333. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
333. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
miðvikudaginn 3. maí 2023, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elías Bergmann Jóhannsson, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013 | |
-liður 5 í fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar, Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag – 2303062. Áður á dagskrá 258. fundar. | ||
Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag – 2303062 Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Fellsenda lands L222604. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 119,6 ha landi Fellsenda lands þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu tveggja íbúðarhúsa og útihúss. Gert er ráð fyrir uppbyggingu landbúnaðar sem tengist ræktun hunda og hundahaldi auk þess sem áfram verði rekin ferðaþjónustustarfsemi tengd sleðahundum á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjendur um mænishæð húsa og hvernig mannvirki falla að landslagi, svo sem hvað varðar ásýnd húsa samanber stærð á uppdrætti, svo og staðsetningu rotþróar. |
||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013 | |
259. fundur haldinn 26.04.2023. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 4. | ||
-liður 1, Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035 Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til jarðarinnar Klif í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að hluti skilgreinds frístundasvæðis er breytt í landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 2, Fellskot 2 (L212996); byggingarleyfi; íbúðarhús mhl 01 breyting á notkun í gistihús – 2304011 -liður 3, Böðmóðsstaðir 4 L167628; Fimm byggingarreitir A-E; Deiliskipulag – 2304033 -liður 4, Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Skipulagslýsing; Aðalskipulagsbreyting – 2304027 Fundargerðin er lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
3. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2301008 | |
35. fundur haldinn 21.04.2023. Afgreiða þarf sérstaklega lið 3. | ||
-liður 3, Hitaveita í Reykholti og á Laugarvatni, orkuöflun. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði könnunarhola nærri gömlu fjárhúsunum í landi Brautarhóls, neðan við Brekkuholt og fyrir framan Mosa í samráði við landeigendur. Kostnaður er áætlaður kr. 13.300.000 auk vsk og rúmast hann innan fjárhagsáætlunar. Fundargerðin var staðfest. |
||
4. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014 | |
183. fundur haldinn 25.04.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 26 er á dagskrá þessar fundar, sem liður nr. 37. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026 | |
922. fundur haldinn 31.03.2023 923. fundur haldinn 05.04.2023 924. fundur haldinn 17.04.2023 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð seyrustjórnar – 2301015 | |
9. fundur haldinn 18.04.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2301017 | |
5. fundur haldinn 17.04.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerðir stjórnar UTU bs – 2301022 | |
98. fundur haldinn 22.02.2023 99. fundur haldinn 08.03.2023 100. fundur haldinn 04.04.2023 Áritaður ársreikningur |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn býður Nönnu Jónsdóttur velkomna til starfa sem skrifstofustjóri UTU. |
||
9. | Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2301025 | |
59. fundur haldinn 24.03.2023 60. fundur haldinn 04.04.2023 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
10. | Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna – 2301023 | |
2. fundur haldinn 25.04.2023 Ársreikningur, áritaður. |
||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
11. | Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga – 2304006 | |
Fundargerð aukaaðalfundar sem haldinn var 21.04.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
12. | Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnessýslu – 2301031 | |
9. fundur haldinn 24.03.2023 10. fundur haldinn 14.04.2023 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
13. | Ársreikningur Bláskógabyggðar 2022 – 2301040 | |
Ársreikningur Bláskógabyggðar 2022, fyrri umræða | ||
Fyrri umræðu er frestað og verður haldinn aukafundur fimmtudaginn 4. maí kl. 17 til fyrirlagningar og yfirferðar með endurskoðendum. | ||
14. | Ársreikningur Bláskógaveitu 2022 – 2304061 | |
Ársreikningur Bláskógaveitu, fyrri umræða | ||
Fyrri umræðu er frestað og verður haldinn aukafundur fimmtudaginn 4. maí kl. 17 til fyrirlagningar og yfirferðar með endurskoðendum. | ||
15. | Ársreikningur Bláskógaljóss 2022 – 2304062 | |
Ársreikningur Bláskógaljóss, fyrri umræða | ||
Fyrri umræðu er frestað og verður haldinn aukafundur fimmtudaginn 4. maí kl. 17 til fyrirlagningar og yfirferðar með endurskoðendum. | ||
16. | Frístundastrætó í uppsveitum – 2303039 | |
Erindi Hestamannafélagsins Jökuls, dags. 14.03.2023 f.h. íþróttafélaga í Uppsveitum Árnessýslu sem inniheldur áskorun til sveitarfélaganna um að koma á frístundastrætó. | ||
Sveitarstjórn vísar málinu til umræðu hjá oddvitanefnd. | ||
17. | Umferðarmerkingar í Reykholti – 2304047 | |
Erindi Júlíönu Magnúsdóttur, dags. 26.04.2023, varðandi umferðarmerkingar og umferðarhraða í Reykholti. | ||
Sveitarstjórn þakkar erindið og tekur undir þörf á bættu umferðaröryggi á svæðinu sem um ræðir og vísar erindinu til framkvæmda- og veitunefndar. | ||
18. | Uppsögn samnings um skólaakstur – 2304052 | |
Tilkynning Bryndísar Malmo Bjarnadóttur, dags. 25.04.2023, um að hún segi upp samningi um skólaakstur. Uppsögnin tekur gildi í lok skólaársins. | ||
Tilkynning Bryndísar Malmo um uppsögn samnings um skólaakstur var lögð fram. Sveitarstjórn þakkar Bryndísi fyrir samstarfið og felur sveitastjóra, í samráði við skólastjóra, að bjóða akstursleiðina út. | ||
19. | Vöktun Þingvallavatns, áætlun fyrir árið 2023 – 2212005 | |
Erindi Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 26.04.2023, varðandi vöktunaráætlun og umsókn um LIFE styrk. | ||
Erindið var lagt fram. Þar er kallað eftir afstöðu aðila að samningi um vöktun Þingvallavatns til framlags þeirra á móti styrk sem sótt er um. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir frekari upplýsingum. | ||
20. | Kynjahlutföll í ráðum og nefndum – 2304053 | |
Erindi Jafnréttisstofu, dags. 24.04.2023, þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar á kynjahlutfalli í ráðum og nefndum. Óskað er eftir viðbrögðum frá þeim sveitarfélögum sem uppfylla ekki skilyrði laganna. | ||
Erindið var lagt fram. | ||
21. | Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB – 2304054 | |
Tölvupóstar Sambands íslenska sveitarfélaga, dags. 21.04.2023 og 26.04.2023 varðandi kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB og atkvæðagreiðslu um verkfall. Tölvupóstur FOSS, dags. 20.04.2023 vegna sama máls. Fréttatilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga. | ||
Yfirlýsingar samningsaðila um kjaradeiluna voru lagðar fram. | ||
22. | Beiðni um stækkun lóðar Fontana, fjölgun bílastæða ofl – 2204016 | |
Fulltrúar Fontana komu inn á fundinn. Rætt var um fyrirhugaða stækkun Fontana, fjölgun bílastæða og rútustæða. Samþykkt að taka málið fyrir á næsta fundi. | ||
23. | Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2023 – 2303018 | |
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til mars 2023 | ||
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur. Þær eru nokkuð yfir áætlun miðað við fyrsta ársfjórðung. | ||
24. | Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026 – 2205041 | |
Tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar. Tillaga um að reglulegur fundur sveitarstjórnar sem vera ætti 17. maí n.k. verði fluttur fram og haldinn 11. maí 2023. |
||
Lagt er til að sveitarstjórn verði í sumarleyfi frá 10. júlí til 9. ágúst n.k. Lagt er til að reglulegur fundur sveitarstjórnar sem vera ætti 17. maí n.k. verði fluttur fram og haldinn 11. maí 2023. Samþykkt samhljóða. |
||
25. | Sumarlokun skrifstofu 2023 – 2304059 | |
Tillaga um sumarlokun skrifstofu | ||
Lögð var fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um að sumarlokun skrifstofu verði frá og með 10. júlí til og með 8 ágúst n.k. Var það samþykkt samhljóða. Starfsfólk skrifstofu taki sumarleyfi á þeim tíma að því marki sem unnt er. Samþykkt samhljóða. |
||
26. | Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni – 2304060 | |
Tillaga um ráðningu skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni | ||
Sveitarstjóri fór yfir ráðningarferilinn. Staðan var auglýst í mars. Tvær umsóknir bárust frá aðilum sem báðir uppfylltu kröfur er gerðar voru til umsækjenda og voru báðir umsækjendur teknir í viðtal. Viðtöl önnuðust Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Áslaug Alda Þórarinsdóttir, formaður skólanefndar og Gunnar Gíslason, sem var til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Greinargerð sveitarstjóra varðandi ferilinn og hæfni umsækjenda fylgdi gögnum málsins, ásamt umsóknum og gögnum um viðtöl og umsagnir. Sveitarstjórn fór vandlega yfir fyrirliggjandi gögn. Sveitarstjóri fór yfir ráðningarferlið, viðtöl, yfirferð gagna og könnun umsagna og þar með almenna hæfni umsækjenda til að gegna stöðunni. Eftir að hafa metið ítarlega fyrirliggjandi gögn er það niðurstaða sveitarstjórnar að bjóða Írisi Önnu Steinarrsdóttur starfið. Sveitartjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningunni. Jón F. Snæbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins. |
||
27. | Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026 – 2205038 | |
Kjör fulltrúa í atvinnu- og ferðamálanefnd | ||
Frestað til næsta fundar. | ||
28. | Skáli við Fremstaver afhentur Bláskógabyggð – 2304067 | |
Erindi Veiðifélags Hvítárvatns, dags. 20. apríl 2023, varðandi skálann Fremstaver og salernishús á Biskupstungnaafrétti. | ||
Guðrún S. Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Í erindinu kemur fram að aðalfundur Veiðifélags Hvítárvatns, sem haldinn var 3. apríl sl, samþykkti að Fremstavershúsið, skáli á Biskupstungnaafrétti, auk salernishúss, verði afhent sveitarfélaginu Bláskógabyggð til eignar. Veiðifélagið mun sjá um og kosta framkvæmdir við lagfæringar á gólfi hússins. Bláskógabyggð samþykkir að veita skálanum viðtöku og felur sveitarstjóra að ganga frá formlegum gögnum þess efnis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að rekstaraðila fjallaskála Bláskógabyggðar á Biskupstungnaafrétti verði boðið að annast útleigu skálans samhliða útleigu Árbúða og Gíslaskála. |
||
29. | Heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2023 – 2304068 | |
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 28.03.2023, þar sem óskað er eftir styrk í formi heiðursáskriftar að Skógræktarritinu. | ||
Sveitarstjórn samþykkir stuðninginn. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
30. | Staðvísar í landi Efri-Reykja – 2304070 | |
Erindi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, dags. 28.04.2023, varðandi tillögu að nýjum staðvísum á 3 ha landi sem nefnist Efri-Reykir lóð 1 og er innan frístundasvæðis Efri-Reykja, lagt er til að nýir staðvísar verði Birkivegur og Engjavegur. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að nýir staðvísar innan Efri-Reykja, lóð 1, verði Birkivegur og Engjavegur. | ||
31. | Frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál. – 2304048 | |
Erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 26.04.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Umsagnarfrestur er til 10. maí nk. |
||
Erindið var lagt fram til kynningar. | ||
32. | Frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál – 2304049 | |
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 26.04.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál
Umsagnarfrestur er til 10. maí nk. |
||
Erindið var lagt fram til kynningar. | ||
33. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál. – 2304051 | |
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25.04.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. maí nk |
||
Erindið var lagt fram til kynningar. | ||
34. | Breytingar á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði – 2304055 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.04.2023 um áform vegna fyrirhugaðra breytinga m.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. | ||
Erindið var lagt fram. | ||
35. | Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál. – 2304071 | |
Erindi atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 28.04.2023, send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. maí nk |
||
Erindið var lagt fram. | ||
36. | Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál. – 2205050 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.04.2023, varðandi frumvarp um breytingar á kosningalögum sem er nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Umsagnarfrestur er til 10. maí n.k. |
||
Erindið var lagt fram. | ||
37. | Rekstrarleyfisumsókn Eyrargata 9 250 7397 – 2304050 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 13.01.2023 um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Lárusar Kjartanssonar vegna Eyrargötu 9, gististaður í flokki II-H frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Jón F. Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu leyfis til gistingar í flokki II-H frístundahús. | ||
38. | Orlof húsmæðra 2023 – 2304056 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.04.2023, varðandi framlög til orlofsnefnda. | ||
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að framlagið nemi kr. 141,01 kr á íbúa sveitarfélagsins. | ||
39. | Hjólað í vinnuna 2023 – 2304058 | |
Erindi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands , dags. 19.04.2023, þar sem hvatt er til daglegrar hreyfingar og þátttöku í verkefninu Hjólað í vinnuna og óskað liðsinnis til að hvetja aðila innan sveitarfélagsins til þátttöku. | ||
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn hvetur til þátttöku í verkefninu Hjólað í vinnuna. | ||
40. | Orkufundur 2023 – 2304069 | |
Tilkynning Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 28.04.2023, um Orkufund 2023 sem haldinn verður 10. maí n.k. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
41. | Stefna í málefnum sveitarfélaga – 2212020 | |
Drög að hvítbók í málefnum sveitarfélaga, ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvítbókina. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 11:25.
Helgi Kjartansson | Elías Bergmann Jóhannsson | |
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson | Guðrún S. Magnúsdóttir | |
Guðni Sighvatsson | Anna Greta Ólafsdóttir | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir |