33. fundur 2007
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,
Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
fimmtudaginn 11. janúar 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
Gunnar Örn Marteinsson boðaði forföll sem og varamaður hans.
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Skipulagshönnuðir sem hafa réttindi til að sinna skipulagsgerð.
Grein 2.7. í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 er um menntun og reynslu
skipulagsfulltrúa og annarra þeirra sem falin er gerð skipulagsáætlana.
Skipulagsstofnun sér um að uppfæra og gefa út lista yfir þá sem sinna
skipulagsgerð og er sá listi birtur á heimasíðu þeirra.
Skipulagsfulltrúi leggur til að þeir sem skila inn skipulagstillögum til afgreiðslu
skipulagsnefndar þurfi að vera á lista Skipulagsstofnunar.
Samþykkt.
- Flóðin í Hvíta – kortlagning
Skipulagsfulltrúi greindi frá því að hafinn er undirbúningur verkefnis til að
kortleggja útbreiðslu flóða sem urðu á Suðurlandi rétt fyrir síðustu jól.
Vatnamælingar Orkustofnunar ætla að bera ábyrgð á verkefninu en vinna það í
samvinnu við skipulagsyfirvöld, Vegagerðina og hugsanlega fleiri aðila sem koma
að þessum málum.
- Aðkoma Flóahrepps að embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa
uppsveita Árnessýslu – til kynningar
Flóahreppur hefur formlega óskað eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf um
sameiginlegt embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Oddviti og
sveitarstjóri Flóahrepps komu og kynntu sér aðstæður á Laugarvatni síðastliðin
mánudag.
Bláskógabyggð
- Bergsstaðir í Biskupstungum. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu til
kynningar.
Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Biskupstungnahrepps í landi Bergsstaða. Samkvæmt erindi hefur jörðinni verði
skipt jafn á milli 5 fjölskyldna, samtals 14 landhluta, og samkvæmt þinglýstu
samkomulagi má byggja 8 hús á hverju hlut eða samtals 40 hús á jörðinni í heild.
Núverandi afmörkun frístundabyggðasvæðis var gerð áður en skiptin fóru fram og
með nýrri tillögu er verið að koma til móts við breyttar forsendur.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að hluti svæðisins verði skilgreindur sem
blanda landbúnaðar- og frístundabyggðasvæðis, önnur svæði verði
landbúnaðarsvæði.
Á bls. 79 í aðalskipulaginu er gert er ráð fyrir að allar íbúðarbyggingar sem ekki
eru tengdar búrekstri fari fram á skilgreindum íbúðarsvæðum sem einkum eru í
Reykholti og Laugarási. Vegna þessa mælir skipulagsnefnd ekki með að svæðið
verði skilgreint sem blönduð landnotkun landbúnaðarsvæðis og frístundabyggðar.
- Laugarás í Biskupstungum. Fyrirspurn um breytingar á lóðinni Bæjarholt 8.
Lagt fram bréf frá Guðjóni Þ. Sigfússyni (VGS) varðandi ósk lóðarhafa
Bæjarholts 8 í Laugarási um að gólfkóti fyrirhugaðs húss verði hækkaður og að
breyta staðsetningu bílastæðis (bílskúrs). Samkvæmt deiliskipulagi og lóðablaði
er bílastæði í norðanverðri lóðinni en óskað er eftir að það verði fært sunnar.
Ekki eru ákvæði í deiliskipulaginu um hámarkshæð húss.
Að mati skipulagsnefndar er ekki mælt með að breyta gólfkóta lóðarinnar né að
breyta staðsetningu bílastæðis (bílskúrs). Hafnað.
- Böðmóðsstaðir í Laugardal. Breyting á skráningu lóðar.
Lögð fram beiðni um að sumarhúsalóð í landi Böðmóðsstaða verði breytt
íbúðarhúsalóð og húsi á henni breytt í íbúðarhús þannig að hægt verði að flytja
lögheimili þangað. Beiðandi er Kristján Valberg Sigurðsson sem að sögn hafði
lögheimili í húsinu til langs tíma.Samkvæmt fasteignamati er lóðin 6.276 m2 að
og á henni stendur 54 m2 hús, 8,7 m2 geymsla og 77,8 m2 bílskúr/skemma.
Skipulagsnefnd bendir á að breyta þurfi aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt
verði að breyta skráningu hússins.
- Lækjarhvammur í Laugardal, deiliskipulag frístundabyggðar við Grafará.
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða í landi
Lækjarhvamms. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeiganda.
Skipulagssvæðið er 10.880 m² og er gert ráð fyrir tveimur frístundahúsalóðum.
Önnur lóðin er þegar byggð en á hinni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa
að hámarki 50 m² frístundahús. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar þar sem
fram kemur að ekki er gerð athugasemd við tillöguna þar sem tengingin er þegar
til staðar, en því beint til skipulagsyfirvalda sveitarfélagsins að beita sér fyrir því
að sameina þessar tengingar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
- Snorrastaðir í Laugardal. Skipting lóðar.
Lögð fram fyrirspurn um heimild til að skipta lóð í landi Snorrastaða í tvær lóðir.
Samkvæmt fasteignamati er lóðin 8.000 m2 en samkvæmt erindi er lóðin 13.000
m2 með vísan í meðfylgjandi uppdrátt. Meðfylgjandi eru tvær hugmyndir að
skiptingu lóðarinnar.
Að mati skipulagsnefnar er ekki hægt að fallast á skiptingu lóðarinnar vegna
óvissu um stærð hennar og ónákvæmni uppdráttar. Einnig efast skipulagsnefnd
um að koma megi tveim húsum fyrir á þessu svæði.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Kringla 2 í Grímsnesi, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar við Árveg í landi
Kringlu 2. Beiðandi er Grétar Indriðason kt. 250755-4579.
Í tillögunni felst að lóðinni Árvegur 2 sem er 5 ha að stærð er skipt í tvær 2,5 ha
lóðir.Ekki er óskað eftir breytingum á skilmálum deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir ekki fyrirhugaða breytingu þar sem forsendur
skipulagsins miða að stórar lóðar og samræmist umrædd breyting ekki þeim
forsendum.,
- Mýrarkot í Grímsnesi. Breyting á skilmálum deiliskipulags.
Lögð fram beiðni frá Hannesi Steindórssyni um að skilmálum deiliskipulags lóðar
2 í G-götu í frístundabyggð í landi Mýrarkots.Samkvæmt gildandi deiliskipulagi
má byggja 100 m2 frístundahús en óskað er eftir að fá að byggja allt að 120 m2 á
lóðinni sem er 5.196 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á skilmálum deiliskipulagsins skv.
- gr. skipulags- og byggingarlaga sem felur í sér að heimilt verður að reisa
frístundahús þar sem nýtingarhlutfal llóðar er að hámarki 0.03.
- Öndverðarnes í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvík.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, við
Selvík. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni er gert ráð fyrir 11 byggingarreitum fyrir frístundahús á landi
Landsbankans við Selvík, vestan og suðvestan við núverandi sumarhús. Heimilt
verður að reisa allt að 200 m2 frístundahús með 6 m mænishæ og, 4,5 m vegghæð
að hámarki. Heimilt er að vera með kjallara og svefnloft þar sem aðstæður leyfa.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar
liggur fyrir. Skipulagsfulltrúi mun leita umsagnar Umhverfisstofnunar,
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins.
- Þóroddsstaðir í Grímsnesi, lóðablað.
Lagt fram landsspildublaði í mkv. 1:5.000 sem unnið er af Böðvari Guðmundssyni
af 69 ha spildu úr landi Þóroddstaða (168295) í Grímsnesi. Austurhluti svæðisins
liggur upp að Laugarvatnsvegi og suðurhluti þess að Svínavatni og er undirskrift
þeirra á uppdrætti. Fyrirhugað er að nýta landið til námuvinnslu.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Bent er á að samkvæmt
breytingum á lögum um náttúruvernd eru námuvinnsla óheimil eftir 1. júlí 2008
nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar skv. 27. gr. skipulags- og
byggingarlaga. Námuvinnslan fellur einnig undir lög um mat á umhverfisáhrifum
ef fyrirhuguð námuvinnsla eftir 1. júlí 2008 er meiri en 50.000 m3 eða að svæðið
er stækkar um meir en 25.000 m2.
Einnig er bent á að skv. 13.grein jarðalaga skulu landskipti á bújörðum einnig
staðfest af landbúnaðarráðherra.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Kílhraun á Skeiðum. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við
Áshildarmýri.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar umhverfis
Áshildarmýri úr landi Kílhrauns. Beiðandi er Haukur Friðriksson, Kílhraun ehf.
Í breytingunni felst að 4 lóðir við Miðhraunsveg falla út en í staðinn fjölgar
lóðum við Kílhraunsveg um 6 auk þess sem 12 lóðir við Kílhraunsveg minnka. Í
heild er því gert ráð fyrir að lóðum fjölgi um 2 auk þess sem útivistarsvæði
stækkar lítillega. Breytingin er gerð vegna flóða sem urðu í Hvítá í lok síðast árs
þar sem lóðir innan deiliskipulagssvæðisins fóru undir vatn að einhverju leyti. Í
erindi Hauks dags. 10. janúar 2007 kemur fram að Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen (VST) á Selfossi hafi tekið að sér að kortleggja áhrifasvæði flóðsins
innan deiliskipulagssvæðisins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstöður kortlagningar á
útbreiðslu flóðsins liggja fyrir. Fullur vilji er til að vinna að viðeigandi
breytingum á deiliskipulaginu en að mati nefndarinnar er að svo stöddu ekki hægt
að meta hvaða svæði eru í hættu og hver ekki. Mikilvægt er að fullnægjandi gögn
um flóðahættu liggi fyrir og þá einnig mat sérfróðra aðila á því hvernig haga
megi uppbyggingu á svæðinu.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan kl. 11:30
Laugarvatni 11. janúar 2007
Margeir Ingólfsosn (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Pétur Ingi Haraldsson