33. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 29. júní 2004 kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland og Drífa Kristjánsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.
- Félagsþjónusta uppsveita Árnessýslu. Reglur um félagslega heimaþjónustu. Byggðaráð leggur til að reglurnar verði samþykktar.
- Ósk um leyfi til að flytja hey á Biskupstungnaafrétt vegna sölu til hestamanna. Með bréfi dags. 16. júní 2004 veitir héraðsdýralæknirinn á Suðurlandi leyfi fyrir heysölunni.
- Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 15. júní 2004 varðandi sundlaug og íþróttamiðstöð í Reykholti. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra í samráði við umsjónarmann Íþróttamiðstöðvarinnar verði falið að bæta úr því sem hægt er að bæta úr strax og síðan að koma með tillögur að frekari úrbótum. Hvað varðar lið 2 þá leggur byggðaráð til að gufubaðið verði ekki notað fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um framtíð þess.
- Bréf frá Skúla Sæland varðandi vefsíðu Bláskógabyggðar. Byggðaráð tekur undir með bréfritara þar sem hann segir að ,, taka þurfi betur á málefnum síðunnar.” en leggur þó ekki til að ráðinn verði starfsmaður til að sjá um vefsíðuna að svo stöddu. Byggðaráð vill efla síðuna með þeim starfsmönnum sem nú þegar eru hjá sveitarfélaginu en gangi það ekki eftir þá verður að leita annarra leiða. Sveinn vék af fundi undir þessum tölulið.
- Bréf dags. 10. júní 2004 frá Sigurði Jónssyni formanni vinafélags heimilisfólks á Ljósheimum.Byggðaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins.
- Kaupsamningur vegna spildu úr landi Helludals. Seljandi Svana Einarsdóttir kt. 311034-7319 og kaupendur Ingólfur Kristjánsson kt. 081059-5009 og Guðlaug Þórsdóttir kt. 200259-5489. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti en vill vekja athygli á ákvæðum um hverfisvernd birkiskógar á umræddu svæði í aðalskipulagi Biskupstungna.
- Tjaldsvæðið Laugarvatni. Á 32. fundi byggðaráðs dags. 25. maí 2004 var sveitarstjóra falið að ganga frá samningum um tjaldsvæðið á grundvelli þeirra samningsdraga og athugasemda sem fram komu á fundinum. Þar sem samningar náðust ekki við núverandi rekstraraðila þá mun byggðaráð taka sér tíma fram á haust til að koma með tillögu að framtíðarfyrirkomulagi tjaldsvæðis á Laugarvatni.
- Byggðaráð leggur til að gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð verði breytt þannig að handsömunargjald verði kr. 10.000- og geymslugjald kr. 1.000- á dag
- Byggðaráð tekur undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög í landinu verði ekki látin bera kostnað af framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993. Jafnframt vill byggðaráð beina því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að það beiti sér fyrir því að sveitarfélög þurfi ekki að bera kostnað af Alþingis- og forsetakosningum.
- Endurskoðuð fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2004. Farið yfir samandregnar niðurstöður málaflokka.
- Eftirfarandi fundargerðir voru staðfestingar:
- Fundargerð 4. og 5. fundar vinnuhóps um byggingu leik- og grunnskóla sem haldinn var 2. júní 2004.
- Fundargerð fundar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 24. maí 2004.
- Fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 19. maí 2004.
- Fundargerð 5. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 29. júní 2004.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
- Fundargerð 115. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 16. júní 2004.
- Ársskýrsla Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir skólaárið 2003-2004.
- Bréf dags. 15. júní 2004 frá Félagsmálaráðuneytinu.
- Afrit af bréfi dags. 25. maí frá Birni Bjarnasyni formanni Þingvallanefndar til forsætisráðuneytisins.
- Fundargerð 236. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 27. febrúar 2004.
- Fundargerð 237. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 19. mars 2004.
- Fundargerð 238. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 19. mars 2004.
- Fundargerð 239. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 16. apríl2004.
- Fundargerð 240. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 19. maí 2004.
- Fundargerð 24. aðalfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 19 mars 2004.
- Fundargerð 65. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 26. maí 2004.
- Bréf dags. 24. maí 2004 frá starfshópi um kálæxlaveiki.
- M.A: ritgerð í stjórnmálafræði sem ber heitið ,, Uppsveitir Árnessýslu: Samstarf eða sameining? “ eftir Evu Marin Hlynsdóttir, Hrunamannahreppi er til kynningar á skrifstofusveitarfélagsins.
- Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, stefnumörkun 2004 til 2024 er til kynningar á skrifstofusveitarfélagsins.
- Skýrsla Tónlistaskóla Árnesinga er til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl. 16:00