332. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
332. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 19. apríl 2023, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð umhverfisnefndar – 2301010 | |
1. fundur haldinn 29.03.2023 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013 | |
258. fundur haldinn 12.04.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr 3 til 7. | ||
-liður 3, Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Deiliskipulag – 1706048. Jón F. Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðis úr landi Eyvindartungu sem liggur frá Laugarvatnsvegi að Laugarvatni, milli Litluár og Djúpár, eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við gildistöku málsins eftir auglýsingu og eru athugasemdir þeirra lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 4, Útey 1 lóð L191795; Frístundalóð; Deiliskipulag – 2302028 -liður 5, Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag – 2303062 -liður 6, Haukadalur 4; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2304002 -liður 7, Háholt 8 L225324; Fyrirspurn – 2304004 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
3. | Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar – 2301009 | |
Fundur haldinn 23.03.2023 | ||
Umræða varð um fundargerðina. Fundargerðin var staðfest og sveitarstjóra falið að fara yfir afgreiðslu fundargerða með nefndinni. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2301024 | |
7. fundur haldinn 11.04.2023 ásamt ársreikningi | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026 | |
921. fundur haldinn 30.03.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 2301027 | |
52. fundur haldinn 17.02.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054 | |
24. fundur haldinn 28.03.2023 og aukafundur haldinn 28.03.2023, ásamt minnisblaði með tillögum um viðbótarfjármögnun og skiptingu kostnaðar. Taka þarf afstöðu til eftirfarandi: – að lokið verði við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið – að skipting viðbótarkostnaði sveitarfélaganna byggi á töflu sem fram kemur í minnisblaðinu |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að lokið verði við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið og að skipting á viðbótarkostnaði sveitarfélaganna byggi á töflu sem kemur fram í minnisblaði SASS, dags. 5. apríl 2023. Hlutdeild Bláskógabyggðar í viðbótarkostnaði á þessu ári verður 930.233 og rúmast sá kostnaður innan fjárhagsáætlunar. | ||
8. | Fundargerð stjórnar SASS – 2301012 | |
594. fundur haldinn 24.03.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2301018 | |
226. fundur haldinn 30.03.2023, ásamt ársreikningi. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
10. | Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 2301020 | |
204. fundur haldinn 29.03.2023 ásamt ársreikningi. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
11. | Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses – 2301046 | |
4. fundur haldinn 17.03.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
12. | Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs – 2301027 | |
53. fundur haldinn 17.03.2023 54. fundur haldinn 03.04.2023 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
13. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014 | |
182. fundur haldinn 29.03.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
14. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2301017 | |
4. fundur haldinn 27.03.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
15. | Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu – 2301031 | |
7. fundur haldinn 3. janúar 2023. 8. fundur haldinn 18 janúar 2023. |
||
Fundargerðir framkvæmdastjórnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
16. | Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnessýslu – 2301031 | |
Fundur haldinn 21.03. 2023, ásamt ársreikningi og starfsáætlun, auk minnisblaðs vegna samstarfs allra héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu sveitarfélaga og samnings við NEA, samstarfsvettvangs sveitarfélaga í Danmörku vegna rafrænnar skjalavörslu. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt fylgigögnum. | ||
17. | Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags – 2304003 | |
Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags, dags. 11.04.2023. Gögn eru trúnaðarmál. https://www.samband.is/verkefnin/fraedslumal/leikskoli/vidmidunarreglur-vegna-leikskoladvalar-utan-logheimilissveitarfelags/ |
||
Málinu er frestað til næsta fundar. | ||
18. | Laugarvatnsþríþraut 2023 – 2304004 | |
Beiðni Ægis þríþrautar, dags. 11.04.2023, um leyfi til að halda hina árlegu Laugavatnsþríþraut þann 24. júní nk. | ||
Bláskógabyggð heimilar Ægi þríþraut að halda Laugarvatnsþríþraut þann 24. júní n.k. | ||
19. | Vilyrði fyrir lóð við Einbúa – 2304005 | |
Beiðni Ganghjóls ehf, dags. 27.03.2023, um 3ja hektara lóð við Einbúa við Laugarvatn. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að veita Ganghjóli ehf vilyrði fyrir allt að 3ja hektara lóð við Einbúa við Laugarvatn í samræmi við 9. gr. reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð. Vilyrðið gildir til 1. apríl 2024. Skipulag svæðisins verði unnið í samráði við fulltrúa sveitarfélagsins. | ||
20. | Lóðarumsókn Borgarrimi 11, Reykholti – 2304032 | |
Umsókn Geysisholts ehf um lóðina Borgarrima 11, Reykholti | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Borgarrima 11, Reykholti, til Geysisholts ehf. Lóðinni er úthlutað með þeim fyrirvara að gatnagerð er ekki lokið. | ||
21. | Lóðarumsókn Borgarrimi 13, Reykholti – 2304007 | |
Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 13, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og tvær umsóknir borist. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin Borgarrimi 13 í hlut Geysisholts ehf. Sveitarstjórn samþykkir því að úthluta lóðinni til Geysisholts ehf. Lóðinni er úthlutað með fyrirvara um að gatnagerð er ekki lokið. | ||
22. | Lóðarumsókn Borgarrimi 13, Reykholti – 2304033 | |
Umsókn Geysisholts ehf um lóðina Borgarrima 13, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 21. lið á dagskrá fundarins. | ||
23. | Lóðarumsókn Borgarrimi 15, Reykholti – 2304008 | |
Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 15, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og tvær umsóknir borist. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin Borgarrimi 15 í hlut Friðheimahjáleigu ehf. Sveitarstjórn samþykkir því að úthluta lóðinni til Friðheimahjáleigu. Lóðinni er úthlutað með fyrirvara um að gatnagerð er ekki lokið. | ||
24. | Lóðarumsókn Borgarrimi 15, Reykholti – 2304034 | |
Umsókn Geysisholts ehf um lóðina Borgarrima 15, Reykholti | ||
Umsóknin var afgreidd undir 23. lið á dagskrá fundarins. | ||
25. | Bæjarholt 4, beiðni um framlengingu vegna úthlutunar lóðarinnar – 2304016 | |
Beiðni Kristins A. Jóhannessonar, dags. 14.04.2023, um framlengingu á úthlutun og fresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni að Bæjarholti 4, Laugarási. | ||
Minnisblað sveitarstjóra var lagt fram. Sveitarstjórn veitir 8 mánaða frest til að hefja framkvæmdir á lóðinni að Bæjarholti 4, Laugarási. | ||
26. | Bæjarholt 10, beiðni um framlengingu á úthlutun lóðar – 2102015 | |
Beiðni Jóns Skúla Indriðasonar, dags. 15.04.2023, um framlengingu á fresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni Bæjarholti 10, Laugarási | ||
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja frest um fjóra mánuði í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða. | ||
27. | Lóðarumsókn Tungurimi 3, Reykholti – 2210012 | |
Umsókn Lexíu ehf um lóðina Tungurima 3, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Lexíu ehf. | ||
28. | Lóðarumsókn Tungurimi 9, Reykholti – 2211012 | |
Beiðni Lexíu ehf um að fá að skila lóðinni Tungurima 9 og sækja í staðinn um lóðina Tungurima 3, Reykholti, sjá dagskrárlið nr. 24. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni Tungurima verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana lausa til úthlutunar. | ||
29. | Gjaldskrá sumarfrístund – 2304017 | |
Tillaga að gjaldskrá sumarfrístundar 2023 | ||
Sveitarstjórn samþykki gjaldskrá fyrir sumarfrístund fyrir sumarið 2023. | ||
30. | Lántökur 2023 – 2304018 | |
Lántökur skv. fjárhagsáætlun ársins 2023. Lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. | ||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda sem eru á fjárhagsáætlun á árinu 2023. | ||
31. | Tjaldsvæði í Reykholti – 2303006 | |
Niðurstöður viðtala við umsækjendur um tjaldsvæði í Reykholti | ||
Lagðar voru fram þær fjórar umsóknir sem bárust um rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti, ásamt minnisblaði um viðtöl við umsækjendur. Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti umsóknirnar ásamt niðurstöðum viðtala. Sveitarstjórn samþykkir að semja við Iulian-Albin Tabara og Anda Laugale, Brattholti, um rekstur tjaldsvæðisins á grundvelli þeirra leiguskilmála sem umsækjendum hafa verið kynntir. | ||
32. | Íbúafundur á Laugarvatni 2023 – 2304019 | |
Tillaga um að ákvörðuð verði dagsetning íbúafundar á Laugarvatni. | ||
Lagt var fram erindi Jóns F. Snæbjörnssonar varðandi það að ákveðin verði dagsetning íbúafundar. Stefnt er að íbúafundi 4. maí n.k. | ||
33. | Ljósabúnaður í Aratungu – 2304020 | |
Erindi leikdeildar UMF. Biskupstungna, dags. 16.04.2023, varðandi endurnýjun á ljósabúnaði í Aratungu. | ||
Erindi leikdeildar um endurnýjun ljósabúnaðar var lagt fram ásamt kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar á ljósabúnaði fyrir um 1.800.000 kr. Í erindinu kemur fram að leikdeildin vilji styrkja verkefnið um 800.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í endurnýjun ljósabúnaðarins. Samþykkt er að gera viðauka við fjárhagsáætlun sem nemur þeim hluta kostnaðar sem fellur á sveitarfélagið, um 1.000.000 kr. | ||
34. | Þingsályktunartillaga um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál. – 2304010 | |
Erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 31.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Umsagnarfrestur er til 17. apríl nk. |
||
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn telur mikilvægt að unnin sé matvælastefna. Sveitarstjóra er falið að vinna umsögn. | ||
35. | Þingsályktunartillaga um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál. – 2304011 | |
Erindi atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 31.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.
Umsagnarfrestur er til 17. apríl nk. |
||
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn telur mikilvægt að unnin sé landbúnaðarstefna. Sveitarstjóra er falið að skila umsögn. | ||
36. | Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál – 2304012 | |
Erindi velferðarnefndar Alþingis, dags. 31.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál
Umsagnarfrestur er til 12. apríl nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
37. | Rekstrarleyfisumsókn Fell 220 4543 – 2304013 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 19.03.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Platina fasteigna ehf, vegna gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili að Felli, 2204543, Fell Cottage. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna erindisins. | ||
38. | Rekstrarleyfisumsókn Græntóftagata 4 234 6434 – 2304014 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27.03.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Maríu Kristínar Þrastardóttur vegna gististaðar í flokki II-H frístundahús, Græntóftagata 4, The Black Icelandic House, 234 6434. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis vegna frístundahúss að Græntóftargötu 4, þar sem starfsemin er ekki í samræmi við aðalskipulag. | ||
39. | Atvinnumálastefna sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu 2022 – 2208039 | |
Drög að atvinnumálastefnu til kynningar. | ||
Drögin voru lögð fram til kynningar. Bláskógabyggð fagnar vinnu við gerð atvinnumálastefnu. | ||
40. | Ársreikningur Hestamannafélagsins Jökuls 2022 – 2304002 | |
Ársreikningur og ársskýrsla Hmf. Jökuls, ásamt gögnum um starf félagsins. | ||
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar. | ||
41. | Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2023 – 2304006 | |
Boð á aukaaðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 21. apríl n.k. | ||
Sveitarstjórn felur Helga Kjartanssyni, oddvita, að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. | ||
42. | Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2023 – 2304009 | |
Boð á aðalfund Markaðsstofu Suðurlands sem fer fram 4. maí nk. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
43. | Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2022 – 2304015 | |
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
44. | Sjálfbært Íslands, fundarferð forsætisráðherra – 2304021 | |
Kynning á fundarferð forsætisráðherra vegna mótunar sjálfbærrar framtíðar, kynnt verða drög að grænbók. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 11:25.
Helgi Kjartansson | Stefanía Hákonardóttir | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |