314. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
314. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
föstudaginn 7. október 2022, kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hildur Hálfdanardóttir og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Oddviti setti fund í Aratungu, um er að ræða aukafund sveitarstjórnar. Aðrir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarkerfi (Teams). Oddviti bauð Hildi velkomna á sinn fyrsta fund. Oddviti kallaði eftir athugasemdum við fundarboð og fundargögn. Engar athugasemdir voru gerðar.
1. | Snjómokstur í þéttbýli útboð 2022 – 2208034 | |
Tilboð í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð. Áður á dagskrá á 312. og 313. fundi. | ||
Í ágúst sl auglýsti Bláskógabyggð útboð á snjómokstri í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins, Laugarási, Laugarvatni og Reykholti. Nokkur tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin. Kallað hefur verið eftir þeim gögnum sem áskilið var í útboðsgögnum að bjóðendur legðu fram. Gögnin hafa verið yfirfarin og er lagt fram minnisblað Lögmanna Suðurlandi, dags. 6. október, þar sem fram kemur álit á því hvort að bjóðendur í útboðinu uppfylli skilyrði útboðsgagna til þess að vera hæfir til að taka að sér verkið. Einnig er lagt fram skuldleysisvottorð og verðmat fasteignar, til samræmis við ábendingar í minnisblaðinu. Í minnisblaðinu kemur fram að til þess að bjóðendur geti komið til álita sem viðsemjendur sveitarfélagsins um verkið þurfi allar hæfiskröfur að vera uppfylltar. Samkvæmt útboðsgögnunum þá ber sveitarfélaginu að ganga til samninga við þann bjóðanda sem á lægsta tilboð í hvern þéttbýliskjarna fyrir sig, að því tilskildu að hann uppfylli hæfiskröfur í kafla 11 í útboðsgögnum. Eftirfarandi tilboð bárust: Laugarás: Félagsbúið Hrosshaga. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 31.500. Laugarvatn: ÓA vinnuvélar ehf. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 24.845. Sveitadurgur ehf. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 25.200. Ketilbjörn ehf. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 25.806. Reykholt: Kjartan Jóhannsson. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 24.900. Ketilbjörn ehf. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 25.806. JH Vinnuvélar. Fjárhæð skv. tilboðsblaði kr. 27.300. Hvað varðar tilboð í snjómokstur- og hálkueyðingu í Laugarási uppfyllir lægstbjóðandi hæfiskröfur útboðsgagna. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Félagsbúsins Hrosshaga í snjómokstur í þéttbýlinu í Laugarási. |
||
Fundargerð var send fundarmönnum í tölvupósti og staðfest með tölvupóstum fundarmanna til fundarritara. Tölvupóstarnir eru vistaðir með fundargerðinni í málaskrá.
Fundi slitið kl. 11:23.
Helgi Kjartansson | Áslaug Alda Þórarinsdóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Hildur Hálfdanardóttir | |
Anna Greta Ólafsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |