31. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 4. maí 2004 kl. 13:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson

 

  1. Bréf frá Grímsnes og Grafningshreppi dags. 13. apríl 2004 þar sem óskað er eftir áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Þar sem  nemendur úr  Grímsnes- og Grafningshreppi munu njóta kennslu í Grunnskóla Bláskógabyggðar þá leggur Byggðaráð til orðið verði við þessari ósk.
  2. Bréf frá Svanhildi Eiríksdóttur dags. 6. apríl 2004. Byggðaráð leggur til að formanni byggðaráðs, formanni fræðslunefndar og oddvita verði falið að hitta Svanhildi og fara yfir efni bréfsins.
  3. Bréf frá SASS og Bláskógabyggð varðandi frumvarp til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum lögð fram til kynningar.
  4. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
  5. Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 30. mars 2004. Byggðaráð staðfestir fundargerðina að undanskyldum lið 438 en bygging sumarhúss á þessum stað samræmist ekki skipulagi svæðisins. .
  6. Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 27. apríl 2004.
  7. Fundargerð 3. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 13. apríl 2004.
  8. Fundargerð fundar umhverfisnefndar sem haldinn var 1. mars 2004. Byggðaráð vill gera þá athugasemd við lið 2 í fundargerðinni að einungis formaður nefndarinnar fær greitt fyrir fundarsetu.  Byggðaráð vill benda á að ekki var gert ráð fyrir fjármunum í úttekt á stöðu umhverfismála í fjárhagsáætlun ársins 2004 en telur rétt að skoða þetta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005.
  9. Fundargerð fundar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 19. apríl 2004.
  10. Fundargerð 19. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 11. mars 2004.
  11. Fundargerð 20. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 15. apríl 2004. Í framhaldi af bókun fræðslunefndar í 4. lið ætlar byggðaráð að kynna sér málefni Tónlistaskóla Árnesinga.
  12. Fundargerð fyrsta fundar vinnuhóps um stækkun leik- og grunnskóla í Bláskógabyggð sem haldinn var 3. maí 2004.
  13. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
  14. Fundargerð 40. fundar Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 13. mars 2004 ásamt bréfi frá oddvita Héraðsnefndar dags. 30. mars 2004.
  15. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. apríl 2004 varðandi námskeiða fyrir skólanefndir vorið 2004. Vísað til fræðslunefndar.
  16. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2004 varðandi landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
  17. Bréf frá embætti yfirdýralæknis dags. 6. apríl 2004 varðandi hreinsun vegna riðuniðurskurðar.
  18. Bréf frá SASS varðandi íþróttamiðstöð Íslands, Laugarvatni.
  19. Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 31. mars 2004.
  20. Fundargerð 375. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 2. apríl 2004 ásamt greinargerð ,,nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins”.
  21. Bréf til Vélhjólaklúbbsins og Hundaræktarfélags Íslands.
  22. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags 15. apríl 2004 varðandi reglur um aðkomu ráðuneytisins að sameiningu sveitarfélaga.
  23. Fundarboð á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands dags 20. apríl 2004.
  24. Fundargerð 64. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 21. apríl 2004.
  25. Fundargerð 112. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 31. mars 2004.
  26. Fundargerð 113. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 20. apríl 2004.
  27. Fundargerð 114. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 30. apríl 2004
  28. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 25. apríl 2004 varðandi viðmiðunartaxta ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept. 2003 til 31. ágúst 2004.
  29. Fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 24. mars 2004.
  30. Fundargerð fundar um beitarfriðun lands í Haukadal og nágrenni sem haldinn var 6. apríl 2004.
  31. Bréf Bláskógabyggðar til landbúnaðarráðherra dags. 14. apríl 2004 varðandi styrk til Gíslaskála Svartárbotnum.
  32. Fundargerð 73. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 28. febrúar 2004.
  33. Ályktun, 65. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. febrúar 2004, um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

 

 

Fundi slitið kl. 16:15