31. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 4. maí 2004 kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson
- Bréf frá Grímsnes og Grafningshreppi dags. 13. apríl 2004 þar sem óskað er eftir áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Þar sem nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi munu njóta kennslu í Grunnskóla Bláskógabyggðar þá leggur Byggðaráð til orðið verði við þessari ósk.
- Bréf frá Svanhildi Eiríksdóttur dags. 6. apríl 2004. Byggðaráð leggur til að formanni byggðaráðs, formanni fræðslunefndar og oddvita verði falið að hitta Svanhildi og fara yfir efni bréfsins.
- Bréf frá SASS og Bláskógabyggð varðandi frumvarp til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum lögð fram til kynningar.
- Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
- Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 30. mars 2004. Byggðaráð staðfestir fundargerðina að undanskyldum lið 438 en bygging sumarhúss á þessum stað samræmist ekki skipulagi svæðisins. .
- Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 27. apríl 2004.
- Fundargerð 3. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 13. apríl 2004.
- Fundargerð fundar umhverfisnefndar sem haldinn var 1. mars 2004. Byggðaráð vill gera þá athugasemd við lið 2 í fundargerðinni að einungis formaður nefndarinnar fær greitt fyrir fundarsetu. Byggðaráð vill benda á að ekki var gert ráð fyrir fjármunum í úttekt á stöðu umhverfismála í fjárhagsáætlun ársins 2004 en telur rétt að skoða þetta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005.
- Fundargerð fundar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 19. apríl 2004.
- Fundargerð 19. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 11. mars 2004.
- Fundargerð 20. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 15. apríl 2004. Í framhaldi af bókun fræðslunefndar í 4. lið ætlar byggðaráð að kynna sér málefni Tónlistaskóla Árnesinga.
- Fundargerð fyrsta fundar vinnuhóps um stækkun leik- og grunnskóla í Bláskógabyggð sem haldinn var 3. maí 2004.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
- Fundargerð 40. fundar Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 13. mars 2004 ásamt bréfi frá oddvita Héraðsnefndar dags. 30. mars 2004.
- Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. apríl 2004 varðandi námskeiða fyrir skólanefndir vorið 2004. Vísað til fræðslunefndar.
- Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2004 varðandi landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
- Bréf frá embætti yfirdýralæknis dags. 6. apríl 2004 varðandi hreinsun vegna riðuniðurskurðar.
- Bréf frá SASS varðandi íþróttamiðstöð Íslands, Laugarvatni.
- Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 31. mars 2004.
- Fundargerð 375. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 2. apríl 2004 ásamt greinargerð ,,nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins”.
- Bréf til Vélhjólaklúbbsins og Hundaræktarfélags Íslands.
- Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags 15. apríl 2004 varðandi reglur um aðkomu ráðuneytisins að sameiningu sveitarfélaga.
- Fundarboð á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands dags 20. apríl 2004.
- Fundargerð 64. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 21. apríl 2004.
- Fundargerð 112. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 31. mars 2004.
- Fundargerð 113. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 20. apríl 2004.
- Fundargerð 114. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 30. apríl 2004
- Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 25. apríl 2004 varðandi viðmiðunartaxta ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept. 2003 til 31. ágúst 2004.
- Fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 24. mars 2004.
- Fundargerð fundar um beitarfriðun lands í Haukadal og nágrenni sem haldinn var 6. apríl 2004.
- Bréf Bláskógabyggðar til landbúnaðarráðherra dags. 14. apríl 2004 varðandi styrk til Gíslaskála Svartárbotnum.
- Fundargerð 73. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 28. febrúar 2004.
- Ályktun, 65. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. febrúar 2004, um eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Fundi slitið kl. 16:15