307. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 307. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 22. júní 2022, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá kjör varamanns í skipulagsnefnd, umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis og fundarboð á aukaaðalfund Héraðsnefndar. Var það samþykkt samhljóða og verða liðir nr. 7, 24 og 33.

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
241. fundur haldinn 8. júní. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 6.
-liður 1, Laugarás; Þéttbýli; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094
Lögð er fram tillaga að endurskoðun deiliskipulags að Laugarási eftir kynningu. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarnir og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins er gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. Deiliskipulagið er í samræmi við breytt aðalskipulag. Einnig er unnið nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggðina F51 sem er vestan Laugaráss. Samhliða er lögð fram húsakönnun. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt samantekt á andsvörum sem starfshópur vegna deiliskipulagsvinnu vann. Uppfærður deiliskipulagsuppdráttur er lagður fram (sjá 20. lið á dagskrá fundarins). Eftirfarandi breytingar voru gerðar á tillögunni:
o Gönguleið/reiðleið er færð út fyrir varúðarsvæðið við Höfðaveg.
o Afmörkuð er lóð fyrir spennistöð í Varmagerði.
o Hótelið er stækkað í 10.000 m2.
o Varðandi starfsmannahús á landbúnaðarlóðum L1 er bætt inn eftirfarandi setningu „Heimilt er að vera með eitt til tvö starfsmannahús á hverri lóð. Stærð hvors húss skal vera á bilinu 100 til 120 m2“.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til Laugaráss.

-liður 2, Laugarás; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir kynningu. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu. Gert er grein fyrir helstu breytingum innan greinargerðar skipulagsbreytingar. Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu hennar. Uppfærður aðalskipulagsuppdráttur er lagður fram (sjá 20. lið á dagskrá fundarins). Á aðalskipulagsuppdrætti er göngu- og reiðleiðin færð til, út fyrir varúðarsvæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Laugaráss í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 3, Laugarás; Frístundabyggð vestan þéttbýlis; Deiliskipulag – 2203003
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar vestan þéttbýlisins að Laugarási eftir kynningu. Deiliskipulag fyrir frístundasvæðið var áður hluti af deiliskipulagi fyrir þéttbýlið. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að yfirfara og uppfæra byggingarskilmála frístundasvæðisins í samræmi við gildandi aðalskipulag. Frístundabyggðin er afmörkuð þannig að hún haldist samfelld, gerð verður grein fyrir uppbyggingu á lóðum innan svæðisins og settir skilmálar um landnotkun, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja. Hugað er sérstaklega að yfirbragði byggðar svo nýjar byggingar falli vel og snyrtilega inn í umhverfið og að byggðinni sem nú þegar er til staðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til Laugaráss.

-liður 4, Skálholt L167166; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2104083
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar eftir auglýsingu. Í umsókninni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt innan Skálholtsjarðarinnar. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við framlögðum umsögnum með fullnægjandi hætti innan tillögu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulag fyrir svæðið verði uppfært í framhaldi af gildistöku aðalskipulagssins.

-liður 5, Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1 land 1 L217088 eftir kynningu. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði. Málið var afgreitt til auglýsingar á 237. fundi skipulagsnefndar og bárust athugasemdir frá Skipulagsstofnun vegna kynningar málsins og er það því tekið fyrir á ný ásamt uppfærðum gögnum fyrir auglýsingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Einiholts 1 land 1 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti innan tillögunnar og mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga.

-liður 6, Austurbyggð 26 (L167406); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2205155
Fyrir liggur umsókn Ingunnar H. Hafstað fyrir hönd Haraldar A. Haraldssonar, móttekin 30.05.2022, um byggingarheimild fyrir 36,5 m2 gestahúsi á íbúðarhúsalóðinni Austurbyggð 26 L167406 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

 
2.   Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008
165. fundur haldinn 1. júní 2022
166. fundur haldinn 15. júní
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
36. liður 165. fundar og 29. liður 166. fundar eru afgreidd sem sérstök mál á fundinum, sjá 22. og 23. lið.
 
3.   Fundargerð stjórnar SASS – 2201022
582. fundur haldinn 3. júní 2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
4.   Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2201006
93. fundur haldinn 11. maí 2022
94. fundur haldinn 8. júní 2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga – 2201023
25. fundur (vorfundur) haldinn 9. maí 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 2201021
40. fundur haldinn 10. maí
41. fundur haldinn 23. maí
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
7.   Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026 – 2205038
Kjör fulltrúa í skólanefnd og í fjallskilanefnd Laugardals og varamanns í skipulagsnefnd
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan í skólanefnd:
Aðalmenn:
Áslaug Alda Þórarinsdóttir, formaður
Harpa Sævarsdóttir
Sólmundur Magnús Sigurðarson
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
Hildur Hálfdánardóttir

Varamenn:
Guðrún S. Magnúsdóttir
Grímur Kristinsson
Steindóra Þorleifsdóttir
Ólöf Björg Einarsdóttir
Anna Greta Ólafsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan í fjallskilanefnd Laugardals, allir nefndarmenn eru aðalmenn:
Kjartan Lárusson, formaður
Jóhann Gunnar Friðgeirsson
Gróa Grímsdóttir
Jóhann Reynir Sveinbjörnsson
Jón Þormar Pálsson
Jón Þór Ragnarsson

Varamaður á fundi skipulagsnefndar 22. júní 2022 verður Guðni Sighvatsson.

 
8.   Staða talmeinafræðings í uppsveitum og Flóa – 2206006
Erindi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 15. júní 2022, varðandi stöðugildi talmeinafræðings.
Lagt var fram erindi Skóla- og velferðarþjónustu varðandi beiðni um að aukið verði við starf talmeinafræðings þannig að bætt verði við 70% stöðugildi, en nú er talmeinafræðingur í 60% starfshlutfalli.
Sveitarstjórn samþykkir aukninguna og að staðan verði auglýst. Sveitarstjórn óskar eftir því að áður en til ráðningar komi verði sveitarfélögunum sendar upplýsingar um fjölda á biðlista og kostnaðarauka sem kann að verða á þessu ári.
 
9.   Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs – 2202017
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til maí 2022.
Yfirlitið var lagt fram til kynningar.
 
10.   Framlög sveitarfélaga til Tónlistarskóla Árnesinga – 2205017
Erindi Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 10. júní 2022, varðandi aukinn kennslukvóta.
Lagt var fram erindi Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir að kennslukvóti Bláskógabyggðar verði aukinn um 5 klst, kvótinn er nú 28,75 klst. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina. Í viðauka við fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum er gert ráð fyrir kostnaði sem fellur til á yfirstandandi ári.
 
11.   Viðauki við fjárhagsáætlun – 2204012
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2022
Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í viðaukanum er gert ráð fyrir auknum tekjum umfram upphaflega áætlun vegna útsvars og fasteignaskattsframlags Jöfnunarsjóðs, samtals er tekjuaukning áætluð 35.948.103. Þá er gert ráð fyrir útgjöldum umfram áætlun í A-hluta vegna aukins launakostnaðar í félagsþjónustu, viðbótarkennslukvóta í Tónlistarskóla Árnesinga og vegna sumarfrístundar. Í B-hluta er gert ráð fyrir auknum launakostnaði í fráveitu (seyruverkefni) vegna afleysinga. Breyting á A og B hluta samtals er jákvæð upp á 27.048.103 kr. vegna viðaukans. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 26,9 mkr. og handbært fé í árslok 65,1 mkr.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann og felur sveitarstjóra að skila honum til viðeigandi aðila.
 
12.   Umhverfisfræðslusetrið Alviðra – 2206008
Erindi formanns stjórnar Alviðrufélags, dags. 2. júní 2022, varðandi stuðning sveitarfélaga við Náttúruskólann að Alviðru.
Erindið var lagt fram. Í erindinu er leitað eftir stuðningi sveitarfélaga í Árnessýslu við starf Landverndar að fræðslu í Alviðru fyrir grunnskóla á svæðinu í tvo mánuði að vori og tvo að hausti. Áætlaður kostnaður er um 4 mkr. og er lagt til að kostnaði verði skipt á milli sveitarfélaganna í samræmi við fjölda grunnskólanema. Sveitarstjórn felur oddvita að ræða við fulltrúa annarra sveitarfélaga í Árnessýslu um erindið.
 
13.   Lóðir við Borgarrima og Tungurima – 2206007
Tillaga um að lóðir við Tungurima og Borgarima verði auglýstar til úthlutunar.
Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldar lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar:

Íbúðarhúsalóðir:
Tungurimi 3, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14 og 16
Borgarrimi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9

Þjónustulóðir:
Tungurimi 2 og 6 (með fyrirvara um varanlega aðkomu).
Skólavegur 6

Lóðirnar verði auglýstar með fyrirvara um lok gatnagerðar.

 
14.   Húsnæði fyrir starfsfólk Bláskógaskóla Laugarvatni – 2206011
Erindi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni, dags. 16. júní 2022, vegna skorts á íbúðarhúsnæði sem hamlar ráðningum starfsmanna.
Erindið var lagt fram. Þar er gerð grein fyrir því að erfitt hafi verið að ráða starfsfólk sem sækir um lausar stöður vegna skorts á húsnæði. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn hefur skilning á erfiðri stöðu. Sveitarfélagið hefur leitað leiða til að auka framboð íbúðarhúsnæðis, m.a. með auknu lóðaframboði. Áfram verður unnið að því að leita lausna.
 
15.   Kynning ferðamálafulltrúa – 2206012
Ásborg Ósk Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi, kemur inn á fundinn.
Ásborg kynnti verkefni ferðamálafulltrúa og fór yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu á síðustu árum, einni gerði hún grein fyrir stuðningskerfi ferðaþjónustunnar o.fl.
 
16.   Samstarfssamningur við Íþróttafélag Uppsveita – 2206013
Fulltrúar Íþróttafélags Uppsveita koma inn á fundinn og kynna starfið og ræða möguleika á samstarfssamningi.
Sólmundur Magnús Sigurðarson og Matthias Bjarnason komu inn á fundinn og kynntu starf íþróttafélagsins og framtíðarsýn.
 
17.   Framboð leiguhúsnæðis í Bláskógabyggð – 2206022
Beiðni Þ-lista um að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins verði tekin til umræðu.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Þ-lista:
Framboð leiguhúsnæðis í Bláskógabyggð
Til að bregðast við alvarlegum skorti á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu óskar Þ-listinn eftir að tekin verði til umræðu húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
https://hms.is/media/11815/blaskogabyggd-husnaedisaaetlun-2022.pdf
Jón Snæbjörnsson fylgdi erindinu eftir. Umræða varð um málið.

 
18.   Varnir gegn gróðureldum – 2206023
Tillaga Þ-lista um að eldklöppur verði til taks á þéttbýlisstöðum og rituð verði ályktun um kaup á slökkviskjólu.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga Þ-lista:
Varnir gegn gróðureldum
Til að bregðast við aukinni hættu sökum gróðurelda leggur Þ-listinn til að eldklöppur verði til taks á opnum svæðum innan þéttbýlanna. Fyrsta skref væri t.d. að velja eitt opið svæði í hverju og einu þéttbýli sveitarfélagsins. Einnig óskar Þ-listinn eftir að sveitarstjórn riti ályktun varðandi kaup og aðgengi að slökkviskjólu.
https://www.frettabladid.is/frettir/ahyggjur-af-thyrlumonnun-og-skorti-a-slokkviskjolum/
Jón Snæbjörnsson fylgdi erindinu eftir.
Samþykkt var að visa erindinu til framkvæmda- og veitunefndar.
 
19.   Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2023 tillaga Þ-lista – 2206021
Tillaga Þ-lista vegna álagningarhlutfalls fasteignagjalda
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda 2023
Til að bregðast við hækkunum á fasteignamati leggur Þ-listinn til að álagningarhlutfallið verði lækkað við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Með þessu verður komið til móts við íbúa og fasteignaeigendur í ljósi þeirra háu skattahækkana er fylgja óbreyttu álagningarhlutfalli, bæði A- og C- hluta.
Sveitarstjórn samþykkir að visa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar þar sem farið verði yfir það hvort svigrúm er til lækkunar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts.
 
20.   Deiliskipulag Laugaráss – 2103027
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Laugarás.
Vísað er til afgreiðslu 1. og 2. liðar undir 1. máli á dagskrá fundarins (fundargerð skipulagsnefndar).
 
21.   Umhverfismat vegna stækkunar seiðaeldisstöðvar Eyjarland – 2206010
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 30. maí 2022, varðandi beiðni um umsögn vegna tilkynningar Veiðifélags Eystri – Rangár, um stækkun seiðaeldisstöðvar skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um ofangreinda framkvæmd.
Erindi Skipulagsstofnunar var lagt fram. Sveitarstjórn telur að nægilega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun. Það er mat sveitarstjórnar að framkvæmdin þurfi ekki að fara í umhverfismat. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi, sem gefið er út af byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn óskar eftir að vöktunaráætlun liggi fyrir sem fyrst og að sveitarstjórn fái hana til umsagnar.

 
22.   Rekstrarleyfisumsókn Hótel Geysir (250 4622) – 2206016
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 25. maí 2022, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV-A hótel vegna Hótel Geysis. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Hótel Geysi, gististað í flokki IV-A hótel. Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
 
23.   Rekstrarleyfisumsókn Lerkilundur 8 (222-1444) – 2206017
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 31. maí 2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna gistingar í flokki II frístundahús í Lerkilundi 8 (222-1444). Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis vegna Lerkilundar 8, gistingar í flokki II frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir þar sem lagst er gegn útgáfu leyfisins þar sem slík starfsemi samræmist ekki stefnu gildandi aðalskipulags.
 
24.   Tækifærisleyfi vegna útilegu við Faxa 2022 – 2206024
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 20. júní 2022 um umsögn um umsókn vegna tækifærisleyfis vegna útilegu við Faxa frá 1. júlí til 3. júlí n.k.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu tækifærisleyfis vegna útilegu við Faxa 1. til 3. júlí n.k.
 
25.   Deiliskipulag Laugaráss, starfshópur – 2103027
Tilnefning Hagsmunafélags Laugaráss á fulltrúa í starfshóp um deiliskipulag Laugaráss.
Félagið tilnefnir Hólmfríði Ingólfsdóttur sem fulltrúa í starfshópinn.
 
26.   Ályktun Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta – 2206009
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda um fasteignaskatta, dags. 31. maí 2022.
Ályktunin var lögð fram til kynningar.
 
27.   Breytt skipulag barnaverndar – 2112010
Leiðbeiningar Barna- og fjölskyldustofu um skipan barnaverndarnefnda.
Leiðbeiningarnar voru lagðar fram til kynningar.
 
28.   Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2021 – 2206014
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
 
29.   Ungmennaráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2022 – 2206015
Tilkynning UMFÍ, dags. 14. júní 2022, um ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður í september á Laugarvatni.
Tilkynningin var lögð fram til kynningar.
 
30.   Ákall um menntun til sjálfbærni – 2206018
Ákall hóps kennara, dags. 27. maí 2022, til sveitarstjórna um allt land um menntun til sjálfbærni.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
31.   Aukaaðalfundur Bergrisans bs 2022 – 2206019
Boð á aukaaðalfund Bergrisans bs sem haldinn verður 30. júní 2022.
Fundarboðið var lagt fram.
 
32.   Aukaaðalfundur NOS 2022 – 2206020
Boð á aukaaðalfund NOS sem haldinn verður 29. júní 2022.
Fundarboðið var lagt fram.
 
33.   Aukaaðalfundur Héraðsnefndar Árnessýslu 2022 – 2206025
Boð á aukaaðalfund Héraðsnefndar Árnesinga 2022 sem haldinn verður 30. júní 2022
Fundarboðið var lagt fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 12:12.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir