309. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
309. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 3. ágúst 2022, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 | |
243. fundur haldinn 13. júlí 2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-7. | ||
-liður 1, Eyjavegur 1 (L195857); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður 2206093 Fyrir liggur umsókn Guðna S. Sigurðssonar fyrir hönd Fagurhól Investment, móttekin 23.06.2022, um byggingarheimild fyrir 146,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Eyjavegur 1 L195857 í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarfélagið vinnur að gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem byggir á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Haukadals III frá árinu 2002 sem ekki kláraðist í ferli með gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda. -liður 2, Eyjavegur 17 (L195876); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður 2206113 -liður 3, Birkilundur 11 L205492; Innkeyrsla á lóð; Deiliskipulagsbreyting 2207021 -liður 4, Bjarkarbraut 11 L194933; Fyrirspurn 2206098 -liður 5, Bjarkarbraut 14 L190016 og Bjarkarbraut 16 L190017; Færsla lóðamarka; Fyrirspurn 2207006 -liður 6, Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting 2201035 -liður 7, Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag 2201011 Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti. |
||
2. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008 | |
167. fundur haldinn 06.07.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 60 í fundargerðinni er á dagskrá þessa fundar undir 55. lið. | ||
3. | Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga – 2201023 | |
26. fundur haldinn 30.06.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2201019 | |
219. fundur haldinn 29. júní 2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar SASS – 2201022 | |
584. fundur haldinn 24.06.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025 | |
910. fundur haldinn 20. maí 2022 911. fundur haldinn 23. júní 2022 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
7. | Aukaaðalfundur SASS – 2205042 | |
Aukaaðalfundur haldinn 16.06.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Aukaaðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands – 2206003 | |
Aukaaðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands haldinn 16. júní 2022. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands – 2201020 | |
Aukaaðalfundur haldinn 16.06.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
10. | Fundargerðir seyrustjórnar 2022 – 2201012 | |
2. fundur haldinn 30.03.2022 3. fundur haldinn 14.06.2022 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
11. | Lóðarumsókn Tungurimi 11, Reykholti – 2207002 | |
Umsókn Svavars Jóns Bjarnasonar um lóðina Tungurima 11, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar, ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Svavars Jóns Bjarnasonar. | ||
12. | Lóðarumsókn Tungurimi 12, Reykholti – 2206027 | |
Umsókn Víkurhúsa slf um lóðina Tungurima 12 (fyrsti kostur). | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir hafa borist, sjá liði 12 til 14 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Víkurhúsa. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Víkurhúsa. | ||
13. | Lóðarumsókn Tungurimi 12, Reykholti – 2208014 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Tungurima 12, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 12. lið | ||
14. | Lóðarumsókn Tungurimi 12, Reykholti – 2208007 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 12, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 12. lið. | ||
15. | Lóðarumsókn Tungurimi 16, Reykholti – 2206028 | |
Umsókn Víkurhúsa slf um lóðina Tungurima 16 (annar kostur) | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir hafa borist, sjá liði 15 til 17 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli tveggja umsækjanda þar sem Víkurhús falla frá umsókn sinni í ljósi niðurstöðu úthlutunar á lóð nr 12 við Tungurima. Kom lóðin í hlut Geysis ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf. | ||
16. | Lóðarumsókn Tungurimi 16, Reykholti – 2208016 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Tungurima 16, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 15. lið. | ||
17. | Lóðarumsókn Tungurimi 16, Reykholti – 2208006 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 16, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 15. lið. | ||
18. | Lóðarumsókn Tungurimi 14, Reykholti – 2206029 | |
Umsókn Víkurhúsa slf um lóðina Tungurima 14 (þriðji kostur) | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir hafa borist, sjá liði 18 til 20 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli tveggja umsækjenda þar sem Víkurhús féllu frá umsókn sinni og kom lóðin í hlut Geysis ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf. | ||
19. | Lóðarumsókn Tungurimi 14, Reykholti – 2208015 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Tungurima 14, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 18. lið. | ||
20. | Lóðarumsókn Tungurimi 14, Reykholti – 2208008 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 14, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 18. lið. | ||
21. | Lóðarumsókn Skólatún 12-14, Laugarvatni – 2207001 | |
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Skólatún 12-14, Laugarvatni. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Melavíkur ehf. | ||
22. | Lóðarumsókn Skólavegur 6, Reykholti – 2207003 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Skólaveg 6, Reykholti. | ||
Sótt er um lóðina til nota fyrir bílastæði. Afgreiðslu er frestað til næsta fundar og oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda. | ||
23. | Lóðarumsókn Borgarrimi 1, Reykholti – 2207004 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Borgarrima 1, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Stakrar gultórar ehf. | ||
24. | Lóðarumsókn Borgarrimi 2, Reykholti – 2207006 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Borgarrima 2, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir hafa borist, sjá liði nr. 24 til 26 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Malar og sands ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf. | ||
25. | Lóðarumsókn Borgarrimi 2, Reykholti – 2208009 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 2, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undi 24. lið. | ||
26. | Lóðarumsókn Borgarrimi 2, Reykholti – 2208001 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrima 2, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undi 24. lið. | ||
27. | Lóðarumsókn Borgarrimi 3, Reykholti – 2207005 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Borgarrima 3, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Stakrar gultórar ehf. | ||
28. | Lóðarumsókn Borgarrimi 4, Reykholti – 2207007 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Borgarrima 4, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir hafa borist, sjá liði nr. 28 til 30 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Malar og sands ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf. | ||
29. | Lóðarumsókn Borgarrimi 4, Reykholti – 2208010 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 4, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undi 28. lið. | ||
30. | Lóðarumsókn Borgarrimi 4, Reykholti – 2208002 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrima 4, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undi 28. lið. | ||
31. | Lóðarumsókn Borgarrimi 6, Reykholti – 2207008 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Borgarrima 6, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Stakrar gultórar ehf. | ||
32. | Lóðarumsókn Borgarrimi 8, Reykholti – 2207009 | |
Umsókn Stakrar gulrótar ehf um lóðina Borgarrima 8, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Stakrar gulrótar ehf. | ||
33. | Lóðarumsókn Tungurimi 8, Reykholti – 2208012 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Tungurima 8, Reykholti | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir hafa borist, sjá liði nr. 33 og 34á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Malar og sands ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf. | ||
34. | Lóðarumsókn Tungurimi 8, Reykholti – 2208004 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 8, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 33. lið. | ||
35. | Lóðarumsókn Borgarrimi 5, Reykholti – 2208003 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrima 5, Reykholti | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir hafa borist, sjá liði nr. 35 og 36 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Geysis ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf. | ||
36. | Lóðarumsókn Borgarrimi 5, Reykholti – 2208011 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 5, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 35. lið. | ||
37. | Lóðarumsókn Tungurimi 10, Reykholti – 2208013 | |
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Tungurima 10, Reykholti | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir hafa borist, sjá liði nr. 37 og 38 á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Geysis ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf. | ||
38. | Lóðarumsókn Tungurimi 10, Reykholti – 2208005 | |
Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 10, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 37. lið. | ||
39. | Mönnunarvandi innan heilsugæslu – 2207010 | |
Ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja, dags. 5. júlí 2022, um mönnunarvanda innan heilsugæslu. | ||
Lögð var fram ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 5. júlí sl. um vanda við að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir bókunina, sem er svohljóðandi: Bæjarstjórn Vestmannaeyja áréttar að jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Heilsugæslan á landsbyggðinni er undirmönnuð og aðgengi íbúa að grunnheilbrigðisþjónustu er skert. Það þarf að búa þannig um hnútana að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni geti mannað stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þær geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað. Þá liggur fyrir að flestar flóknar aðgerðir eru í dag einungis framkvæmanlegar á Landspítalanum. Það þarf að auka öryggi sjúklinga á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu og ákveða þarf staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni til framtíðar. Þannig tryggjum við að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með fullnægjandi hætti. |
||
40. | Samstarfssamningur um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Zetors – 2207011 | |
Samstarfssamningur Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar um rekstur félagsmiðstöðvar. | ||
Lagður var fram samstarfssamningur á milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar um rekstur félagsmiðstöðvar. Sveitarstjórn staðfestir samninginn. | ||
41. | Íslenska æskulýðsrannsóknin fyrir Árnesþing 2022 – 2207012 | |
Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir Árnesþing, skýrsla Menntavísindastofnunar 2022. | ||
Skýrslan var lögð fram. Sveitarstjórn vísar henni til skólanefndar og æskulýðsnefndar til kynningar. | ||
42. | Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – 2109037 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. júlí 2022, um samstarf um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. | ||
Erindið var lagt fram. Þar er boðið upp á fund um samstarf um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hinn 31. ágúst n.k. | ||
43. | Stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála – 2207016 | |
Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 20. júní, 28. júní og 7. júlí vegna vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt mótunar nýrrar húsnæðisstefnu. | ||
Erindið var lagt fram. Frestur til að skila svörum er til 15. ágúst n.k. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu í samráði við oddvita. | ||
44. | Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga – 2203010 | |
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23.06.2022. | ||
Erindið var lagt fram. Meginástæða þess að rekstur Bláskógabyggðar uppfyllti ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar á árinu 2021 má rekja til samdráttar í útsvarstekjum á árinu sem stafaði af erfiðleikum í einni meginatvinnugrein innan sveitarfélagsins, ferðaþjónustu, vegna áhrifa covid. Það sem af er þessu ári hafa útsvarstekjur verið umfram áætlun og horfur hvað það varðar því betri. Þá hafði óvæntur útgjaldaauki vegna málefna fatlaðs fólks neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu, en þær upplýsingar lágu ekki fyrir fyrr en nokkuð var liðið á árið 2022. | ||
45. | Máltíðir fyrir mötuneyti í Aratungu – 2207018 | |
Minnisblað um samstarf við Matartímann um mat fyrir mötuneyti Aratungu, ásamt fylgigögnum. | ||
Sveitarstjóri kynnti málið, sem varðar kaup á tilbúnum máltíðum og/eða hráefni tilbúnu til matargerðar fyrir mötuneyti Bláskógabyggðar í Aratungu. Tilboði Matartímans, fyrirtækis í eigu Sölufélags garðyrkjumanna, hefur verið tekið og mun afhending hefjast í kringum 20. ágúst. Gerður verður samningur um verkefnið til reynslu. Minnisblað sveitarstjóra, ásamt matseðlum og næringarútreikningum var lagt fram, auk verðtilboðs Matartímans. | ||
46. | Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, tilkynning – 2207019 | |
Tilkyning til Skipulagsstofnunar um að ekki standi til að endurskoða aðalskipulag Bláskógabyggðar á yfirstandandi kjörtímabili. | ||
Að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum skal sveitarstjórn taka afstöðu til þess hvort ráðast skuli í endurskoðun aðalskipulags. Í ljósi þess að nýtt aðalskipulag Bláskógabyggðar var staðfest 2018 telur sveitarstjórn ekki ástæðu til þess að ráðast í endurskoðun þess á kjörtímabilinu 2022-2026. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun framangreint skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
47. | Styrkbeiðni vegna kaupa á dróna – 2207024 | |
Styrkbeiðni Björgunarsveitarinnar Ingunnar, dags. 28. júlí 2022, vegna kaupa á dróna. | ||
Lögð var fram styrkbeiðni Björgunarsveitarinnar Ingunnar, þar sem óskað er eftir 200.000 kr styrk til kaupa á björgunardróna. Sveitarstjórn samþykkir 200.000 kr styrk til verkefnisins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
48. | Aðkoma að Dalbraut 10 og bílastæði – 2207023 | |
Erindi DB 10 ehf og Laugarvatns gistingar ehf, dags. 28. júlí 2022, um aðkomu að Dalbraut 10 og bílastæði. | ||
Lagt var fram erindi Þórhalls Hinrikssonar f.h. eiganda og rekstraraðila Dalbrautar 10 á Laugarvatni, sem varðar breytta aðkomu að bílastæðum við Dalbraut 10 og 12, þar sem ráðgert er að loka fyrir bílaakstur út af stæðinu austast á lóð Dalbrautar 12. Óskað er eftir að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að opnun til útaksturs af bílaplani verði haldið og komið verði fyrir annarri bílastæðaröð milli bílaplans og vegar. Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við Vegagerðina og bréfritara um lausn málsins. | ||
49. | Heimasíða Bláskógabyggðar – 2110015 | |
Fyrirspurn Þ-lista um heimasíðu | ||
Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn Þ-lista: Nýr þjónustuvefur Fyrirspurn um stöðu á nýrri heimasíðu – þjónustuvef fyrir sveitarfélagið. Þ-listinn óskar eftir upplýsingum um stöðu á nýrri heimasíðu sem hefur verið í smíðum síðustu mánuði. Hvenær má vænta að vefurinn verði tekinn í notkun? Áætlað er að ný heimasíða verði tekin í notkun á haustmánuðum. |
||
50. | Frístundastyrkir – 2207022 | |
Fyrirspurn Þ-lista um frístundastyrki | ||
Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn frá Þ-lista: Frístundastyrkur. Fyrirspurn frá Þ-listanum um framkvæmd og stöðu á frístundastyrk fyrir börn fyrir árið 2022. Ráðgert er að reglur um frístundastyrki verði lagðar fram á næsta fundi sveitarstjórnar. |
||
51. | Streymi frá sveitarstjórnarfundum – 2207021 | |
Tillaga Þ-lista um streymi frá fundum | ||
Lögð var fram svohljóðandi tillaga frá Þ-lista: Streymi frá sveitarstjórnarfundum. Fulltrúar Þ-listans leggja fram þá tillögu að sveitarstjórnarfundum verði streymt í beinu streymi og að fundir sveitarstjórnar verði aðgengilegir í heild sinni á nýjum þjónustuvef sveitarfélagsins og/eða streymisveitum líkt og YouTube. Sveitarfélagið fjárfesti í fjarfundarbúnaði svo vel sé hægt að standa að slíku streymi til framtíðar, auk þess myndi slíkur búnaður nýtast fyrir aðra fundi á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn er sammála um að auka gagnsæi og verður gert ráð fyrir því að fundargögn verði birt á nýrri heimasíðu. Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa T-lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Þ-lista. |
||
52. | Íbúafundir um málefni svæða – 2207020 | |
Tillaga Þ-lista um íbúafundi | ||
Lögð var fram svohljóðandi tillaga Þ-lista: Íbúafundir um málefni svæða. Þ-listinn óskar eftir að haldnir verði íbúafundir um málefni svæða. Að haldnir verði 4 íbúafundir, einn fyrir hvert svæði, nú í haust. Tilvalið væri að halda þá strax í septembermánuði. Fyrsti íbúafundurinn verði á Laugarvatni, varðandi skipulagsmál, uppbyggingu innviða ofl. Málefni Laugarvatns hafa verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og mikilvægt er að íbúum séu gefin svör við þeim spurningum er vaknað hafa. Anna Greta Ólafsdóttir fylgdi tillögunni úr hlaði. Umræða varð um málið. |
||
53. | Hjólhýsasvæðið á Laugarvatni – 2004032 | |
Tillaga Jóns F. Snæbjörnssonar, Þ-lista, varðandi hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. | ||
Lögð var fram svohljóðandi tillaga Jóns F. Snæbjörnssonar, Þ-lista: Áhættugreining og rafræn íbúakosning varðandi hjólhýsasvæði við Laugarvatn Jón F. Snæbjörnsson fulltrúi Þ-lista óskar eftir að unnin verði áhættugreining (mat á brunahættu) fyrir hjólhýsasvæðið á Laugarvatni sbr. bréf fulltrúa Brunavarna Árnessýslu og Lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 22. maí 2020. Í framhaldi af áhættugreiningunni verði íbúum gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Jón F. Snæbjörnsson fylgdi tillögunni úr hlaði. Umræða varð um málið. |
||
54. | Endurskipulagning á sýslumannsembættum – 2204007 | |
Drög að frumvarpi til laga um sýslumannsembætti, umsagnarfrestur er til 15. ágúst 2022. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti svohljóðandi bókun á 302. fundi hinn 7. apríl s.l. þegar erindi dómsmálaráðuneytisins til kynningar á málinu var lagt fram: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur áherslu á að jafnt aðgengi að þjónustu verði tryggt um allt land og að þjónusta ríkisins verði sem víðast á landinu. Aukin stafræn þjónusta eykur möguleika á að flytja störf út á landsbyggðina, þ.m.t. sérhæfð störf sérfræðinga, og má með því styrkja starfsstöðvar sýslumannsembætta um land allt. Við breytingar sem urðu þegar sýslumanns- og lögreglustjóraembætti voru aðskilin var lýst yfir vilja til að færa ýmis verkefni til sýslumannsembætta. Ekki hefur orðið mikið úr þeim áformum. Þróun í stafrænum lausnum og fjarvinnu á síðustu árum gerir það að verkum að nú er auðvelt að sinna ýmsum verkefnum hvar á landinu sem er. Miklu skiptir fyrir byggðaþróun í landinu að verkefni ríkisins safnist ekki fyrir á höfuðborgarsvæðinu, heldur verði leitast við að koma þeim fyrir sem víðast um land, þannig að fjölbreytt störf verði í boði í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að við endurskipulagningu sýslumannsembætta verði haft víðtækt samráð við sveitarfélög og samtök þeirra og horft til sjónarmiða um vöxt og viðgang landsbyggðarinnar. Athygli vekur, nú þegar frumvarpsdrög liggja fyrir, að ekki er að finna neitt í texta frumvarpsins sem tryggir að starfsstöðvar sýslumanns á landsbyggðinni verði styrktar í sessi, þrátt fyrir að í greinargerð með frumvarpinu sé tiltekið að með því sé lögð sérstök áhersla á að efla starfsemi hins opinbera á landsbyggðinni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur nauðsynlegt að vanda betur til verka. Reynslan frá því að síðast voru gerðar breytingar á sýslumannsembættunum með aðskilnaði lögreglu- og sýslumannsembætta þykir fremur hafa verið sú að dregið hafi úr starfsemi embættanna á landsbyggðinni og þjónusta jafnvel verið færð fjær notendum. Ný verkefni sem orðið hafa til, svo sem eftirlit með gististarfsemi, hafa verið staðsett hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu og einungis fá og umfangslítil verkefni verið flutt frá öðrum ríkisstofnunum til sýslumanna á landsbyggðinni, öfugt við fyrri fyrirheit. Tryggja þarf betur grundvöll starfsemi sýslumanna á landsbyggðinni og þykja framkomin frumvarpsdrög ekki vinna að því markmiði. |
||
55. | Rekstrarleyfisumsókn Brúarhvammur 222-0643 – 2207017 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. júní 2022, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi vegna Brúarhvamms, gististaður í flokki II-C, minna gistiheimili. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
56. | Fjallskilasamþykkt endurskoðun – 2110017 | |
Tilkynning oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 18. júlí 2022, um að ný fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna hafi tekið gildi. | ||
Lagt fram til kynningar. Fjallskilasamþykkt verður send fjallskilanefndum til kynningar. | ||
57. | Rammasamningur um aukið íbúðaframboð – 2207013 | |
Kynning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 12. júlí 2022, á rammasamningi milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
58. | Úttekt vegna Sigurhæða – 2207014 | |
Kynning Sigurhæða, dags. 12. júlí 2022, á úttekt á undirbúningi, starfsemi og árangri SIGURHÆÐA eftir fyrsta starfsárið, ásamt heimboði. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
59. | Samráð um samgöngur á skipulagsstigi – 2207015 | |
Erindi Vegagerðarinnar, dags. 12. júlí 2022, um mikilvægi samráðs um samgöngur á skipulagsstigi. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 12:10.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |