205101
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á götum Tungurima og Borgarrima í Reykholti í samræmi við framlögð gögn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

-liður 8, Geysir; Hverasvæðið; Breytt stígakerfi og stækkunar friðlands; Deiliskipulagsbreyting – 2205102
Lögð er fram umsókn vegna breytingar á deiliskipulagi Geysissvæðisins í Haukadal. Í breytingunni felst breyting á stígakerfi innan deiliskipulagssvæðisins sem og stækkun friðlands Geysissvæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi

-liður 9, Engjagil 9 L216094; Fyrirspurn – 2205061
Lögð er fram fyrirspurn frá Hirti Þór Haukssyni og Felix Hjálmarssyni fh. sumarhúsafélags Helludals er varðar breytingar á byggingarskilmálum gildandi deiliskipulags svæðisins. Í beiðninni felst að heimilt verði að byggja auka hús á lóð að 40 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03 í stað 20 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn og mælist til þess að lögð verði fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til heimilda er varðar auka hús á lóð.

-liður 10, Aphóll 10 (L167657); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2205057
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Sigrúnar B. Ásmundardóttur, móttekin 10.05.2022 um byggingarheimild fyrir 27,7 m2 gestahúsi á sumarhúsalóðinni Aphól (L167657) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 11, Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048. Jón Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu 11. liðar.
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurey I og III eftir kynningu. Í breytingunni felst að lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illósvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Athugasemd barst á kynningartíma deiliskipulagsbreytingar og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu deiliskipulagtillögu verði frestað eftir kynningu og verði tekin fyrir samhliða tillögu aðalskipulagsbreytingar eftir að kynningu hennar er lokið. Sveitarstjórn telur að framlagaðar breytingar á deiliskipulagi sem taka til minnkaðs byggingarmagns á lóð Illósvegar 6 og uppbyggingar á aðstöðu innan lóðarinnar sé til bóta innan svæðisins og styðji við nýtingu svæðisins til útivistar. Leitað verði umsagnar viðeigandi aðila við auglýsingu deiliskipulagsbreytingar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
3.   Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 2201021
39. fundur haldinn 12. apríl 2022
Fundargerðin var lögð fram. Bláskógabyggð samþykkti á 302. fundi hinn 7. apríl sl viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna áætlaðrar fjárþarfar Bergrisans bs. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælist til þess að hugað verði að hagræðingu í rekstri byggðasamlagsins. Í því skyni verði t.d. skoðað hvort brýn þörf sé fyrir þau stöðugildi millistjórnenda (deildarstjóra) á búsetueiningum sveitarfélaganna sem heimild var veitt fyrir í síðustu fjárhagsáætlun.
 
4.   Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2201020
311. fundur haldinn 17. maí 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2022 – 2201029
7. fundur haldinn 11. apríl 2022
8. fundur haldinn 5. maí 2022
Aðalfundur haldinn 5. maí 2022
1. fundur (ný stjórn) haldinn 13. maí 2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
6.   Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð – 2205048
Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð
Lagðar voru fram siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð, sem samþykktar voru 7. febrúar 2013. Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ástæðu til endurskoðunar siðareglnanna og halda þær því gildi sínu og verður Innviðaráðuneytinu tilkynnt um þá niðurstöðu. Siðareglurnar voru undirritaðar og verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og kynntar nefndum sveitarfélagsins.
 
7.   Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026 – 2205038
Kosning í nefndir, stjórnir og ráð Bláskógabyggðar
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan í nefndir, stjórnir og ráð Bláskógabyggðar:

Fastanefndir:
Yfirkjörstjórn við sveitarstjórnar- forseta- og alþingiskosningar:
Elínborg Sigurðardóttir
Guðrún Sveinsdóttir
Kristófer A. Tómasson

Varamenn:
Jóhannes Sveinbjörnsson
Eva Hálfdánardóttir
Sigríður Emilía Eiríksdóttir

Kjörstjórn kjördeild I. Biskupstungur.
Aðalmenn:
Jórunn Svavarsdóttir
Geirþrúður Sighvatsdóttir
Guðfinnur Eiríksson

Varamenn:
María Þórunn Jónsdóttir
Einar Sæmundsen
Camilla Ólafsdóttir

Kjörstjórn kjördeild II. Laugardalur og Þingvallasveit.
Aðalmenn:
Björg Ingvarsdóttir
Karl Eiríksson
Ólöf Björg Einarsdóttir

Varamenn:
Kjartan Lárusson
Ragnhildur Sævarsdóttir
Margrét Þórarinsdóttir

Skólanefnd
Kjöri skólanefndar er frestað til næsta fundar.

Umhverfisnefnd
Aðalmenn:
Ásgerður Elín Magnúsdóttir, formaður
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
Kamil Lewandovski

Varamenn:
Elías Bergmann Jóhannsson
Guðni Sighvatsson
Jón Forni Snæbjörnsson

Fjallskilanefndir:
Þingvallasveit
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þetta kjörtímabil skuli allir nefndarmenn fjallskilnefndar Þingvallasveitar vera aðalmenn:
Halldór Kristjánsson, formaður
Jóhannes Sveinbjörnsson
Kristrún Ragnarsdóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson

Laugardalur
Kjöri frestað til næsta fundar.

Biskupstungur
Aðalmenn:
Eiríkur Jónsson, formaður
Eyvindur Magnús Jónasson
Trausti Hjálmarsson
Guðrún S. Magnúsdóttir
Rúnar Björn Guðmundsson

Varamenn:
Sævar Bjarnhéðinsson
Egill Jónasson
Kjartan Sveinsson
Kristín S. Magnúsdóttir
Hallgrímur Guðfinnsson

Menningarmálanefnd
Aðalmenn:
Arite Fricke, formaður
Barbora Fialová
Andri Snær Ágústsson

Varamenn:
Ólína Þóra Friðriksdóttir
Jón Bjarnason
Anna Svava Sverrisdóttir

Æskulýðsnefnd:
Aðalmenn:
Guðni Sighvatsson, formaður
Auður Ólafsdóttir
Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir

Varamenn:
Ottó Eyförð Jónsson
Lilja Unnur Ágústsdóttir
Anthony Karl Flores

Atvinnu- og ferðamálanefnd
Aðalmenn:
Steindóra Þorleifsdóttir, formaður
Kristinn Bjarnason
Trausti Hjálmarsson
Auður Ólafsdóttir
Stephanie E. Langridge

Varamenn:
Andrea Skúladóttir
Óli Finnsson
Herdís Friðriksdóttir
Heiða Björg Hreinsdóttir
Rakel Theódórsdóttir

Framkvæmda- og veitunefnd
Aðalmenn:
Stefanía Hákonardóttir, formaður
Helgi Kjartansson
Jón Forni Snæbjörnsson

Varamenn:
Guðrún S. Magnúsdóttir
Grímur Kristinsson
Axel Sæland

Samráðshópur um málefni aldraðra
Aðalmaður:
Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, formaður.
Varamaður:
Sveinn Sæland

Stjórnir og samráðsnefndir:
Aðalfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn:
Helgi Kjartansson
Stefanía Hákonardóttir

Varamenn:
Anna Greta Ólafsdóttir
Guðni Sighvatsson

Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Aðalmenn:
Helgi Kjartansson
Guðrún S. Magnúsdóttir

Varamenn:
Jón Forni Snæbjörnsson
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson

Stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna
Aðalmaður:
María Þórunn Jónsdóttir
Varamaður:
Guðrún S. Magnúsdóttir

Skipulagsnefnd Uppsveita
Aðalmaður:
Helgi Kjartansson
Varamaður:
Guðrún S. Magnúsdóttir

Stjórn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
Aðalmaður:
Helgi Kjartansson
Varamaður:
Guðrún S. Magnúsdóttir

Almannavarnanefnd Árnessýslu
Aðalmaður:
Ásta Stefánsdóttir
Varamaður:
Jón Forni Snæbjörnsson

Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs (NOS)
Aðalmaður:
Helgi Kjartansson
Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir

Aðalfundur Bergrisans bs
Aðalmenn:
Elías Bergmann Jóhannsson
Guðni Sighvatsson
Stefanía Hákonardóttir
Anna Greta Ólafsdóttir

Varamenn:
Helgi Kjartansson
Guðrún S. Magnúsdóttir
Áslaug Alda Þórarinsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson

Oddvitanefnd Uppsveita Árnessýslu
Helgi Kjartansson

Seyrustjórn
Aðalmaður:
Helgi Kjartansson
Varamaður:
Stefanía Hákonardóttir

Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
Aðalmenn:
Helgi Kjartansson
Stefanía Hákonardóttir
Guðni Sighvatsson
Anna Greta Ólafsdóttir

Varamenn:
Guðrún S. Magnúsdóttir
Sólmundur Sigurðarson
Elías Bergmann Jóhannsson
Jón Forni Snæbjörnsson, Stephanie E. Langridge verði varamaður á aukaaðalfundi SASS 15. til 16. júní 2022

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Aðalmenn:
Guðrún S. Magnúsdóttir
Sólmundur Sigurðarson
Áslaug Alda Þórarinsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson

Varamenn:
Helgi Kjartansson
Guðni Sighvatsson
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
Anna Greta Ólafsdóttir, Stephanie E. Langridge verði varamaður á aukaaðalfundi HES 15. til 16. júní 2022.

Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands
Aðalmaður:
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson.
Varamaður: Helgi Kjartansson

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands
Aðalmaður:
Ásta Stefánsdóttir
Varamaður:
Helgi Kjartansson

Öldungaráð
Aðalmaður:
Stefanía Hákonardóttir
Varamaður:
Elías Bergmann Jóhannsson

 
8.   Ráðning oddvita 2022-2026 – 2205040
Ráðning oddvita í hlutastarf
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins og tók Stefanía Hákonardóttir við fundarstjórn. Lögð voru fram drög að ráðningarsamningi við Helga Kjartansson, oddvita, í 50% starf hjá Bláskógabyggð frá 1. júní 2022 til 24. maí 2026 vegna starfa hans sem oddviti sveitarstjórnar. Umræða varð um málið. Fyrirliggjandi drög að ráðningarsamningi voru samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa T-lista, fulltrúar Þ-lista sátu hjá. Varaoddvita var falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar. Ráðningarsamningur dags. 11. júní 2018 fellur úr gildi frá undirritun nýs samnings.
 
9.   Ráðning sveitarstjóra 2022-2026 – 2205039
Tillaga um ráðningu sveitarstjóra
Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð voru fram drög að ráðningarsamningi við Ástu Stefánsdóttur vegna starfs sveitarstjóra kjörtímabilið 2022-2026. Umræða varð um málið. Fyrirliggjandi drög að ráðningarsamningi voru samþykkt samhljóða og er oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
Fulltrúar Þ-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: Gerð er athugasemd við ráðningarsamninginn þar sem þau hefðu viljað sjá aðra útfærslu vegna ferða og aksturs og athugasemdir við biðlaunarétt.
 
10.   Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026 – 2205041
Ákvörðun um fundardag, fundartíma og staðsetningu reglubundinna funda sveitarstjórnar.
Lagt er til að fastir fundir sveitarstjórnar verði fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði kl. 9:00. Fundirnir verði haldnir í Aratungu. Aukafundir verði boðaðir sérstaklega.
Í júní 2022 verði síðari fundur sveitarstjórnar haldinn 22. júní.
 
11.   Sumarleyfi sveitarstjórnar – 2205041
Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí, en hægt verði þó að boða til fundar ef þurfa þykir.
 
12.   Starfshópur vegna greiningar á rýmisþörf í leik- og grunnskólum – 2204023
Skipan í starfshóp vegna greiningar á rýmisþörf í leik- og grunnskólum. Áður á dagskrá á 303. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa í starfshópinn formann skólanefndar, fulltrúi Þ-lista og oddvita. Með hópnum vinni sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs, skólastjórnendur og aðrir hagaðilar eftir því sem við á.
 
13.   Starfshópur vegna vinnslu deiliskipulags fyrir Laugarás – 2103027
Skipan í starfshóp vegna endurskoðunar deiliskipulags Laugaráss. Áður skipað á 278. fundi.
Vinnu við endurskoðun deiliskipulags Laugaráss er við það að ljúka. Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila til áframhaldandi setu í starfshóp vegna endurskoðunar deiliskipulags Laugaráss: Helga Kjartansson, Óttar Braga Þráinsson og Benedikt Skúlason, auk þess er óskaðð eftir að Hagsmunafélag Laugaráss tilnefni einn fulltrúa í starfshópinn. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi, starfi með hópnum.
 
14.   Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
Skipan tveggja aðalmanna og tveggja til vara í skipulagsnefnd sem vinnur að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.
Lagt var til að Helgi Kjartansson og Guðrún S. Magnúsdóttir verði fulltrúar Bláskógabyggðar í skipulagsnefnd sem vinnur að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Varamenn verði Óttar B. Þráinsson og Jón Forni Snæbjörnsson.
 
15.   Strýrihópur vegna endurskounar forvarnastefnu – 2201037
Skipan í stýrihóp vegna endurskoðunar á forvarnastefnu, áður á dagskrá á 299. fundi.
Sveitarstjórn skipar eftirtalda til setu í stýrihópi: Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, Gunnar Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa/verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, Valgerði Sævarsdóttur. Óskað er eftir að skólanefnd og æskulýðsnefnd tilnefni einn fulltrúa hvor í stýrihópinn. Fulltrúi ungmennaráðs verður Sara Rósíta Guðmundsdóttir.
 
16.   Hjólhýsasvæði Laugarvatni – 2004032
Tillaga um að haldinn verði vinnufundur sveitarstjórnar til að fara yfir gögn sem varða hjólhýsasvæðið á Laugarvatni og tilboð Samhjóls, sem vísað var til nýrrar sveitarstjórnar á 304. fundi.
Á 304. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar var tekið fyrir erindi Samhjóls um framtíð hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn og samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins þar til ný sveitarstjórn hefði tekið til starfa.
Þau gögn sem orðið hafa til við meðferð málsins eru af talsverðu umfangi. Lagt er til að fulltrúar í sveitarstjórn haldi sérstakan vinnufund til að fara yfir málsgögnin og kynna sér málið, áður en ákvörðun verður tekin.
Umnræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
 
17.   Aðveita að Lindarskógum – 2203022
Fundargerð, dags. 25. maí 2022, frá opnun tilboða í stofnlögn hitaveitu að Lindarskógum, Laugarvatni.
Fundargerð frá opnunarfundi tilboða var lögð fram. Þrjú tilboð bárust. Lægstbjóðandi var Gröfutækni ehf, sem bauð kr. 19.904.500. Kostnaðaráætlun nam kr. 23.526.500. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn samþykkir töku tilboðsins, enda uppfylli það kröfur sem gerðar voru í verðkönnun.
 
18.   Skráning lóðar Laugagerði L193102 í Bjarmaland – 2205047
Beiðni Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfars Arnar Valdimarssonar, dags. 25. maí 2022, um að skráningu lóðar L193102 Laugargerði, lóð, verði breytt í Bjarmaland.
Lögð var fram beiðni um að skráningu lóðarinnar L193102 verði breytt úr Laugargerði lóð í Bjarmaland. Sveitarstjórn samþykkir umrædda breytingu.
 
19.   Lóðarumsókn Vesturbyggð 7 Laugarási – 2205049
Umsókn Kristjóns Benediktssonar um lóðina Vesturbyggð 7, Laugarási.
Lögð var fram umsókn um lóðina Vesturbyggð 7, Laugarási. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Kristjóns Benediktssonar.
 
20.   Afskriftir B-deildar bréfa í Kaupfélagi Árnesinga – 2205045
Erindi Guðmundar Búasonar vegna afskrifta á B-deildar bréfum Bláskógabyggðar í Kaupfélagi Árnesinga (kr. 100.000).
Í erindi Guðmundar Búasonar er kallað eftir því hvort sveitarstjórn sé tilbúin til að afskrifa B-deildar bréf sveitarfélagsins í Kaupfélagi Árnesinga án allra skilyrða.
Í árslok 2021 hafði verið færð óbein niðurfærsla vegna bréfanna sem nam bókfærðu verði þeirra og þau metin verðlaus. Sveitarstjórn samþykkir því að afskrifa umrædd B-deildar bréf í Kaupfélagi Árnesinga.
 
21.   Dagdvalarþjónusta í Uppsveitum – 2010006
Tillaga um að unnin verði greining á þörf fyrir dagdvalarþjónustu fyrir eldri borgara
Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur hafa skilað inn umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu. Í síðasta mánuði áttu fulltrúar sveitarfélaganna fund með starfsmönnum ráðuneytisins til að fylgja umsókninni eftir. Á þeim fundi kom fram að um langtímaverkefni væri að ræða, sem þyrfti að koma inn á fjármála- og framkvæmdaáætlun hjá ríkinu. Umsókninni var vel tekið og því sýndur skilningur að þörf væri fyrir úrræði á þessu svæði. Starfsmenn ráðuneytisins ræddu m.a. um það hvort þörf væri á dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæðinu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna í Uppsveitum og Flóa áttu með fulltrúum HSU og félagsþjónustunnar í Laugarási fyrr í mánuðinum kom fram það mat starfsmanna sem koma að heimahjúkrun og heimaþjónustu að þörf væri fyrir slíkt úrræði. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur áhuga á að kanna nánar þörf fyrir dagþjónustu á svæðinu og óskar eftir afstöðu þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að félagsþjónustunni í Laugarási til þess hvort þau vilji taka þátt í slíkri könnun. Ef af yrði myndu starfsmenn HSU í Laugarási og starfsmenn félagsþjónustunnar greina þörfina og skila áliti til sveitarfélaganna. Á því mætti byggja umsókn til heilbrgiðisráðuneytisins um dagdvalarrými fyrir svæðið og greina hvaða staðsetning og húsnæði myndi henta. Ráðuneytið greiðir daggjöld með þeim rýmum sem samþykki fæst fyrir, en ætla má að húsnæðiskostnaður og akstursþjónusta yrði á kostnað sveitarfélaganna.
 
22.   Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál. – 2205043
Erindi velferðarnefndar Alþingis, dags. 18. maí 2022, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.

Þingsályktunartillagan var lögð fram til kynningar.
 
23.   Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál. – 2205044
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

Frumvarpið var lagt fram til kynningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 er að finna mörg atriði sem eru jákvæð fyrir búsetu og þróun byggðar á landsbyggðinni. Í aðgerðaráætlun er að finna ýmis atriði sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur bent á að þyrfti að vinna að til jöfnunar búsetuskilyðar, þ.m.t. markmið um jöfnun orkukostnaðar. Þar, eins og í fleiri markmiðum, er tilgreint sem tillaga að viðkomandi fagráðuneyti fjármagni verkefnið. Brýnt er því að þess sé gætt í fjármálaáætlun og fjárlögum að viðkomandi ráðuneytum sé áætlað fjármagn til verkefnanna.
 
24.   Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál. – 2205046
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 17. maí sl þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.

Umsagnarfretur er til 31. maí nk.

Frumvarpið var lagt fram til kynningar.
 
25.   Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál. – 2205050
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

Frumvarpið var lagt fram til kynningar.
 
26.   Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál. – 2205051
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur mikilvægt að gæta að því að skipulagsvald sé ekki fært frá sveitarfélögum með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga.
 
27.   Aukaaðalfundur SASS 2022 – 2205042
Erindi SASS; dags. 19. maí sl um aukaaðlafund SASS sem haldinn verður 15. til 16. júní nk.
Fundarboðið var lagt fram til kynningar. Aukaaðalfundur verður haldinn 15. til 16. júní n.k. á Selfossi.
 
28.   Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna frístundalands Úteyjar 1 L168171 – 2203012
Ákvörðun Innviðaráðuneytisins, dags. 16. maí sl varðandi beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna frístundahúss í landi Úteyjar 1.
Ákvörðun Innviðaráðuneytisins var lögð fram. Þar kemur fram að ráðuneytið telur ekki forsendur til að fara gegn sjónarmiðum sveitarfélagsins í málinu og hafnar því að veita undanþágu frá ákvæði greinar 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð frá vötnum, ám eða sjó.
 
29.   Sveitarstjórnarkosningar 2022 – 2205054
Skýrsla yfirkjörstjórnar Bláskógabyggðar um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru 14. maí s.l.
Lögð var fram skýrsla yfirkjörstjórnar um atkvæðatölur framboðslista og atkvæðatölur frambjóðenda við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
 

 

 

Fundi slitið kl. 11:55.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Gréta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir