335. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

335. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

mánudaginn 15. maí 2023, kl. 15:30.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2301013
257. fundur haldinn 22.03.2023. Liður 2, afgreiðslu sveitarstjórnar var frestað á 330. fundi 27.03.2023.
Lögð fram uppfærð gögn vegna umsóknar um stofnunar lóðar úr landi Tungubotna L212210. Málið hafði áður verið tekið fyrir á 249. fundi skipulagsnefndar og samþykkt í sveitarstjórn þ. 16.11.2022 með fyrirvara um lagfærð gögn.
Lögð fram uppfærð gögn vegna umsóknar um stofnunar lóðar úr landi Tungubotna L212210. Málið hafði áður verið tekið fyrir á 249. fundi skipulagsnefndar og samþykktí sveitarstjórn þ. 16.11.2022 með fyrirvara um lagfærð gögn. Við lagfæringu gagna kom í ljós að innan lóðarinnar er þegar skráð 100 fm lóð undir tengihús, Kjóastaðir L167374. Nýja lóðin úr Tungubotnum verður því 2.779,6 fm sem í framhaldi mun sameinast við Kjóastaði 3 L199895. Samhliða mun Kjóastaðir3 L200837 sameinast við L199895 sem verður 23,8 ha eftir stækkun skv. uppfærðu mæliblaði. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á afmörkun L167374, Kjóastaðir 3 tengihús, skv. hnitsettu mæliblaði sem ekki hefur áður legið fyrir. Stærðin er í samræmi við skráðastærð í fasteignaskrá. Lóðin er óstaðfest í þinglýsingabókun en verið er að vinna í þinglýsingu á eignaryfirlýsingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.
 
2.   Fundargerðir skipulagsnefndar – 2301013
258. fundur haldinn 12.04.2023, liður 7, Háholt 8 L225324; Fyrirspurn – 2304004
Fyrirspurn frá Jóni Magnúsi Halldórssyni er varðar breyttar heimildir fyrir uppbyggingu á lóða Háholts 8 að Laugarvatni. Í breytingunni fælist að heimilt væri að byggja parhús í stað einbýlishúss á viðkomandi lóð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísaði erindinu til skoðunar hjá framkvæmda- og veitunefnd hvað varðar legu lagna og aðkomu að lóðinni miðað við að skipulagi verði breytt. Sjá mál nr. 2109016 (málaskrá Bláskógabyggðar).
Fyrirspurn Jóns Magnúsar Halldórssonar er varðar breyttar heimildir fyrir uppbyggingu á lóða Háholts 8 að Laugarvatni er lögð fram, ásamt bókun skipulagsnefndar frá 258. fundi. Sveitarstjórn vísaði málinu til skoðunar hjá framkvæmda- og veitunefnd og veitti nefndin umsögn á 36. fundi, sjá 14. lið fundargerðar sem er 5. liður á dagskrá þessa fundar. Í breytingunni fælist að heimilt væri að byggja parhús í stað einbýlishúss á viðkomandi lóð. Framkvæmda- og veitunefnd veitti jákvæða umsögn um erindið og samþykkir sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipualgslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. sömu laga. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um grundun húss á lóðinni.
 
3.   Fundargerðir skipulagsnefndar – 2301013
260. fundur haldinn 10.05.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 4 til 8.
-liður 4, Holtakot lóð L176853; Skilgreining lóðar og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2301081
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til 5,8 ha lóðar, Holtakot lóð L176853, eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda innan svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að heimilað byggingarmagn á svæðinu verði allt að 1.000 m2, hámarksnýtingarhlutfall er um 0,017. Leyfi er fyrir sex byggingum og hámarksstærð hverrar byggingar er 200 m2. Heimilt er að byggja íbúðarhús ásamt mögulegu gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og frístundahúsum. Umrædd lóð er samkvæmt aðalskipulagi bæði innan frístundasvæðis og landbúnaðarsvæðis. Lóðin er skráð sem ræktunarland í fasteignaskrá HMS. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem ítarlegar er gert grein fyrir brunavörnum innan svæðisins. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til lokunar tenginga utan skipulagssvæðisins líkt og vísað er til í umsögn Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 5, Útey 1 lóð L191795; Frístundalóð; Deiliskipulag – 2302028
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundalóðarinnar Útey 1 lóð L191795. Í skipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu sumarhúss ásamt aukahúsi að 40 fm og geymslu að 15 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03. Málinu var frestað á 258. fundi skipulagsnefndar vegna misræmis við heimildir aðalskipulags. Uppfærð gögn eru lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn mælist til að leitað verði sérstaklega umsagnar til Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna staðsetningar skipulagssvæðisins við Apavatn sem er á B-hluta náttúruminjaskrár.

-liður 6, Laugarás; Þéttbýli og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu. Gert er grein fyrir helstu breytingum innan greinargerðar skipulagsbreytingar. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna staðsetningu reiðleiðar/útivistarleiðar á uppdrætti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að lega reiðleiðar/útivistarleiðar verði skilgreind um afmarkað varúðarsvæði í samræmi við legu leiðarinnar á deiliskipulagi. Innan deiliskipulagsins er tiltekið að óheimilt sé að nýta varúðarsvæðið á meðan ekki liggur fyrir mat á aðstæðum um hvort jarðvegur sé mengaður, svæðið sé gróft afmarkað á uppdrætti og að verði farið í einhvers konar framkvæmdir á varúðarsvæðinu skuli það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og/eða Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn samþykkir að tiltekið verði innan greinargerðar deiliskipulags að lega stígsins um varúðarsvæðið sé háð því að ekkert jarðrask verði innan svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 7, Laugarás L167138; Staðfesting á afmörkun jarðar – 2305015
Lagt er fram lóðablað unnið af Eflu, f.h. Laugaráshéraðs, sem sýnir hnitsetta afmörkun jarðarinnar Laugarás L167138 sem ekki hefur legið fyrir áður. Skv. hnitsettri mælingu miðað við afmörkun við árbakka Hvítár mælist jörðin með stærðina 228,3 ha, eða 284,1 ha út í miðja á, að teknu tilliti til þegar stofnaðra lóða innan jarðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða og samþykkir erindið.

-liðu 8, Laugarás; Þéttbýli; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094
Lögð er fram tillaga að endurskoðun deiliskipulags að Laugarási eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarin og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins var gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. Einnig er unnið nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggðina F51 sem er vestan Laugaráss. Samhliða er lögð fram húsakönnun ásamt umsögn Skipulagsstofnunar vegna málsins. Athugasemdir bárust við málið af hálfu Skipulagsstofnunar.
Í athugasemdum Skipulagsstofnunar kemur fram að gerð sé athugasemd við gildistöku deiliskipulagsins á þeim forsendum að lega útivistarstígs yfir skilgreint varúðarsvæði sé í ósamræmi við legu stígsins á aðalskipulagi. Lega stígsins hefur verið uppfærð á uppdrætti aðalskipulags og er nú í samræmi við deiliskipulag. Nánari útfærslur á útivistarstígum eru gerðar í deiliskipulagi, skv. ákvæðum í aðalskipulagi, og telur nefndin ekki þörf á að bregðast við athugasemd að öðru leyti.
Innan deiliskipulagsins er tiltekið að óheimilt sé að nýta varúðarsvæðið á meðan ekki liggur fyrir mat á aðstæðum um hvort jarðvegur sé mengaður, svæðið sé gróft afmarkað á uppdrætti og að verði farið í einhvers konar framkvæmdir á varúðarsvæðinu skuli það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og/eða Umhverfisstofnun.
Að mati sveitarstjórnar skal tiltekið innan greinargerðar deiliskipulags að lega stígsins um varúðarsvæðið sé háð því að ekkert jarðrask verði á skilgreindu varúðarsvæði.
Stofnunin gerir jafnframt athugasemd við að gera þurfi grein fyrir þeim byggingum sem þegar eru á svæðinu sbr. gr. 5.3.2.1 í skipulagsreglugerð. Sveitarstjórn vísar til þess að unnin hefur verið húsakönnun fyrir svæðið sem er vitnað til sem fylgiskjal með deiliskipulagsáætlun. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við athugasemd með fullnægjandi hætti.
Að auki gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að allar lóðir skuli hnitsettar við gerð deiliskipulags. Allar lóðir innan skipulagsins eru hnitsettar og tiltekið er sérstaklega í greinargerð skipulagsins að deiliskipulagið er unnið í hnitakerfinu ISN93 og er nákvæmlega útlistað um lóðargrunn deiliskipulagsins í kafla 4.2. innan greinargerðar skipulagsins. Auk þess sem tiltekið er sérstaklega að lóðir skulu hnitsettar við gerð lóðablaðs og að upplýsingar á deiliskipulagsuppdrætti séu til viðmiðunar. Nánari upplýsingar um lóðamörk, málsetningu lóðar og lóðastærð eru á mæliblaði sérhverrar lóðar. Ef misræmi er gildir mæliblað. Er það í fullu samræmi við 5.3.2.20. gr. skipulagsreglugerðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti innan gagnanna og í bókun þessari. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem segir: „Fallist sveitarstjórn ekki á athugasemdir Skipulagsstofnunar um efni deiliskipulags skal hún gera rökstudda grein fyrir ástæðum þess. Birta skal auglýsingu um samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.“

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
4.   Fundargerðir skólanefndar – 2301011
29. fundur haldinn 08.05.2023
Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 7, stytting vinnutíma Bláskógaskóli Laugarvatni.
-liður 7, stytting vinnutíma. Fyrir liggur samkomulag starfsmanna og stjórnenda Bláskógaskóla, grunnskóladeildar, um fyrirkomulag vinnutimastyttingar. Í samkomulaginu er tiltekið að stytting vinnutíma verði löguð að þörfum hvers og eins, án þess að tímalengd vinnutímastyttingar sé tilgeind. Sveitarstjórn minnir því á bókun frá 268. fundi þar sem samþykkt var að stytting vinnutíma hjá stofnunum sveitarfélagsins geti numið 13 mínútum á dag í samræmi við kjarasamninga og samþykkir samkomulagið miðað við þær forsendur.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
 
5.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2301008
36. fundur haldinn 09.05.2023. Liður 14 er til afgreiðslu undir 2. lið á dagskrá fundarins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2301008
37. fundur haldinn 12.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2301014
184. fundur haldinn 03.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2301025
61. fundur haldinn 13.04.2023
62. fundur haldinn 21.04.2023
63. fundur haldinn 11.05.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
9.   Fundargerð stjórnar SASS – 2301012
595. fundur haldinn 05.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
25. fundur haldinn 05.05.2023, ásamt fylgiskjölum, þar á meðal tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042, með greinargerð. Tillagan og fylgigögn hafa verið yfirfarin af Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis sem staðfestir hana fyrir sitt leyti og með tilvísun í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og er vísað til umfjöllunar sveitarstjórna til að fá formlega afgreiðslu þeirra á málinu.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt fylgigögnum. Tillaga að svæðisskipulagi er lögð fram til afgreiðslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir með vísan til 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042.
 
11.   Aðalfundur Héraðsnefndar Árnesinga – 2301050
Vorfundur haldinn 28.04.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
12.   Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 2301020
205. fundur haldinn 05.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
13.   Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2301018
227. fundur haldinn 04.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
14.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2301026
925. fundur haldinn 28.04.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
15.   Ársreikningur Bláskógaljóss 2022 – 2304062
Ársreikningur Bláskógaljóss 2022
Ársreikningur Bláskógaljóss var lagður fram til síðari umræðu. Umræða varð um ársreikninginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
 
16.   Ársreikningur Bláskógaveitu 2022 – 2304061
Ársreikningur Bláskógaveitu 2022
Ársreikningur Bláskógaveitu var lagður fram. Umræða varð um ársreikninginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
 
17.   Ársreikningur Bláskógabyggðar 2022 – 2301040
Ársreikningur Bláskógabyggðar, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram til síðari umræðu. Haraldur Reynisson, endurskoðandi kom inn á fundinn og kynnti niðurstöður ársreiknings og endurskoðunarskýrslu.

Greinargerð sveitarstjóra með ársreikningi: Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2022 er lagður fram til síðari umræðu í sveitarstjórn 15. maí 2023. Fjalla skal um ársreikning á tveimur fundum í sveitarstjórn og fór fyrri umræða fram 4. maí s.l.

Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum.

Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld.

Breytingar urðu á reikningsskilaaðferðum sveitarfélaga sem nú hafa verið innleiddar í ársreikning Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að sveitarfélagið færir nú hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags byggðasamlaga og samstarfsverkefna til samræmis við hlutfallslega ábyrgð sína.

Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélagsins (A- og B-hluti) var jákvæð um 20,4 millj.kr. króna samanborið við 38,4 millj. kr. rekstrarhalla árið 2021. A-hluti var rekinn með 3,6 millj.kr. afgangi, samanborið við 79,5 millj.kr. halla árið 2021..

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 301 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 162,1 millj. kr. nettó og hækka um 67,5 millj.kr á milli ára. Afskriftir nema 101,7 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta og fjármagnsgjöld 199,8 millj.kr. Tekjuskattur nemur 17,2 millj. kr.

Útsvarstekjur hækkuðu um 138,8 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 1.187,4 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 448,4 millj.kr., aðrar tekjur 550,2 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 2.186,1 millj.kr. Þess ber að geta að í ársreikningi 2022 eru framlög vegna reksturs málefna fatlaðra í fyrsta sinn tilgreind með öðrum framlögum Jöfnunarsjóðs. Stafar það af breyttum reglum sem snúa að reikningsskilum byggðasamlaga og samstarfsverkefna sveitarfélaga.

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 897,4 millj.kr. Æskulýðs- og íþróttamál taka til sín 130,5 millj.kr. og félagsþjónusta 107,7 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 947,1 millj.kr. í laun og launatengd gjöld, eða sem nam 44,5% af rekstrartekjum. Fjöldi starfsmanna í árslok var 136 í 80 stöðugildum. Rétt er að geta þess að þá er meðtalin hlutdeild Bláskógabyggðar í starfsmannafjölda 10 byggðasamlaga og samstarfsverkefna.

Skuldahlutfall samstæðunnar hækkar úr 93,8% árið 2021 í 95,5% og skýrist það af lántökum vegna fjárfestingar, auk þess sem tekjur og skuldir byggðasamlaganna og samstarfsverkefnanna 10 eru teknar með í reikninginn. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, er 65,7% árið 2022.

Fjárfestingar námu 416,8 millj.kr., sem er lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 123,7 millj.kr. og í gatnakerfi o.fl. fyrir 76,1 millj. kr. nettó. Stærstu einstöku fjárfestingarnar voru í gatnagerð, þar sem fjárfest var fyrir 158,8 millj.kr., en á móti þeirri fjárfestingu komu gatnagerðargjöld að fjárhæð kr. 82,3 millj.kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 119,6 millj.kr. nettó, að stærstum hluta í hitaveitu og í fráveitu. Frá fjárfestingum innan B-hluta dragast tengigjöld veitna og styrkir til fráveitu- og ljósleiðaraframkvæmda.

Ný lán voru tekin á árinu fyrir 303 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 123,3 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 262 millj.kr. og var um 50 millj.kr. yfir áætlun. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum var 12%. Handbært fé frá rekstri nam 276,5 millj.kr.

Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr):
Rekstrartekjur: 2.186.130
Rekstrargjöld: -1.884.549
Afskriftir -101.714
Fjármagnsgjöld: -162.154
Tekjuskattur: -17.298
Rekstrarniðurstaða: 20.416

Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 3.019.328
Veltufjármunir: 547.448
Eignir samtals: 3.566.776

Skuldir og eigið fé:
Eigið fé: 1.479.259
Langtímaskuldir: 1.608.166
Skammtímaskuldir: 452.852
Skuldir alls: 2.087.517
Eigið fé og skuldir samtals: 3.566.776

Nettó fjárfestingar ársins: 334.323

Handbært fé um áramót: 224.272

Veltufjárhlutfall samstæðu: 1,21
Eiginfjárhlutfall samstæðu: 41,5%
Skuldahlutfall: 95,5%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 65,7%
Jafnvægisregla – rekstrarjöfnuður 43.120

Umræður urðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

 
18.   Beiðni um stækkun lóðar Fontana, fjölgun bílastæða ofl – 2204016
Áður á dagskrá 333. fundar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir stækkun núverandi stæðis fyrir hópferðabifreiðar við Fontana og lítilsháttar færslu á snúningshaus við Hverabraut og heimilar að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna þessa.
 
19.   Tungurimi 5, Reykholti – 2210013
Tillkynning um skil á lóð nr. 5 við Tungurima.
Lagt var fram erindi Gunnars Einarssonar, dags. f.h. Lexíu þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Tungurima 5. Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana lausa til umsóknar.
 
20.   Tungurimi 7, Reykholti – 2210011
Tilkynning um skil á lóð, Tungurimi 7.
Lagt var fram erindi Gunnars Einarsonar, f.h. Markúsar Más Árnasonar, dags. þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Tungurima 7. Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.
 
21.   Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 – 2305018
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dags. 10.05.2023, til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Bréfið var lagt fram. Þar kemur fram yfirlit yfir þær aðgerðir sem nefndin mun framkvæma á árinu 2023 vegna eftirlits með fjármálum sveitarfélaga, auk þess sem áréttaðar eru reglur um skyldu til að láta farar fram mat á áhrifum mikilla fjárfestinga og skuldbindinga á fjárhag sveitarfélagsins.
 
22.   Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2023 – 2303018
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til apríl
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir janúar til apríl 2023.
 
23.   Skipulag skógræktar – 2305020
Erindi VÍN, vina íslenskrar náttúru, dags. 04.05.2023, varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórnarmanna.
Erindið var lagt fram. Þar er vakin athygli á því hve margháttuð áhrif skógrækt hefur á umhverfið og minnt á ábyrgð þeirra sem fara með skipulagsmál hvað það varðar hvernig vistkerfi og ásýnd lands mun þróast til framtíðar. Sveitarstjórn þakkar erindið. Af hálfu Bláskógabyggðar er hafin vinna við flokkun landbúnaðarlands, þar sem m.a. er horft til skógræktar.
 
24.   Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni – 2301038
Erindi Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 08.05.2023, varðandi það að fulltrúi umsækjenda fái að ávarpa sveitarstjórn.
Tölvupóstur Jóns F. Snæbjörnssonar var lagður fram, þar er þess farið á leit að fulltrúi umsækjenda um alþjóðlega vernd fái að ávarpa fund sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir að fulltrúi Vinnumálastofnunar kynni stöðu úrræðisins á næsta fundi sveitarstjórnar.
 
25.   Fundartímar sveitarstjórnar – 2205041
Tillaga um að næsti fundur verði miðvikudaginn 31. maí n.k. í stað miðvikudagsins 7. júní n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti sveitarstjórnarfundur verði haldinn miðvikudaginn 31. maí í stað miðvikudagsins 7. júní.
 
26.   Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. – 2305019
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 05.05.2023, þar sem send er til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.

Umsagnarfrestur er til 17. maí nk.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur rétt að afmarka með skýrum hætti hvaða húsnæði heimilt er að nýta sem búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, en nokkuð er um það nú þegar að húsnæði í eigu ríkisins hefur verið ráðstafað undir slík úrræði án þess að um sé að ræða húsnæði sem ætlað er til fastrar búsetu, svo og hefur slíkt húsnæði verið tekið á leigu sem búsetuúrræði. Sveitarfélög á Íslandi, sem fara með skipulagsvald og eftirlit með óleyfisbúsetu, eiga ekki að þurfa að standa í ágreiningi við ríkisvaldið um hvort heimildir standi til þess að nýta húsnæði sem búsetuúrræði og að því leyti er til bóta að skýrar reglur verði settar. Hinsvegar telur sveitarstjórn að ekki megi takmarka skipulagsvald sveitarfélaga með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í 4. gr. frumvarpsins þar sem kveðið er á um heimild Skipulagsstofnunar til að veita undanþágu frá skipulagi hlutaðeigandi sveitarfélags. Frestur sveitarfélags til að veita umsögn um beiðni Vinnumálastofnunar um slíka undanþágu er mjög knappur, eða tvær vikur, og veiti sveitarfélag ekki umsögn innan þeirra tímamarka er litið svo á að sveitarfélagið geri ekki athugasemd við undanþágu. Æskilegt væri að fresturinn væri fjórar vikur, en ekki tvær. Þá er ákvörðun Skipulagsstofnunar ekki kæranleg til æðra stjórnvalds og er gerð athugasemd við það. Samkvæmt 21. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur ráðherra vald til að veita undanþágu frá ákvæðum skipulagreglugerðar að fenginni umsögn hlutaðeigandi sveitarstjórnar og Skipulagsstofnunar. Eðlilegt væri að undanþágur af þessu tagi færu í sama farveg og undanþágur almennt í málaflokknum. Þá er ekki ljóst hver eru réttaráhrif tilkynningar sveitarfélags skv. 8. mgr. 3. gr. og 8. mgr. 4. gr. frumvarpsins til lóðarhafa og nágranna í grennd sem eiga hagsmuna að gæta um breytta notkun húsnæðisins, en tekið er fram að ekki verði um grenndarkynningu að ræða áður en undanþága verði veitt.
 
27.   Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna jarðarinnar Klifs – 2305021
Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 04.05.2023, þar sem óskað er, með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga, eftir að sveitarfélagið veiti ráðuneytinu umsögn um beiðni Hannesar Garðarssonar, dags. 3. maí 2023, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Klifs í Bláskógabyggð, þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umsagnarfrestur er til 25. maí nk.

Erindið var lagt fram, en það varðar beiðni um undanþágu frá reglum um fjarlægð bygginga frá vegi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að veitt verði undanþága frá skipulagsreglugerð í samræmi við erindið.
 
28.   Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2022 – 2205030
Tilkynning umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10.05.2023, varðandi samþykkt deiliskipulags fyrir Nýja-Skerjafjörð.
Lagt fram til kynningar.
 
29.   Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar 2023 – 2305023
Fundarboð Náttúruhamfaratryggingar, dags. 03.05.2023, vegna ársfundar 2023.
Lagt fram til kynningar. Fundurinn verður haldinn 25. maí n.k. kl. 11.
 
30.   Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2022 – 2305024
Ársreikningur 2022
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 18:35.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir