327. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
327. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 15. febrúar 2023, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013 | |
327. fundur haldinn 08.02.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 11 til 18. | ||
-liður 11, Laugarás; Þéttbýli; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094 Lögð er fram tillaga að endurskoðun deiliskipulags að Laugarási eftir auglýsingu. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarin og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins var gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. Einnig er unnið nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggðina F51 sem er vestan Laugaráss. Samhliða er lögð fram húsakönnun. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær allar lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt samantekt á andsvörum og uppfærðum gögnum. Samantekt á breytingum eftir auglýsingu er lögð fram innan greinargerðar deiliskipulagsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við tillöguna verði send samantekt andsvara og viðbragða vegna málsins. -liður 12, Laugarás; Frístundabyggð vestan þéttbýlis; Deiliskipulag – 2203003 -liður 13, Efsti-Dalur 3 L199008; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2301086 -liður 14, Bryggja spilda L178475 og Haukadalur 2 L167100; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2301083 -liður 15, Holtakot lóð L176853; Skilgreining lóðar og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2301081 -liður 16, Brattholt L189012; Deiliskipulag; Verslun- og þjónusta – 2211046 -liður 17, Reykholt; Fljótsholt 5-8; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205062 -liður 18, Heiðarbær lóð L223275 og lóð L170202; Heiðarbær lóð; Heiðarbær 1 L170157 og Heiðarbær 2 L170158; Stofnun lóðar og breytt afmörkun lóða – 2301059 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
2. | Fundargerð æskulýðsnefndar – 2301007 | |
11. fundur haldinn 06.02.2023 | ||
-liður 4, umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum, sveitarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa/verkefnastjóra heilsueflandi samfélags að vinna umgengnisreglur fyrir íþróttamiðstöðvarnar. Fundargerðin var staðfest. |
||
3. | Fundargerð stjórnar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS) – 2302008 | |
Fundur haldinn 31.01.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026 | |
918. fundur haldinn 27.01.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014 | |
178. fundur haldinn 01.02.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses – 2301046 | |
2. fundur haldinn 05.01.2023 3. fundur haldinn 13.01.2023 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs – 2301027 | |
49. fundur haldinn 05.01.2023 50. fundur haldinn 13.01.2023 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
8. | Styrkbeiðni vegna húsaleigu, þorrablót 2023 – 2302003 | |
Styrkbeiðni sóknarnefndar Torfastaðasóknar vegna þorrablóts | ||
Lögð var fram beiðni sóknarnefndar þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við húsaleigu vegna þorrablóts sem haldið var í Aratungu. Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðnina, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
9. | Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni – 2301038 | |
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála. | ||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Úrræðið í húsnæði HÍ á Laugarvatni var tekið í notkun í síðustu viku þegar 34 einstaklingar komu þar til dvalar. Ferðir hafa verið skipulagðar fyrir hópinn á Selfoss tvisvar í viku. Rauði krossinn og Fræðslunet Suðurlands eru að undirbúa virkniúrræði fyrir hópinn. | ||
10. | Ágangur búfjár – 2302009 | |
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. febrúar 2023, um stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. | ||
Minnisblaðið var lagt fram. Sveitarstjórn vísar því til fjallskilanefnda. | ||
11. | Áskorun um orkuöflun í Reykholti – 2302010 | |
Áskorun Espiflatar ehf, Friðheima ehf, Gufuhlíðar ehf og Jarðarberjalands ehf til sveitarstjórnar varðandi hitaveitu í Reykholti. | ||
Áskorunin var lögð fram. Þar er skorað á sveitarstjórn að leita allra leiða til að hitaveitukerfi Reykholts verði betur í stakk búið til að bregðast við kuldaköstum eins og hafa gengið yfir í vetur. Bent er á að byggðin sé að stækka með tilheyrandi álagi á innviði og þessi garðyrkjubýli vilji hafa möguleika til stækkunar. Sveitarstjórn samþykkir að fá veitustjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs á næsta fund til að fara yfir stöðu mála. | ||
12. | Göngubrú yfir Hvítá við Gullfoss – 2301068 | |
Eigendur Jaðars I í Hrunamannahreppi koma inn á fundinn. | ||
Inn á fundinn komu Guðni Guðbergsson og Kristrún Guðbergsdóttir ásamt Hallgrími Kristinssyni. Kynntu þau hugmyndir um að setja upp göngubrú yfir Hvítárgljúfur neðan við Gullfoss til að gera aðgengi að Gullfossi í landi Jaðars. | ||
13. | Aðalfundur Bergrisans 2023 – 2301045 | |
Boð á aðalfund (aukafund) Bergrisans bs sem haldinn verður 20. febrúar 2023, ásamt tillögum sem liggja fyrir fundinum. | ||
Gögn vegna aukaaðalfundar voru lögð fram. Þar á meðal er tillaga um að ráðinn verði starfsmaður í 75-100% starfshlutfall í starf sérfræðings hjá Bergrisanum. Bláskógabyggð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og gerir ráð fyrir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna ráðningarinnar, verði hún samþykkt á aukaaðalfundinum. Af hálfu Bláskógabyggðar eru ekki gerðar athugasemdir við breytingar á samþykktum Bergrisans. | ||
14. | Hvatning til að koma villtum fuglum til aðstoðar – 2302007 | |
Erindi Dýraverndarsambands Íslands, dags. 10.02.2023, þar sem sveitarfélög eru hvött til að koma villtum fuglum og öðrum dýrum sem nú eru í neyð vegna veðráttunnar til hjálpar með fóðurgjöf þar til hlýnar. | ||
Erindið var lagt fram til kynningar. | ||
15. | Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut – 2209023 | |
Ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2022, dags. 7. febrúar 2023, að því er varðar stöðvunarkröfu í málinu. | ||
Ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2022 var lögð fram til kynningar. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar, sem komst á við kæru Fortis ehf hinn 7. desember s.l., skuli aflétt. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera samning við Selásbyggingar ehf á grundvelli tilboðs félagsins í byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir starfsemi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs að Hverabraut 6 á Laguarvatni. | ||
16. | Deiliskipulagsbreyting Ártunga 2 og 4 – 2208028 | |
Úrskurður úrskurnarðnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 106/2022 | ||
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 106/2022 var lagður fram til kynningar. Nefndin hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 18. ágúst 2022 um að synja beiðni kærenda um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar þeirra, Ártungu 2. | ||
17. | Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf – 2302011 | |
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags 10. febrúar 2023, varðandi framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. | ||
Erindið var lagt fram. Auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins. Framboðsfrestur er til kl. 12 á hádegi 8. mars n.k. | ||
Fundi slitið kl. 11:20.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |