312. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
312. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 21. september 2022, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
244. fundur haldinn 24.08.2022, liður 2, Fellsendi land L222604, uppbygging íbúðar- og útihúsa; fyrirspurn, afgreiðslu frestað á 311. fundi sveitarstjórnar, og liðir 5 og 7, Traustatún 4 og 10, þakform, fyrirspurnir.
-liður 2, Bláskógabyggð:
Fellsendi land L222604; Uppbygging íbúðar- og úthúsa; Fyrirspurn – 2207003
VSÓ Ráðgjöf sendir fyrir hönd Hundasleða Íslands ehf. formlega fyrirspurn um heimildir til uppbyggingar í landi Fellsenda land L222604, Bláskógabyggð, í samræmi við ráðleggingar skipulagsfulltrúa. Landeigendur óska eftir að fá afstöðu sveitarfélags til uppbyggingarinnar og eftir atvikum heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags. Landeigendur óska eftir að fá að byggja tvö íbúðarhús og hlöðu á landinu. Hlaðan er byggð til að halda hunda og rækta. Eigendur fyrirtækisins hyggjast byggja sér íbúðarhús á landinu.
Sveitarstjórn óskar eftir að fá kynningu á uppbyggingarhugmyndum og fyrirhugaðri starfsemi.
-liður 5, Traustatún 4 L234170; Þakform; Fyrirspurn – 2208039
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar frá Jakobi Emil Líndal fh. eigenda lóðar Traustatúns 4. Samkvæmt skipulagsskilmálum fyrir „Laugarvatn, deiliskipulag þéttbýlis “ samþykkt í júní 2021 er tekið fram í kafla 4.3 að „Þakform skal vera valmaþak“. Óskað er eftir leyfi til að hafa þakform frjálst en að öðru leyti verða skilmálar óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mæltist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skilmálar nýlega samþykkts deiliskipulags fyrir Laugarvatn verði óbreyttir og mælist til þess að framlagðri fyrirspurn verði synjað. Tilgangur viðkomandi skilmála var að sjá til þess að ný hús myndu falla sem best að núverandi byggð og á milli þeirra væri innbyrðis samræmi m.t.t. hlutfalla og forms.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur ekki undir framlagða bókun skipulagsnefndar vegna fyrirspurnar er varðar þakform innan deiliskipulagsins að Laugarvatni. Að mati sveitarstjórnar er valmaþak ekki ríkjandi formgerð þaka á svæðinu og telur því að ekki sé ástæða til að hefta þakform nýrra bygginga eingöngu við valmaþak á þeim forsendum að ný hús falli sem best að núverandi byggð. Innan greinargerðar deiliskipulags eru gerðar kröfur um valmaþak m.a. á eftirfarandi lóðum: Traustatún 2, 4, 6, 8 og 10 (Kinnin).
Sveitarstjórn leggur til að þakgerð verði gefin frjáls þeim lóðum sem tilgreindar eru að framan.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælist til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Að mati sveitarstjórnar hefur breytingin engin áhrif á nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn auk þess engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en sveitarfélagið sjálft. Er því ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna viðkomandi breytingar á deiliskipulagi.
-liður 7, Traustatún 10 L167638; Þakform; Fyrirspurn – 2208044
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar frá Þór Lína Sævarssyni er varðar heimild fyrir breyttu þakformi á lóð Traustatúns 10 á Laugarvatni.
Skipulagsnefnd UTU mæltist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skilmálar nýlega samþykkts deiliskipulags fyrir Laugarvatn verði óbreyttir og mæltist til þess að framlagðri fyrirspurn verði synjað. Tilgangur viðkomandi skilmála var að sjá til þess að ný hús myndu falla sem best að núverandi byggð og á milli þeirra væri innbyrðis samræmi m.t.t. hlutfalla og og forms.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur ekki undir framlagða bókun skipulagsnefndar vegna fyrirspurnar er varðar þakform innan deiliskipulagsins að Laugarvatni. Að mati sveitarstjórnar er valmaþak ekki ríkjandi formgerð þaka á svæðinu og telur því að ekki sé ástæða til að hefta þakform nýrra bygginga eingöngu við valmaþak á þeim forsendum að ný hús falli sem best að núverandi byggð. Innan greinargerðar deiliskipulags eru gerðar kröfur um valmaþak m.a. á eftirfarandi lóðum: Traustatún 2, 4, 6, 8 og 10 (Kinnin).
Sveitarstjórn leggur til að þakgerð verði gefin frjáls á þeim lóðum sem tilgreindar eru að framan.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælist til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Að mati sveitarstjórnar hefur breytingin engin áhrif á nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn auk þess engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en sveitarfélagið sjálft. Er því ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna viðkomandi breytingar á deiliskipulagi.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
245. fundur haldinn 14.09.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 7.
-liður 2, Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til jarðarinnar Klif í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að hluti skilgreinds frístundasvæðis er breytt í landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 3, Gullfoss 1-2 L167192; Framkvæmdaleyfi – 2208089
Lögð er fram umsókn frá Umhverfisstofnun er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis. Í umsóttri framkvæmd felst endurgerð göngustíga á hluta efra útsýnissvæðisins á friðlandi við Gullfoss. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag og tengist inn á núverandi göngustíg á svæði D. Framkvæmdinni er skipt upp í svæði A og svæði B og verður með sambærilegum hætti og framkvæmd á svæði D.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda gildandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfið.
-liður 4, Snorrastaðir lóð (L168132); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með sambyggðri geymslu mhl 07 – 2208069
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Félags vélstjóra og málmtæknimanna, móttekin 24.08.2022, um byggingarheimild fyrir að fjarlægja 67,6 m2 sumarbústað mhl 07, byggingarár 1993 og byggja í stað 115,7 m2 sumarbústað með sambyggðri geymslu á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð L168132 í Bláskógabyggð. Húsin eru staðsett innan deiliskipulagsbreytingar sem unnin var fyrir svæðið árið 2015. Innan skipulagsbreytingar er ekki gert ráð fyrir byggingarreit umhverfis húsin. Núverandi byggingarheimildir gera ráð fyrir að heimilt sé að byggja annarsvegar 95 fm bústaði með 10 fm geymslu og 110 fm bústaði með 10 fm geymslu innan annarra reita á skipulagssvæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem skilgreindir verði byggingarreitir umhverfis viðkomandi hús ásamt byggingarheimildum í takt við framlagða umsókn og núverandi heimildir deiliskipulags. Mælist sveitarstjórn til þess að útgáfu byggingarleyfis verði frestað.
-liður 5, Snorrastaðir lóð (L168132); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með sambyggðri geymslu mhl 08 – 2208071
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Félag vélstjóra og málmtæknimanna, móttekin 24.08.2022, um byggingarheimild fyrir að fjarlægja 67,6 m2 sumarbústað mhl 08, byggingarár 1995 og byggja 115,7 m2 sumarbústað með sambyggðri geymslu á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð L168132 í Bláskógabyggð. Húsin eru staðsett innan deiliskipulagsbreytingar sem unnin var fyrir svæðið árið 2015. Innan skipulagsbreytingar er ekki gert ráð fyrir byggingarreit umhverfis húsin. Núverandi byggingarheimildir gera ráð fyrir að heimilt sé að byggja annarsvegar 95 fm bústaði með 10 fm geymslu og 11 fm bústaði með 10 fm geymslu innan annarra reita á skipulagssvæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem skilgreindir verði byggingarreitir umhverfis viðkomandi hús ásamt byggingarheimildum í takt við framlagða umsókn og núverandi heimildir deiliskipulags. Mælist sveitarstjórn til þess að útgáfu byggingarleyfis verði frestað.
-liður 6, Helludalur sumarhúsabyggð; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2208087
Lögð er fram umsókn frá Hirti Þór Haukssyni er varðar breytingu á deiliskipulagsskilmálum sumarhúsabyggðar í Helludal. Í breytingunni felst að byggingarheimild vegna aukahúsa á lóð er aukin úr 20 fm í 40 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt öllum hlutaðeigandi innan deiliskipulagssvæðisins.
-liður 7, Lyngbraut 2 L167172; Lyngbraut 2A; Reykholt; Breytt lóðamörk; Deiliskipulagsbreyting – 2209035
Lögð er fram umsókn frá DAGA Garðyrkjustöð ehf er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst að lóðamörk milli Lyngbrautar 2 og 2A breytist.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Að mati nefndarinnar er ekki ástæða til að grenndarkynna breytinguna þar sem um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
3. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2201016
2. fundur haldinn 13.09.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Aukaaðalfundur Bergrisans bs – 2206019
Fundargerð aukaaðalfundar, haldinn 30.06.2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 2201021
42. fundur haldinn 23.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
19. fundur svæðisskipulagsnefndar, haldinn 31.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar SASS – 2201022
586. fundur haldinn 02.09.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð seyrustjórnar – 2201012
4. fundur haldinn 16.08.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
9. Virkjun vindorku – 2208031
Hugmyndir HS Orku um virkjun vindorku, kynning.
Axel Viðarsson og Friðrik Friðriksson komu inn á fund sveitarstjórnar undir þessum lið og kynntu hugmyndir um virkjun vindorku innan sveitarfélagsins.
10. Endurnýjun gervigrasvalla – 2209017
Ósk Foreldrafélags Bláskógaskóla á Laugarvatni, dags. 15.09.2021, um að gúmmíkurl verði fjarlægt af gervigrasvelli á Laugarvatni sem fyrst, ásamt tillögu fulltrúa Þ-lista um að dekkjakurli verði skipt út nú þegar og að þeirri vinnu verði lokið fyrir lok október 2022.
Lagt var fram erindi Foreldrafélags Bláskógaskóla á Laugarvatni þar sem óskað er eftir að gúmmíkurl verði fjarlægt sem fyrst af sparkvellinum við skólann. Sveitarstjórn þakkar erindið. Einnig liggur fyrir tillaga Þ-lista um að dekkjakurli verði skipt út nú þegar og að þeirri vinnu verði lokið fyrir lok október 2022. Á áætlun hjá sveitarfélaginu er að skipta út gervigrasi á sparkvellinum árið 2023 og setja gervigras sem ekki þarf að nota kurl með. Kurlið hefur verið notað með gervigrasmottum til þess að mýkja undirlagið, en gervigrasið sem áætlað er að setja í staðinn er með mjúku undirlagi. Lagður var fram tölvupóstur verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, dags. 20.09.2022, með upplýsingum sem voru teknar saman eftir athugun sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs og verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, á því hvort hægt sé að ráðast í þetta verkefni í haust. Leitað hefur verið upplýsinga frá seljanda í því sambandi. Afgreiðslufrestur á nýju gervigrasi er 4-6 vikur og um 30% viðbótarkostnaður áætlaður ef grasið yrði lagt í nóvember, eins og nánar er tilgreint í tölvupóstinum. Ákveðin veðurfarsskilyrði þarf til þess að leggja nýja gervigrasmottu, þ.e. ekki má vera of kalt í veðri þegar það verk er unnið. Einnig var kannaður möguleikinn á að fjarlægja kurlið af vellinum fyrir veturinn, en það hefur þá ókosti að slysahætta verður meiri og völlurinn verður harður.
Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í verkið á næsta ári og framkvæmdir hefjist í júní.
11. Sigríður Jónsdóttir ávarpar sveitarstjórn – 1809055
Beiðni Sigríðar Jónsdóttur, dags. 14.09.2022 um að fá að ávarpa sveitarstjórn. Sigríður kemur á fundinn kl. 10:15.
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti, kom inn á fund sveitarstjórnar undir þessum lið. Lagði hún fram skriflegar fyrirspurnir, dags. 18. september, auk erindis, dags. sama dag.
12. Sýslumannsembættið á Suðurlandi, kynning og samráð – 2209019
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður, kemur inn á fundinn kl. 10:30.
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður, kom inn á fund sveitarstjórnar undir þessum lið. Kynnti hún starfsemi sýslumannsembættisins og fyrirkomulag þess. Auk þess var rætt um væntingar til þjónustunnar til framtíðar.
13. Minnisblað vegna fundar með forstjóra Vegagerðarinnar. – 2204036
Minnisblað sveitarstjóra og oddvita, dags. 13.09.2022, um samgöngumál í Bláskógabyggð, lagt fram á fundi með Vegagerðinni 14.09.2022, ásamt úttekt Ólafs Guðmundssonar á vegum í Bláskógabyggð, áður á dagskrá á 303. fundi.
Oddviti gerði grein fyrir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum Vegagerðarinnar. Minnisblað sem afhent var á fundinum var lagt fram, ásamt úttekt Ólafs Guðmundssonar sem snýr að öryggi umferðarmannvirkja.
14. Niðurfelling Fellskotsvegar af vegaskrá – 2209018
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 14.09.2022, um fyrirhugaða niðurfellingu Fellskotsvegar af vegaskrá.
Tilkynningin var lögð fram. Þar kemur fram að skv. upplýsingum Vegagerðarinnar sé föst búseta/starfræksla atvinnufyrirtækis ekki lengur fyrir hendi og uppfylli vegurinn því ekki skilyrði til að teljast til þjóðvega og muni hann því verðia felldur af vegaskrá frá og með næstu áramótum.
15. Niðurfelling Heiðarvegs 361-01 af vegaskrá – 2107015
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 14.09.2022, um ákvörðun vegna niðurfellingar Heiðarvegs af vegaskrá. Áður á dagskrá á 286. fundi.
Tilkynningin var lögð fram. Þar kemur fram að athugasemdir hafi borist við fyrri tilkynningu um að fyrirhugað væri að fella Heiðarveg af vegaskrá, en Vegagerðin hafi farið yfir málið og dragi ákvörðunina ekki til baka.
16. Uppsögn leigusamnings um Árbúðir og Gíslaskála – 2103009
Tilkynning Gljásteins ehf, dags. 12.09.2022 um uppsögn leigusamnings um Árbúðir og Gíslaskála, frá 23.04.2021.
Tilkynning Gljásteins um uppsögn var lögð fram. Samningnum er sagt upp frá 31. desember 2022. Sveitarstjórn tekur uppsögnina til greina og þakkar eigendum Gljásteins ehf fyrir samstarfið á þeim árum sem þau hafa haft fjallaskálana á leigu og þá góðu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í þeirra tíð. Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum.
17. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2209020
Samþykki Reykjavíkurborgar, dags. 09.09.2022, fyrir því að nemandi með lögheimili í Reykjavík stundi nám í Bláskógaskóla Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að viðkomandi nemandi stundi nám í Bláskógaskóla Laugarvatni skólaárið 2022-2023. Um greiðslur fari skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
18. Lóðarumsókn Borgarrimi 9, Reykholti – 2209022
Umsókn BF-Verks ehf, dags. 07.09.2022, um lóðina Borgarrima 9, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar, með fyrirvara um að hún verði ekki byggingarhæf fyrr en að lokinni gatnagerð. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til BF-Verks ehf.
19. Lóðarumsókn Herutún 15-17, Laugarvatni – 2209021
Umsókn BF-Verks ehf, dags. 07.09.2022, um lóðina Herutún 15-17, Laugarvatni.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til BF-Verks ehf.
20. Heildarstefnumótun fyrir Bláskógabyggð – 2109037
Samningur við Podium ehf um vinnu við heildarstefnumótun.
Samningurinn var lagður fram. Hann felur í sér ráðgjöf Podium ehf við stefnumótun sveitarfélagsins með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
21. Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 – 2208029
Fjárhagsáætlun 2023, umræða um forsendur
Rætt var um gjaldskrárhækkanir og álagningarhlutföll fasteignagjalda.
22. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 – 2204012
Viðauki (4) við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2022 vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið var á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.
Í tilefni af bréfi reikningsskila- og upplýsinganefndar frá 5. maí 2022 um gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 hefur KPMG stillt upp tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2022. Lagt var fram yfirlit fyrir Bláskógabyggð með tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem er gerður vegna breytingar á reglugerð 1212/2015.
Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélagsmiðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Í framlögðum viðauka er búið að færa inn hlutdeild eftirfarandi stofnana í áætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2022 :
Bergrisinn bs. (4,55%)
Brunavarnir Árnessýslu (11,32%)
Héraðsnefnd Árnesinga bs. (5,78%)
Byggðasafn Árnesinga (5,78%)
Listasafn Árnesinga (5,78%)
Héraðsskjalasafn Árnesinga (5,78%)
Tónlistarskóli Árnesinga (5,78%)
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. (3,88%)
Umhverfis- og Tæknisvið uppsveita bs. (28,0%)
Skóla- og velferðaþjónusta Árnesþings bs. (12,59%)
Í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2022 er hlutdeild í ofangreindum stofnunum færð í A hluta.
Áætluð helstu áhrif :
Rekstrarniðurstaða batnar um 2,1 m.kr.
Aðrar tekjur hækka um 90,0 m.kr.
Rekstrargjöld hækka um 78,8 m.kr.
Afskriftir hækka um 5,8 m.kr.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur hækka um 3,3 m.kr.
Fjárfesting eykst um 7,3 m.kr.
Ekki er hægt að meta áhrif á eignir og skuldir þar sem að í flestum áætlunum samstarfsverkefnanna vantar áætlaðan efnahag 2022.
Með viðaukanum er lögð fram greinagerð með fyrirvara á viðaukanum, þar sem að fjárhagsáætlanir byggðasamlaganna eru ekki á sama formi og áætlun sveitarfélagsins, þ.e. að það vantar áætlaðan efnahag og sjóðstreymi hjá flestum stofnunum. Í greinagerðinni er einnig settur fyrirvari um mögulega breytingu á hlutfalli og e.t.v. eiga fleiri samstarfsverkefni að vera í samantektinni.
KPMG bendir á að í framhaldi sé rétt að benda forstöðumönnum þessara stofnanna á þessa breytingu á reglugerð og jafnframt fara fram á að næsta árs áætlun verði lögð fram með rekstrarreikningi, efnahag og sjóðstreymi þannig að betra sé að fella áætlun stofnunarinn í reikningsskil og áætlanir sveitarfélagsins.
Lagt var fram yfirlit sem sýnir samantekin áhrif breytinga vegna viðaukans á rekstur, sjóðstreymi og fjárfestingaryfirlit.
Jafnframt fylgir með sundurliðuð áhrif allra viðauka þar sem m.a. má sjá hvernig fjárhagur einstakra byggðasamlaga hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykki þennan viðauka vegna byggðasamlaganna sbr. reglugerð nr. 230/2021 og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.
23. Snjómokstur í þéttbýli útboð 2022 – 2208034
Fundargerð opnunarfundar vegna tilboða í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð, ásamt tilboðum.
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lögð var fram fundargerð vegna opnunar tilboða í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð, ásamt útboðsgögnum.
Lægstbjóðandi í snjómokstur í Laugarási var Félagsbúið Hrosshaga.
Lægstbjóðandi í snjómokstur á Laugarvatni var ÓA vinnuvélar ehf.
Lægstbjóðandi í snjómokstur í Reykholti var Kjartan Jóhannsson.
Gagnaöflun skv. útboðsgögnum stendur yfir og er málinu vísað til næsta fundar.
24. Lyfjaafgreiðsla í Laugarási – 2209014
Ályktun sveitarstjórnar um nauðsyn þess að áfram verði lyfjaafgreiðsla í Laugarási
Fyrir liggur að Lyfja ehf hefur áform um að breyta fyrirkomulagi lyfjaafgreiðslu í Laugarási og leitar nú eftir samningi við HSU um að lyfjaafgreiðsla færist inn á heilsugæsluna og í hendur starfsfólks þar. Með þessu breytta fyrirkomulagi er hætt við að þjónusta við notendur heilsugæslunnar verði skert, t.d. hvað það varðar að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í beinu framhaldi af læknisheimsókn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna umræddrar þjónustuskerðingar og hvetur til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði í Laugarási.
25. Jafnlaunavottun, viðhaldsúttekt 2022 – 2209009
Úttektarskýrsla BSI á Íslandi, dags. 13.09.2022, vegna viðhaldsúttektar á Jafnlaunavottun skv. ÍST85:2012, ásamt rýni stjórnenda og fundargerð rýnifundar, dags. 12.09.2022.
Farið var yfir niðurstöður viðhaldsúttektar á Jafnlaunavottun. Niðurstöður eru þær að frávik voru 1,1% konum í vil. Fylgni (R2) var 96,2%. Markmiðum fyrir árið var náð, en stefnt hafði verið að því að óútskýrður launamunur yrði enginn og heildarfrávik ekki meiri en 3% og að fylgni (R2) yrði hærri en 90%.
26. Héraðsvegur að Borgarholti – 2209015
Afrit af tilkynningu Vegagerðarinnar, dags. 15.09.2022 um afgreiðslu umsóknar um nýjan héraðsveg að Borgarholti.
Tilkynningin var lögð fram. Þar kemur fram að sótt hafi verið um nýjan héraðsveg að Borgarholti og verður hún samþykkt þegar lagfæringar sbr. úttektir á veginum hafa farið fram.
27. Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni – 2004032
Afrit af bréfi Innviðaráðuneytisins, til tilkynnanda, dags. 12.09.2022,um að ráðuneytið telji ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins varðandi málefni hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni og að málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins.
Bréfið var lagt fram. Það kemur fram sú niðurstaða innviðaráðuneytisins að ekki sé tilefni til að taka til skoðunar stjórnsýslu Bláskógabyggðar vegna þeirrar ákvörðunar að framlengja ekki samninga um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Tilkynning ráðuneytisins kemur í kjölfar erindis einstaklings, dags. 30. ágúst s.l., varðandi meinta ólögmæta stjórnsýslu Bláskógabyggðar í málinu. Ráðuneytið vísar til þess að það hafi þegar gefið út álit, dags. 29. desember 2021, þess efnis að stjórnarskrárbundinn réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, veiti sveitarfélaginu svigrúm til að koma starfsemi hjólhýsasvæðisins í lögmætt horf.
Fundi slitið kl. 12:38.
Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir