33. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 10. ágúst 2004,
  2. 16:00, Fjallasal, Aratungu.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson.

 

 

  1. Framkvæmdaleyfi fyrir Sultartangalínu 3.

Albert Guðmundsson fulltrúi Landsvirkjunar mætti á fundinn og kynnti framkvæmdina.

Lögð fram umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna Sultartangalínu 3.

Ferli skv.lögum um mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram, nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps og breytingar á svæðisskipulagi miðhálendis liggja fyrir. Staðfestingar á breytingu Laugardalshrepps er að vænta innan skamms. Í Þingvallasveit liggur ekki fyrir aðalskipulag en unnt er að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli svæðisskipulag miðhálendisins.

 

Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins með fyrirvara um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps og felur skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að ganga frá útgáfu og gjaldtöku framkvæmdaleyfisins. Framkvæmdaleyfisgjald skal nema þeirri upphæð sem sveitarfélagið verður fyrir vegna úgáfu og undirbúnings leyfisins og eftirlits, þ.m.t. aukakostnaður vegna sveitarstjórnarfunda sem boðað hefur verið til sérstaklega vegna framkvæmdaleyfisins.

 

  1. Heiðarbær, óleyfisframkvæmd.

Vegna tafa sem hafa orðið við gerð tillagna skipulagsfulltrúa og Umhverfisstofnunar um lagfæringar vegna jarðrasks við bakka Þingvallavatns við sumarbústað nr.1 í landi Heiðarbæjar samþykkir sveitarstjórn að framlengja frest til lagfæringa um einn mánuð frá 15. september til 15.október.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:00