331. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
331. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 08:30.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fundinn sóttu í gegnum fjarfund Anna Greta Ólafsdóttir, Guðni Sighvatsson og Jón Forni Snæbjörnsson.
1. | Skaðabótakrafa vegna uppsagnar starfsmanns – 1809055 | |
Dómur Landsréttar í máli nr. 601/2021 | ||
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins. Frestur til að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar rennur út á morgun, föstudag. Umræður urðu um málið. Gert var fundarhlé. Að fundarhléi loknu var gengið til atkvæðagreiðslu um hvort að leitað yrði áfýjunarleyfis til Hæstaréttar. Eftirtaldir greiddu atkvæði með því að sótt yrði um áfrýjunarleyfi: Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Stefanía Hákonardóttir, Anna Greta Ólafsdóttir og Guðni Sighvatsson. Atkvæði gegn því að leita áfrýjunarleyfis greiddu Helgi Kjartansson, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Jón Forni Snæbjörnsson. |
||
Fundi slitið kl. 9:40.
Fundargerð var send með tölvupósti til þeirra fundarmanna sem voru í fjarfundi og staðfestu þeir fundargerðina með tölvupósti til sveitarstjóra.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |