328. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 328. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 1. mars 2023, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2301008
34. fundur haldinn 28.02.2023
-liður 3, 2209017, endurnýjun gervigrasvalla, sveitarstjórn samþykkir að samið verði við Altis á grundvelli tilboðs frá sl. vori um kaup á gervigrasi vegna endurnýjunar gervigrasvallar á Laugarvatni. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 7, 2301044, endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, 2. áfangi, sveitarstjórn samþykkir samning við Fögrusteina ehf um verkið. Verklok eru áætluð 15. ágúst. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 9, 2208024, Tungurimi/Borgarrimi, 2. áfangi gatnagerðar, Borgarrimi 10-17, Reykholti, sveitarstjórn samþykkir samning við Fögrusteina ehf um verkið. Verklok eru áætluð 1. ágúst n.k. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 10, 2302019, borholudæla RH-04, sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í kaup á dælu. Veitustjóra er falið að vinna málið áfram.
-liður 11, 2209023, Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut, sveitarstjórn samþykkir verksamning. Verklok eru áætluð 1. mars 2024. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var staðfest.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013
255. fundur haldinn 22.02.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr 2 til 7.
-liður 2, Úthlíð L167514; VÞ15 Breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan jarðarinnar Úthlíð eftir kynningu. Breytingin snýr að því að hluta verslunar- og þjónustusvæðisins verður breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem heimild verður fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Þá verður afmörkun verslunar- og þjónustusvæðisins breytt og byggingarheimildir uppfærðar. Í Úthlíð er mikil frístundabyggð og einnig ýmiss konar þjónustustarfsemi tengd henni. Markmiðið með breytingunni er að efla starfsemi og þjónustu í Úthlíð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Úthlíðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 3, Skálabrekka-Eystri L224848; Grjótnes- og Hellunesgata, landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 2210051
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til landbúnaðarlóða í landi Skálabrekku-Eystri. Í deiliskipulaginu er gert er ráð fyrir 17 landbúnaðarlóðum á um 75 ha svæði. Stærðir lóða eru frá 30.488 fm til 45.733 fm. Innan lóða er gert ráð fyrir heimild til að reisa eitt íbúðarhús ásamt aukahúsi á lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 9.11.2022. Uppfærð tillaga ásamt fornleifaskráningu er lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 4, Fellskot L167087; Fellskot 4; Stofnun lóðar og staðfesting á afmörkun jarðar – 2302015
Lögð er fram umsókn um stofnun lands úr jörðinni Fellskot L167087. Um er að ræða 69,3 ha landeign sem gert er ráð fyrir að fái staðfangið Fellskot 4. Jafnframt er jörðin Fellskot innmæld og hnitsett sem ekki hefur legið fyrir áður og mælist hún 143 ha, miðað við afmörkun út í miðja á eftir landskiptin.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lands úr jörðinni Fellskoti. Sveitarstjórn gerir ekki, fyrir sitt leyti, athugasemd við afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir því erindið fyrir sitt leyti.

-liður 5, Vörðás 5-9 (áður Vörðás 5, 7 og 9); Ferðaþjónusta og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302016
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóða Vörðáss 5, 7 og 9 í Úthlíð. Lóðirnar eru verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir sameiningu lóðanna í Vörðás 5-9 og að heimiluð verði uppbygging á ýmiskonar þjónustu, einkum fyrir ferðamenn. Heildarstærð núverandi bygginga er 1163,6 m2. Leyfilegt heildarbyggingarmagn á Vörðási 5-9 er allt að 1.850 m2. Heimilt er að viðhalda núverandi byggingum eða byggja nýjar í þeirra stað. Auk þess er heimiluð áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu s.s. veitingaaðstaða, gisting sem hvort sem er getur verið í gistihúsi eða minni gestahúsum, einnig ýmiskonar afþreying sem fellur vel að þjónustu við gesti staðarins og eigendur frístundahúsa í nágrenninu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn bendir á að aðalaðkoma að svæðinu skal vera að norðan um Mosahlíð og mælist til þess að það verði skilgreint ítarlegar innan greinargerðar deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn mælist til þess að samhliða verði unnin óveruleg breyting á deiliskipulagi sem að fellir skipulagssvæði hins nýja deiliskipulags út úr gildandi deiliskipulagi.

-liður 6, Úthlíð 1 L167180; Frístundabyggð svæði 5a; Deiliskipulag – 2302034
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til hluta frístundabyggðar í landi Úthlíðar 1 L167180. Innan svæðisins sem deiliskipulagið tekur til eru lóðir við göturnar Djáknahlíð, Djáknaveg, Djáknabrúnir, Mosabrúnir og Mosaskyggni. Á svæðinu er deiliskipulag í gildi, við gildistöku þessa skipulags fellur úr gildi sá hluti sem tekur við framlagðs deiliskipulags innan núgildandi deiliskipulags.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn mælist til þess að samhliða verði unnin óveruleg breyting á deiliskipulagi sem að fellir skipulagssvæði hins nýja deiliskipulags út úr gildandi deiliskipulagi.

-liður 7, Holtakot lóð L176853; Skilgreining lóðar og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2301081
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til 5,8 ha lóðar Holtakots lóð L176853. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda innan svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að heimilað byggingarmagn á svæðinu verði allt að 1000 m2, hámarksnýtingarhlutfall er um 0,017. Leyfi er fyrir sex byggingum og hámarksstærð hverrar byggingar er 200 m2. Heimilt er að byggja íbúðarhús ásamt mögulegu gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og frístundahúsum. Umrædd lóð er samkvæmt aðalskipulagi bæði innan frístundasvæði og landbúnaðarsvæði. Lóðin er skráð sem ræktunarland í fasteignaskrá HMS. Afgreiðslu málsins var frestað á 254. fundi skipulagsnefndar, er málið lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn. Mælist sveitarstjórn til að innan frístundasvæðis lóðarinnar verði eingöngu gert ráð fyrir einu sumarhúsi í takt við stefnumörkun aðalskipulags um fjölda frístundahúsa inn á frístundalóðum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn staðfang lóðarinnar, Kvosir.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
3.   Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar – 2301009
Fundur haldinn 16.02.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
4.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014
179. fundur haldinn 15.02.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Aðalfundur Bergrisans – 2301045
Aukaaðalfundur haldinn 20.02.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Samþykktir Bergrisans, skv. 9. tl. á dagskrá fundarins, eru sérstakur liður á dagskrá þessa fundar, þ.e. nr. 15.
 
6.   Fundargerðir stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings – 2302008
Fundur haldinn 14.02.2023
Fundur haldinn 16.02.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
Samkomulag vegna útgöngu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss úr byggðsamlaginu, skv. 1. lið fundargerðar frá 16.02.2023, er sérstakur liður á dagskrá þessa fundar, þ.e. nr. 16.
 
7.   Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023 – 2301025
55. fundur haldinn 27.01.2023
56. fundur haldinn 17.02.2023. Ályktun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 17.02.2023, um skiptingu arðs af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu. Lagt er til að sveitarstjórn taki undir ályktunina.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir eftirfarandi ályktun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, sem samþykkt var á 56. fundi sem haldinn var 17.02.2023, sjá 3. tl. fundargerðarinnar:

Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum og að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040.

Því er mikilvægt að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegummeð Rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli.

Endurskoða þarf hverjar heimildir sveitarfélaga eigi að vera til gjaldtöku og eða álagningar gjalda og meta hvort leitast eigi við aðrar heimildir svo sem til skattaafslátta eða samfélagssjóða eða annað sem hefur efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög, ágóða landeigenda, bætur til fasteignaeigenda í grennd vegna virðisminnkunar, tryggingar vegna umhverfisskaða á framkvæmdar- og rekstrartíma og vegna niðurrifs að rekstrartíma liðnum og fleira.

Arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu þarf að skiptast með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við orkuvinnslu. Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegsávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Það er sanngirnismál að orkuvinnslan skili sambærilegum tekjum í nærsamfélagið eins og öll önnur atvinnustarfssemi gerir. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaðurraforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þessað staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

 
8.   Útey 1 L167647; Hótel, verslun- og þjónustusvæði og frístundabyggð – 2302018
Fulltrúar Hólár ehf koma inn á fundinn kl. 10 og kynna hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi vegna Úteyjar 1 L167647.
Inn á fundinn komu undir þessum lið Jódís Ásta Gísladóttir, Sverrir Rúnarsson og Ólafur Tage Bjarnason. Kynntu þau hugmyndir um uppbyggingu í landi Úteyjar 1 167647. Málið var áður á dagskrá 326. fundar. Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu.
 
9.   Orkuöflun í Reykholti – 2302010
Áskorun Espiflatar ehf, Friðheima ehf, Gufuhlíðar ehf og Jarðarberjalands ehf til sveitarstjórnar varðandi hitaveitu í Reykholti. Áður á dagskrá á 237. fundi. Veitustjóri og sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs koma inn á fundinn og fara yfir stöðu mála.
Benedikt Skúlason, veitustjóri, og Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri, komu inn á fundinn undir þessum lið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og veitustjóra að fara yfir útboðslýsingar sem ÍSOR hefur unnið vegna borverka í Bláskógabyggð og leggja fyrir næsta fund.
 
10.   Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum – 2302015
Erindi forsætisráðuneytisins, dags. 15.02.2023, varðandi verkefni um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að forsætisráðuneytið hefur áhuga á að fá Þingeyjarsveit, Bláskógabyggð og Rangárþing ytra til þátttöku í samráðsverkefni um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum. Gert er ráð fyrir fundi ráðuneytisins með forsvarsmönnum sveitarfélaganna á næstunni.
 
11.   Heimtaugar vegna rafmagns að Árbúðum og Gíslaskála – 1910027
Uppgjör við Gljástein ehf vegna rafvæðingar fjallaskála.
Í framhaldi af rafvæðingu fjallaskála sem Gljásteinn ehf leigði af Bláskógabyggð samþykkti sveitarstjórn á árinu 2020 beiðni rekstraraðila um greiðslu sem nam tengi- og stofngjöldum til Rarik, að undanskildum virðisaukaskatti. Gljásteinn ehf sagði upp leigusamningum í lok síðasta árs og kemur þá til uppgjörs vegna framkvæmda sem Gljásteinn ehf hefur kostað og auka verðmæti fjallaskálanna. Sveitarstjórn samþykkir að greiða virðisaukaskattinn af tengi- og stofngjöldunum, kr. 5.093.361 skv. framlögðum reikningi. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárfestingaáætlun vegna þessa. Samantekt um áhrif viðaukans verður lögð fram á næsta fundi.
 
12.   Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni – 2004019
Tillaga um að felld verði niður leiga af Hverabraut 16 (Ungmennabúðum UMFÍ) á meðan ekki er hægt að halda starfseminni gangandi.
Kostnaðaráætlun vegna endurbóta.
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður leigu af Ungmennabúðum UMFÍ á meðan ekki er hægt að halda starfseminni gangandi vegna ástands hússins. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sem sýnir áhrif tekjulækkunar, svo og áhrif af minni útleigu á íþróttamannvirkjum á Laugarvatni vegna lokunarinnar.
Lögð var fram kostnaðaráætlun sem sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs hefur unnið. Á fundi framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var í gær var rætt um þá verkþætti sem ráðast þyrfti í til að unnt yrði að taka húsið í notkun. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við formann og framkvæmdastjóra UMFÍ um framhald málsins.
 
13.   Uppsögn samnings um rekstur tjaldsvæðis í Reykholti – 2302021
Tilkynning Steinunnar Bjarnadóttur, dags. 20.02.2023, um uppsögn á samningi um rekstur tjaldsvæðis í Reykholti.
Tilkynningin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að uppsögnin taki gildi 1. apríl n.k. Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir nýjum rekstraraðila.
 
14.   Íshellir í Suðurjökli á Langjökli – 2302022
Erindi Jóns Kristins Jónssonar, dags. 24.02.2023, f.h. Amazingtours varðandi íshelli í Langjökli.
Erindið var lagt fram og málið kynnt. Samþykkt var að taka málið fyrir á næsta fundi.
 
15.   Samþykktir Bergrisans bs – 2302023
Samþykktir Bergrisans bs. fyrri umræða.
Samþykktirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir að vísa þeim til síðari umræðu.
 
16.   Útganga Hveragerðis og Ölfuss úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs – 2302024
Tillaga um úrgöngu Hveragerðis og Ölfuss úr Skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings bs, samkomulag vegna úrgöngu og uppgjör.
Lögð voru fram drög að samningi um úrgöngu Hveragerðis og Ölfuss úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs og uppgjör. Úrgangan miðast við 1. mars 2023 og verða nýjar samþykktir byggðasamlagsins (félagssamningur) samþykktar miðað við aðild sveitarfélaganna fimm í Uppsveitum og Flóa, sem halda munu áfram samstarfi á sviði skóla- og velferðarþjónustu undir heiti byggðasamlagsins, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, sjá 18. lið á dagskrá þessa fundar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um úrgöngu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
17.   Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2023 – 2302025
Boð á aukafund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. Tilnefning fulltrúa.
Aukafundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs verður haldinn í dag, 1. mars 2023. Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson, oddvita, sem aðalfulltrúa, og Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til vara.
 
18.   Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs – 2302026
Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, fyrri umræða.
Lögð voru fram drög að félagssamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs sem Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru aðilar að. Sveitarstjórn samþykkir að vísa samningnum til síðari umræðu.
 
19.   Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026 – 2205038
Tilnefning aðal- og varafulltrúa í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Tilnefning aðal- og varafulltrúa í fagnefnd skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Sveitarstjórn tilefnir Helga Kjartansson, oddvita, sem aðalfulltrúa í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, og Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, sem varafulltrúa.
Sveitarstjórn tilnefnir Trausta Hjálmarsson sem aðalfulltrúa í fagnefnd skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og Áslaugu Öldu Þórarinsdóttur sem varafulltrúa.
 
20.   Erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs – 2302027
Erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Lagt var fram erindisbréf fyrir stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.
 
21.   Erindisbréf fagnefndar skóla- og velferðarþjónustu – 2302028
Erindisbréf fagnefndar skóla- og velferðarþjónustu
Lögð voru fram til kynningar drög að erindisbréfi fagnefndar skóla- og velferðarþjónustu.
 
22.   Samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar breyting 2023 – 2302029
Tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, fyrri umræða.
Lögð var fram tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa þeim til síðari umræðu.
 
23.   Bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um orkumál – 2302031
Bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjarhepps um orkumál. Lagt er til að sveitarstjórn taki undir bókunina.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir eftirfarandi bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem samþykkt var á 15. fundi hinn 15. febrúar 2023. Jón Forni Snæbjörnsson, Þ-lista, sat hjá.

Virkjanaframkvæmdir á Þjórsár og Tungnaársvæðinu
Frá því að ný sveitarstjórn tók til starfa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þann 1. júní 2022 hefur mikil vinna farið í virkjanamál og málefni Landsvirkjunar. Hvammsvirkjun hefur verið fyrirferðamikil í sveitarfélaginu síðustu 20 ár og er yfirferð framkvæmdaleyfis nú í gangi hjá sveitarstjórn. Á undanförnum mánuðum hefur mikil greiningarvinna átt sér stað í sveitarstjórn um áhrif orkuframleiðslunnar á nærumhverfi okkar, og nærsamfélags orkuframleiðslu almennt. Tölulegar staðreyndir sýna fram á það að nærsamfélagið nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af orkuframleiðslunni á meðan efnahagslegur ávinningur kemur fram þar sem orkan er nýtt. Sú staðreynd gerir það að verkum að orkuvinnsla í sveitarfélaginu þjónar ekki hagsmunum þess til framtíðar í óbreyttri mynd.
Vegna þessa leggur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fram eftirfarandi bókun:
Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum, að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040 og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Hvammsvirkjun er einungis fyrsta skrefið af mörgum í gríðarlegum áformuðum virkjanaframkvæmdum Landsvirkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum.
Ekkert samtal hefur átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga sem þurfa að skipuleggja og heimila allar þessar framkvæmdir. Það er staðreynd að nærumhverfið þar sem orkan er framleidd nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af henni.
Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög. Með öðrum kosti verða engin orkuskipti á Íslandi í náinni framtíð.

 
24.   Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni – 2301038
Staða mála.
Farið var yfir stöðu mála.
 
25.   Flokkun landbúnaðarlands – 2302030
Tillaga um að ráðist verði í flokkun landbúnaðarlands í Bláskógabyggð
Lagðar voru fram leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands, sem gefnar voru út í mars 2021 af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sveitarstjórn samþykkir að ráðast í flokkun landbúnaðarlands til samræmis við ákvæði og markmið jarðalaga nr. 81/2004. Sveitarstjóra er falið að undirbúa val á ráðgjafa til að annast verkið.
 
26.   Samspil náttúruverndar, landnotkunar og samfélags í Bláskógabyggð – 2302032
Minnisblað Tómasar Grétars Gunnarssonar, dags. 26. febrúar 2023, um samspil náttúruverndar, landnotkunar og samfélags í Bláskógabyggð.
Minnisblaðið var lagt fram. Sveitarstjórn þakkar minnisblaðið og vísar því til kynningar í umhverfisnefnd.
 
27.   Snjómokstur í þéttbýli útboð 2022 – 2208034
Tilboð í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð.
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lagður er fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 28.02.2023 í máli nr. 37/2022. Málið varðar kæru ÓA vinnuvéla ehf á þeirri ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að taka tilboði Sveitadurgs ehf í snjómokstur innan þéttbýlisins á Laugarvatni. Niðurstaða málsins er sú að öllum kröfum ÓA vinnuvéla ehf er hafnað. Er sveitarstjóra því falið að ganga frá samningi við Sveitadurg ehf um snjómokstur á Laugarvatni í samræmi við tilboð Sveitadurgs ehf frá því í september 2022.
 

 

 

Fundi slitið kl. 12:13.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir