311. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 311. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 7. september 2022, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Andri Snær Ágústsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Oddviti setti fund og bauð Andra Snæ Ágútsson velkominn á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund.

 

1.   Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna – 2201026
Fundur haldinn 17. ágúst 2022. Fjallskilaseðill, áætlun 2022 og uppgjör 2021.
Fundargerðin var staðfest.
 
2.   Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals – 2201027
1. fundur haldinn 17.08.2022, ásamt fjallskilaseðli.
Fundargerðin var staðfest.
 
3.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
244. fundur haldinn 24.08.2022, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 7.
-liður 2, Fellsendi land L222604; Uppbygging íbúðar- og úthúsa; Fyrirspurn – 2207003
VSÓ Ráðgjöf sendir fyrir hönd Hundasleða Íslands ehf. formlega fyrirspurn um heimildir til uppbyggingar í landi Fellsenda land L222604, Bláskógabyggð, í samræmi við ráðleggingar skipulagsfulltrúa. Landeigendur óska eftir að fá afstöðu sveitarfélags til uppbyggingarinnar og eftir atvikum heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags. Landeigendur óska eftir að fá að byggja tvö íbúðarhús og hlöðu á landinu. Hlaðan er byggð til að halda hunda og rækta. Eigendur fyrirtækisins hyggjast byggja sér íbúðarhús á landinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

-liður 3, Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár, eftir auglýsingu. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem fram kemur að samkvæmt mati stofnunarinnar sé þörf á að fá fornleifafræðing til að skrá fornleifar á skipulagssvæðinu þar sem slík skráning hafi ekki farið fram. Í svarbréfi landeiganda vegna umsagnar Minjastofnunar kemur fram að engar vísbendingar séu um mannvistarleifar á viðkomandi svæði sem deiliskipulagstillagan tekur til og að í fyrri umsögnum Minjastofnunar vegna Sandárvirkjunar hafi ekki verið talin þörf á fornleifaskráningu á svæðinu. Sveitarstjórn telur ástæðu til að farið verði að umsögn Minjastofnunar í málinu og að fornleifafræðingur verði fenginn til að fara um svæðið og skrá fornleifar eða eftir atvikum að staðfesta að engar fornleifar séu innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að gildistöku deiliskipulagsins verði frestað þar til niðurstaða fornleifaskráningar liggur fyrir. Sveitarstjórn telur að öðrum umsögnum vegna málsins sé svarað með fullnægjandi hætti innan uppdráttar og greinargerðar skipulagsins.

-liður 4, Skálabrekka L170163; Efnistaka; Vegagerð; Framkvæmdarleyfi – 2208037
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og vegagerðar í landi Skálabrekku L170163. Sótt er um leyfi til að taka hluta af efni í vegagerð í landi Skálabrekku Eystri í Bláskógabyggð vegna fyrirhugaðrar vegalagningar sem áætluð er nú í haust. Efnið verður sótt í gamla malargryfju sem er í landinu, rúmlega 500 m frá þjóðvegi nr. 36 og ca. 900 m frá vatnsbakka Þingvallavatns. Fyrirhugaður vegur er sýndur á yfirlitsmynd af svæðinu á nýlega samþykktu deiliskipulagi Skálabrekku Eystri og verður u.þ.b. 3,8 km. langur. Efnið er hluti af efni sem nýtt er til vegagerðar, meginhluta þarf að sækja annað.
Sveitarstjórn telur að ekki sé unnt að veita framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri efnistöku þar sem engin náma er skilgreind innan jarðarinnar innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn bendir þó á að samkvæmt 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota nema um sé að ræða náttúruverndarsvæði eða jarðminjar eða vistkerfi sem njóta verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd. Að mati sveitarstjórnar telst þó efnistaka vegna verulegrar vegagerðar ekki til minni háttar efnistöku til eigin nota. Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis sem tekur til veglagninga á grundvelli samþykkts deiliskipulags fyrir Skálabrekku Eystri með fyrirvara um að efni vegna framkvæmdarinnar sé tekið úr námu sem hafi framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt starfsleyfi. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa framkvæmdaleyfis.

-liður 5, Traustatún 4 L234170; Þakform; Fyrirspurn – 2208039
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar frá Jakobi Emil Líndal fh. eigenda lóðar Traustatúns 4. Samkvæmt skipulagsskilmálum fyrir „Laugarvatn, deiliskipulag þéttbýlis “ samþykkt í júní 2021 er tekið fram í kafla 4.3 að „Þakform skal vera valmaþak“. Óskað er eftir leyfi til að hafa þakform frjálst en að öðru leyti verða skilmálar óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mæltist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skilmálar nýlega samþykkts deiliskipulags fyrir Laugarvatn verði óbreyttir og mælist til þess að framlagðri fyrirspurn verði synjað. Tilgangur viðkomandi skilmála var að sjá til þess að ný hús myndu falla sem best að núverandi byggð og á milli þeirra væri innbyrðis samræmi m.t.t. hlutfalla og forms.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur ekki undir framlagða bókun skipulagsnefndar vegna fyrirspurnar er varðar þakform innan deiliskipulagsins að Laugarvatni. Að mati sveitarstjórnar er valmaþak ekki ríkjandi formgerð þaka á svæðinu og telur því að ekki sé ástæða til að hefta þakform nýrra bygginga eingöngu við valmaþak á þeim forsendum að ný hús falli sem best að núverandi byggð. Innan greinargerðar deiliskipulags eru gerðar kröfur um valmaþak m.a. á eftirfarandi lóðum
– Traustatún 2, 4, 6, 8 og 10 (Kinnin)
Sveitarstjórn leggur til að þakgerð verði gefin frjáls þeim lóðum sem tilgreindar eru að framan.

-liður 6, Skálabrekka L170163; Malarnáma E3; Framkvæmdarleyfi – 2208033
Heiðarás ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr malarnámu skilgreind E3 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Samkvæmt upplýsingum frá umsækjanda hefur verið tekið um 4.700 m3 af efni úr námunni. Umsótt efnistaka er áætluð alls um 33.000 m3. 16.000 m3 vegna vegagerðar innan jarðar Skálabrekku L170163 og 12.000 vegna annarra framkvæmda á 6 ára tímabili. Gert er ráð fyrir því að samhliða verði sótt um starfsleyfi fyrir námunni. Umsækjandi bendir jafnframt á að náman er ranglega staðsett á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að fyrirhuguð efnistaka verði grenndarkynnt aðliggjandi landeigendum. Sveitarstjórn mælist einnig til þess að unnin verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins með það að markmiði að leiðrétta staðsetningu námupunktar á uppdrætti aðalskipulagsins.

-liður 7, Traustatún 10 L167638; Þakform; Fyrirspurn – 2208044
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar frá Þór Lína Sævarssyni er varðar heimild fyrir breyttu þakformi á lóð Traustatúns 10 á Laugarvatni.
Skipulagsnefnd UTU mæltist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skilmálar nýlega samþykkts deiliskipulags fyrir Laugarvatn verði óbreyttir og mæltist til þess að framlagðri fyrirspurn verði synjað. Tilgangur viðkomandi skilmála var að sjá til þess að ný hús myndu falla sem best að núverandi byggð og á milli þeirra væri innbyrðis samræmi m.t.t. hlutfalla og og forms.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur ekki undir framlagða bókun skipulagsnefndar vegna fyrirspurnar er varðar þakform innan deiliskipulagsins að Laugarvatni. Að mati sveitarstjórnar er valmaþak ekki ríkjandi formgerð þaka á svæðinu og telur því að ekki sé ástæða til að hefta þakform nýrra bygginga eingöngu við valmaþak á þeim forsendum að ný hús falli sem best að núverandi byggð. Innan greinargerðar deiliskipulags eru gerðar kröfur um valmaþak m.a. á eftirfarandi lóðum
– Traustatún 2, 4, 6, 8 og 10 (Kinnin)
Sveitarstjórn leggur til að þakgerð verði gefin frjáls á þeim lóðum sem tilgreindar eru að framan.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
4.   Fundargerð stjórnar SASS – 2201022
585. fundur haldinn 15.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2201008
169. fundur haldinn 31. ágúst 2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2201013
1. fundur haldinn 1. september 2021
Fundargerðn var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025
912. fundur haldinn 26.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2201019
220. fundur haldinn 26.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
9.   Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2201016
1. fundur haldinn 18.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Fundargerðir NOS (stjórn skóla- og velferðarþjónustu) – 2201010
Aukaaðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 29.06.2022
Stjórnarfundur haldinn 29.06.2022
Stjórnarfundur haldinn 31.08.2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
11.   Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga 2022 – 2201015
202. fundur haldinn 16.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
12.   Lóðarumsókn Borgarrimi 7, Reykholti – 2208037
Umsókn Selásbyginga ehf um lóðina Borgarrima 7, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Selásbygginga ehf.
 
13.   Lóðin Vegholt 4, Reykholti – 2011031
Beiðni um skil á lóð, Vegholt 4, sem úthlutað var 19. nóvember 2020.
Lagt var fram erindi Gullverks ehf, þar sem óskað er eftir að skila iðnaðarlóðinni Vegholti 4, Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá uppgjöri og auglýsa lóðina lausa til úthlutunar að nýju.
 
14.   Styrkbeiðni vegna samfélagshátíðar á Laugarvatni 2022 – 2208038
Beiðni Planet Laugarvatn, dags. 29.08.2022, um styrk til að halda hátíðina Tími fyrir sjálfstætt fólk / Time for independent people 2. til 3. september 2022.
Sótt er um styrk vegna kostnaðar sem nemur 250.000 til 300.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 300.000 og rúmast kostnaður innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn þakkar Barboru og Planet Laugarvatn fyrir það frumkvæði sem sýnt hefur verið og framlag þeirra til samfélagsins.
 
15.   Atvinnumálastefna þriggja sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu – 2208039
Minnisblað um vinnu við atvinnumálastefnu þriggja sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu, dags. 22. ágúst 2022.
Lagt var fram minnisblað Ásborgar Óskar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa, frá fundi oddvita Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps með ferðamálafulltrúa varðandi vinnu við atvinnumálastefnu fyrir sveitarfélögin þrjú. Áformað er að halda atvinnumálaþing í byrjun október nk. Atinnumálastefnan verður unnin í samvinnu við Þórð Frey Sigurðsson, sviðsstjóra Þróunarsjóðs SASS.
Óskað er eftir að hvert sveitarfélag skipi tvo fulltrúa í vinnuhóp og samþykkir sveitarstjórn að Steindóra Þorleifsdóttir, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, og Sölvi Arnarson verði fulltrúar Bláskógabyggðar. Oddvitar sveitarfélaganna myndi stýrihóp verkefnisins og verði ferðamálafulltrúi starfsmaður þeirra. Sveitarstjórn tekur undir þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaðinu um að Uppsveitir sem svæði fái atvinnuráðgjafa á vegum SASS.
 
16.   Aðalfundur SASS – 2208041
Erindi SASS, dags. 23. ágúst 2022, varðandi skipan í milliþinganefndir fyrir ársþing SASS 2022
Óskað er eftir að sveitarfélögin skipi fulltrúa í milliþinganefndir. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan í milliþinganefndir fyrir ársþing SASS:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilkynna um fulltrúa í milliþinganefndum.
 
17.   Umdæmisráð barnaverndar – 2201049
Samningur sveitarfélaga á landsbyggðinni um umdæmisráð barnaverndar.
Lögð voru fram drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum og erindisbréfi valnefndar. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k. Sveitarstjórn samþykkir að Bláskógabyggð verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Bláskógabyggðar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.
 
18.   Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 – 2204012
Viðauki við fjárhagsáætlun 2022.
Lagður var fram viðauki við fjárhagsaætlun ársins 2022. Viðaukinn felur í sér breytingar á rekstri, bæði hvað varðar tekjur og gjöld og eru heildaráhrif útgjaldauki sem nemur 9.595.000 kr. Þá er einnig breyting hvað varðar fjárfestingu, sem nemur aukningu um 5.364.000 kr þegar tekið hefur verið tillit til aukinna tekna af gatnagerðargjöldum. Handbært fé lækkar sem nemur kr. 14.959.000. Sveitarstjórn samþykkir viðaukann og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.
 
19.   Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 – 2208029
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. ágúst 2022 um forsendur fjárhagsáætlana.
Yfirlit sveitarstjóra um tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu.
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga var lagt fram ásamt yfirlit yfir tímaáætlun og þær forsendur sem sveitarstjórn þarf að samþykkja hvað varðar skatta og þjónustugjöld. Umræða varð um málið.
 
20.   Hugmynd um baðlón í Laugarási – 2109039
Tillaga Yls Nature Baths ehf um viljayfirlýsingu um baðlón og veitingastað í Laugarási.
Sveitarstjórn tekur vel í hugmynd að uppbyggingu baðlóns í Laugarási og felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Yls Nature Baths um framvindu málsins.
 
21.   Beiðni, dags. 17.08.2022, um námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2209003
Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni um námsvist barna sem hafa lögheimili í Bláskógabyggð í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
22.   Áherslur um nýtingu vindorku – 2209004
Erindi starfshóps til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku, dags. 23.08.2022. Kallað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaga.
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.08.2022, varðandi umsagnir um álitaefni tengd nýtingu vindorku.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að svara erindinu.
 
23.   Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – 2109037
Tillaga um að Bláskógabyggð ráðist í heildarstefnumótun í tengslum við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Lagt er til að Bláskógabyggð vinni heildarstefnu fyrir sveitarfélagið, sem aðrar stefnur muni byggja á.
Samið verði við Podium ehf um að leiða vinnuna. Kostnaður á árinu rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna áfram að verkefninu.

 
24.   Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs – 2202017
Yfirlit yfir útsvarstekjur fyrstu 8 mánuði ársins og framlög Jöfnunarsjóðs.
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs. Útsvarstekjur það sem af er ársins eru nokkuð umfram áætlun.
 
25.   Kynning á starfsemi UTU – 2209005
Kynning fulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita (UTU) á starfseminni.
Jóhannes Símonarson, framkvæmdastjóri UTU, Vigfús Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi, og Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi komu inn á fundinn og kynntu starfsemi UTU og svöruðu fyrirspurnum.
 
26.   Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna – 2109013
Kynning Skóla- og velferðarþjónustu á innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna.
Kristín Arna Hauksdóttir, verkefnastjóri og starfsmaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, kom inn á fundinn og kynnti verkefni um innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna og svaraði fyrirspurnum.
 
27.   Umferðarþing 2022 – 2208040
Kynning Samgöngustofu á Umferðarþingi 2022, sem haldið verður 23. september n.k í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
 
28.   Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2205021
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022, kynning á umræðuhópum o.fl.
Lagt fram til kynningar.
 
29.   Samræmd móttaka flóttafólks – 2203019
Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022, varðandi ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Bókunin var lögð fram til kynningar, en hún varðar ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að kynna sér efni þess og taka afstöðu til þess hvort þau geti tekið þátt í þessu verkefni.
 
30.   Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga 2022 – 2209002
Boð á Haustfund Héraðsnefndar sem haldinn verður 11. október 2022.
Tilkynning um fund Héraðsnefndar var lögð fram til kynningar.
 
31.   Ungmennaráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2022 – 2206015
Tilkynning UMFÍ, dags. 22.08.2022, um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem fer fram 9. til 11. september n.k. í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að greiða þátttökugjald þeirra ungmenna í sveitarfélaginu sem sækja þingið.
 
32.   Staða talmeinafræðings í uppsveitum og Flóa – 2206006
Svar teymisstjóra Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 15.08.2022, við fyrirspurn sveitarfélaga varðandi starf talmeinafræðings í Uppsveitum og Flóa. Áður á dagskrá á 307. fundi.
Upplýsingarnar voru lagðar fram til kynningar. Á 307. fundi var samþykkt að auka við stöðugildi talmeinafræðings og verður staðan auglýst á næstu dögum.
 
33.   Verkefnið Göngum í skólann 2022 – 2209006
Kynning Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 15.08.2022, á verkefninu Göngum í skólann.
Lagt fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 12:30.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Áslaug Alda Þórarinsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Andri Snær Ágústsson Ásta Stefánsdóttir