325. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
325. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
Miðvikudaginn 18. janúar 2023, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013 | |
252. fundur haldinn 11. janúar 2023, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 9. | ||
-liður 1, Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066 Lagt er fram deiliskipulag Kringlubrautar 1 og 3 eftir auglýsingu og afgreiðslu sveitarstjórnar. Athugasemdir bárust við gildistöku deiliskipulagsins frá skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum og samantekt andsvara og viðbragða frá umsækjanda. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti þar sem við á. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að taka afstöðu til umsagnar Vegagerðarinnar þar sem vegurinn er ekki skráður héraðsvegur og ekki liggur fyrir hvort að landeigendur ætli að beita sér fyrir því að viðkomandi vegur verði skráður sem slíkur. Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem við á. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnunar til varðveislu. -liður 2, Skálabrekka L170163; Færsla malarnámu E3; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2301014 -liður 3, Skálabrekka L170163; Vegakerfi; Framkvæmdarleyfi – 2212093 -liður 4, Hrosshagi L167118; Ærhúsbakki; Stofnun lóðar – 2212079 -lilður 5, Lyngbraut 5 L190167; Spennistöðvarlóð; Stofnun lóðar – 2212073 -liður 6, Böðmóðsstaðir 1 L167625; Staðfesting á afmörkun jarðar og breytt stærð – 2212056 -liður 7, Laugarvatn; Krikinn; Deiliskipulagsbreyting – 2301018 – liður 8, Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015 -liður 9, Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048 |
||
2. | Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs – 2201021 | |
47. fundur haldinn 30.11.2022 48. fundur haldinn 19.12.2022 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
3. | Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses – 2301046 | |
1. fundur haldinn 19.12.2022 | ||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
4. | Aukaðalfundur Héraðsnefndar Árnesinga – 2301050 | |
Aukaaðalfundur haldinn 10.01.2023. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 3, húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Einnig liggur fyrir bréf formanns Héraðsnefndar, dags. 16. janúar 2023, þar sem kynnt er samþykkt Héraðsnefndar undir 3. lið fundargerðarinnar varðandi húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins. Þar var samþykkt að veita framkvæmdastjórn heimild til að bjóða í Hellismýri 8, Selfossi, sem framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Einnig var samþykkt að ráðast í framkvæmdir á Hellismýri 8 til að koma húsinu í starfshæft ástand fyrir starfsemi Héraðsskjalasafnsins. Óskað er eftir samþykki aðildarsveitarfélaganna vegna kaupa og framkvæmda á Hellismýri 8 og þeirra lánsskuldbindinga sem fylgja, að hámarki 216.220.000. Gætt verður að því að taka sem hagstæðast lán fyrir kaupunum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að Héraðsnefnd Árnesinga festi kaup á Hellismýri 8, Selfossi, og að ráðist verði í framkvæmdir á húsinu til að koma því í starfshæft ástand fyrir starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gangast í ábyrgð fyrir þeim skuldbindingum sem þessu fylgja, að hámarki 216.220.000. |
||
5. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014 | |
176. fundur haldinn 04.01.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Gullna hringborðið samráðsvettvangur – 2301047 | |
1. fundur Gullna hringborðsins haldinn 23.11.2022, ásamt samantekt | ||
Gögnin voru lögð fram til kynningar. | ||
7. | Aðalfundur Bergrisans 2023 – 2301045 | |
Boð á aukaaðalfund Bergrisans 20.02.2023, ásamt kjörbréfi. | ||
Lagt var fram boð um aukaaðalfund sem haldinn verður þann 20. febrúar n.k. Sveitarstjóra er falið að senda kjörbréf vegna fundarins í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 1. júní sl. | ||
8. | Kostnaður við æfingar utan sveitarfélagsins – 2210002 | |
Beiðni UMFL, dags. 12. janúar 2023, um styrk vegna aksturskostnað þjálfara á meðan íþróttahúsið á Laugarvatni var lokað vegna endurbóta. | ||
Lagt var fram erindi UMFL, dags. 12. janúar 2023, þar sem þess er óskað að félagið verði styrkt um sem nemur 237.984 kr vegna aksturskostnaðar þjálfara sem kom til vegna þess að æfingar voru fluttar á Flúðir á meðan unnið var að endurnýjun á gólfi íþróttahússins á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir umbeðinn styrk. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
9. | Byggingarskilmálar Traustatúns 2, Laugarvatni – 2204025 | |
Byggingarskilmálar á lóðinni að Traustatúni 2, áður á dagskrá á 321. fundi, lagðar eru fram teikningar SG-Húsa sem sýna afstöðu og hæðir. | ||
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir rökstuðning fyrirspyrjanda er varðar heimild fyrir uppbyggingu einbýlishúss á einni hæð á lóð Traustatúns 2. Að mati sveitarstjórnar eru heimildir deiliskipulags með þeim hætti að ekki er talin þörf á breytingum á deiliskipulagi vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir einbýlishúsi á einni hæð innan lóðarinnar. Sveitarstjórn mælist til þess að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum fyrir útgáfu byggingarleyfis. | ||
10. | Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis – 2111018 | |
Viljayfirlýsing um þátttöku í verkefninu „Borgað þegar hent er – Innleiðing við heimili“. | ||
Yfirlýsingin var lögð fram til kynningar. Unnið er að álagningu sorpgjalda samhliða fasteignagjöldum á grundvelli gjaldskrár sem samþykkt var í desember sl. | ||
11. | Stefnumótun Héraðsskjalasafns Árnesinga 2023-2028. – 2301048 | |
Erindi héraðsskjalavarðar, dags. 9. janúar 2023, varðandi stefnumótun Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árin 2023-2028. | ||
Gögnin voru lögð fram til kynningar. | ||
12. | Reglur um afslátt af fasteignaskatti – 2301053 | |
Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts | ||
Lagðar voru fram uppfærðar reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatta. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar. | ||
13. | Leigufjárhæðir í félagslegu húsnæði Bláskógabyggðar – 2301054 | |
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi leigugreiðslna og leigufjárhæð | ||
Erindi sveitarstjóra, dags. 15. janúar sl. var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að við endurúthlutun félagslegra leiguíbúða og endurnýjun leigusamninga greiði leigutakar fulla leigu, sem miðast við 1.800 kr á fermetra á mánuði. Leigufjárhæð taki breytingum útfrá vísitölu neysluverðs, grunnvísitala verði vísitala neysluverðs í janúar 2023. Ekki verði um niðurgreiðslur á leigunni að ræða, en leigutökum verði leiðbeint um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning. Breytingin hefur ekki áhrif á núgildandi leigusamninga við eldri borgara, en þeir samningar eru ótímabundnir. Sama fermetraverð og vísitölutenging gildi einnig um aðrar leiguíbúðir Bláskógabyggðar. | ||
14. | Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni – 2301038 | |
Upplýsingar um stöðu mála | ||
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála frá síðasta fundi. Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur stefna að því að halda kynningarfund fyrir íbúa á Laugarvatni miðvikudaginn 25. janúar. Fundurinn verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum. Unnið er að endurbótum á húsnæði HÍ, þar sem ætlunin er að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meðal annars hefur brunakerfi verið uppfært og neyðarlýsing lagfærð. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum verður unnið að frekari endurbótum á húsnæðinu og er miðað við að það uppfylli kröfur til gistileyfis í IV. flokki. Ekki liggur fyrir hvenær úrræðið verður tekið í notkun. |
||
15. | Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054 | |
Erindi Svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, dags. 13.01.2023, þar sem greinargerð og umhverfisskýrsla Svæðisskipulags Suðurhálendis er send til kynningar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda. Umsagnarfrestur er til 12. febrúar 2023. |
||
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur samþykkt greinargerð og umhverfisskýrslu Svæðisskipulags Suðurhálendis til kynningar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur,Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. |
||
16. | Námurekstur í landi Skálabrekku – 2211019 | |
Tilkynning umhverfisráðuneytisins, dags. 13. janúar 2023, um afgreiðslu á beiðni um undanþágu frá ákvæði reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns. | ||
Tilkynningin var lögð fram. Þegar hefur verið brugðist við efni hennar, sbr. 2. tl. undir 1. lið fundarins um aðalskipulagsbreytingu í landi Skálabrekku. | ||
17. | Stjórnsýslukæra vegna hjólhýsasvæðis á Laugarvatni – 2004032 | |
Bréf innviðaráðuneytisins, dags. 09.01.2023, varðandi stjórnsýslukæru Guðlaugs Stefáns Pálmasonar vegna ákvörðunar og málsmeðferðar sveitarfélagsins vegna niðurlagningar hjólhýsasvæðis við Laugarvatn. | ||
Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið telji ljóst að málið sé ekki tækt til úrskurðar á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga, enda hafi ákvarðanir sveitarfélagsins verið teknar á grundvelli tvíhliða samninga um notkun fasteignar í eigu sveitarfélags, en ekki í skjóli stjórnsýsluvalds. | ||
18. | Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs – 2202017 | |
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs árið 2022. | ||
Yfirlitið var lagt fram. Þar kemur fram að heildarútsvarstekjur sveitarfélagsins í gegnum staðgreiðslu námu kr. 720.808.724, en upphafleg áætlun ársins nam kr. 593.000.000, byggt á staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga. | ||
19. | Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut – 2209023 | |
Kæra Fortis ehf. vegna útboð Bláskógabyggðar á byggingu skrifstofubyggingar á Laugarvatni. | ||
Kæran var lögð fram til kynningar. Úrskurður kærunefndar útboðsmála liggur ekki fyrir. | ||
Fundi slitið kl. 10:40.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |