31. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 8. júní 2004,
  2. 17:00, Hótel Valhöll, Þingvallasveit.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Gunnar Þórisson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Kjartan Lárusson auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

 

Sveinn A. Sæland bauð gesti velkomna og setti fund.  Á fundinn voru mættir sjö gestir sem voru fulltrúar sumarhúsasvæða við Skálabrekku. 

 

  1. Aðalskipulag Þingvallasveitar. Skipulagsráðgjafar “ Á milli fjalls og fjöru “ Haraldur Sigurðsson, Pétur H. Jónsson og Oddur Hermannsson kynntu hugmyndir að stefnumörkun að frístundabyggð og hverfisvernd Þingvallasveitar.

 

Fyrstu drög að aðalskipulagstillögu Þingvallasveitar var til umfjöllunar í sveitarstjórn 6. apríl s.l.  Fjallað var um stefnumörkun í öllum málaflokkum aðalskipulagsins. Ákveðnar tillögur um stefnu í frístundasvæðum og um hverfisvernd voru ekki afgreiddar þá. Vegna mikilvægi málsins var ákveðið að skipulagsráðgjafar myndu vinna frekari greiningu á landslagsheildum, meta frekar framkomnar óskir um sumarhúsauppbyggingu, huga að nánari  deiliskipulags- og byggingarskilmálum á sumarhúsasvæðum bæði varðandi nýbyggingu og enduruppbyggingu húsa og móta frekari hugmyndir um hverfisverndarsvæði og ákvæði þar að lútandi. Ákveðið að skipulagsráðgjafar kæmu með ákveðna tillögu að stefnumörkun í sumarhúsasvæða og hverfisverndar á fund sveitarstjórnar 8. júní 2004.

 

Fundur skipulagsráðgjafa og fulltrúa Þingvallanefndar var haldinn þann 26. maí, þar sem farið var yfir stefnumörkun um þjóðgarðinn 2004 til 2024,  til að gæta samræmis við aðalskipulagstillöguna. Þar lögðu fulltrúar Þingvallanefndar til að sumarhúsasvæði innan þjóðgarðs yrðu ekki sýnd á aðalskipulagsuppdrættinum. Í greinargerð yrði þó ákvæði um að sumarhúsaeigendum verði heimilt að viðhalda húsum sínum.

 

Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar eru tillögur hennar í ofangreindum málum eftirfarandi:  

 

A:  Varðandi hverfisverndina er skipulagsráðgjöfum falið að vinna áfram í samræmi við framkomnar hugmyndir á fundinum.

 

B:  Varðandi frístundabyggð er samþykkt að skipulagsráðgjafar vinni áfram samkvæmt leið B varðandi sumarhúsasvæði  í samræmi við framlögð gögn á fundum sveitarstjórnar frá 6. apríl  og 8. júní 2004.

 

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi  varðandi áframhaldandi  vinnu við gerð aðalskipulags Þingvallasveitar.

Skipulagsráðgjafar munu nú ganga frá gögnum sem send verða til umsagnar hjá opinberum aðilum fyrir lok júnímánaðar.

 

Sveitarstjórn tekur afstöðu til athugasemda opinberra aðila á fundi sínum   7. september, og heimilar kynningu á aðalskipulagsins með eða án breytinga.

 

Stefnt er að því að síðari opni fundurinn um aðalskipulagsdrögin verði haldinn laugardaginn 18. september, kl. 14.00 í Valhöll.

 

  1. Kaupsamningur um Garðyrkjubýlið Ásholt, Laugarási. Seljandi er Lánasjóður Landbúnaðurins kt. 491079-0299 og kaupandi Ingvar Örn Karlsson kt. 090666-3209.   Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti á viðkomandi eign.
  2. Samrunaskjal. Sameining 49 ha lands,  Víkurmýri við jörðina Gýgjarhól. Samrunaskjalið samþykkt.
  3. Reykjavellir. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag að nýju frístundasvæði.   Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 21. gr. skipulags – og byggingarlaga og að fylgja eftir auglýsingu á deiliskipulagi sama svæðis skv. 25. gr. skipulagslaga eftir að Skipulagsstofnun hefur mælt með aðalskipulagsbreytingunni.
  4. Böðmóðsstaðir, kaupsamningur/afsal. Seljandi er Njáll Guðmundsson kt. 090929-3569  og kaupandi er Hulda Karólína Harðardóttir kt. 170373-4809. Hulda Karólína kaupir tvær spildur 47,5 ha og       6,4 ha í landi Böðmóðsstaða.   Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti á viðkomandi spildum.

 

 

Fundi slitið kl.  21:00