319. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
319. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
föstudaginn 25. nóvember 2022, kl. 14:30.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elías Bergmann Jóhannsson, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Leitað var afbrigða til að taka fundargerð 250. funar skipulagsnefndar á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða.
1. | Fundargerðir menningarmálanefndar – 2211047 | |
Fundur haldinn 16.09.2022 Fundur haldinn 18.11.2022 |
||
Fundargerðirnar voru staðfestar. Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir að hafa haldið Ljósahátíð og Bókagleði, vel var að þessum viðburðum staðið. |
||
2. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2201002 | |
32. fundur haldinn 21.11.2022, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 5. | ||
-liður 5 Tungurimi og Borgarrimi 2. og 3. áfangi, lagt var til að sveitarstjórn samþykki tillögu nefndarinnar um að bjóða út framkvæmdir við 2. áfanga Borgarrima í upphafi ársins 2023. Um er að ræða Borgarrima 10-17. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum, Jón F. Snæbjörnsson Þ-lista sat hjá. Fundargerðin var staðfest. |
||
3. | Fundargerðir skipulagsnefndar 2022 – 2201007 | |
250. fundur haldinn 23.11.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 6-14. | ||
-liður 6, Laugarás tækjahús (L176855); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur 2112028 Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 10.12.2021, um byggingarheimild til að reisa 20 m stálmastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Laugarás tækjahús L176855 í Bláskógabyggð. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu málsins ásamt andsvörum umsækjanda. Sveitarstjórn tekur undir andsvör umsækjenda vegna framlagðar athugasemda sem bárust vegna málsins og gerir ekki athugasemd við útgáfu byggingarheimildar fyrir uppsetningu umsótts fjarskiptamasturs. Byggingarfulltrúa verði falin afgreiðsla málsins. -liður 7, Myrkholt lóð 4 (L174177); umsókn um byggingarleyfi; breyta notkun á gistiskála í íbúðarhús 2205106 Fyrir liggur umsókn Vilborgar Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteinn ehf., móttekin 10.05.2022 um byggingarleyfi til að breyta notkun á 74 m2 gistiskála mhl 01, byggingarár 2013 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Myrkholt lóð 4 (L174177) í Bláskógabyggð. Húsið er staðsett á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytta notkun hússins á grundvelli landnotkunar aðalskipulags. Standist húsið kröfur byggingarreglugerðar er varðar íbúðarhús gerir sveitarstjórn því ekki athugasemdir við breytta notkun þess. -liður 8, Holtakot lóð (L176853); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður 2211014 Fyrir liggur umsókn Kristjáns Hjaltasonar og Rannveigar Einarsdóttur, móttekin 02.11.2022 um byggingarheimild fyrir 129 m2 sumarbústað á lóðinni Holtakot lóð (L176853) í Bláskógabyggð. Landnoktun landsins samkvæmt aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði og frístundasvæði. Lóðin er skráð sem ræktað land. Fyrir á lóðinni er 42,9 fm sumarhús. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælist til þess að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina sem tekur til byggingarheimilda innan hennar. -liður 9, Efsti-Dalur 2 L167631; Fjölgun lóða og stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting 2210093 Lögð er fram umsókn frá Efstadalskoti ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi að Efsta-Dal 2. Í breytingunni felst fjölgun lóða og stækkun byggingarreita auk þess sem breytingar eru gerðar á núverandi skipulagsskilmálum innan svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi -liður 10, Efsti-Dalur lóð 11 L167747; Stækkun byggingarreits og auknar byggingarheimildir; Deiliskipulagsbreyting 2211003 Lögð er fram umsókn frá Friðriki Friðrikssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efsta-Dals. Í breytingunni felst beiðni um breytingu á byggingarreit og byggingarskilmálum innan lóðar Efsta-Dals lóð 11, L167747. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar umsókn um breytingar sem varðar byggingarskilmála á einstaka lóð innan deiliskipulagssvæðis. Sveitarstjórn gerir hins vegar ekki athugasemdir við skilgreiningu byggingarreits á lóð Efsta-Dals lóð 11. Mælist sveitarstjórn til þess að umsókn um breytingar á byggingarskilmálum innan hverfisins taki til skipulagssvæðisins í heild. Sé vilji til að einskorða umsókn við skilgreiningu byggingarreits á lóðinni mælist sveitarstjórn til þess að uppfærðum gögnum verði skilað inn til embættis UTU. -liður 11, Brattholt; Stækkun lóðar og byggingarreits og aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting 2211046 Lögð er fram umsókn frá Ferðaþjónustu Gullfossi ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi að Brattholti. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits og aukning á byggingarheimildum. Gert er ráð fyrir að gistiheimilið geti stækkað um 3000 fm og geti orðið allt að 4500 fm. Leyfilegt verði að byggja 1-2 hæða viðbyggingu við núverandi hús. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar að framlagðri beiðni um breytingu á deiliskipulagi og fer fram á gerð nýs deiliskipulags sem tekur til uppbyggingar á lóðinni og stækkunar á henni. Að mati sveitarstjórnar er svo umfangsmikil aukning á byggingarheimildum innan lóðarinnar ekki þess eðlis að unnt sé að veita heimild fyrir slíkri uppbyggingu með breytingu á núverandi deiliskipulagi. Viðkomandi lóð og byggingarheimildir innan hennar voru upphaflega skilgreindar með breytingu á deiliskipulagi svæðisins árið 2006. Upphaflegt deiliskipulag er frá 1998. Með nýju deiliskipulagi verði með ítarlegri hætti m.a. gert grein fyrir auknum gestafjölda, vatns- og fráveitu, ásýnd, fjölda bílastæða, umhverfisáhrifa og minjaskráningar. Samhliða verði unnin óverulega breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem svæðið verði fellt út úr gildandi skipulagsáætlun taki það ekki til heildar endurskoðunar skipulagssvæðisins í heild. -liður 12, Stekkatún; Stækkun lóðar og breytt staðföng; Deiliskipulag 2211051 Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Stekkatúns. Í breytingunni felst stækkun lóðar og breytt staðföng innan svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 13, Tjörn L167174, deiliskipulagsbreyting 2211039 Lögð er fram beiðni frá Reykjavík Peace festival ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Svartaskógar í landi Tjarnar. í breytingunni felst ný skilgreining á lóð innan skipulagsins, minnkun á byggingarreit og breyttri aðkomu auk þess breytingar er gerðar á skipulagsskilmálum sem taka til fráveitu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 14, Traustatún 2 L234168; Fyrirspurn 2211062 Lögð er fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar umsóknar um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð Traustatúns 2. Að mati sveitarstjórnar er gert ráð fyrir því innan deiliskipulags fyrir Laugarvatn að á umræddum lóðum verði byggð hús sem nýti sér landhalla innan lóðar og verði á einni og hálfri til tveimur hæðum þ.e. með niðurgröfnum kjallara. Mælist sveitarstjórn til þess að hús á lóðinni verði í takt við þau markmið deiliskipulagsins. Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
4. | Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf – 2211024 | |
Aðalfundur haldinn 25.08.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2201028 | |
53. fundur haldinn 11.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga – 2210042 | |
Aðalfundur haldinn 11.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2201009 | |
57. fundur haldinn 09.11.2022 58. fundur haldinn 16.11.2022 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008 | |
174. fundur haldinn 16.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Fundargerð stjórnar SASS – 2201022 | |
589. fundur haldinn 04.11.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
10. | Afskriftir eldri krafna – 2211025 | |
Erindi sviðsstjóra stórnsýslusviðs vegna afskrifta fyrndra krafna. | ||
Sveitarstjórn samþykkir afskriftir fyrndra krafna skv. tillögu sviðsstjóra. Gert er ráð fyrir tilsvarandi færslu í bókhaldi í viðauka við fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum. | ||
11. | Gjaldskrá Bláskógaljóss 2023 – 2211038 | |
Gjaldskrá Bláskógaljóss, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
12. | Gjaldskrá fráveitu 2023 – 2211037 | |
Gjaldskrá fráveitu, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
13. | Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2023 – 2211036 | |
Gjaldskrá Aratungu og Bergholts (útleiga), fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
14. | Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2023 – 2211035 | |
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
15. | Gjaldskrá frístundar 2023 – 2211034 | |
Gjaldskrá frístundar, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
16. | Gjaldskrá mötuneytis 2023 – 2211033 | |
Gjaldskrá mötuneytis, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
17. | Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023 – 2211032 | |
Gjaldskrá íþróttamannvirkja, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
18. | Gjaldskrá leikskóla 2023 – 2211031 | |
Gjaldskrá leikskóla, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
19. | Gjaldskrá Bláskógaveitu 2023 – 2210046 | |
Gjaldskrá Bláskógaveitu, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. Fulltrúar Þ-lista, lögðu fram eftirfarandi bókun: Við óskum eftir að gjaldskrá hitaveitu sé endurskoðuð fyrir almenna notendur þannig að hún sé miðuð við orkunotkun, eða komið sé til móts við þá er búa við lægri framrásarhita. Einnig sé hugað að stuðningi við uppsetningu varmadælna. | ||
20. | Gjaldskrá vatnsveitu 2023 – 2211030 | |
Gjaldskrá vatnsveitu, fyrri umræða | ||
Gjaldskránni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
21. | Styrkbeiðni Sjóðsins góða – 2211040 | |
Styrkbeiðni starfshóps Sjóðsins góða í Árnessýslu, dags. 17.11.2022 | ||
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
22. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Holtshverfi) – 2211043 | |
Umsókn félags sumarhúsaeigenda í Holtshverfi, í landi Reykjavalla, um styrk til veghalds. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 1.391.058. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
23. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Miðdalur) – 2211048 | |
Umsókn Félags sumarhúsaeigenda í Miðdal, dags. 14.11.2022, um styrk vegna viðhalds vega í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 3.571.675. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
24. | Lóðarumsókn Skólavegur 6, Reykholti – 2207003 | |
Lóðarumsókn vegna Skólavegar 9, bílastæði, áður á dagskrá á 309. fundi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita Stakri gulrót ehf vilyrði fyrir lóðinni Skólavegi 9, Reykholti, til eins árs í tengslum við fyrirhugaða stækkun hótelsins. Deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt og nýting hennar og afmörkun aðlöguð að þörfum þegar nánar liggur fyrir um stækkun hótelsins. | ||
25. | Fjarskiptamastur Mílu – 2202013 | |
Tillaga Mílu að staðsetningu fjarskiptamasturs í Reykholti, dags. 17.11.2022. Áður á dagskrá á 316. fundi. | ||
Lagður var fram uppfærður aðaluppdráttur, dags. 17.11.2022, þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu byggingarheimildar fyrir uppsetningu umsótts fjarskiptamasturs. Byggingarfulltrúa er falin afgreiðsla málsins. | ||
26. | Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 – 2204012 | |
5. viðauki við fjárhagsáætlun 2022 | ||
Lagður var fram fimmti viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022. Áhrif viðaukans á rekstur eru jákvæð sem nemur 29.956.877 kr. Þá er gert ráð fyrir auknum fjárfestingum sem nemur 30.200.000 kr alls, en á móti koma auknar tekjur sem nemur 40.000.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir viðaukann og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila. |
||
27. | Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 – 2208029 | |
Fjárhagsáætlun 2023 og 3ja ára áætlun til fyrri umræðu | ||
Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall vegna ársins 2023 verði 14,52%. Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu. |
||
28. | Lántökur 2022 – 2201040 | |
Lántökur skv. fjárhagsáætlun 2022 | ||
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 123.000.000, til 17 ára með lokagjalddaga 23. mars 2040. Sveitarstjórn hefur kynnt sér lánaskilmála og gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að rástöfun lánsins falli að henni. Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til framkvæmda við fráveitulagnir og niðursetningu á hreinsistöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. |
||
29. | Þingsályktunartillaga um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. – 2211042 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18.11.2022, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Umsagnarfrestur er til 2. desember nk. |
||
Tillagan var lögð fram. | ||
30. | Rekstrarleyfisumsókn Skógarberg Meyjarskemma (225-6931) – 2211044 | |
Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 25.10.2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Tréhauss ehf vegna Skógarbergs, gististaður í flokki II-H Frístundahús, Meyjaskemman, 225-6931. | ||
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II H Frístundahús, vegna Skógarbergs (Meyjaskemman), 225 6931. | ||
31. | Rekstrarleyfisumsókn Skógarberg Sólvellir 220-5308 – 2211045 | |
Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 25.10.2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Skógarbergs, Sólvalla, gististaður í flokki II-G Íbúðir, 220-5308. | ||
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II G Íbúðir, vegna Skógarbergs (Sólvellir), 220 5308. | ||
32. | Rekstrarleyfisumsókn Skógarberg Skemma (2317855) – 2211046 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 25.10.2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Tréhauss ehf vegna Skógarberg, Skemma, gististaður í flokki II G Íbúðir. | ||
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Þar er lagst gegn útgáfu leyfisins, þar sem um sé að ræða véla- og verkfærageymslu. Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II G Íbúðir, vegna Skógarbergs (Skemma), 231 7855. | ||
33. | Ársskýrsla Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2021 – 2211041 | |
Ársskýrsla SVÁ fyrir velferðarþjónustuna árið 2021 og skólaþjónustuna skólaárið 2021 til 22. | ||
Ársskýrslan var lögð fram. | ||
Fundi slitið kl. 16.30.
Helgi Kjartansson | Elías Bergmann Jóhannsson | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |