334. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

334. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 4. maí 2023, kl. 17:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Anna Greta Ólafsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Ársreikningur Bláskógabyggðar 2022 – 2301040
Ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrri umræða
Auðunn Gestsson, endurskoðandi kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Bláskógabyggðar fyrir árið 2022 og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
 
2.   Ársreikningur Bláskógaljóss 2022 – 2304062
Ársreikningur Bláskógaljóss, fyrri umræða
Auðunn Gestsson, endurskoðandi kynnti ársreikning Bláskógaljóss fyrir árið 2022 og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu með ársreikningi Bláskógabyggðar.
 
3.   Ársreikningur Bláskógaveitu 2022 – 2304061
Ársreikningur Bláskógveitu, fyrri umræða
Ársreikningur Bláskógaveitu verður lagður fyrir framkvæmda- og veitunefnd og fyrir fund sveitarstjórnar samhliða síðari umræðu um ársreikning Bláskógabyggðar.
 
4.   Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026 – 2205041
Tillaga um fundartíma
Sveitarstjórn samþykkir að næsti sveitarstjórnarfundur verði haldinn mánudaginn 15. maí nk. Ekki verði haldinn fundur á reglulegum fundartíma hinn 17. maí nk.
 

 

 

Fundi slitið kl. .

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir