330. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 330. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

mánudaginn 27. mars 2023, kl. 09:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013
257. fundur haldinn 22.03.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 5.
-liður 1, Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi innan jarðar Úteyjar 2. Í breytingunni felst að frístundasvæði innan jarðar Úteyjar 2 er minnkað vestan Laugarvatnsvegar og verður á ný skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Sambærileg stærð nýs frístundasvæði er skilgreind innan jarðarinnar við Apavatn þar sem landbúnaðarland er breytt í frístundasvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn bendir á að hluti viðkomandi svæðis er innan B-hluta náttúruminjaskrár og mælist til þess að sérstaklega verði gert grein fyrir því innan tillögu skipulagsbreytingarinnar og viðeigandi mótvægisaðgerðum eða viðbrögðum vegna þess.
-liður 2, Tungubotnar L212210; Kjóastaðir 3, Stækkun lands – 2210077
Lögð fram uppfærð gögn vegna umsóknar um stofnunar lóðar úr landi Tungubotna L212210. Málið hafði áður verið tekið fyrir á 249. fundi skipulagsnefndar og samþykkt í sveitarstjórn þ. 16.11.2022 með fyrirvara um lagfærð gögn. Við lagfæringu gagna kom í ljós að innan lóðarinnar er þegar skráð 100 fm lóð undir tengihús, Kjóastaðir L167374. Nýja lóðin úr Tungubotnum verður því 2.779,6 fm sem í framhaldi mun sameinast við Kjóastaði 3 L200837. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á afmörkun L167374, Kjóastaðir 3 tengihús, skv. hnitsettu mæliblaði sem ekki hefur áður legið fyrir. Stærðin er í samræmi við skráða stærð í fasteignaskrá. Lóðin er óstaðfest í þinglýsingabókun en verið er að vinna í þinglýsingu á eignaryfirlýsingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu erindisins.

-liður 3, Háholt 8 L194914; Raðhús í stað einbýlishúss; Fyrirspurn – 2303004
Lögð er fram fyrirspurn frá Jóni Magnúsi Halldórssyni er varðar heimildir til uppbyggingar á lóð Háholts 8. Í fyrirspurninni felst hvort leyfi fengist fyrir uppbyggingu raðhúss í stað einbýlishúss á lóðinni.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Laugarvatn er gert ráð fyrir einbýlishúsi á viðkomandi lóð og var henni úthlutað sem slíkri.Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að breyta skilmálum deiliskipulagsins og mælist til þess að framkvæmdir innan lóðarinnar verði í takt við skipulagið.

-liður 4, Helgastaðir 1 L167105; Skilmálabreyting; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2303020
Lögð er fram beiðni frá Ólöfu Kristínu Kristjánsdóttur er varðar óverulega á breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur á Helgastöðum 1 L167105. Í breytingunni felst að hámarksbyggingarmagn innan lóðar er aukið úr 450 fm í 600 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða og ólíklegt að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn umfram núverandi heimildir telur sveitarstjórn ekki þörf á grenndarkynningu.

-liður 5, Spóastaðir 2 L167169; Nýtt íbúðarhús; Fyrirspurn – 2303029
Áslaug Alda Þórarinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð er fram fyrirspurn frá Þórarni Þorfinsssyni er varðar áætlanir um uppbyggingu á 130 fm íbúðarhúsi með bílskúr í landi Spóastaða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn. Að mati sveitarstjórnar er framkvæmdin ekki háð því að unnið verði deiliskipulag sem tekur til bæjarhlaðsins. Mælist sveitarstjórn til þess að sótt verði um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa vegna málsins. Sveitarstjórn mælist jafnframt til þess að byggingarfulltrúi vísi málinu til afgreiðslu skipulagsnefndar sem tekur ákvörðun um tilhögun grenndarkynningar vegna útgáfu byggingarleyfis.
Sveitarstjórn beinir því til landeigenda að komi til frekar framkvæmda innan jarðarinnar verði hugað að gerð deiliskipulags sem tekur á framkvæmdum innan bæjarhlaðsins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026
920. fundur haldinn 17.03.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.   Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2301025
58. fundur haldinn 07.03.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.   Fundargerð stjórnar SASS – 2301012
592. fundur haldinn 03.02.2023
593. fundur haldinn 03.03.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
5.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014
181. fundur haldinn 15.03.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.   Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2201016
4. fundur haldinn 16.12.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7.   Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2301024
5. fundur haldinn 14.02.2022
6. fundur haldinn 14.03.2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
8.   Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga – 2301019
Fundur haldinn 17.03.2023 ásamt ársreikningi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi.
9.   Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna – 2303031
Bréf Fjölmenningarseturs, ódags., þar sem kynntur er bæklingurinn Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna, sjá https://mcc.is/is/fagfolk/mottokuaaetlun.
Erindið var lagt fram til kynningar.
10.   Flokkun landbúnaðarlands – 2302030
Tilboð í flokkun landbúnaðarlands og votlendis.
Tvö tilboð hafa borist í verkefnið. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Eflu ehf. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
11.   Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni – 2004019
Tilkynning UMFÍ, dags. 20.03.2023, um lokun Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.
Kostnaðarmat og staða mála.
Lagt var fram mat Gunnars Fannbergs Gunnarsssonar hjá Hönnun og eftirliti á kostnaði, dags. 16. mars 2023, vegna nauðsynlegra viðgerða að fjáhæð kr. 62.772.682, auk þess sem áætlað er að til þess að koma eigninni í almennt og gott ástand þar sem ráðist er bæði í nauðsynlegar endurbætur og viðhald sem þörf er á þá megi áætla kostnað að 100 millj.kr. Bláskógabyggð hefur þegar varið ríflega 60 millj.kr. til viðhalds og endurbóta á fasteigninni frá því að sveitarfélagið hóf endurbætur á húsinu árið 2018.
Viðræður hafa átt sér stað um þann möguleika að UMFÍ kaupi húsnæðið af sveitarfélaginu. UMFÍ tilkynnti þann 20. mars sl. að félagið myndi ekki kaupa húsnæðið og að Ungmennabúðunum yrði því lokað.
12.   Forkaupsréttur að hlutum í Vottunarstofunni Túni ehf – 2303036
Tilkynning Vottunarstofunnar Túns ehf til hluthafa um frest til að neyta forkaupsréttar að seldu hlutafé. Frestur er til 17.05.2023.
Sveitarstjórn samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar að hlutafénu.
13.   Sala Hitaveitu Grafarhverfis á heitu vatni – 2303037
Erindi Hitaveitu Grafarhverfis ehf, dags. 15.03.2023, þar sem boðið er upp á viðræður um sölu á heitu vatni.
Sveitarstjórn vísar erindinu til framkvæmda- og veitunefndar.
14.   Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa – 2303038
Bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.03.2023, vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Erindið var lagt fram til kynningar.
15.   Ásgrímsleiðin – 2303040
Boðsferð Byggðasafns Árnesinga og Listasafns Árnesinga hinn 1. apríl n.k. um söguslóðir Ásgríms Jónssonar, listmálara, með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða fulltrúum í menningarnefnd að fara í ferðina.
16.   Tillaga um íbúafund á Laugarvatni – 2303041
Tillaga Jóns F. Snæbjörnssonar fulltrúa Þ-lista um að haldinn verði sem fyrst íbúafundar á Laugarvatni varðandi þá stöðu er komin er upp varðandi framtíð Ungmennabúða UMFÍ á staðnum sem og önnur mál er snerta Laugarvatn.
Lögð var fram tillaga Jóns F. Snæbjörnssonar fulltrúa Þ-lista um að haldinn verði sem fyrst íbúafundar á Laugarvatni varðandi þá stöðu er komin er upp varðandi framtíð Ungmennabúða UMFÍ á staðnum sem og önnur mál er snerta Laugarvatn.
Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði íbúafundur þegar nánari upplýsingar liggja fyrir. Leitað verður eftir því að UMFÍ eigi fulltrúa á fundinum.
17.   Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2023 – 2303034
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 22.03.2023 vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, er varðar skotíþróttasvæði á Álfsnesi. Með vísan til 1.-2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eru umrædd gögn lögð fram til kynningar og umsagnar. Athugasemdafrestur er til 21. apríl 2023.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur.
18.   Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga – 2303025
Frumvarp til laga um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til umsagnar í samráðsgátt.
Lögð var fram umsögn um frumvarpið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila umsókninni inn á samráðsgátt.
19.   Skaðabótakrafa vegna uppsagnar starfsmanns – 1809055
Dómur Landsréttar í máli 601/2021
Dómur í máli nr 601/2021, sem varðar skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns sveitarfélagsins, var lagður fram til kynningar. Sveitarstjóri fór yfir niðurstöðu dómsins.
20.   Fundir um málefni þjóðlendna 2023 – 2303035
Boð forsætisráðuneytisins, dags. 22.03.2023, á fund um málefni þjóðlendna, sem haldinn verður 22.05.2023.
Fundarboðið var lagt fram.

 

 

Fundi slitið kl. 10:07.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir