31. fundur 2006

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.

 

 

FUNDARGERÐ

  1. FUNDUR

miðvikudaginn 15. nóvember 2006, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Á fundinn komu einnig Hilmar Einarsson byggingarfulltrúi og Guðmundur

Böðvarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

  1. Gjaldtaka skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa– drög til kynningar

Lögð fram til kynningar tillaga að sameiginlegri gjaldskrá fyrir embætti

skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu. Markmiðið er að

ný gjaldskrá verði auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun næsta árs.

 

  1. Vegir og vegsvæði í frístundabyggðasvæðum

Skipulagsnefnd telur að við gerð deiliskipulags fyrir ný frístundabyggðasvæði

þurfi að tryggja nægjanlegt svæði við vegi fyrir lagnir, göngustíga og

hugsanlega síðari tíma betrumbætur á vegum. Að mati nefndarinnar skal

vegsvæði meginvega innan frístundabyggða vera 12 metrar að lágmarki og

breidd styttri botnlanga 8 m að lágmarki.

 

  1. Samþykkt stefnumótun – breyting á aðalskipulagi sveitarfélaga

Skipulagsfulltrúi lagði til að samþykktir skipulagsnefndar um almenn

stefnumarkandi ákvæði, s.s. um nýtingarhlutfall lóða í frístundabyggðum,

stærðir aukahúsa, breidd vega o.s.frv. verði teknar saman og þær felldar inn í

aðalskipulag sveitarfélaganna með því að auglýsa sem

aðalskipulagsbreytingu.

Skipulagsfulltrúa er falið að fara yfir þetta mál og koma með tillögu um

hugsanlegar breytingar.

 

  1. Fundartími skipulagsnefndar

Skipulagsfulltrúi lagði til að fundartíma skipulagsnefndar verði breytt þannig

að í stað þess að halda fundi að jafnaði þriðja miðvikudag í mánuði verði

þeir haldnir annan fimmtudag í mánuði að jafnaði.

 

Bláskógabyggð

  1. Laugarás í Biskupstungum, fyrirspurn.

Borist hefur fyrirspurn frá Gústaf Sæland um hvort að breyta megi notkun

„Shell“ skálans í Laugarási í íbúðarhús. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint

sem verslunarsvæði á lóðinni er þegar eitt íbúðarhús auk skálans. Unnið er að

því að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu til að það standist kröfur

byggingarreglugerðar um íbúðarhús og verða teikningar lagðar til

byggingarfulltrúa.

Að mati skipulagsnefndar þyrfti að breyta aðalskipulaginu á þann veg að

lóðin yrði skilgreind sem landbúnaðarsvæði.

 

  1. Reykholt í Biskupstungum, Fljótsholt, breyting á deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Beiðandi er

HólmfríðurGeirsdóttir.

Í tillögunni felst að tvær lóðir (5.550 og 6.300 m²) verða að einni auk þess sem

nýtt svæði bætist við. Eingöngu er gert ráð fyrir að byggja eitt hús á svæðinu í

stað tveggja áður.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

  1. Reykholt í Biskupstungum, Sólbrekka. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti. Beiðandi er Ólafur

? f.h. lóðarhafa. Í tillögunni felst að afmörkun, stærð og heiti lóðanna

Lambabrún, Móaflöt og Lambaflöt breytist í samræmi við skráningu þeirra í

fasteignamati. Einnig er gert ráð fyrir að byggingarreitur á lóð sem nú heitir

Sólbrekka (var Lamabrún) stækkar þannig að hann er nú allsstaðar 10 m frá

lóðamörkum. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 800 m² skemmu

á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

  1. Austurey 2 í Laugardal, Krossholtsmýri, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi 4 frístundahúsalóða í landi

Austureyjar 2, svæði sem kallast Krossholtsmýri. Beiðandi er Jón

Snæbjörnsson f.h. landeiganda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur

nýjum frístundahúsalóðum sem allar eru í kringum 3.800 m² auk þess sem

eldri lóð er stækkuð úr 2.000 m² í 3.382 m². Skipulagssvæðið er um 3,51 ha að

stærð og eru lóðir samtals um 1,48 ha. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að

reisa allt að 120 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús. Á fundi

Skipulagsnefndar þann 19. október sl. var samþykkt að auglýsa tillöguna með

fyrirvara um að lóðirnar yrðu stækkaðar í u.þ.b. 0,5 ha, sbr. ákvæði

Aðalskipulags Laugardalshrepps. Óskað hefur verið eftir að tillagan verði

tekin fyrir að nýju óbreytt þar sem í raun hafi þessar lóðir verið afmarkaðar á

þennan hátt fyrir löngu en að dregist hafi að klára málið á formlegan hátt.

Í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á að afmörkun umræddra lóða var

ákveðin fyrir löngu síðan og að þeim hafi í raun þegar verið úthlutað, auk

þess sem aðliggjandi lóðir eru að svipaðri stærð, að þá samþykkir

skipulagsnefnd að auglýsa tillöguna þegar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins

og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.

 

  1. Leynir í Laugardal, deiliskipulag frístundabyggðar, 2. hluti.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi 2. hluta frístundabyggðar í landi

Leynis, Giljalönd og Gamlatún. Svæðið afmarkast af Böðmóðsstaðavegi í

vestri, akvegi í norðri, Stóragili og eignalandi (Kaldakinn) í austri og

jarðamörkum í suðri. Skipulagssvæðið er 17,5 ha að stærð og er gert ráð fyrir

19 frístundahúsalóðum. Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 12. júní 2006

með athugasemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust.

Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 19. maí 2006 þar sem fram

kemur að ekki sé æskilegt að byggja nær Brúará en 200 m. Umsögn

Umhverfisstofnunar er tekin fyrir í afgreiðslu sveitarstjórnar dags. 1. ágúst

2006 á aðalskipulagsbreytingu svæðisins. Í ljósi þess að landið er mestu tún

og akrar, og til samræmis við aðliggjandi svæði, var ekki talin ástæða til að

setja frekari kvaðir um að fjarlægð bygginga verði meiri en 50 m. Einnig

liggja fyrir umsagnir Fornleifaverndar ríkisins dags. 19. maí 2006 og

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 24. mars 2006 þar sem ekki er gerð

athugasemd við tillöguna. Bent er á hagkvæmni sameiginlegrar fráveitu.

Deiliskipulagið er samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með

þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að hámarks nýtingarhlutfall lóða er 0.03

og lóðir ná að árbakka en ekki út í miðja á.

 

  1. Lækjarhvammur í Laugardal, deiliskipulag frístundabyggðar við

Grafará.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða í landi

Lækjarhvamms. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeiganda.

Skipulagssvæðið er 10.880 m² og er gert ráð fyrir tveimur

frístundahúsalóðum. Önnur lóðin er þegar byggð en á hinni er gert ráð fyrir

að heimilt verði að reisa að hámarki 100 m² frístundahús auk allt að 25 m²

aukahús.

Skipulagsnefnd bendir á að byggingarreitur virðist ekki vera nægjanlega stór

(um 50 m²) til að koma fyrir þeim byggingum sem skipulagið gerir ráð fyrir.

Málinu frestað þar til nánar hefur verið gerð grein fyrir forsendum

skipulagsins.

 

  1. Útey I í Laugardal, fyrirspurn, nýtt frístundahús

Lögð fram fyrirspurn frá Jóhanni Rúnari Björgvinssyni um hvort að reisa

megi nýtt frístundahús á 1 ha lóð í landi Úteyjar I. Á lóðinni er þegar 37 m²

frístundahús sem myndi nýtast áfram sem gestahús. Lóðin er ekki á samþykktu

deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir ekki að reist verði nýtt hús á lóðinni eins og hún er

skráð í dag þar sem fyrir er sumarhús sem er stærra en 30 fm.

Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við landeiganda um möguleika á nýtingu

svæðisins.

 

  1. Heiðarbær í Þingvallasveit, frístundahús.

Lögð fram tillaga að staðsetningu frístundahúss í landi Heiðarbæjar í

Þingvallasveit. Beiðandi er Pálmi Guðmundsson arkitekt f.h. lóðarhafa.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 120-150 fm frístundahúsi á 2,1 ha lóð. Í

tillögunn kemur fram að 40 fm hús sem er á lóðinni verði látið víkja þegar

lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir og byggt verður nýtt hús á syðri hluta

hennar. Á fundi skipulagsnefndar 13. september sl. var tillagan samþykkt skv.

  1. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um

grenndarkynningu. Tillagan var send til kynningar til tveggja aðliggjandi

húseigenda með athugasemdafrest til 16. nóvember (á morgun) og hefur borist

ein athugasemd. Í athugasemdinni er fyrirhugaðri framkvæmd mótmælt þar

sem húsið fellur ekki að byggðamynstri svæðisins og að nauðsynlegt sé að

deiliskipuleggja svæðið áður en leyfi er veitt til framkvæmda. Er vísað í dóm

úrskuðarnefndar skipulags- og byggingarmála og dóm hæstaréttar um að leyfi

til framkvæmda í þegar byggðum hverfum þar sem deiliskipulag liggur ekki

fyrir, að undangenginni grenndarkynningu, á eingöngu við um ef

framkvæmdin leiðir til óverulegrar breytingar á byggðamynstri.

Eftir ábendingu hefur komið í ljós að tillagan var ekki send til allra

aðliggjandi hagsmunaaðila og hefur verið farið fram á að tímafrestur

grenndarkynningar verði lengdur.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna að nýju skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og

byggingarlaga og verður grenndarkynning endurtekin og

byggingarleyfisteikningar sendar til allra aðliggjandi lóðarhafa. Varðandi

athugasemd sem borist hefur bendir skipulagsnefnd á að byggðamynstur

frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar er mjög fjölbreytt og eru þar hús af

öllum gerðum og stærðum. Stærð og útlit þessa húss sker sig ekki úr frá öðrum

húsum sem leyfð hafa verið undandanfarin ár.

Deiliskipulag hefur aldrei verið fyrir hendi á svæðinu og hafa byggingarleyfi

undanfarin ár verið gefin út eftir sambærilegt ferli og nú er í gangi, m.a. í

tengslum við byggingarframkvæmdir við hús lóðarhafa sem mótmælir

tillögunni. Vinna við deiliskipulag svæðisins hefur verið í gangi í fjölmörg ár

og er ekki vitað hvenær henni muni ljúka og er það ekki réttlætlanleg gagnvart

lóðarhafa að mati nefndarinnar að stöðva allar framkvæmdir á svæðinu þar

til þeirri vinnu hefur verið lokið.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

  1. Klausturhólar í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi, ný lögbýli.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiiskipulagi frístundabyggðar í landi

Klausturhóla. Beiðandi er Jón Arnar f.h. lóðarhafa.

Í tillögunni felst að lóðirnar Klausturhólsgata 6, 8, 14 og 16 eru sameinaðar í

Garðyrkjulóðina Klett (3,88 ha) og lóðirnar Klausturhólsgata 18 og 20 eru

sameinaðar í garðyrkjulóðina Bjarg (1,92 ha). Sótt hefur verið um lögbýlisrétt

fyrir báðar lóðirnar og hefur borist staðfesting um að hann verði veittur. Gert

er ráð fyrir að á lóð Kletts megi byggja allt að fjögur 220 m² einbýlishús

innan skilgreindra byggingarreita auk gróðurhúss og annarra bygginga

tengdum gróðurhúsastarfsemi. Á lóð Bjargs er gert ráð fyrir tveimur allt að

220 m² einbýlishúsum auk gróðurhúss. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á

aðalskipulagi sveitarfélagsins sem lögð verður fram á næsta fundi

sveitarstjórnar. Þar er gert ráð fyrir að umrætt svæði breytist úr

frístundabyggð í blandaða landnotkun frístundabyggðar og

landbúnaðarsvæðis.

Skipulagsnefnd telur að áður en hægt sé að afreiða tillöguna til auglýsingar

að þá þurfi að gera nánar grein fyrir þeim byggingum sem heimilað verður að

reisa á lóðunum, þ.e. fjölda þeirra, stærð og gerð. Þegar þær upplýsingar

liggja fyrir mun skipulagsfulltrúi leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands.

 

  1. Klausturhólar í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar, Kerhraun

svæði E.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Kerhrauni,

svæði E. Beiðandi: Sigurður Hreinsson f.h. landeigenda SH Festi.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 71 frístundahúsalóðum á bilinu 4.517 –

6.950 m² á rúmlega 50 ha svæði sem liggur upp að þegar skipulögðu

frístundabyggðasvæði í Kerhrauni. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands dags. 13. nóvember 2006 .

Skipulagsnefnd bendir á að lóðir mega að lágmarki vera 0,5 ha sbr. stefna í

aðalskipulagi Sveitarfélagsins.Einnig þarf breidd meginvega að lágmarki vera

12 m og breidd botnlanga 8 m í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar..

Í skilmálum eiga ekki að koma fram upplýsingar um félagsaðild, umgengni og

kostnaðarþáttöku eða önnur samningsatriði, sbr. leiðbeiningar

Skipulagsstofnunar sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við ofangreindar

athugasemdir. Einnig þarf að fullnægja skilyrðum Heilbrigðiseftirlitsins.

 

  1. Kringla 2 í Grímsnesi, breyting á skilmálum deiliskipulags

frístundabyggðar.

Lögð fram beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í

landi Kringlu 2. Beiðandi er Jón Sigurðsson.

Óskað er eftir að skilmálum deiliskipulagssins fyrir lóð 17 verði breytt á þann

veg að heimilt verði reisa allt að 250 m² hús og allt að 100 m² hesthús.

Beiðandi hyggst síðar sækja um lögbýlisrétt á landinu sem er 11,8 ha að

stærð. Allar lóðir innan deiliskipulagssvæðis eru um og yfir 10 ha að stærð og

skv. núgildandi skilmálum má reisa allt að 100 m² frístundahús og 10-15 m²

geymslu.

Skipulagsnefnd samþykkir ekki að leyfa allt að 100 fm hesthús á

sumarhúsalóð. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins má byggja allt að 25 fm

aukahús á slíkum lóðum. .

 

  1. Vatnsholt í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Vatnsholts. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda. Í tillögunni felst að

gert er ráð fyrir 51 frístundahúsalóð á bilinu 4.500 – 10.000 m² að stærð á 45

ha svæði vestast í landi Vatnsholts, með aðkomu frá Vatnsholtsvegi. Hús er

þegar á 8 lóðum.Gert er ráð fyrir húsum á bilinu 50-200 m² en þó skal

nýtingarhlutfall lóða ekki fara upp fyrir 0.03. Komið hefur verið til móts við

fyrri ábendingar um stærðir lóða auk þess sem bætt hefur verið inn merkingu

um fornleif skv. ábendingu Fornleifaverndar ríkisins.

Borist hefur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 14. nóvember 2006

þar sem fram kemur að ekki sé hægt að mæla með því vatnstökusvæði sem

tilgreint er í tillögunni auk þess sem gera þurfi grein fyrir vatnsverndarsvæði

þess og brunnsvæði. Einnig er bent á möguleika og hagkvæmni

sameiginlegrar fráveitu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nánar hefur verið gerð grein

fyrir neysluvatnstöku fyrir byggðina.

 

Hrunamannahreppur

  1. Ásatún, Heiðabyggð, fyrirspurn um stærð frístundahúss.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Þórðar Magnússonar eigenda lóðar D6 í

Heiðabyggði í landi Ásatúns um möguleikann á viðbyggingu við eldra

frístundahús sem er um 50 m². Með fylgja frumdrög Valdimars Harðarsonar

af um 69 m² viðbyggingunni. Á síðasta fundi skipulagsnefndar var ranglega

tali að viðbyggingin væri 120 m². Samtals yrði húsið 119 m² en lóðin er 3.430

m².

Skipulagsnefnd telur að viðbyggingin sé enn of stór miðað við stærð

lóðarinnar í ljósi nýsamþykktrar stefnu sveitarfélagsins um að

nýtingarhlutfall frístundahúsalóða skuli ekki vera hærra en 0.03. Einnig má

benda á að í aðliggjandi frístundahverfi þar sem lóðir eru svipað stórar að þá

er hámarksstærð frístundahúsa 90 m².

Skipulagsnefnd telur að miða ætti við nýtingarhlutfall upp á 0.03 sem felur í

sér að hámarks heildarstærð má vera í kringum 102 m². Þegar

byggingarteikningar af húsinu eru tilbúnar að þá mun skipulagsfulltrúi sjá um

að þær verði kynntar fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 7. mgr. 43.

  1. skipulags- og byggingarlaga áður en byggingarnefnd tekur málið til

afgreiðslu.

 

  1. Efra-Sel, samræming skilmála fyrir frístundabyggðirnar Álftabyggð,

Kjóabyggð og Svanabyggð.

Lögð fram tillaga landeigenda að Efra-Seli um samræmingu

deiliskipulagsskilmála fyrir frístundabyggðirnar Álftabyggð, Kjóabyggð

(Lóubraut) og Svanabyggð.Í tillögunni felst eftirfarandi:

  1. Byggingarmagn, þ.e. heildarfermetrafjöldi bygginga á hverri lóð skal

almennt miða við nýtingarhlutfall sem verður 3% af heildarstærð lóðar

skv. skipulagi.

  1. Leyfileg stærð á geymsluhúsnæði/aukahúsi verði að hámarki 1/4 af

stærð aðalhúss.

  1. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. verði heimilt heildarbyggingarmagn á hverri

lóð óháð stærð hennar, 110. m².

Í dag er heimilt að byggja allt að 90 m² í Álftabyggð, 95 m² í Kjóabyggð og

60 – 90 m² í Svanabyggð.

Skipulagsnefnd telur að í ljósi nýsamþykktrar stefnu skipulagsnefndar og

sveitarstjórna uppsveita Árnessýslu um að nýtingarhlutfall skuli almennt ekki

vera hærra en 0.03 að þá

Skipulagsnefnd telur að í ljósi nýsamþykktrar stefnu skipulagsnefndar

uppsveita Árnessýslu og sveitarstjórnar Hrunamannahrepps um

nýtingarhlutfall frístundahúsalóða að þá er ekki samþykkt að breyta skilmálum

á þann veg að leyfilegt byggingarmagn á öllum lóðum verði allt að 110 m².

Skipulagsnefnd samþykkir þó að breyta skilmálum Svanabyggðar þannig að

heimilt verði að reisa allt að 90 m² frístundahús á öllum lóðunum en ekki bara

þremur eins og nú er. Einnig er samþykkt að breyta skilmálum Kjóabyggðar

og Álftabyggðar þannig að leyfilegt nýtingarhlutfall lóðar verði 0.03.

 

  1. Flúðir, íbúð í bílskúr, fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn um hvort að breyta megi bílskúr á lóð hans við

Akurgerði 3 á Flúðum í íbúð.

Skipulagsnefnd telur að breyting á notkun bílskúrsins í íbúðarhúsnæði

samræmist landnotkun svæðisins. Leggja þarf fram teikningar af breytingum

bílskúrsins þannig að hann samræmist kröfum byggingarreglugerðar um

íbúðarhúsnæði. Áður en teikningarnar verða teknar fyrir í byggingarnefnd

mun skipulagsfulltrúi kynna fyrirhugaðar breytingar fyrir eigendum

aðliggjandi lóðar í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Flúðir, Bakkatún, breyting á deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis og vegar í

Bakkatúni á Flúðum.

Í tillögunni felst að lega vegar breytist lítillega sem hefur áhrif á afmörkun og

stærð nokkurra lóða næst veginu nyrst á svæðinu.Engum lóðum á svæðinu

hefur verið úthlutað til þessa.

Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir því tillöguna

skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning fellur

niður þar sem lóðunum hefur ekki verið úthlutað enn og því enginn

hagsmunaaðila innan áhrifasvæðis breytingarinnar.

 

  1. Flúðir, Grafarbakki. Deiliskipulag íbúðarsvæðis.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis á lóð sem var áður

hluti af lögbýlinu Grafarbakka. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem

íbúðarsvæði A9 og er aðkoma að svæðinu um nýjan veg frá þjóðvegi nr. 30. Á

svæðinu er gert ráð fyrir þremur tveggja hæða íbúðarbyggingum með samtals

allt að 40 íbúðum og að auki er gert ráð fyrir þremur einnar hæðar

byggingum fyrir bílskúra og sameiginlegar geymslur.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir. Breyting á deiliskipulagi

íbúðarsvæðis við Bakkatún verður auglýst samhliða vegna færslu vegarins.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

  1. Brautarholt á Skeiðum, óveruleg breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Brautarholts á

Skeiðum. Í breytingunni felst að númer allra lóða breytast, byggingarreitur á

lóð stækkar, gert er ráð fyrir parhúsi í stað einbýlishúss á tveimur lóðum og

hámarkstærðir húsa breytast. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna skv. 2. mgr.

  1. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með fyrirvara um

grenndarkynningu.Tillagan var send til kynningar til allra íbúa/lóðarhafa

innan deiliskipulagssvæðisins með bréfi 5. október og var frestur til

athugasemda til 6. nóvember sl. Athugasemdir bárust frá íbúum tveggja húsa

og í báðum tilvikum er gerð athugasemd við breytingu á mænishæð (úr 4,5 í 6

  1. m) og að leyft verði að byggja tvær hæðir í stað eina og hálfa. Einnig er gerð

athugasemd við hækkun nýtingarhlutfalls úr 0.3 í 0.5 og að fleiri

einbýlishúsalóðum skuli vera breytt í parhúsalóðir.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

  1. Kílhraun á Skeiðum, Áshildarmýri. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um

deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kílhrauns á Skeiðum.

  1. Skarð í , lóðablað.

Lagt fram landsspildublað unnið af Verkfræðistofu Suðurlands af 14.550 m²

lóð úr landi Skarðs II. Í erindii kemur fram eru engir aðliggjandi

landeigendur.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan 12:00

Næsti fundur verður fimmtudaginn 14. desember 2006

Laugarvatni 15. nóvember október 2006

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Pétur Ingi Haraldsson