326. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

326. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 1. febrúar 2023, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skólanefndar – 2301011
27. fundur haldinn 23.01.2023
Fundargerðin var staðfest.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013
253. fundur haldinn 25.01.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 7.
-liður 3, Eyvindartunga Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Deiliskipulag – 1706048
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár, eftir auglýsingu. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum. Sveitarstjórn og skipulagsnefnd frestuðu afgreiðslu málsins eftir auglýsingu og fóru fram á minjaskráningu fyrir svæðið í takt við umsögn Minjastofnunar. Uppfærð gögn ásamt minjaskráningu lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna, ekki er talin þörf á endurauglýsingu vegna skilgreiningar á minjum innan skipulagssvæðisins en nefndin leggur áherslu á að framkvæmdir í grennd við skráða hugsanlega minjastaði innan tillögunnar verði unnar í samráði við Minjastofnun. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 4, Útey 1 L167647; Nýtt hótel, verslun- og þjónustusvæði og stækkun frístundabyggðar; Fyrirspurn – 2301046
Lögð er fram fyrirspurn frá Hólá ehf. er varðar uppbyggingu á landi Úteyjar 1 sbr. meðfylgandi gögn. Í framlögðum áætlunum felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæðum og stækkun núverandi frístundasvæðis innan jarðarinnar auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu stakra íbúðarhúsa á landbúnaðarlandi.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn og vísaði málinu til afgreiðslu og umræðu innan sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir kynningu á áformum Hólár ehf og frestar því að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar.

-liður 5, Laugarás; Þéttbýli og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir auglýsingu. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu. Gert er grein fyrir helstu breytingum innan greinargerðar skipulagsbreytingar. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu hennar ásamt samantekt andsvara og viðbragða vinnuhóps vegna skipulagsmála í Laugarási.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við þeim athugasemdum og umsögnum sem bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna og innan samantektar á umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna breytinganna. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 6, Gatfellsskáli; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211017
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Gatfellsskála í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst staðfesting á núverandi landnotkun, auk þess að gera ráð fyrir stækkun núverandi skála og/eða byggingu nýs húss. Gisting getur verið fyrir allt að 20 gesti. Skipulagssvæðið er um tæpur 1 ha. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 en þar er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF8. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 7, Skjaldborg og Kerling; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211018
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Skjaldborgar og Kerlingar í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst staðfesting á núverandi landnotkun, auk þess að gera ráð fyrir stækkun núverandi skála og/eða byggingu nýs húss. Gisting getur verið fyrir allt að 40 gesti. Skipulagssvæðið er um tæpur 1,2 ha. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 en þar er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF8. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
3.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2301008
33. fundur haldinn 31.01.2023
-liður 11, 2208024 Tungurimi/Borgarrimi 2. og 3. áfangi, sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að leitað verði tilboða í gatnagerð vegna 2. áfanga Borgarrima, þ.e. fyrir lóðir nr. 10 til 17.
-liður 12, 2301044 endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, 2. áfangi, sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að í 2. áfanga fráveituframkvæmdanna verði endurnýjuð stofnlögn frá Lindarbraut að grunnskólanum.
-liður 14, 2301060 hönnun útisvæðis sundlaugar í Reykholti, sveitarstjórn samþykkir að skipa vinnuhóp vegna hönnunar útisvæðis sundlaugar í Reykholti, hópinn skipi Helgi Kjartansson, Guðrún S. Magnúsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
 
4.   Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar – 2301028
59. fundur haldinn 24.01.2023, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3a) og 3c).
-liður 3a)Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna fjárhagsaðstoðar. Sveitarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð verði hækkuð í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs (9,3%) frá og með 1. mars 2023. Grunnfjárhæð fyrir einstakling verði 196.740 kr.
-liður 3b) Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna, afgreiðslu er frestað þar til stjórn Bergrisans bs hefur fjallað um gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna.
-liður 3c) Tillaga að breyttri gjaldskrá heimaþjónustu. Sveitarstjórn sanþykkir að gjaldskrá heimaþjónustu hækki um 9,3%. Lægra gjald verði 694 kr á tímann og hærra gjald 984 kr á tímann.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
 
5.   Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2301018
224. fundur haldinn 25.01.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð stjórnar SASS – 2301012
591. fundur haldinn 13.01.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026
917. fundur haldinn 20.01.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2301014
177. fundur haldinn 18.01.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
9.   Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu – 2301021
Fundur haldinn 17.01.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Fundargerð samráðshóps um málefni aldraðra – 2301056
1. fundur haldinn 27.01.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
11.   Girðingar með þjóðvegum og Þjóðgarðinum á Þingvöllum – 2301065
Beiðni Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 19.01.2023, um að girðingar með þjóðvegum og Þjóðgarðinum á Þingvöllum verði teknar til umræðu.
Jón F. Snæbjörnsson fylgdi málinu úr hlaði. Lögð var fram tillaga að girðingarleið meðfram Laugarvatnsvegi.
 
12.   Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni – 2301038
Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, staða mála.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins. Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur af hálfu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs þar sem úrræðið var kynnt íbúum. Góð mæting var á fundinn og fjölmörgum fyrirspurnum var svarað. Áætlað var að fyrstu einstaklingarnir kæmu til dvalar á Laugarvatni í lok þessarar viku, en útlit er fyrir að það dragist þar sem ekki hefur tekist að manna stöðu öryggisvarðar.
 
13.   Göngubrú yfir Hvítá við Gullfoss – 2301068
Eigendur Jaðars 1 í Hrunamannahreppi koma inn á fundinn
Frestað til næsta fundar.
 
14.   Tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Laugarvatni – 2301064
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23.01.2023, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi (tímabundið áfengisleyfi) vegna þorrablóts á Laugarvatni 11. til 12. febrúar 2023.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Laugarvatni 11. til 12. febrúar n.k.
 
15.   Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 – 2301063
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2023 um landsþins Sambandsins sem haldið verður 31.03.2023.
Lagt fram til kynningar.
 
16.   Ársreikningur UMFL 2021 – 2301066
Ársreikningur UMFL 2021
Lagt fram til kynningar.
 
17.   Stefna um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna – 2301055
Tilkynning innviðaráðuneytisins, dags. 13.01.2023, um vinnu við gerð leiðbeininga vegna stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðakjarna.
Lagt fram til kynningar.
 
18.   Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis – 2111018
Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um „Borgaðu þegar hent er“ hraðalinn.
Lagt fram til kynningar.
 
19.   Umdæmisráð barnaverndar – 2201049
Undirritaður samningur um umdæmisráð barnaverndar, ásamt tengiliðaskrá og tilnefningu fulltrúa í valnefnd.
Lagt fram til kynningar. Ekki er gerð athugasemd við að Anný Ingimarsdóttir verði fulltrúi í valnefnd.
 
20.   Ársreikningur Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2021 – 2301067
Ársreikningur Bjsv. Ingunnar 2021
Lagt fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 10:30.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir