322. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,21 desember 2022, kl. 08:30.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Helgi Kjartansson, oddviti, sat fundinn í Aratungu. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 | |
251. fundur haldinn 14.12.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-9. | ||
-liður 1, Orlofsíbúðir VM í landi Snorrastaða; Deiliskipulagsbreyting – 2211063 Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundahúsasvæðis VM í landi Snorrastaða. Í breytingunni felst að skilgreining byggingareita umhverfis núverandi hús og uppfærsla á skilmálum deiliskipulagsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. -liður 2, Íshellir í Suðurjökli; Manngerður hellir; Aðalskipulagsbreyting – 2212050
-liður 4, Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016 -liður 5, Úthlíð 1 L167180; Úthlíð spennistöð; Stofnun lóðar – 2212001 -liður 6, Litla-Fljót 1 L167148; Úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustulóð; Fyrirspurn – 2211073 -liður 7, Úthlíð L167514; VÞ15 Breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074 -liður 8, Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035 -liður 9, Gýgjarhóll 1 L167092; Stofnun lóðar og ný vegtenging; Fyrirspurn – 2212002 |
||
2. | Fundargerð stjórnar SASS – 2201022 | |
588. fundur haldinn 26.10.2022 590. fundur haldinn 02.12.2022 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
3. | Aðalfundur (ársþing) SASS – 2208041 | |
Aðalfundur, haldinn 27. til 28. október 2022. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga – 2201023 | |
6. fundur framkvæmdastjórnar haldinn 08.12.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2201020 | |
316. fundur haldinn 12.12.2022 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 1 um hlutafjáraukningu í Orkugerðinni er afgreiddur undir 6. tl. á dagskrá fundarins. | ||
6. | Hlutafé í Orkugerðinni ehf – 2212014 | |
Erindi stjórnar SOS, dags. 19.12.2022, varðandi kaup á hlutafé í Orkugerðinni ehf. | ||
Lagt var fram erindi stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands þar sem stjórnin lýsir yfir áhuga á að kaupa hlut í Orkugerðinni ehf vegna hlutafjáraukningar fyrir að hámarki 30.690.000 kr. Til að viðhalda eignarhlut SOS í félaginu í hlutfalli við aðra eigendur þarf að kaupa hlut í félaginu fyrir 24.500.000 kr. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti framangreind hlutafjárkaup Sorpstöðvar Suðurlands í Orkugerðinni ehf. |
||
7. | Útsvarshlutfall 2023 vegna samninga um málefni fatlaðra – 2212013 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022 varðandi samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og sambandsins. Lagt er til að útsvarsálagning Bláskógabyggðar fyrir árið 2023 verði hækkuð um 0,22% stig til samræmis við samkomulagið. | ||
Á 319. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar var samþykkt að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 yrði 14,52%. Vegna samkomulags, dags. 16.12.2022, um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga, og tilheyrandi breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga samþykkir sveitarstjórn að útsvarshlutfall hækki um 0,22% stig og verði 14,74%. Tekjuskattsálagning lækkar samsvarandi og munu því heildarálögur á skattgreiðendur ekki hækka. |
||
8. | Umdæmisráð barnaverndar – 2201049 | |
Samningur um umdæmisráð barnaverndar. Tölvupóstur valnefndar, dags. 16.12.2022, ásamt fylgiskjölum, og tölvupóstur valnefndar frá 13. desember. | ||
Lagður var fram tölvupóstur, dags. 16. desember 2022, ásamt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða og verklagsreglum um framkvæmd umdæmisráðs. Sveitarstjórn hafði áður, á 311. fundi, samþykkt samning sem þá lá fyrir. Nýi samningurinn felur í sér nokkra breytingu á skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga. Sveitarstjórn hugnast betur það fyrirkomulag kostnaðarskiptingar sem áformað var í fyrri samningi, en þar sem fyrir liggur að mörg aðildarsveitarfélaganna hafa þegar samþykkt nýrri útgáfu samningsins og þar sem kveðið er á um endurskoðun á árinu 2023, samþykkir sveitarstjórn samning þann sem fylgdi töluvpósti dags. 16. desember 2022, ásamt verklagsreglum. | ||
9. | Umdæmisráð barnaverndar – 2201049 | |
Erindi innviðaráðuneytisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 13.12.2022, varðandi barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar. Breytingar á samþykktum Bláskógabyggðar. | ||
Erindið var lagt fram. Þar er farið yfir ýmsar breytingar á barnaverndarlögum sem taka gildi um áramótin og nauðsynlegar breytingar á samþykktum sveitarfélaga. Lögð er fram tillaga að breytingum á samþykktum Bláskógabyggðar og samþykkir sveitarstjórn að vísa þeim til síðari umræðu. |
||
Fundargerð var send fundarmönnum í tölvupósti og samþykktu þeir hana með tölvupóstum, sem varðveittir eru í málaskrá.
Fundi slitið kl. 09:05.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Guðni Sighvatsson | Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |