32. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 25. maí 2004 kl. 13:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson

 

 1. Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga dags. 22. mars 2004 þar sem fram kemur að framlög sveitarfélaga til skólans lækka frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2004. Framlag Bláskógabyggðar á árinu verður kr. 5.487.728-
 2. Bréf frá Stíg Sæland dags. 3. maí 2004 þar sem hann óskar eftir íbúð á vegum sveitarfélagsins í Reykholti. Erindinu er vísað til húsnæðisnefndar.
 3. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni varðandi minkasíur og tilraunir til hreinsunar minka af ákveðnum svæðum. Byggðaráð telur málið áhugavert en vill taka fram að ríkið þurfi að koma að þessu í samráði við nefnd þá sem Umhverfisráðherra hefur skipað til að vinna að útrýmingu minka.
 4. Bréf frá Kristínu Hreinsdóttur dags. 5. maí 2004 varðandi breytingu á reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla nr. 386/1996. Í samráði við skólastjóra Grunnskóla Bláskólabyggðar og formann Fræðslunefndar þá leggur byggðaráð til að Skólaskrifstofu Suðurlands verði falið að sjá um reglulegar lestrarskimanir fyrir sveitarfélagið.  Byggðaráð vill benda á að enn og aftur er ríkisvaldið að koma verkefnum og skyldum yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi með.
 5. Bréf frá Hrafni Jökulssyni þar sem hann óskar eftir áheitum vegna skák-maraþons. Erindinu er hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
 6. Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf. dags. 6. maí 2004 en það félag  sérhæfir sig í því að kaupa fasteignir sveitarfélaga og endurleigja þeim síðan aftur.  Byggðaráð leggur að svo stöddu  til að sveitarfélagið láti ekki frá sér aðrar fasteignir en þær sem þegar hefur þegar ákveðið að selja.
 7. Bréf frá Kvenfélagi Laugdæla þar sem þess er krafist að á aðalveginum í gegn um Laugarvatn verði bætt lýsing, byggðar upp hraðahindranir og bann sett við framúrakstri. Byggðaráð bendir á að þessi vegur fellur alfarið undir Vegagerðina.  Aukið umferðaröryggi á veginum í gegn um Laugarvatn hefur verið eitt af forgangsverkefnum sveitarstjórnar í viðræðum við Vegagerðina og mun svo verða áfram.
 8. Bréf frá Einari E. Sæmundsen og Kristínu Þorleifsdóttur dags. 26. mars 2004 þar sem óskað er eftir leyfi til að gera frumkönnum rannsóknar um gæði leikskólalóða. Miðað við bréfið þá hefur frumkönnunin þegar farið fram og var sveitarfélagið ekki með í henni en aðalkönnunin mun ná til allra leikskóla  í landinu og verður hún send út í haust.
 9. Funda- og verkáætlun í Aðalskipulagi Þingvallasveitar ásamt drögum að mati á landi þar sem óskað er eftir frekari uppbyggingu sumarhúsa. Lagt fram til kynningar.
 10. Minnisblað Skipulagsstofnunar varðandi drög að Aðalskipulagi Þingvallasveitar. Lagt fram til kynningar en skipulagsfræðingar sveitarfélagsins munu hafa það til hliðsjónar við þá vinnu sem eftir er við Aðalskipulagið.
 11. Bréf frá Víglundi Þorsteinssyni og Árna Elíassyni varðandi jörðina Höfða í Biskupstungum.  Lögð fram til kynningar.
 12. Bréf frá Hilmari Ragnarssyni dags. 16. maí 2004 þar sem hann óskar eftir bráðabirgðaleyfi fyrir sumarhús á lóð nr. 15 við Bjarkarbraut í Reykholti. Bygginganefnd uppsveita Árnessýslu tók þetta erindi fyrir á fundi sínum 18. maí 2004 og gerði enga athugasemd við það.  Byggðaráð leggur til að Hilmari verði veitt bráðabrigðaleyfi til þriggja ára  þ. e. til haustsins 2007.
 13. Bréf frá Ásborgu Arnþórsdóttur dags. 19. maí 2004 varðandi merkingar á Laugavatni. Byggðaráð tekur undir það að bæta þurfi merkingar á Laugarvatni og leggur til að umsjónarmanni fasteigna verði falið að kanna hvort hægt sé  að endurbæta þau skilti sem  fyrir eru eða hvort  rétt sé að koma upp einu skilti á nýjum stað  og  þá hvar.
 14. Bréf frá Geirharði Þorsteinssyni dags 24. maí 2004 þar sem hann óskar eftir því að nýbygging hans í Reykholti beri nafnið Fljótsholt. Þar sem fyrir er hús með þessu sama nafni í Reykholt þá getur byggðaráð ekki samþykkt erindið.
 15. Bréf frá sveitarstjóra dags. 24. júní 2004 varðandi opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í sumar en þar kemur fram að skrifstofan verður opin frá kl. 9:00 til 12:30 í júli en að öðru leiti verður starfsemin óbreytt. Lagt fram til kynningar.
 16. Drög að endurnýjun á leigusamningi Bláskógabyggðar við Tjaldmiðstöðina Bláskóga um tjaldsvæðið á Laugarvatni. Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum á grundvelli þeirra samningsdraga sem fyrir liggja og þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.
 17. Byggðarmerki Bláskógabyggðar. Byggðaráði hafði borist 7 tillögur að byggðarmerki og valdi ráðið 4 tillögur sem það mun leggja fyrir sveitarstjórn.  Kjartan sat hjá við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
 18. Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:
 19. Fundargerð 2. fundar vinnuhóps um stækkun leik og grunnskóla sem haldinn var 11. maí 2004.
 20. Fundargerð 6. oddvitafundar Laugaráshéraðs sem haldinn var 6. maí 2004.
 21. Fundargerð 15. fundar veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 11. maí 2004.
 22. Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 18. maí 2004.
 23. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:
 24. Fundargerð 713. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 16. apríl 2004.
 25. Bréf frá A-Dale Communication dags. 11. maí 2004 varðandi kynningarbækling fyrir Bláskógabyggð.
 26. Bréf frá Lýðheilsustöð dags. 5. maí 2004 varðandi bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og unglinga.
 27. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 4. maí 2004.
 28. Bréf frá Odda hf. dags. 4. maí 2004 varðandi auglýsingavörur.
 29. Bréf frá ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 5. maí 2004 þar sem fram koma ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ.
 30. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu dags. 4. maí 2004.
 31. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 11. maí 2004 varðandi fullnaðarafgreiðslu ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2003.
 32. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 13. maí 2004 varðandi auglýsingar í grunnskólum.
 33. Bréf frá skipulagsráðgjafa Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 17. maí 2004 þar sem fram kemur að tillaga að Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2003-2015 liggur frammi til kynningar.
 34. Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands fyrir árið 2003.

 

 

 

Fundi slitið kl.16:10