322. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,21 desember 2022, kl. 08:30.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Helgi Kjartansson, oddviti, sat fundinn í Aratungu. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007
251. fundur haldinn 14.12.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-9.
-liður 1, Orlofsíbúðir VM í landi Snorrastaða; Deiliskipulagsbreyting – 2211063
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundahúsasvæðis VM í landi Snorrastaða. Í breytingunni felst að skilgreining byggingareita umhverfis núverandi hús og uppfærsla á skilmálum deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

-liður 2, Íshellir í Suðurjökli; Manngerður hellir; Aðalskipulagsbreyting – 2212050
Lögð er fram fyrirspurn frá Amazingtours ehf er varðar heimild til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagningar vegna manngerðs íshellis í suðurjökli Langjökuls.
Skipulagsnefnd UTU vísaði framlagðri fyrirspurn áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst gegn breytingunni.


-liður 3, Haukadalur III; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2212020
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis og golfvallar í landi Haukadals III. Í skipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda innan svæðisins. Skipulag vegna þess hefur áður hlotið málsmeðferð hjá sveitarstjórn 2003 sem ekki hefur tekið gildi með birtingu í B-deild. Er því uppfært skipulag lagt fram til afgreiðslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

-liður 4, Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016
Lögð er fram umsókn frá Útey 2 ehf er varðar breytingu á aðalskipulagi þar sem annars vegar landbúnaðarlandi yrði breytt í frístundasvæði og hins vegar frístundasvæði breytt í landbúnaðarland í samræmi við framlagða umsókn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða beiðni og að heimild verði veitt fyrir vinnslu skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi.

-liður 5, Úthlíð 1 L167180; Úthlíð spennistöð; Stofnun lóðar – 2212001
Lögð er fram umsókn frá Úthlíð 1 ehf er varðar stofnun lóðar umhverfis spennistöð í landi Úthlíðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

-liður 6, Litla-Fljót 1 L167148; Úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustulóð; Fyrirspurn – 2211073
Lögð er fram fyrirspurn er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem tekur til svæðis úr landi Litla-Fljóts 1. Í breytingunni fælist að landbúnaðarsvæði breyttist í verslunar- og þjónustusvæði.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn og samþykkir að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

-liður 7, Úthlíð L167514; VÞ15 Breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan jarðarinnar Úthlíð. Breytingin snýr að því að hluta verslunar- og þjónustusvæðisins verður breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem heimild verður fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Þá verður afmörkun verslunar- og þjónustusvæðisins breytt og byggingarheimildir uppfærðar. Í Úthlíð er mikil frístundabyggð og einnig ýmis konar þjónustustarfsemi tengd henni. Markmiðið með breytingunni er að efla starfsemi og þjónustu í Úthlíð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 8, Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til jarðarinnar Klif í Bláskógabyggð eftir kynningu. Í breytingunni felst að hluti skilgreinds frístundasvæðis er breytt í landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 9, Gýgjarhóll 1 L167092; Stofnun lóðar og ný vegtenging; Fyrirspurn – 2212002
Lögð er fram fyrirspurn frá Kristjáni Guðnasyni er varðar land Gýgjarhóls 1 L167092. Innan fyrirspurnar er lögð fram áform um stofnun lóðar, nýja vegtenginu og nýtingu lóðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að vinna deiliskipulag sem tekur til byggingarheimilda innan fyrirhugaðrar lóðar og takmarkana s.s. vegna fjarlægðar frá vegi og ám og vötnum. Innan deiliskipulags verði tekin endanlega afstaða til hugsanlegra vegamóta á svæðinu í samráði við Vegagerðina. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að lausn vegtengingar, liggi fyrir samþykkt Vegagerðarinnar vegna hennar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2. Fundargerð stjórnar SASS – 2201022
588. fundur haldinn 26.10.2022
590. fundur haldinn 02.12.2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
3. Aðalfundur (ársþing) SASS – 2208041
Aðalfundur, haldinn 27. til 28. október 2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga – 2201023
6. fundur framkvæmdastjórnar haldinn 08.12.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2201020
316. fundur haldinn 12.12.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 1 um hlutafjáraukningu í Orkugerðinni er afgreiddur undir 6. tl. á dagskrá fundarins.
6. Hlutafé í Orkugerðinni ehf – 2212014
Erindi stjórnar SOS, dags. 19.12.2022, varðandi kaup á hlutafé í Orkugerðinni ehf.
Lagt var fram erindi stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands þar sem stjórnin lýsir yfir áhuga á að kaupa hlut í Orkugerðinni ehf vegna hlutafjáraukningar fyrir að hámarki 30.690.000 kr. Til að viðhalda eignarhlut SOS í félaginu í hlutfalli við aðra eigendur þarf að kaupa hlut í félaginu fyrir 24.500.000 kr.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti framangreind hlutafjárkaup Sorpstöðvar Suðurlands í Orkugerðinni ehf.
7. Útsvarshlutfall 2023 vegna samninga um málefni fatlaðra – 2212013
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022 varðandi samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og sambandsins. Lagt er til að útsvarsálagning Bláskógabyggðar fyrir árið 2023 verði hækkuð um 0,22% stig til samræmis við samkomulagið.
Á 319. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar var samþykkt að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 yrði 14,52%. Vegna samkomulags, dags. 16.12.2022, um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga, og tilheyrandi breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga samþykkir sveitarstjórn að útsvarshlutfall hækki um 0,22% stig og verði 14,74%.
Tekjuskattsálagning lækkar samsvarandi og munu því heildarálögur á skattgreiðendur ekki hækka.
8. Umdæmisráð barnaverndar – 2201049
Samningur um umdæmisráð barnaverndar. Tölvupóstur valnefndar, dags. 16.12.2022, ásamt fylgiskjölum, og tölvupóstur valnefndar frá 13. desember.
Lagður var fram tölvupóstur, dags. 16. desember 2022, ásamt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða og verklagsreglum um framkvæmd umdæmisráðs. Sveitarstjórn hafði áður, á 311. fundi, samþykkt samning sem þá lá fyrir. Nýi samningurinn felur í sér nokkra breytingu á skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga. Sveitarstjórn hugnast betur það fyrirkomulag kostnaðarskiptingar sem áformað var í fyrri samningi, en þar sem fyrir liggur að mörg aðildarsveitarfélaganna hafa þegar samþykkt nýrri útgáfu samningsins og þar sem kveðið er á um endurskoðun á árinu 2023, samþykkir sveitarstjórn samning þann sem fylgdi töluvpósti dags. 16. desember 2022, ásamt verklagsreglum.
9. Umdæmisráð barnaverndar – 2201049
Erindi innviðaráðuneytisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 13.12.2022, varðandi barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar. Breytingar á samþykktum Bláskógabyggðar.
Erindið var lagt fram. Þar er farið yfir ýmsar breytingar á barnaverndarlögum sem taka gildi um áramótin og nauðsynlegar breytingar á samþykktum sveitarfélaga.
Lögð er fram tillaga að breytingum á samþykktum Bláskógabyggðar og samþykkir sveitarstjórn að vísa þeim til síðari umræðu.

 

 

Fundargerð var send fundarmönnum í tölvupósti og samþykktu þeir hana með tölvupóstum, sem varðveittir eru í málaskrá.

Fundi slitið kl. 09:05.

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Guðni Sighvatsson Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir