320. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
320. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
föstudaginn 2. desember 2022, kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Oddviti og sveitarstjóri sátu fundinn í Aratungu, aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
1. | Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut – 2209023 | |
Tilboð í byggingu húss fyrir UTU við Hverabraut, Laugarvatni. | ||
Fyrir liggur fundargerð frá opnun tilboða, kostnaðaráætlun verkkaupa og tilboð lægstbjóðanda, ásamt minnisblaði sveitarstjóra. Á 317. fundi var sviðsstjóra falið að kalla eftir gögnum frá lægstbjóðanda í samræmi við áskilnað í útboðsgögnum. Gögn hafa borist og verið yfirfarin með tilliti til þess hvort bjóðandi uppfylli kröfur útboðsgagna til þess að vera hæfur til þess að taka að sér verkið. Lægstbjóðandi uppfyllir hæfiskröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Selásbygginga ehf. Sveitarstjóra er falið að tilkynna bjóðendum niðurstöðuna, leiðbeina þeim um biðtíma, frest til að óska eftir rökstuðningi, svo og um kærufrest og kæruleiðir. | ||
Fundi slitið kl. 11:16.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |