318. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
318. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 16. nóvember 2022, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá lóðarumsókn, sem verður liður nr. 8 á fundinum, og tillögu um fundartíma næsta sveitarstjórnarfundar, sem verður liður nr. 9. Var það samþykkt samhljóða.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 | |
249. fundur haldinn 09.11.2022 | ||
-liður 1, Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting ? 2010059 Lögð er fram umsókn frá Grafíu vegna breytinga á deiliskipulagi orlofs- og frístundabyggðar í landi Miðdals í Laugardal eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að byggingarheimild fyrir frístundahús innan svæðisins er aukin úr 60 fm í 100 fm og að lóðarhafar geti byggt allt að 40 fm smáhýsi/gestahús á hverri lóð innan stækkaðs byggingarreits auk 15 fm geymslu sem teljast í báðum tilfellum til heimilaðs hámarksflatarmáls orlofs- eða frístundahúsa innan hverrar lóðar. Skilmálar sem taka til þjónustuhúss og tjaldsvæðis eru uppfærðir auk þess sem hjólhýsasvæði á eldri uppdrætti er fellt út. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum skipulagsgögnum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 2. Gatfellsskáli; Fjallasel; Deiliskipulag ? 2211017 -liður 3. Skjaldborg og Kerling; Fjallasel; Deiliskipulag ? 2211018 -liður 4. Tungubotnar L212210; Kjóastaðir 3, Stækkun lands 2210077 |
||
2. | Fundargerð seyrustjórnar – 2201012 | |
7. fundur haldinn 07.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
3. | Aðalfundur UTU bs – 2211020 | |
Aðalfundur haldinn 01.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2201006 | |
Fundur haldinn 09.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð NOS (stjórn skóla- og velferðarþjónustu) – 2201010 | |
Fundur haldinn 24.10.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2201019 | |
222. fundur haldinn 11.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 – 2208029 | |
Fjárhagsáætlun 2023. Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri kemur inn á fundinn. | ||
Farið var yfir framkvæmdaáætlun næsta árs, auk áætlunar fyrir eignasjóð. | ||
8. | Lóðarumsókn Skólatún 8-10, Laugarvatni – 2211023 | |
Umsókn BF-verks ehf um lóðina Skólatún 8-10, Laugarvatni. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til BF-verks ehf. | ||
9. | Fundartímar sveitarstjórnar – 2205041 | |
Tillaga um aukafund | ||
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur verði haldinn föstudaginn 25. nóvember kl. 14:30. Þá verði reglulegur fundur í fyrstu viku desember haldinn föstudaginn 9. desember kl. 14:30. |
||
10. | Námurekstur í landi Skálabrekku – 2211019 | |
Beiðni umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins, dags. 10.11.2022, um umsögn vegna beiðni um undanþágu skv. 2. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns vegna rekstrarleyfis fyrir námu í landi Skálabrekku, náma E3. | ||
Erindi umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins var lagt fram. Þar er erindi Heiðaráss ehf. sent til umsagnar. Í erindinu er sótt um undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar er óheimilt að hefja nýjan atvinnurekstur á verndarsvæðinu sem er starfsleyfisskyldur samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun. Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. getur umhverfisráðherra veitt undanþágu frá þessu ákvæði að fenginni umsögn Þingvallanefndar, Umhverfisstofnunar, sveitarstjórnar, Heilbrigðisnefndar Suðurlands, eða annarra aðila eftir eðli starfsemi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við það að starfrækt verði náma í landi Skálabrekku, merkt E3 á aðalskipulagi. |
||
11. | Skýrsla Samtaka orkusveitarfélaga – 2210042 | |
Skýrsla stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2020-2022. | ||
Skýrslan var lögð fram til kynningar. | ||
12. | Starfsleyfi fyrir losunarstað fyrir óvirkan jarðvegsúrgang að Spóastöðum – 2210009 | |
Auglýsing Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 11.11.2022, vegna starfsleyfisskilyrða fyrir landmótun með óvirkum úrgangi. | ||
Auglýsing Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var lögð fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 10:55.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Áslaug Alda Þórarinsdóttir | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |