323. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

323. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 4. janúar 2023, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2201028
54. fundur haldinn 12.12.2022
Tilkynning um vinnufund vegna stefnumótunar, dags. 20.12.2022.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
2.   Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
22. fundur haldinn 22.11.2022
23. fundur haldinn 15.12.2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
3.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2201025
916. fundur haldinn 14.12.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
4.   Aðalfundur Bergrisans – 2211001
Aðalfundur haldinn 15.11.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2201008
175. fundur haldinn 07.12.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2201013
3. fundur haldinn 06.12.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Lántökur 2023 – 2212016
Erindi sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 1. janúar 2023, þar sem óskað er eftir heimild til millifærslna af reikningi Bláskógaveitu inn á reikning Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn heimilar sviðsstjóra að millifæra af reikningi Bláskógaveitu inn á reikning Bláskógabyggðar innan ársins, gerist þess þörf.
 
8.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Ásar í landi Fells) – 2212017
Umsókn Ása, frístundabyggðar, dags. 16.12.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 824.538.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2022 og bókast styrkurinn þar.
 
9.   Samstarfsnefnd vegna Geysissvæðis – 2212018
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12.12.2022, beiðni um tilnefningu tveggja fulltrúa í samstarfsnefnd vegna Geysissvæðis.
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson og Guðrúnu S. Magnúsdóttur í samstarfsnefnd vegna Geysissvæðisins.
 
10.   Beiðni um endurupptöku á ákvörðun um fasteignaskatt – 2107014
Úrskurður innviðaráðuneytis, dags. 22.12.2022
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir frekari gögnum í samræmi við reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts.
 
11.   Húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar 2023 – 2301001
Uppfærð húsnæðisáætlun, til samþykktar
Lögð var fram uppfærð húsnæðisáætlun fyrir Bláskógabyggð. Áætlunin er unnin í kerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og byggir á gögnum HMS um fjölda íbúða í byggingu, fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins varðandi gatnagerð og upplýsingum um lóðarúthlutanir auk gagna frá Þjóðskrá.
Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina.
 
12.   Ytra mat á skólastarfi – 2301002
Erndi Getu – gæðastarfs í skólum, dags. 27.12.2022, um ytra mat í skólastarfi.
Lagt var fram til kynningar erindi Getu þar sem boðið er upp á úttekt á skólastarfi í formi ytra mats.
 
13.   Þáttagerð N4, beiðni um samstarf – 2301035
Erindi N4, dags. 06.12.2022, beiðni um samstarf við þáttagerð.
Bláskógabyggð og N4 áttu í samstarfi á árinu 2022 um þáttagerð og þakkar Bláskógabyggð fyrir gott samstarf. Bláskógabyggð mun ekki taka þátt í þáttagerð á árinu 2023.
 
14.   Kynning á starfsemi í garðyrkjustöðvum í Reykholti – 2301003
Heimsókn í garðyrkjustöðvar í Reykholti
Fyrir liggur boð um kynningu á starfsemi garðyrkjustöðva í Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir að þiggja boðið og fá kynningu á starfseminni að sveitarstjórnarfundi loknum.
 
15.   Styrkbeiðni kórs Menntaskólans að Laugarvatni – 2301004
Styrkbeiðni kórs ML, dags. 1. janúar 2022.
Lögð var fram styrkbeiðni vegna söngferðalags kórsins á árinu 2023. Sveitarstjórn samþykkir að veita 50.000 kr styrk til kórsins vegan ferðarinnar. Minnt er á að nemendur með lögheimili í Bláskógabyggð sem uppfylla skilyrði um frístundastyrk geta sótt um styrkinn vegan kórstarfs.
 
16.   Grænbók í málefnum sveitarfélaga – 2212020
Drög að Grænbók í málefnum sveitarfélaga. Umsagnargrestur er til 4. janúar n.k.
Drögin voru lögð fram. Innviðaráðuneytið hefur kynnt þau til umsagnar á Samráðsgátt stjórnvalda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar þeirri vinnu sem farið hefur fram við stöðugreiningu og vinnu við að móta framtíðarsýn sveitarstjórnarstigsins.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn og ábendingar:
Áhersla er í drögum að Grænbók á sameiningu sveitarfélaga til að auðvelda sveitarfélögum að standa undir lögbundinni þjónustu, væntingum íbúa og fjárhagslegum skuldbindingum sínum til framtíðar. Ljóst er að frekari sameiningar sveitarfélaga munu leiða til þess að á landsbyggðinni verða fleiri víðfeðm, fjölkjarnasveitarfélög en nú er. Einnig er áhersla á að leggja grunn að fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga á næstu árum. Í ljósi framangreinds er það mat Bláskógabyggðar að huga verði að því að framtíðartekjumódel sveitarfélaga taki mið af þeim kostnaði sem felst í því að reka víðfeðm, fjölkjarnasveitarfélög, þar sem grunnþjónusta er veitt íbúum sem næst þeirra heimili, í samræmi við áherslur í drögunum á búsetufrelsi, sambærilega þjónustu og búsetuskilyrði óháð búsetu.
Í umfjöllun um fjármál og rekstur er undir kaflanum „úrlausnarefni“ komið inn á það að fámenn sveitarfélög séu líklegri til að takast á við fjárhagsvanda heldur en fjölmennari sveitarfélög, hafi þau ekki aðgang að sértækum gæðum í náttúru og/eða öflugu atvinnulífi. Bláskógabyggð hefur aðgang að slíkum sértækum gæðum, í formi frístundabyggða, sem skilar fasteignaskattstekjum til sveitarfélagsins. Í kaflanum er einnig tekið fram að eitt af markmiðum endurskoðunar regluverks Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sé að hvetja til sameiningar sveitarfélaga í því skyni að bæta fjárhagslega getu þeirra. Ekki er fjallað sérstaklega um tillögur um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs að öðru leyti. Af hálfu Bláskógabyggðar þykir ástæða til að benda á að fyrirliggjandi tillögur um að fella fasteignaskattsframlag Jöfnunarsjóðs inn í eitt framlag með tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlagi eru ekki til þess fallnar að bæta fjárhagslega getu Bláskógabyggðar. Breytingartillögurnar gera það þar með líklegra að víðfeðma, fjölkjarnasveitarfélagið Bláskógabyggð, muni í framtíðinni þurfa að takast á við þann fjárhagsvanda sem að framan er lýst að minni sveitarfélög glími gjarnan við. Verði breytingartillögurnar að veruleika, án þess að horft sé til þess viðbótarkostnaðar sem kemur á móti umræddum tekjum og felst í þjónustu við sumarhús á sviði brunavarna-, skipulags- og byggingarmála, sorpmála og fráveitu verður fjárhagslegri sjálfbærni Bláskógabyggðar, og eflaust fleiri sveitarfélaga, stefnt í hættu.
Að lokum er af hálfu Bláskógabyggðar mælst til þess að öll tvímæli verði tekin af hvað varðar skilgreiningu á hugtakinu búsetufrelsi, sem víða er notað í drögum að Grænbók. Ljóst verður að vera að ekki standi til að skerða það skipulagsvald sveitarfélaga sem fólgið er í heimild til að ákvarða landnotkunarflokka og þar með að ákvarða á hvaða svæðum er íbúðabyggð, ætluð til fastrar búsetu, og frístundabyggð sem ekki er ætluð til fastrar búsetu.
 
17.   Rekstrarleyfisumsókn Snorrastaðir lóð 1a (234-6611) – 2212021
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 02.12.2022, um umsókn um rekstrarleyfisumsókn vegna Snorrastaða lóð 1a, í flokki II-H frístundahús, fnr. 234-6611. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem starfsemin er ekki í samræmi við aðalskipulag.
 
18.   Ársskýrsla og ársreikningur bjsv. Biskupstungna 2021 – 2212015
Ársreikningur og ársskýrsla Björgunarsveitar Biskupstungna 2021
Gögnin voru lögð fram til kynningar.
 
19.   Starfsleyfi fyrir losunarstað fyrir óvirkan jarðvegsúrgang að Spóastöðum – 2210009
Tilkynning Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 14.12.2022, um tímabundið starfsleyfi fyrir lokafrágang jarðvegstipps að Spóastöðum.
Tilkynningin var lögð fram.
 
20.   Greining á stjórnsýslu og rekstri Bergrisans bs – 2201045
Skýrsla HLH ráðgafar vegna úttektar á stjórnsýslu og rekstri Bergrisans bs. dags. nóvember 2022.
Skýrslan var lögð fram til kynningar. Í skýrslunni er fjallað um stjórnsýslu og rekstur málaflokks fatlaðs fólks hjá Bergrisanum.
 
21.   Samningur við Hestamannafélagið Jökul – 2204009
Samningur við Hestamannafélagið Jökul, undirritaður 29.12.2022.
Samningur Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem undirritaður var 29. desember s.l. var lagður fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 10:10.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir