316. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
316. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 19. október 2022, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Andri Snær Ágústsson, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tillögu vegna starfshóps um dagþjónustu og beiðni um skil á lóð. Var það samþykkt og verða liðir nr. 24 og 25.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 | |
247. fundur haldinn 12.10.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði 2 til 5. | ||
-liður 2, Hrísholt L167079; Fjarskiptamastur; Fyrirspurn – 2209079 Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar uppsetningu fjarskiptamasturs á landi Hrísholts L167079. Um er að ræða 15 metra hátt mastur án húss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu byggingarleyfis vegna viðkomandi masturs og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Mælist sveitarstjórn til þess að fyrirspurn fái málsmeðferð líkt og um umsókn væri að ræða. -liður 3, Efri-Reykir L167080; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2209096 -liður 4, Efsti-Dalur 2 (L167631); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaðir mhl 20 og mhl 21 – 2209085 -liður 5, Skálabrekka-Eystri L224848; Hellunesgata 13 og 16, Grjótnesgata 7 og 14; Breytt staðföng og stofnun lóða – 2210008 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
2. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025 | |
913. fundur, haldinn 05.10.2022. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
3. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2201008 | |
171. fundur haldinn 05.10.2022. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 31 er afgreiddur sem sérstakur liður á fundinum, nr. 27. | ||
4. | Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga – 2201014 | |
Fundur haldinn 07.09.2022 Fundur haldinn 03.10.2022 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2201028 | |
51. fundur haldinn 19.09.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna – 2201018 | |
Fundur haldinn 07.10.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fjarskiptamastur Mílu – 2202013 | |
Umsókn um byggingarheimild, fjarskiptamastur Brautarhóll lóð (167200), áður á dagskrá á 300. fundi. | ||
Lagður var fram uppfærður uppdráttur frá Mílu sem sýnir staðsetningu fjarskiptamasturs vegna umsóknar um byggingarheimild. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir fundi með Mílu og landeiganda til að ræða staðsetningu mastursins. | ||
8. | Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs – 2202017 | |
Yfirlit yfir staðgreiðslutekjur Bláskógabyggðar og framlög úr Jöfnunarsjóði fyrir janúar til september 2022 | ||
Yfirlitið var lagt fram til kynningar. | ||
9. | Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins 2022 – 2210024 | |
Beiðni Kvennaathverfsins, dags. 06.10.2022, um rekstrarstyrk. | ||
Sótt er um 200.000 kr. styrk til reksturs kvennaathvarfsins á árinu 2023. Sveitarstjórn sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu. | ||
10. | Girðing á lóðarmörkum Hverabrekku 1 – 2210025 | |
Beiðni Jóhanns Sigurðssonar, dags. 05.10.2022, um heimild til að setja upp 1,2 metra háa girðingu á lóðarmörkum Hverabrekku 1 og samliggjandi vegar. | ||
Beiðni Jóhanns var lögð fram. Þar er óskað eftir að leyfi verði veitt fyrir því að sett verði upp 1,2 metra há girðing á lóðamörkum Hverabrekku 1, til afmörkunar lóðar og til að tryggja öryggi, en Hverabrekka 1 er staðsett á gatnamótum. Í ljósi aðstæðna á svæðinu samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leyti að girðingin verði á lóðamörkum við Hverabrekku. |
||
11. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð Kallbrún Heiðarbæjarlandi – 2210028 | |
Styrkbeiðni Kallbrúnar,félags sumarbústeigenda, dags. 03.10.2022 vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 858.411. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
12. | Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð Efstadal 2 – 2210030 | |
Beiðni Efstadalsfélagsins, dags. 22.09.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt eru um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð kr. 679.408. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 272.000 vegna snjómoksturs með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Kostnaður vegna verkfræðiþjónustu er ekki styrkhæfur skv. reglum sveitarfélagsins. | ||
13. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð Helludalur – 2210032 | |
Beiðni Helludalsfélagsins, dags. 13.09.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. | ||
Umsóknin er lögð fram. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir og vinna við verkið er ekki hafin. Verði kostnaður vegna verksins greiddur á þessu ári samþykkir sveitarstjórn að úthluta styrk til verksins í samræmi við reglur sveitarfélagsins, þ.e. annað hvort 10% af fjárhæð í fjárhagsáætlun eða allt að 50% af kostnaði, allt eftir kostnaði við verkið. Styrkur verði ekki greiddur út nema afrit reikninga verði lögð fram. Að öðrum kosti er umsækjanda bent um að sækja um styrk á næsta ári og leggja þá fram afrit reikninga. | ||
14. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð Miðhúsaskógur – 2210033 | |
Styrkbeiðni VR, dags. 05.09.2022, vegna veghalds í frístundabyggð í Miðhúsaskógi. Sótt er um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð kr. 5.500.000. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
15. | Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka) – 2210034 | |
Beiðni Félags sumarhúsaeigenda í landi Brekku, dags. 22.08.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð kr. 1.578.024. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
16. | Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Fellskot) – 2210035 | |
Beiðni Sumarhúsafélagsins Fellskoti, dags. um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð 1.010.252. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
17. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Setberg í landi Grafar) – 2210044 | |
Umsókn sumarhúsafélagsins Setbergs, dags. 05.04.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 372.000. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 186.000 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
18. | CanAm Iceland Hill Rally 2023 – 2210040 | |
Umsókn keppnisstjórnar CanAm Iceland Hill Rally 2023, dags. 12.10.2022, um leyfi til að halda rallkeppni á vegum sem undir sveitarfélagið falla samkvæmt meðfylgjandi leiðarlýsingu og tímaáætlun. | ||
Umsóknin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn keppnisstjórnar CanAm Iceland Hill Rally, vegna rallkeppni sem fara á fram 11. til 13. ágúst 2023. Minnt er á að huga þarf vel að merkingum vegna keppninnar og skilja við svæðið í sama ástandi og tekið var við því. Þá þarf að auglýsa vel lokanir vegna keppninnar. Samþykki sveitarstjórnar er veitt með fyrirvara um samþykki annarra hagsmunaaðila. | ||
19. | Samningur um viðhald ljósa á Hvítárbrú við Iðu, framlenging – 2210041 | |
Beiðni Jakobs Narfa Hjaltasonar, f.h. áhugahóps, dags. 12.10.2022, um framlengingu á samningi um uppsetningu og viðhald ljósa á Hvítárbrú hjá Iðu. | ||
Núgildandi samningur rennur út í lok ársins 2022. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn út árið 2025, með óbreyttri fjárhæð, kr. 150.000 á ári. | ||
20. | Snjómokstur í þéttbýli útboð 2022 – 2208034 | |
Tilkynning kærunefndar útboðsmála, dags. 12.10.2022, um kæru ÓA vinnuvéla ehf vegna útboðs á snjómokstri. | ||
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi undir þessum lið. Kæran var lögð fram til kynningar. |
||
21. | Lækkun á hámarkshraða við Geysi – 2210043 | |
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 14.10.2022, um lækkun hámarkshraða á vegi 35-08 sem liggur um Geysi í Haukadal. | ||
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að 30 km hámarkshraði verður á kafla við Geysi og lækkun á öðrum hraða færð fjær. Sveitarstjórn minnir á mikilvægi þess að hraða vinnu við færslu vegarins suður fyrir Geysi. | ||
22. | Erindi Sigríðar Jónsdóttur, Arnarholti, til sveitarstjórnar. – 1809055 | |
Fyrirspurnir Sigríðar Jónsdóttur, dags. 12.10.2022, til sveitarstjórnar. | ||
Lagðar voru fram fyrirspurnir Sigríðar Jónsdóttur sem tengjast þeim málum sem hún rekur gegn sveitarfélaginu fyrir dómstólum. Um er að ræða sex fyrirspurnir vegna fjallskila og voru þær áður lagðar voru fram á 312. fundi, ásamt fleiri fyrirspurnum, og svar gefið á 313. fundi.
Líkt og greinir í fyrra svari sveitarstjórnar telur sveitarstjórn mikilvægt að mál þetta verði til lykta leitt fyrir dómstólum. Í fyrirspurnunum til sveitarstjórnar er bent á að ekki sé til staðar heimild í lögum um meðferð einkamála sem leysi stjórnvöld undan upplýsingaskyldu sinni. Þótt það sé rétt að ekki sé til staðar bein heimild þess efnis getur það komið til að skjal geti geymt ákveðin atriði sem háð eru trúnaðarskyldu, sbr. m.a. 69. gr. laganna. Sveitarfélagið telur að þær upplýsingar sem leitað er eftir með fyrirspurnunum feli ekki slíka trúnaðarskyldu í sér. Líkt og greinir í fyrra svari sveitarfélagsins gildir svokölluð málsforræðisregla fyrir íslenskum dómstólum. Í því felst að aðilar hafa sjálfir forræði á málum sínum, m.a. um það hvaða kröfur eru gerðar, hvaða málsástæður eru færðar fram og hvaða skjöl og sönnunargögn eru lögð fram. Í þeirri reglu felst einnig að gagnaðili í dómsmáli getur ekki krafist framlagningar skjals eða að fá tilteknar upplýsingar með öðrum leiðum, sbr. m.a. úrskurð Landsréttar í máli nr. 555/2020. Varðandi fyrirspurnirnar telur sveitarfélagið rétt að árétta að fullyrðing í greinargerð um að greidd séu laun við fjallskil kemur til vegna bótakröfu vegna tímabundins atvinnutjóns. Er í greinargerðinni jafnframt bent á að engin gögn séu lögð fram vegna tekna við bústörf, hvort sem um er að ræða almenn bústörf eða þá í tengslum við blóðmerarækt. Slíkar tekjur eiga að koma til frádráttar bótum vegna tímabundins atvinnutjóns, en á opinberum vettvangi hefur Sigríður lýst því yfir að hún sé bóndi og hafi tekjur af búrekstri. Hvað varðar spurningarnar bendir sveitarfélagið á að greiðslur eru greiddar samkvæmt ákvörðun fjallaskilanefndar og hefur slíkt fyrirkomulag verið stundað árum saman. Þær greiðslur koma almennt til móts við kostnað hvers bæjar vegna fjallskila og eru því dregnar frá eða skuldajafnaðar við þann kostnað. Bendir sveitarfélagið á að kostnaður Arnarholts fyrir fjallskil til fjallskilanefndar árið 2022 nam kr. 159.250. Á móti þeim kostnaði kom vinna tveggja við fyrsta safn og eins manns í öðru safni, kr. 107.100. Nam endanlegur kostnaður Arnarholts því 52.150 sem greitt er í fjallaskilasjóð. Sé vinnuframlag meira en kostnaður bæja getur því komið til greiðslna úr fjallaskilasjóði. Að öðru leyti er vísað til fjallskilaseðils sem kynntur hefur verið fyrir búrekstraraðilum. |
||
23. | Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026 – 2205041 | |
Tillaga um að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 9. nóvember í stað 2. nóvember. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði haldinn 9. nóvember en ekki 2. nóvember. | ||
24. | Ósk um að skila lóðinni Skólatún 16-18-20 Laugarvatni – 2205024 | |
Beiðni M8 flísa ehf, dags. 17.10.2022, um að skila lóðinni Skólatúni 16-20, Laugarvatni, sem úthlutað var 10.05.2022. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað. Sveitarstjóra er falið að auglýsa hana til úthlutunar á nýjan leik. | ||
25. | Uppbygging hjúkrunarheimilis eða dagþjónustu – 2010006 | |
Tillaga um að stofnaður verði starfshópur til að vinna að því að komið verði á dagþjónustu fyrir eldri borgara. Áður á dagskrá á 306. fundi. | ||
Lögð er fram greining Heilsugæslunnar í Laugarási og velferðarþjónustunnar á þörf fyrir dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæði þeirra. Tildrög þessa eru þau að sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur sóttu um til heilbrigðisráðuneytisins að komið yrði á fót hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna áttu með starfsmönnum ráðuneytisins í vor kom fram að um langtímaverkefni væri að ræða sem tæki tíma að koma á fjármála- og framkvæmdaáætlun hjá ríkinu. Umsókninni var vel tekið og því sýndur skilningur að þörf væri fyrir úrræði á þessu svæði. Starfsmenn ráðuneytisins ræddu m.a. um það hvort þörf væri á dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæðinu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna í Uppsveitum og Flóa áttu með fulltrúum HSU og félagsþjónustunnar í Laugarási í vor kom fram það mat starfsmanna sem koma að heimahjúkrun og heimaþjónustu að þörf væri fyrir slíkt úrræði. Í framhaldi af því samþykktu öll sveitarfélögin sem eiga aðild að félagsþjónustunni í Laugarási að kanna nánar þörf fyrir dagþjónustu (dagdvöl) á svæðinu. Niðurstaða greiningarinnar liggur fyrir. Til að vinna áfram að málinu er lagt til að hvert sveitarfélaganna tilnefni einn fulltrúa í starfshóp sem undirbúi umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um dagþjónusturými fyrir svæðið, vinni áætlun um reksturinn og greini hvaða staðsetning og húsnæði myndi henta. Bláskógabyggð tilnefnir Ástu Stefánsdóttur til setu í starfshópnum. |
||
26. | Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði – 2210023 | |
Erindi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 07.10.2022 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 188/2022 – Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði – lykilþættir. Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022. | ||
Erindið var lagt fram. Sveitarstjóra er falið að skila umsögn. | ||
27. | Rekstrarleyfisumsókn Vallarland 17 226 4743 – 2210027 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27.09.2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Vallarlands 17, Bláskógabyggð. Sótt er um leyfi fyrir gistingu í flokki II H frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu leyfisins, þar sem Vallarholt 17 er á skilgreindu svæði fyrir frístundabyggð skv. aðalskipulag Bláskógabyggðar, þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi. | ||
28. | Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123 2010 (uppbygging innviða), 144. mál. – 2210029 | |
Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 03.10.2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Umsagnarfrestur er til 17. október nk. |
||
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur mikilvægt að gæta að því að skipulagsvald sé ekki fært frá sveitarfélögum með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga. |
||
29. | Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál. – 2210036 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 13.10.2022 þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga umalmannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Umsagnarfrestur er til 27. október nk. |
||
Erindið var lagt fram. | ||
30. | Áætlun um loftgæði – 2210039 | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12.10.2022, varðandi endurskoðun áætlunar um loftgæði á Íslandi 2017-2029. Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna lofts í Evrópu. | ||
Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar. | ||
31. | Jafnréttisþing 2022 – 2210026 | |
Tilkynning forsætisráðuneytisins, dags. 05.10.2022, um Jafnréttisþing 2022. | ||
Erindið var lagt fram. | ||
32. | Ályktun vegna hækkana á fasteignagjöldum – 2210031 | |
Sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, dags. 21.09.2022 til stjórnvalda. | ||
Ályktunin var lögð fram. | ||
33. | Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga 2022 – 2210037 | |
Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga 2022 | ||
Ársskýrslan var lögð fram. | ||
34. | Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa – 2210038 | |
Bréf innviðaráðuneytisins, dags. 05.10.2022, til þátttakenda í degi um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður 20.11.2022. | ||
Erindið var lagt fram. | ||
35. | Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022 – 2210042 | |
Fundarboð vegna aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 11.11.2022. | ||
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Kjartansson verði fulltrúi Bláskógabyggðar á fundinum. | ||
Fundi slitið kl. 10:05.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Áslaug Alda Þórarinsdóttir | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Andri Snær Ágústsson | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |