329. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 329. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 15. mars 2023, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá kynningu á stöðu mála vegan innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi, kemur inn á fundinn. Verður það liður nr. 26.

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013
256. fundur haldinn 08.03.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 7.
-liður 3, Efri-Reykir L167080; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2209096
Lögð er fram að nýju umsókn frá Rúnari Gunnarsyni er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Efri-Reykja L167080. Um er að ræða skipulagningu 26 frístundalóða á um 23 ha svæðið innan skipulagsreits F73 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Stærðir lóða innan svæðisins eru á bilinu 6-8.000 fm og gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða fari ekki umfram 0,03. Heimilt er að byggja sumarhús, gestahús allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm innan nýtingarhlutfalls. Málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar 19.10.22 og er nú lögð fram uppfærð tillaga.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

-liður 4, Miðhús (L167415); umsókn um byggingarleyfi; miðlunartankur – 2110082
Fyrir liggur nánari staðsetning á miðlunartanki ásamt greinagerð frá Arnari I. Ingólfssyni fyrir hönd VR, móttekin 23.2.2023, á sumarbústaðalandinu Miðhús L167415 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem tilgreindur verði byggingarreitur ásamt byggingaskilmálum fyrir viðkomandi uppbyggingu. Útgáfu byggingarleyfis verði frestað þar til breytingu á deiliskipulagi er lokið.

-liður 5, Miðhús (L167415); byggingarheimild; dæluhús – 2302049
Lögð er fram umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd VR um byggingarheimild fyrir 7,1 m2 dæluhús í stað þess sem fyrir er á sumarbústaðalandinu Miðhús L167415.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem tilgreindur verði byggingarreitur ásamt byggingaskilmálum fyrir viðkomandi uppbyggingu. Útgáfu byggingarleyfis verði frestað þar til breytingu á deiliskipulagi er lokið.

-liður 6, Tungurimi 16a L234821 og Tungurimi 11 L234818; Staðsetning spennistöðvar; Deiliskipulagsbreyting – 2302055
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Reykholt í Bláskógabyggð. Við Tungurima 16A var gert ráð fyrir spennistöð á iðnaðarlóð en komið hefur í ljós að sú staðsetning er óhentug. Sú lóð verður því felld út og þess í stað verður bætt við 56 fm iðnaðarlóð fyrir allt að 15 fm spennistöð við Tungurima 11B.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt lóðarhafa Tungurima 11.

-liður 7, Gýgjarhóll 1 L167092; Hvammur; Stofnun lóðar – 2302038
Lögð er fram umsókn um stofnun lóðar úr landi Gýgjarhóls 1 L167092. Um er að ræða 13.789,3 fm landeign, skv. mæliblaði, sem óskað er eftir að fái staðfangið Hvammur. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar fyrir aðkomu að landinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

-liður 8, Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins, Traustatún 6 L234172 og Traustatún 8 L234174; Breyttur íbúðafjöldi; Deiliskipulagsbreyting – 2302054
Lögð er fram umsókn Pálma Pálssonar, f.h. Pálmatrés ehf, er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Laugarvatn í Bláskógabyggð. Óskað er eftir að fá að fjölga íbúðum í húsunum við Traustatún 6 og 8 úr fjórum upp í fimm íbúðir í hvoru húsi. Húsin munu ekki fara upp fyrir uppgefið nýtingarhlutfall lóðanna og falla að öllu öðru leyti undir skilmála lóðanna. Í húsunum yrðu þrjár íbúðir á jarðhæðum, ca. 60 fm, og tvær íbúðir á efri hæðum, ca. 90 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

-liður 9, Kötluholt L224404; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2302044
Lögð er fram umsókn Guðnýjar Rósu Magnúsdóttur f.h. eigenda er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins Kötluholts L224404 úr landi Tjarnar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum innan greinargerðar deiliskipulagsins sem tekur til göngustíga, vatnsveitu og hitaveitu, sorphirðu og almennra byggingaskilmála. Eftir breytingu verði gert ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að byggja frístundahús, gestahús og geymslu. Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 m2 og geymslu allt að 15 m2. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03, nema á lóðum sem eru minni en 0,3 ha að stærð, þar er leyfilegt byggingarmagn 100 m2. Heildarbyggingarmagn á lóðum skal aldrei fara yfir 500 m2. Leyfileg mænishæð er allt að 6,5 m yfir gólfkóta aðalhæðar. Þakhalli geti verið á bilinu 0 – 45 gráður.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
2.   Fundargerð skólanefndar – 2301011
28. fundur haldinn 13.03.2023
Fundargerðin var staðfest.
 
3.   Fundargerð stjórnar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs – 2302008
Fundur haldinn 07.03.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
4.   Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2301018
225. fundur haldinn 03.03.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026
919. fundur haldinn 28.02.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014
180. fundur haldinn 01.03.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2301025
57. fundur haldinn 22.02.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerð seyrustjórnar – 2301015
8. fundur haldinn 7. mars 2023
Fundargerðin var lögð fram. Einnig var lögð fram til kynningar ásamt fundargögnum, þar á meðal ársskýrslu seyruverkefnisins fyrir árið 2022. Sveitarstjórn þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.
 
9.   Útey 1 L167647; Hótel, verslun- og þjónustusvæði og frístundabyggð – 2302018
Hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi Úteyjar 1. Áður á dagskrá á 328. fundi. Bréf eigenda Úteyjar 2, dags. 09.03.2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við áformin.
Sveitarstjórn heimilar að unnin verði skipulagslýsing á grunni 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga vegna verkefnisins og lögð fyrir skipulagsnefnd. Sveitarstjórn bendir á að hluti svæðisins sem um ræðir er á B-hluta náttúruminjaskrár.
 
10.   Hitaveita í Reykholti og á Laugarvatni orkuöflun – 2101058
Útboðslýsingar sem ÍSOR hefur unnið vegna borverka í Bláskógabyggð. Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs, og Benedikt Skúlason, veitustjóri, koma inn á fundinn.
Farið var yfir drög að útboðslýsingum og rætt um áætlaðan kostnað við boranir. Frekari gögn frá ÍSOR munu berast á næstu dögum. Einnig var rætt um þann möguleika að bora eftir heitu vatni í Laugarási og leiða í Reykholt og kostnað við að leggja 8 km lögn á milli staðanna. Ákvörðun um borun er frestað til næsta fundar, enda munu þá liggja fyrir frekari gögn.
 
11.   Samþykktir Bergrisans bs – 2302023
Samþykktir Bergrisans bs síðari umræða
Fyrri umræða um samþykktir Bergrisans bs fór fram á 328. fundi. Samþykktirnar voru lagðar fram til síðari umræðu, ásamt yfirliti yfir breytingar frá fyrri samþykktum. Sveitarstjórn samþykkir samþykktir Bergrisans bs.
 
12.   Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs – 2302026
Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, síðari umræða.
Fyrri umræða um félagssamning Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs fór fram á 328. fundi. Félagssamningurinn var lagður fram til síðari umræðu. Sveitarstjórn samþykkir félagssamning Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
 
13.   Flokkun landbúnaðarlands – 2302030
Tillaga um framkvæmd flokkunar landbúnaðarlands
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera verðkönnun vegna verkefnisins og það verði jafnframt útvíkkað á þann hátt að umfang votlendis í sveitarfélaginu verði metið og kortlagt.
 
14.   Úthlutun lóða við Borgarrima 10-17, Reykholti – 2303001
Tillaga um að lóðir við Borgarrima 10-17, Reykholti, verði auglýstar lausar til úthlutunar.
Sveitarstjórn samþykkir að þegar skrifað hefur verið undir verksamning um 2. áfanga gatnagerðar í Borgarrima verði lóðir nr. 10 til 15 og 17 auglýstar lausar til úthlutunar. Um er að ræða fimm raðhúsalóðir og eina lóð þar sem heimilt er að byggja annað hvort parhús eða raðhús. Áætlað er að gatnagerð ljúki 15. nóvember 2023.
 
15.   Starfsmaður við félagsstarf aldraðra – 2303002
Ráðning starfsmanns í félagsstarf eldri borgara
Sveitarstjórn samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í 20% starf við félagsstarf aldraðra í samræmi við starfslýsingu sem liggur fyrir. Nánar tiltekið er um að ræða starf með félögum eldri borgara í Bláskógabyggð, aðstoð við skipulagningu félagsstarfs í samráði og samstarfi við stjórnir félaganna og starf með samráðshópi um málefni aldraðra í Bláskógabyggð. Ráðning miðist við 1. september 2023. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið og annast ráðningu.
 
16.   Uppsögn á starfi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni – 2303007
Tilkynning um uppsögn á starfi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni.
Tilkynning Elfu Birkisdóttur um uppsögn á starfi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni var lögð fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir velunnin störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að útbúa auglýsingu eftir skólastjóra við Bláskógaskóla Laugarvatni frá og með næsta hausti.
 
17.   Könnun FOSS Sveitarfélag ársins 2023 – 2303011
Boð FOSS, stéttarfélags í almannaþjónustu, dags. 8. mars 2023, um að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í könnuninni fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
18.   Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni – 2301038
Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, staða mála.
Sveitastjóri fór yfir upplýsingar frá Vinnumálastofnun. Í úrræðinu dvelja nú 55 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Námskeið á vegum Vinnumálastofnunar er hafið, auk þess sem Rauði krossinn er að koma inn með starf fyrir hópinn.
 
19.   Deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar á hóteli að Skólavegi 1, Reykholti – 2303013
Erindi Jóhanns Guðna Reynissonar, f.h. Stakrar gulrótar ehf, dags. 07.03.2023, varðandi deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á Blue hótel Fagralundi, Skólavegi 1, í Reykholti úr 40 herbergjum í allt að 100-120 herbergi og að heimilt verði að byggja á meira en tveimur hæðum.
Erindið var lagt fram. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 4.000 fermetra hóteli með gistingu í allt að 40 gistirýmum. Lóðin er 9.525,1 fermetri og er nýtingarhlutfall 0,5. Heimilt er að byggja á 1-2 hæðum. Sveitarstjórn heimilar að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið og lögð fyrir skipulagsnefnd.
 
20.   Héraðsvegur að Eiríksbakka II – 2303015
Umsögn Vegagerðarinnar, dags. 03.03.2023, vegna umsóknar um nýjan héraðsveg.
Bréf Vegagerðarinnar var lagt fram. Þar kemur fram að umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Eiríksbakka II í Bláskógabyggð hefur verið samþykkt og verður vegurinn færður á vegaskrá sem nýr héraðsvegur.
 
21.   Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2023 – 2303018
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, janúar og febrúar 2023.
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar og febrúar 2023. Útsvarstekjur eru nokkuð yfir áætlun þessa fyrstu tvo mánuði ársins.
 
22.   Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026 – 2205041
Tillaga um að sveitarstjórnarfundur verði 27. mars í stað 5. apríl nk.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti sveitarstjórnarfundur verði haldinn mánudaginn 27. mars kl. 9:00 í stað reglulegs fundar miðvikudaginn 5. apríl nk.
 
23.   Íshellir í Suðurjökli á Langjökli – 2302022
Erindi Jóns Kristins Jónssonar, dags. 24.02.2023, f.h. Amazingtours varðandi íshelli í Langjökli. Áður á dagskrá á 328. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði skipulagslýsing á grunni 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga vegna verkefnisins.
 
24.   Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni – 2004019
Farið var yfir stöðu mála. Umtalsverðs viðhalds er þörf á húsnæðinu og hafa fulltrúar sveitarfélagsins átt í viðræðum við UMFÍ um framhald málsins.
 
25.   Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 – 2301063
Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 31. mars 2023.
Sveitarstjórn samþykkir að Sveinn Ingi Sveinbjörnsson verði fulltrúi Bláskógabyggðar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga hinn 31. mars n.k., vegna forfalla annars aðalmanns og beggja varamanna.
Jón Forni Snæbjörnsson sat hjá.
 
26.   Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – 2109037
Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Podium, kynnir stefnumótunarvinnu Bláskógabyggðar vegna innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Eva kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að heildarstefnu fyrir sveitarfélagið, sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Drögin verða kynnt almenningi þegar niðurstaða vinnu meðal barna og ungmenna, sem nú stendur yfir, liggur fyrir.
 
27.   Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál – 2303012
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 08.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál

Umsagnarfrestur er til 17. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Lagt fram til kynningar.
 
28.   Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123 2010 (uppbygging innviða), 144. mál. – 2210029
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 07.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga að breytingum við 144. mál skipulagslög.
Lagt fram til kynningar.
 
29.   Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir), 485. mál. – 2303016
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 01.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir), 485. mál.

Umsagnarfrestur er til 15. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
30.   Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál – 2303019
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 28.02.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál

Umsagnarfrestur er til 14. mars 2023.

Lagt fram til kynningar.
 
31.   Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. – 2303021
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
32.   Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53 1972, með síðari breytingum, 165. mál. – 2303022
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál..

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
33.   Frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál. – 2303023
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
34.   Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. – 2303024
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
 
35.   Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga – 2303025
Breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til kynningar í samráðsgátt
Frumvarpsdrögin voru lögð fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila inn umsögn um frumvarpið. Verði það óbreytt að lögum mun það hafa í för með sér umtalsverða breytingu á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Bláskógabyggðar.
 
36.   Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 702022, og fleiri lögum (ríkisstyrktir fjarskiptainnviðir, EES-reglur, eftirlit með lénaskráningum og þagnaskylda) – 2303027
Frumvarpsdrög til umsagnar í samráðsgátt: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 70/2022, o.fl. fleiri lögum (ríkisstyrktir fjarskiptainnviðir, EES-reglur, eftirlit með lénaskráningum og þagnaskylda)
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Snerru ehf um frumvarpið. Að mati sveitarstjórnar er fráleitt að Fjarskiptastofu verði veitt heimild til að veita undanþágu frá kröfu um að heildsöluaðgangur fjarskiptafyrirtækja skuli byggja á verðsamanburði. Sveitarstjórn telur það ekki vera hlutverk ljósleiðarakerfa sveitarfélaga að niðurgreiða aðgang fjarskiptafélaganna.
 
37.   Aðalfundur Samorku 2023 – 2303014
Aðalfundur Samorku verður haldinn 15.03.2023. Ársreikningur Samorku fyrir árið 2022.
Gögnin voru lögð fram til kynningar.
 
38.   Aðalfundur Límtrés-Vírnets ehf 2023 – 2303017
Boð á aðalfund Límtrés-Vírnets ehf sem haldinn verður 16.03.2023.
Fundarboðið var lagt fram.
 
39.   Fjarskiptamastur Mílu – 2202013
Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28.02.2023, um kæru Böðvars Þórs Unnarssonar á ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar frá 23. nóvember 2022 um að veita Mílu ehf. byggingarleyfi fyrir fjarskiptamastri á lóð nr. L-76855 í Laugarási, Bláskógabyggð.
Lagt fram til kynningar.
 
40.   Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2023 – 2303028
Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 31. mars 2023
Lagt fram til kynningar.
 
41.   Íbúafjöldi í Bláskógabyggð – 2303026
Fjölgun íbúa á milli 2022-2023 https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn-1-januar-2023/
Fjöldi barna eftir skólahverfum leik- og grunnskóla. Íbúafjöldi eftir hverfum.
Yfirlit yfir úthlutaðar lóðir og fjölda íbúða.
Lagðar voru fram upplýsingar um íbúafjölgun í sveitarfélaginu frá 1. janúar 2022 til 1. janúar 2023, ásamt fjölda barna eftir skólahverfum leik- og grunnskóla, fjölda íbúa í hverjum þéttbýliskjarna og lista yfir úthlutaðar lóðir. Íbúum fjölgaði um 10% á milli áranna 2022 og 2023, eða um 116 manns. Frá 2019 til 2022 var úthlutað lóðum fyrir 113 íbúðir í þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar. Þar af er byggingarframkvæmdum lokið við um 34 íbúðir. Gatnagerð lýkur á næstu vikum í Traustatúni á Laugarvatni og 1. áfanga Borgarrima og Tungurima í Reykholti. Við þær götur hefur verið úthlutað lóðum fyrir 54 íbúðir.
 

 

 

Fundi slitið kl. 11:58.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir