32. fundur 2006

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.

 

 

FUNDARGERÐ

 1. FUNDUR

fimmtudaginn 14. desember 2006, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Snæbjörn Sigurðsson (varamaður) Bláskógabyggð

Ingvar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

 1. Loftmyndir – til kynningar

Skipulagsfulltrúi lagði fram upplýsingar um verð á loftmyndum fyrir

sveitarfélögin fjögur í tengslum við uppbyggingu landupplýsingakerfis fyrir

embættið.Leitað var tilboða frá Loftmyndum ehf., Hnit hf. og Landmælinga

(gervihnattamyndir).

 

Bláskógabyggð

 1. Tjörn í Biskupstungum, lóðablað og fyrirspurn um staðsetningu á gám og

gróðurhúsi.

Lagt fram landsspildublað sem unnið er af Böðvari Guðmundssyni yfir 37,58

ha spildu úr landi Tjarnar í Biskupstungum. Beiðandi er Magnús Magnússon.

Umrætt svæði er austan við veginn að Tjörn þar sem hann tengist Reykjavegi.

Landeigendur Torfastaða, Vegatungu og Bóls hafa samþykkt afmörkun

landsins með undirskrift á uppdrátt. .Meðfylgjandi er einnig drög að

leigusamningi fyrir landið.

Í umsókninni er jafnframt óskað eftir heimild til að reisa 208 m² gróðurhús

(dúkhús á steypukubbum) og leyfi til að staðsetja 20 m² gám sem nýta á sem

geymslu.

Lóðablaðið er samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Varðandi

gróðurhús að þá er málinu frestað þar til nánari lýsing á húsinu liggur fyrir

s.s. hæð þess og byggingarefni (einangrun).

 

 1. Syðri-Reykir, fyrirspurn

Lagðar fram teikningar af nýju 100 m² sumarhúsi á 4109 m² lóð í landi Syðri

Reykja. Áður fyrr voru þetta tvær lóðir, lóð nr. 3 (1.389m²) og lóð nr. 6 (2.720

m²), en þær voru sameinaðar fyrir nokkrum árum. Á lóðinni, er fyrir 63 m²

frístundahús. Fyrirhugað var að staðsetja nýtt hús á svæði sem áður var lóð

 1. 3. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Skipulagsnefnd telur það ekki samræmast stefnu sveitarfélagsins að byggja

nýtt 100 m² hús á umræddri lóð. Í dag er almennt miðað við að lágmarksstærð

frístundahúsalóða sé 5.000 m² og því er heldur ekki hægt að skipta lóðinni, þó

svo að áður hafi verið um tvær lóðir að ræða. Einnig er það samþykkt stefna

sveitarfélagsins að leyfa ekki stærra aukahús en 30 m² og að

hámarksnýtingarhlutfall lóða skuli ekki fara upp fyrir 0.03. Á umræddri lóð er

því eingöngu hægt að stækka núverandi hús, að nýja húsið verði um 30 m²,

eða byggja nýtt hús og rífa það eldra. Ef um er að ræða umfangsmiklar

breytingar á lóð þarf að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir skv. 7.

mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum, Vörðuás 11 – 14. Breyting á deiliskipulagi

frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Úthlíð.

Beiðandi er Páll Bjarnason, Verkfræðistofu Suðurlands, f.h. landeigenda.

Skipulagssvæðið er um 18 ha og er staðsett ofan við eldri hluta

frístundabyggðar í Úthlíð og er aðkoma að svæðinu um götuna Vörðuás. Gert

er ráð fyrir 10 lóðum á bilinu 1,6 – 2 ha þar sem heimilt verður að reisa allt

að 150 m² frístundahús og allt að 20 m² aukahús.Hæð húsa má að hámarki

vera 6,5 m frá neðsta gólfkóta.

Skipulagsnefnd telur að bæta þurfi við upplýsingum í skilmála skipulagsins um

hámarkshæð húsa frá jörðu. Einnig er bent á að lóðirnar Vörðuás 11 og 14

eru ekki á gildandi deiliskipulagi og ætti því ekki sýna þær á uppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við ofangreindar

athugasemdir og þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir.

 

 1. Efra Apavatn 2 í Laugardal, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað unnu af Verkfræðistofunni Hnit í mkv. 1:4.000 af

68 ha spildu úr landi Efra-Apavatns 2 í Laugardal. Landið afmarkast af

Laugarvatnsvegi, Grafará og Urriðalæk sem jafnframt eru landamerki við

Gröf/Lækjarhvamm, og svo markarskurði við Efra-Apavatn 1

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykki

eiganda Efra-Apavatns I.

 

 1. Hjálmsstaðir í Laugardal, lóðablað.

Lögð fram tvö landsspildublöð yfir 6 lóðir úr landi Hjálmsstaða í Laugardal.

Lóðir merktar 1- 5 er sunnan Laugarvatnsvegar og er lóð 1 12.057 m² að

stærð en lóðir 2-5 eru allar 10.000 m². Að auki er afmörkuð 12.471 m² lóð

norðan Laugarvatnsvegar utan um núverandi íbúðarhús.Landið liggur ekki

upp að landi í eigu annarra.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Útey í Laugardal, deiliskipulag frístundalóðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða, Vesturey 1 og

3, í landi Úteyjar í Laugardal. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að núverandi 1 ha lóð er skipt í tvær 0,5

ha lóðir þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 m² frístundahús og allt að

25 m² aukahús. Um 40 m² hús er þegar til staðar á annarri lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.

 

 1. Mjóanes í Þingvallasveit, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tilaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Mjóaness í

Þingvallaveit.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 20 frístundahúsalóðum á um 55,4 ha

svæði, 18 eru um 3 ha, ein er 1,2 ha og ein er 2.000 m².

Umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Umhverfisstofnunar liggja fyrir.

Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember með

athugasemdafrest til 30. nóvember. Ahugasemdir bárust frá 5 aðilum sem allir

eru núverandi eigendur að hluta landsins eða verðandi eigendur að einstökum

lóðum. Gerð er athugasemd við afmörkun lóða, fjarlægð byggingarreita frá

vatni og legu vega.

Í ljósi athugasemda að þá felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að fara yfir

tillöguna í samráði við hönnuð og landeigendur. Meðal annars þyrfti að skoða

betur hvort að afmarka mætti byggingarreiti nánar, m.a. með það að

markmiði að lágmarka sjónræn áhrif byggðarinnar á sama tíma og komið er

til móts við óskir lóðarhafa um staðsetningu húsa á lóðunum.

 

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

 1. Ásgarður í Grímsnesi, 2. áfangi, Giljatunga/Borgarbrún. Deiliskipulag

frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í landi Ásgarðs

í Grímsnesi. Beiðandi er Hermann Ólafsson f.h. landeigenda.

Skipulagssvæðið er rúmir 69 ha og afmarkast af Sogsvegi(nr. 36) að vestan,

landamörkum við Syðri-Brú og háspennulínu að norðan, og núverandi

frístundabyggðarsvæði í Ásgarði að sunnan. Gert er ráð fyrir 62 lóðum á

bilinu 0,5 – 1,5 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² auk allt að

25 m² aukahús. Til viðbótar er heimilt að hafa geymslukjallara undir hluta eða

öllu frístundahúsinu. Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um

tengingu við þjóðveg.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir. Bent er á að lóðir mega að lágmarki

vera 0,5 ha auk þess sem bæta þarf við í greinargerð að

hámarksnýtingarhlutfall lóða sé 0.03.

 

 1. Búrfell I í Grímsnesi, svæði 1, ósk um breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðar.

Lögð fram að nýju beiðni Jóhanns Rúnarssonar f.h. Stubbana ehf. um

breytingu á deiliskipulagi í landi Búrfells I (sjá ofan) vegna lóðarinnar

Víðibrekku 23. Óskað er eftir að fá að byggja 180 m² frístundahús á lóðinni

sem er 10.450 m² að stærð, en í gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að

100 m² frístundahús auk gestahúss. Fram kemur að lóðin er eftst á svæðinu og

skyggir ekki á önnur hús í hverfinu.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á skilmálum deiliskipulags

frístundabyggðar í landi Búrfells I á svæðum 1 og 2 í samræmi við

ofangreinda beiðni.

 

 1. Klausturhólar í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 20 landsspildu úr

landi Klausturhóla. Umsækjandii er Byggingarfélagið Geysir.

Skipulagssvæðið er norðan Biskupstungnabrautar og nær upp að

frístundabyggðasvæði í Kerhrauni.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 28 lóðum á bilinu 0,5 – 0,7 ha þar sem

heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús,

en nýtingarhlutfall lóða má þó að hámarki vera 0.03. Um 4,3 svæði upp að

Biskupstungnabraut er tekið frá til útivistar auk svæðis undir göngustíg í

gegnum hverfið. Gert er ráð fyrir að svæðið tengist vatnsveitu Grímsnes- og

Grafningshrepps.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar

liggur fyrir. Einnig þurfa lóðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins. Að auki er bent á að hnitsetja þarf lóðirnar.

 

 1. Kringla 2 í Grímsnesi, breyting á skilmálum deiliskipulags

frístundabyggðar.

Lögð fram endurskoðuð beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags

frístundabyggðar í landi Kringlu 2. Beiðandi er Jón Sigurðsson.

Óskað er eftir að skilmálum deiliskipulagssins fyrir lóð 17 verði breytt á þann

veg að heimilt verði reisa allt að 250 m² hús, þ.a. 62 m² innbygð bílgeymsla,

og allt að 25 m² hesthús. Allar lóðir innan deiliskipulagssvæðis eru um og yfir

10 ha að stærð og skv. núgildandi skilmálum má reisa allt að 100 m²

frístundahús og 10-15 m² geymslu.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa ofangreinda breytingu skv. 25. gr.

skipulags- og byggingarlaga sem nær til alls svæðisins, þ.e. að heimilt verði

að reisa allt að 300 m2 hús og 40 m2 aukahús.

 

 1. Minniborg í Grímsnesi, ferðaþjónustuhús. Eignaskipting lóðar.

Kynntar hugmyndir Minni Borga ehf. um eignaskiptingu lóðar sem skipulögð

er fyrir leigufrístundahús. Sá möguleiki er fyrir hendi að einstaka hús verði

seld til annarra félaga og hugsanlega einstaklinga. Í aðalskipulagi er svæðið

skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.

 

 1. Þóroddsstaðir í Grímsnesi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublaði í mkv. 1:4.000 unnu af Böðvari Guðmundssyni af

25 ha spildu úr landi Þóroddstaða (168295) í Grímsnesi. Austurhluti

svæðisins liggur upp að Laugarvatnsvegi og norðurhluti þess að landi Neðra

Apavatns.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykkt

eigenda aðliggjandi lands. Minnt er á að skv. 13.grein jarðalaga skuli

landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðarráðherra.

 

 1. Öndverðarnes í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar. Gamalt og

nýtt.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness.

Tillagan nær yfir 155 ha svæði og 239 lóðir á bilinu 2.368 – 11.500 m², þar af

eru 198 þegar byggðar en 40 eru nýjar eða óbyggðar. Heimilt verður að reisa

allt að 250 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús.

Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember með

athugasemdafrest til 30. nóvember. Engar athugasemdir bárust á

auglýsingartíma en Vegagerðin hefur þó ekki samþykkt aðkomu að tveimur

nýjum lóðum norðan Biskupstungnabrautar og vestan Sogsvegar.Tillagan

lögð fram með þeirri breytingu að tvær lóðir norðan Biskupstungnabrautar og

vestan Sogsvegar falla út auk annarra minniháttar breytinga á afmörkun

nokkurra lóða og byggingarreita. Einnig er í skilmálum nú kvöð um aðkomu

að lóð við Réttarháls 34 í gegnum lóð 32.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytum skv. 25. gr.

skipulags- og byggingarlaga.

 

Hrunamannahreppur

 1. Dalbær III, Markarflöt. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Dalbæjar III.

Beiðandi er Hermann Ólafsson f.h. landeigenda.

Tillagan nær yfir 20,3 ha svæði vestan í Galtafelli og kallast Markarflöt. Gert

er ráð fyrir 18 lóðum á bilinu 6.300 – 9.300 m² þar sem heimilt verður að

reisa allt að 120 m² frístundahús og allt að 30m² aukahús.

Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 er hluti svæðisins merkt sem

frístundabyggðasvæði F15. Það svæði er þó ekki nægjanlega stórt sem felur í

sér að gera þarf breytingu á aðalskipulaginu og frestar skipulagsnefnd því

afgreiðslu málsins þar til sveitarstjórn hefur tekið afstöðu til þeirrar

breytingar.

Bent er á að í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar frá 15. nóvember 2006

sem samþykkt var í sveitarstjórn Hrunamannahrepps 6. desember skal

vegstæði meginvega innan frístundabyggðasvæða vera 12 m að lágmarki, en

minni botnlanga 8 m að lágmarki.

 

 1. Efra-Langholt, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efra-Langholts..

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 3 frístundahúsalóðum sem allar eru

tæplega 3 ha að stærð á svæði sem liggur upp að þjóðvegi 341, Langholtsvegi.

Heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús en ekki er gert ráð fyrir

aukahúsi. Umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. september 2006 liggur

fyrir.

Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember með

athugasemdafrest til 30. nóvember. Athugasemd barst frá Sveini Flosa

Jóhannessyni og Valdimar Harðarsyni með bréfi dags. 10. nóvember 2006.

Gerð er athugasemd við afmörkun svæðisins og aðkomu að lóðunum um veg í

þeirra landi. Óskað hefur verið eftir umsögn Vegagerðarinnar um aðra

tengingu inn á þjóðveg en hún liggur ekki fyrir að svo stöddu. Vegagerðin

hefur líka þegar lýst þeirri skoðun sinni að æskilegast væri að nýta þá

tengingu sem þegar er til staðar í stað þess að búa til nýja tengingu inn á

þjóðveg.

Skipulagsnefnd telur að með teknu tilliti til umferðaröryggis að þá sé ekki

æskilegt að fjölga tengingum á þessu svæði og beinir því til landeigenda að

reyna að ná samkomulagi um notkun núverandi tengingar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með þeirri breytingu að afmörkun svæðisins breytist í samræmi við

athugasemd og með fyrirvara um að samkomulag náist um notkun núverandi

vegtengingar.

 

 1. Flúðir, Melar. Lóðablað fyrir íbúðarhús og starfsmannahús.

Lagt fram landsspildublað í mkv. 1:1.000 unnið af Verkfræðistofu Suðurlands

yfir tvær lóðir, önnur er 1.482 m² úr landi Mela (landnr. 166840) utan um

núverandi íbúðarhús og hin er 1.130 m² utan um fyrirhugað starfsmannahús

úr landi Varmalækjar. Með fylgdi undirrituð yfirlýsing á blaði frá landeigenda

Suðurbrúnar um að landamerkin eru rétt.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Minnt er á að skv. 13.grein

jarðalaga skuli landskipti á bújörðum einnig staðfest af landbúnaðarráðherra.

 

 1. Flúðir, Vesturbrún 3 og 5. Skilmálabreyting.

Lögð fram fyrirspurn Anne B. Hansen arkitekt f.h. lóðarhafa Vesturbrúnar 3

og 5 á Flúðum um breytingu á skilmálum lóðanna. Í breytingunn fælist að

heimilt verði að reisa einbýlishús með frístandandi bílageymslum og að

mænistefna verði norðvestur/suðaustur.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta skilmálum á þann veg að megin

mænisstefna breytist, verður norðvestur/suðaustur, en ekki verður heimilt að

reisa frístandandi bílageymslu. Samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og

byggingarlaga.Grenndarkynning fellur niður þar sem hús skv. breytingu eru í

samræmi við aðliggjandi byggð.

 

 1. Garður, deiliskipulag frístundabyggðar. Hveramýri.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Garðs sem kallast

Hveramýri.

Í tillögunni felst að á um 6 ha svæði um 500 m austan við bæinn Hvamm er

gert ráð fyrir 7 lóðum á bilinu 2.990 – 7.393 m² að stærð þar sem heimilt

verður að reisa allt að 180 m² frístundahús allt að tvær hæðir með 6 m

mænishæð. Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03.

Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember með

athugasemdafrest til 30. nóvember. Athugasemd barst frá Sigurði Jónssyni hrl

f.h. eigenda Hvamms I þar sem ítrekuð er athugasemd sem gerð var við

breytingu á aðalskipulagi sama svæðis varðandi aðkomu að svæðinu og

ólögmæt mannvirki. Við afgreiðslu aðalskipulagsbreytingarinnar var

athugasemdin afgreidd á þann hátt að því var beint til eigenda svæðisins að

leita lausna um aðkomu að svæðinu og að byggingarleyfi yrði ekki veitt fyrr en

sú lausn lægi fyrir. Svo virðist sem ekki hafi náðs lausn á þessu máli en nú

liggja fyrir gögn sem að mati skipulagsnefndar sýna fram á rétt eigenda að

spildunni Hveramýri um umferðarrétt um núverandi veg.

Skipulagsnefnd frestar þó afgreiðslu málsins að svo stöddu og felur

skipulagsfulltrúa að fara yfir málið og koma með tillögu að svari við

innkominni athugasemd í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

 

 1. Sunnuhlíð. Tillaga að íbúðarsvæði til kynningar

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi

Sunnuhlíðar vestan við núverandi þéttbýli á Flúðum, austan við

frístundabyggðina Svangabyggð. Í heild er svæðið um 39 ha að stærð og er

þar gert ráð fyrir um 123 íbúðum, bæði í einbýlis- og parhúsum. Lóðirnar eru

flestar um 1.000 m² en syðst á svæðinu er gert ráð fyrir 12 stærri lóðum á

bilinu 0,6 – 1,6 ha fyrir smábýli.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 1. Kílhraun á Skeiðum, lóðablað. Viðbót við Skógræktarreit.

Lagt fram landsspildublað unnið af Pétri H. Jónssyni af 2.580 m² spildu úr

landi Kílhrauns. Um er að ræða viðbót sem fellur inn í land Skógræktarreit

Árnesinga.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Steinsholt 2 í Gnúpverjahreppi. Lóðablað.

Lagt fram landsspildublað sem unnið er af Einari Bjarnasyni verkfræðingi af

5.900 m² spildu úr landi Steinsholts 2. Fyrir liggur samþykki eigenda

aðliggjandi lands.

Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 12:00

Næsti fundur verður fimmtudaginn 11. janúar 2006

Laugarvatni 14. desember 2006

Snæbjörn Sigurðsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Pétur Ingi Haraldsson