32. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 6. júlí 2004, kl. 13:30, Fjallasal, Aratungu.

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Kjartan Lárusson auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

 

 1. Í framhaldi af bókun sveitarstjórnar frá 8. júní um afmörkun sumarhúsasvæða, innan vatnasviðs Þingvallavatns er lagt til að blanda af leið B og leið D verði lögð til grundvallar stefnumörkun um uppbyggingu sumarhúsa, í vinnunni við aðalskipulagið.

Eftirfarandi er samþykkt:

Að frekari uppbygging sumarhúsa verði fyrst og fremst bundin við þéttingu innan núverandi byggðar og lítils háttar viðbætur við núverandi svæði. (leið B)

Mögulegt verði að byggja, upp að vissu marki, á nýjum svæðum, ef uppbygging á viðkomandi svæði getur samræmst markmiðum um verndun ásýndar og lífríkis Þingvallavatns (leið D),  að gefinni framfylgd skilmála og mótvægisaðgerða í deiliskipulagi.  Þó verði ekki mögulegt að byggja fleiri en 20 sumarhús, á slíkum svæðum, á hverri bújörð. 

 

 1. Fundargerð byggðaráðs frá 29. júní 2004. Kynnt og staðfest.

 

 1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2004. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið yfirfarin í ljósi ákvarðanna sveitarstjórnar, væntanlegra framkvæmda og rauntalna ársreiknings 2003.  Í framhaldi af þessu er ljóst að heildarniðurstaða ársins 2004, samstæðureiknings Bláskógabyggðar verður jákvæð um kr. 5.241.000.- en hafði áður verið áætluð kr. 20.285.000.-   Leita þarf leiða til að lækka rekstrarkostnað því að þrátt fyrir að heildarniðurstaða sé jákvæð verður að gera betur m.a. í rekstri aðalsjóðs.   Lagt er til að farið verði yfir rekstur skóla og sameiginlegs kostnaðar hjá sveitarfélaginu.  Þá er sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við útreikninga Jöfnunarsjóðs á árinu 2004.

 

 1. Bréf frá Konráð Ásgrímssyni vegna breytinga á aðalskipulagi. Upplýst var að ekki er hægt að ógilda breytingu á aðalskipulagi.

Heimilað að farið verði í aðalskipulagsbreytingu samkvæmt ósk Konráðs.

Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsfulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

 

 1. Kaupsamningur vegna Laugargerðis, Laugarási. Sveitarfélagið fellur frá forkaupsrétti.

 

 1. Opinn fundur vegna aðalskipulags Þingvallasveitar. Ákveðið að breyta auglýstum kynningardegi og halda hann 25. september 2004, kl. 14:00.

 

 1. Lyngdalsheiðarvegur, girðingamál. Nokkrar umræður urðu um málið.

 

 1. Athugasemdir landeiganda Mjóaness, við aðalskipulag Bláskógabyggðar, Þingvallasveit.Kynnt.

 

 1. Úthlíð, aðalskipulagsbreyting. Lagður fram uppdráttur frá VSU með tillögu að breytingu aðalskipulags Biskupstungna í landi Úthlíðar. Svæðið afmarkast af Kóngsvegi til norðurs, Andalæk til suðurs, landamörkum við Hrauntún til austurs og landamörkum við Miðhús til vesturs. Samkvæmt núgildandi skipulagi er svæðið ætlað til landbúnaðar, undir frístundabyggð og sem opið svæði til sérstakra nota. Vegna áforma um aukna ferðaþjónustu á svæðinu gerir tillagan ráð fyrir að breyta umræddu svæði í svæði með blandaða landnotkun, þ.e.  frístundabyggð, opin svæði til sérstakra nota (golfvöll), verslun og þjónustu og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæðið er eingöngu á svæðinu norðan Laugarvatnsvegar og vestan vegar að sumarbústaðasvæði.  Tillaga að deiliskipulagi sem er ástæða þessarar tillögu að breytingu á aðalskipulagi liggur fyrir og skipulagsnefnd uppsveita hefur mælt með að verði auglýst og bókun er um í fundargerð skipulagsnefndar sem liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni samhliða auglýsingu á deiliskipulagsbreytingunni. Vísað til skipulagsfulltrúa.

 

 1. Laugarás, aðalskipulagsbreyting. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir reiðstíg meðfram þjóðvegi og meðfram Hvítá, sunnan og vestan við frístundabyggðina í Laugarási og í norður inn á gamla þjóðveginn.

Tillagan var í auglýsingu frá 28.apríl til 26.maí og frestur til að skila inn athugasemdum var til 9.júní. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi sendi uppdráttinn til umsagnar Fornleifaverndar ríkisins en sú umsögn hefur enn ekki borist.  Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með fyrirvara um umsögn Fornleifaverndar.

 

 1. Úthlíð, lóðarblöð fyrir Úthlíð 5, Úthlíð 6, Birkistíg 1 og Birkistíg 3. Kynnt og samþykkt.

 

 1. Spóastaðir, lóðarblað fyrir áður byggt íbúðarhús. Eigandi Þorfinnur Þórarinsson. Kynnt og samþykkt.

 

 1. Gufuhlíð, Reykholti. Lagður fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggingarreitur íbúðarhúss í austurhorni stækkar og að nýjum byggingarreit fyrir íbúðarhús/starfsmannahús er bætt við í vesturhluta lóðarinnar. Samþykkt.

 

 1. Laugarvatn, Háholt. Lagt er til að breyta tveimur lóðum Háholti 3 og 5,  í eina raðhúsalóð með fimm íbúðum að beiðni framkvæmdaraðila. Sveitarstjórn samþykkir að gerð sé óveruleg deiliskipulagsbreyting með þessum hætti. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gangast fyrir grenndarkynningu.

 

 1. Reykholt, Miðholt, lóðir 25, 27, 29 og 31.  Lagt er til að breyta þessum parhúsalóðum í eina raðhúsalóð með sex íbúðum að beiðni framkvæmdaraðila. Sveitarstjórn samþykkir að gerð sé óveruleg deiliskipulagsbreyting með þessum hætti. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gangast fyrir grenndarkynningu.

 

 1. Erindi frá Byggingafélaginu Geysi dags. 5. júlí 2004.

Kynnt hugmynd um að reisa þjónustuíbúðabyggð, 60-80 íbúðir á Laugarvatni.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og telur það mjög áhugavert.  Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna að vinna að málinu með Byggingafélaginu Geysi og skipulagsfræðingum sveitarfélagsins þannig að finna megi hugmyndinni góðan farveg.

 

 1. Deiliskipulag Bræðratungu. Skipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.   Ekki hafa komið fram neinar athugasemdir við skipulagið.  Kynnt og samþykkt að auglýsa viðkomandi skipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

 

 1. Fundargerð vinnuhóps vegna byggingarframkvæmda við skóla og skipan byggingarnefndar.Sveitarstjórn leggur til að unnið verði að uppbyggingu skóla í Bláskógabyggð í samræmi við tillögur vinnuhópsins.  Óskað verði eftir því við Arkform að vinna að gerð alútboðsgagna vegna byggingar leikskóla á Laugarvatni og samnýtingar á rými grunn- og leikskóla.  Um er að ræða viðbyggingu við Grunnskóla Bláskógabyggðar og skal henni lokið fyrir 1. ágúst 2005.   Þá er lagt til að Magga Jónssyni verði falið að hanna viðbyggingu, fjórar kennslustofur, við Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti.  Framkvæma skal samkvæmt þeirri tillögu þannig að stofurnar verði tilbúnar til notkunar eigi síðar en 30. desember 2005.  Sveitarstjóra er falið að upplýsa Jöfnunarsjóð um fyrirliggjandi framkvæmdir og óska eftir því að framlag Jöfnunarsjóðs, kr. 40.000.000.- komi allt á árunum 2004 og 2005.  Þá er lagt til að seldar verði fasteignir að fjárhæð kr. 50.000.000.- á árinu 2005 til að mæta hlut sveitarfélagsins í byggingarframkvæmdum en mögulegur mismunur og framkvæmdafé verði fengið með lántöku.

Þá er lagt til að skipuð verði byggingarnefnd til að vinna að málinu og verða hönnuðum og byggingaraðilum til ráðgjafar.   Lagt er til að núverandi vinnuhópur skipi byggingarnefnd þ.e. Sveinn A. Sæland formaður, Kjartan Lárusson og Tómas Tryggvason.  Til vara Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir og Margeir Ingólfsson.  Samþykkt.

 

 1. Riðumál í Biskupstungum. Drífa kynnti að á fundi með bændum sem búsettir eru í miðsveit Biskupstungna og yfirmönnum riðuveikivarna hafi komið fram að þrýst verður á bændur í Eystri Tungunni að skera fé sitt haustið 2005.  Í framhaldi af umræðu um riðumálin lagði Drífa fram eftirfarandi tillögu.:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að beina því til héraðsdýralæknis og dýralæknis riðuveiki að gefa bændum í Eystri-Tungu Biskupstungna, austan Tungufljóts, möguleika á að skera niður fé sitt næsta haust,  2004, vegna riðuveiki sem kom upp í Biskupstungum síðastliðinn vetur.  Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn tveim.

Bókun Þ-lista:  Fyrir liggur að ef samstaða næst um niðurskurð í Biskupstungum austan Tungufljóts þá er ríkið tilbúið til að standa að þeim niðurskurði haustið 2004.  Í ljósi þess að á fundi með sauðfjárbændum  austan Tungufljóts þá náðist sátt um það að á komandi vetri verði staða mála yfirfarin og ef tekin verði ákvörðun um niðurskurð þá verði skorið niður haustið 2005.

Þ-listinn hafnar því framkominni tillögu Drífu,  þar sem Fjallskilanefnd Biskupstungna er riðunefnd sveitarfélagsins á þessu svæði þá telur Þ-listinn eðlilegt að slíkri tillögu sé beint til hennar.

Þ-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu:   Sveitarstjórn samþykkir að byggðaráði sé falið að boða til fundar með Fjallskilanefnd um stöðu riðumála í Biskupstungum.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Byggðamerki fyrir Bláskógabyggð.  Lögð fram tillaga frá Daníel Mána Jónssyni kt. 190183-3789,  sem beðinn var að þróa áfram hugmynd sína að byggðamerki fyrir sveitarfélagið á fundi sveitarstjórnar 1. júní 2004.  Í hugmynd sinni sýnir hann tvö birkilaufblöð á tvískiptu litarformi hvítu og bláu.  Hugmyndir sínar byggir hann á nafni sveitarfélagsins en samkvæmt því er nafnið talið stafa af dökkum, blágrænum lit sem stundum slær á birkikjarrið.  Kynnt og samþykkt að auglýsa byggðamerkið ásamt lýsingu í Stjórnartíðindum.  Einnig verði merkið kynnt á opinberum vettvangi og heimasíðu sveitarfélagsins.

 

 1. Næsti fundur sveitarstjórnar er 7. september.

 

Fundi slitið, kl:19:00.