34. fundur 2007
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,
Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
fimmtudaginn 8. febrúar 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Samstarfs uppsveita varðandi innkomu Flóahrepps
Lagt til að gerður verður þjónustusamningur við Flóahrepp um aðkomu
sveitarfélagsins að embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.
Samningurinn grundvallast á samþykkt oddvitafundar dags. 26. janúar 2007.
Sigurði Inga er falið að ganga frá samningnum ásamt skipulagsfulltrúa.
- Lög um lax- og silungsveiði – til kynningar
Skipulagsfullrúi lagði fram til kynningar lög um lax- og silungsveiði nr.
61/2006. Í 33. gr. kemur fram að sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt
að 100 m frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskistofna,
aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi
Landbúnaðarstofnunar.
Fylgjast þarf með því hvort að leita þurfi umsagnar Landbúnaðarstofnunar
vegna skipulags og framkvæmda í nágrenni við ár og vötn.
- Byggingarleyfisgjöld 2007
Lögð fram tillaga byggingarleyfisgjöldum fyrir árið 2007. Gjöldin hafa
hækkað í samræmi breytingar á byggingarvísitölu.Við gjaldskránna bætist
heimild fyrir viðbótargjaldtöku vegna aukaúttektar ef þess er þörf.
Samþykkt.
Bláskógabyggð
- Brú í Biskupstungum. Breyting á skilmálum deiliskipulags.
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í
landi Brúar í Biskupstungum. Beiðandi er Verkfræðistofa Suðurlands f.h.
landeiganda.
Í tillögunni felst að ákvæði um mænisstefnu húsa eru felld út.
Þar sem uppbygging svæðisins er ekki hafin og lóðir hafa ekki verið seldar
telur skipulagsnefnd breytinguna vera óverulega.. Samþykkt er skv. 2. mgr. 26.
- skipulags- og byggingarmála.
Margeir vék af fundi.
- Fell í Biskupstungum, Ásahverfi. Deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar norðan
Biskupstungnabrautar framan við svokallað Ásahverfi.Beiðandi er Pétur H.
Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 8frístundahúsalóðum á bilinu 6.300 –
8.300 m² á svæði milli núverandi sumarhúsabyggð í Ásahverfi og
Biskupstungnabrautar. Heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og
allt að 25 m² aukahús. Mænishæð frá jörðu má vera 5 m og þakhalli á bilinu
14-45 gráður.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
- Helludalur Í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Helludals.
Tillagan var í kynningu frá 3. júní til 1. júní 2006 með athugasemdafrest til
15.júlí 2005. Engar athugasemdir bárust. Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta
svæðisins var auglýst hálfu ári áður og tók sú breyting gildi 29. nóvember
2006 með auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda.
Í auglýstri tillögu var gert ráð fyrir 12 nýjum lóðum á tveimur svæðum, austan
og norðan núverandi frístundabyggðar. Að ósk landeigenda hefur verið óskað
eftir að tillögunni verði breytt eftir auglýsingu á þann hátt að tvær
fyrirhugaðar frístundahúsalóðir (lóðir 7 og 8 við Engjagil) breytast í
skógræktarsvæði og í staðinn er gert ráð fyrir nýrri lóð vestan við lóð nr. 7.
Ástæða breytingar er sú að ný lóð hentar betur til byggingar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
óbreytta frá auglýstri tillögu.
- Holtakot í Biskupstungum. Lóðablað.
Lagt fram landsspildublað unnið af Verkfræðistofu Suðurlands yfir tvær lóðir
úr landi Holtakots sem eru 2100.4 m² og 2172.8 m². Lóðirnar liggja upp að
Hjarðarlandsvegi og landamörkum við Hjarðarland. Eigendur aðliggjandi
jarðar hafa samþykkt afmörkun lóðanna með undirskrift á uppdrátt.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Reykholt í Biskupstungum, Sólbrekka. Breyting á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti. Beiðandi er Ólafur
Ásbjörnsson f.h. lóðarhafa. Tillagan var í kynningu frá 14. desember 2006 til
- janúar 2007 með fresti til athugasemda til 25. janúar 2007. Athugasemd
barst frá Sveini Sæland með bréfi dags. 25. janúar 2007.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að lóðin Lambabrún stækkar og nafn hennar
breytist í Sólbrekka til samræmis við skráningu hennar í fasteignamati. Að
auki er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 800 m² skemmu á
lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
með þeirri breytingu að fallið er frá stækkun lóðarinnar Móaflöt. Í
greinargerð breytingarinnar bætist texti um að óheimilt sé að hindra aðgengi
almennings um gönguleið meðfram gilinu. Skipulagsnefnd felur
skipulagsfulltrúa að svara athugasemd í samráði við sveitarstjóra.
- Úthlíð í Biskupstungum, Mosabrúnir. Breyting á deiliskipulagi
frístundabyggðar
Lögð fram beiðni um að breyta skilmálum frístundabyggðar í Úthlíð, svæðið
Djáknabrúnir og Mosaskyggnir þannig að heimilt verði að reisa allt að 200
m² frístundahús og allt að 40 m² aukahús. Í gildandi deiliskipulagi er heimilt
að reisa allt að 100 m² frístundahús og 10 m² aukahús með 6,5 mænishæð frá
jörðu þar sem það stendur hæst.
Skipulagsnefnd samþykkir ekki ofangreinda tillögu að breytingu á skilmálum
svæðisins. Skipulagsnefnd samþykkir aftur á móti að breyta skilmálum á þann
veg að þeir nái yfir allt Úthlíðarsvæðið og verði þannig að heimilt er að reisa
allt að 280 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús á hverri lóð, en
nýtingarhlutfall má þó ekki vera hærra en 0.03. Er þetta í samræmi við
samþykkta stefnu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.
- Austurey í Laugardal, Skógarnes. Breyting á skráningu lóðar.
Lagt fram bréf Magnúsar Inga Ingvarssonar f.h. Rafiðnarsambandsins þar
sem óskað er eftir að hús umsjónarmanns á afmarkaðri lóð verði skráð sem
íbúðarhús. Fram kemur að talin er full þörf á eftirlitsmanni með fasta búsetu á
svæðinu vegna reksturs svæðisins. Lóðin sem um ræðir er í útkanti svæðisins.
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt nýsamþykktum lögum er óheimilt að
eiga lögheimili á svæðum sem skilgreind eru sem svæði fyrir frístundabyggð.
- Austurey 2 í Laugardal, Krossholtsmýri, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 4 frístundahúsalóða í landi Austureyjar 2,
svæði sem kallast Krossholtsmýri. Beiðandi er Jón Snæbjörnsson f.h.
landeiganda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur nýjum
frístundahúsalóðum sem allar eru í kringum 3.800 m² auk þess sem eldri lóð
er stækkuð úr 2.000 m² í 3.382 m². Skipulagssvæðið er um 3,51 ha að stærð og
eru lóðir samtals um 1,48 ha. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að
120 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús.
Tillagan var í kynningu frá 14. desember 2006 til 11. janúar 2007 með
athugasemdafrest til 25. janúar 2007. Athugasemdir bárust frá Þorsteini
Einarssyni f.h. Ásu Þorkelsdóttur dags. 23. janúar 2007 og frá Hilmari
Þorkelssyni og Eiríki Þorlákssyni dags. 17. janúar 2007.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur hvernig tryggja
megi aðgengi að svæðinu.
- Snorrastaðir í Laugardal. Skipting/stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn um lagfæringu á skráningu lóðar í landi Snorrastaða og
heimild til að skipta henni í tvær lóðir. Samkvæmt fasteignamati er lóðin 8.000
5
m² en samkvæmt erindi er lóðin 13.000 m² með vísan í meðfylgjandi uppdrátt.
Meðfylgjandi eru tvær hugmyndir að skiptingu lóðarinnar.
Að mati skipulagsnefnar er ekki hægt að fallast á skiptingu lóðarinnar þar
sem efast er um að koma megi tveim húsum fyrir á þessu svæði vegna bratta
lands og því hversu mjóar lóðirnar myndu vera. Varðandi breytingu á stærð
lóðarinnar að þá er skipulagsfulltrúa falið að kanna málið frekar í samráði
við landeiganda.
- Heiðarbær í Þingvallasveit, frístundahús.
Lögð fram að nýju tillaga að staðsetningu frístundahúss í landi Heiðarbæjar í
Þingvallasveit. Beiðandi er Pálmi Guðmundsson arkitekt f.h. lóðarhafa.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 190 fm frístundahúsi á 2,1 ha lóð. Í
tillögunn kemur fram að 40 fm hús sem er á lóðinni verði látið víkja þegar
lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir og byggt verður nýtt hús á syðri hluta
hennar. Á fundi skipulagsnefndar 13. september sl. var tillagan samþykkt skv.
- mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
grenndarkynningu. Tillagan var send til kynningar þann 11.desember 2006 og
var frestur til að gera athugasemdirtil 23. janúar 2007. Fjórar athugasemdir
bárust en ein þeirra var dregin til baka. Í athugasemd aðliggjandi lóðarhafa
norðan við lóðina er staðsetningu hússins mótmælt vegna nálægðar við
lóðamörk. Einnig er bent á að húsið falli ekki að byggðamynstri svæðisins og
að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja svæðið áður en leyfi er veitt til
framkvæmda. Er vísað í dóm úrskuðarnefndar skipulags- og byggingarmála
og dóm hæstaréttar um að leyfi til framkvæmda í þegar byggðum hverfum þar
sem deiliskipulag liggur ekki fyrir, að undangenginni grenndarkynningu, á
eingöngu við um ef framkvæmdin leiðir til óverulegrar breytingar á
byggðamynstri.Lóðarhafi ofan við lóðina (vestan við) mótmælir því að rífa
eigi hús sem fyrir er á lóðinni.
Skipulagsnefnd telur að í ljósi athugasemda sé ekki hægt að samþykkja
fyrirhugaða framkvæmd fyrr en deiliskipulag fyrir svæðið hefur tekið gildi.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Miðengi í Grímsnesi, Bústjórabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis,
svokölluð bústjórabyggð. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 16 lóðum á bilinu 7.000 – 9.000 m² á 18,5
ha svæði sem liggur upp að Miðengisvegi Biskupstungnabraut (í horninu).
Heimilt verður að reisa allt að 200 m² frístundahús og allt að 50 m² aukahús á
hverri lóð, hámarksnýtingarhlutfall er 0.03.Svæðið er innan svæðis á
náttúruminjaskrá.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps verður
tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2007
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar þar til umsögn
Umhverfisstofnunar liggur fyrir.Bent er á að ekki er heimilt að vera með 50
m2 aukahús á hverri lóð.
- Miðengi í Grímsnesi, Farborgir. Breyting á deiliskipulagi
frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar
Farborgir í landi Miðengis. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. lóðarhafa.
Í tillögunni felst að lóðunum Dvergahraun 22(10.800 m²) og 24 (11.700) er
skipt niður í tvær lóðir hvor. Eftir breytingu er því gert ráð fyrir fjórum lóðum
á bilinu 5.100 – 6.100 m².
Skipulagsnefnd hafnar ofangreindri tillögu. Á þessu svæði er gert ráð fyrir
tiltölulega stórum lóðum og samræmist ofangreind breyting ekki þeim
forsendum. Einnig má benda á að aðliggjandi lóðarhafar hafa mátt gera ráð
fyrir 2 húsum á þessum svæði en ekki 4..
- Syðri-Brú í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. (2)
Lögð fram til ((kynningar)) tillaga að breytingu á deiliskipulagi
frístundabyggðar í landi Syðri-Brúar. Beiðandi er Kristján Bjarnason f.h.
landeigenda.
Í tillögunni felst að skipulagssvæðið stækkar um 45 ha, úr 120 ha í um 165 ha
og lóðum fjölgar um 100, en húsum um. 82. Íþrótta-, golfvallar-, útivista-, og
trjáræktarsvæði eru á 4 megin svæðum og samtals um 43 ha. Skilmálar
breytast ekki.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.
- Krókur í Grafningi, Moldarklifshvammur. Deiliskipulag
frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á svæði sem
kallast Moldarklifshvammur í landi Króks. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h.
landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur rúmleg 6.000 m²
frístundahúsalóðum við Moldarklifshvamm þar sem heimilt verður að reisa
allt að 120 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Lóðirnar sjálfar eru
þegar til í fasteignamati en svæðið hefur ekki verið skipulagt til þessa
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarmála þegar gerð hefur verið nánari grein fyrir vatnstöku fyrir
svæðið og þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar
ríkisins liggja fyrir. Bent er á að ef fyrirhugað er að skipuleggja fleiri lóðir á
svæðinu að þá væri æskilegt að láta tillöguna ná yfir stærra svæði.
Hrunamannahreppur
- Efra-Sel, Svanabyggð. Fyrirspurn um viðbyggingu á lóð 18.
Lögð fram fyrirspurn Helga Gíslasonar um leyfi fyrir 44 m² viðbyggingu við
59,9 m² hús að Svanabyggð 18 í landi Efra-Sels. Samkvæmt gildandi
deiliskipulagi svæðisins er heimilt að reisa 60 m² hús á lóðinni,
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2006 að
samræma skilmála í Svanabyggð þannig að heimilt verði að reisa allt að 90
m² hús á öllum lóðum en nú er það eingöngu heimilt á þremur lóðanna. Sú
breyting hefur þó ekki tekið gildi.
Í ljósi ofangreinds telur skipulagsnefnd að eingöngu megi gera ráð fyrir um
30 m² viðbyggingu á lóð 18, þannig að heildarbyggingarmagn verði 90 m².
- Flúðir, Austurhof. Breyting á deiliskipulagi parhúsalóða.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi parhúsalóða við Austurhof 7a,
7b, 8a og 8b.
Í tillögunni felst að nýtingarhlutfall verður 0,3 í stað 0,25 til samræmis við
aðrar parhúsalóðir við Austurhof.
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.
mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki er talin þörf á
grenndarkynningu þar sem verið er að lagfæra nýtingarhlutfall til samræmi
við aðliggjandi lóðir.
- Flúðir, Grafarbakki. Deiliskipulag íbúðarsvæðis.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis á lóð sem var áður hluti af
lögbýlinu Grafarbakka. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði
A9 og er aðkoma að svæðinu um nýjan veg frá þjóðvegi nr. 30. Tillagan var í
kynningu frá 14. desember 2006 til 11. janúar 2007 með athugasemdafrest til
- janúar 2007. Athugasemdir bárust eigendum Grafarbakka, vesturbæ,
eigendum Grafarbakka 1a og 1b , og eigendum Reykjabakka. Athugasemdir
varða m.a. afmörkun svæðisins og vegtengingar að núverandi íbúðarhúsum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
með þeirri breytingu að skipulagssvæðið minnkar að sunnanverðu þannig að
byggingarreitur H3 fellur út auk þess sem gerðar eru breytingar á
vegtengingum. Breytingarnar fela í sér að gert er ráð fyri 2 íbúðarhúsum í
stað þriggja og fjöldi íbúða verður 30 í stað 40. Skipulagsfulltrúa er falið að
svara athugasemdum í samráði við sveitarstjórn í samræmi við ofangreinda
afgreiðslu.
- Garður, deiliskipulag frístundabyggðar. Hveramýri.
Lögð fram að ný tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Garðs sem
kallast Hveramýri. Málið var áður á dagskrá skipulagsnefndar 14. desember
- Í tillögunni felst að á um 6 ha svæði um 500 m austan við bæinn Hvamm
er gert ráð fyrir 7 lóðum á bilinu 2.990 – 7.393 m² að stærð þar sem heimilt
verður að reisa allt að 180 m² frístundahús allt að tvær hæðir með 6 m
mænishæð. Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03.
Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember með
athugasemdafrest til 30. nóvember. Athugasemd barst frá Sigurði Jónssyni hrl
f.h. eigenda Hvamms I þar sem ítrekuð er athugasemd sem gerð var við
breytingu á aðalskipulagi sama svæðis varðandi aðkomu að svæðinu og
ólögmæt mannvirki. Lagt fram minnisblað Lögmanna Suðurlands dags. 12.
janúar 2007 varðandi framkomna athugasemd.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga án breytinga og felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemd í
samræmi við minnisblað Lögmanna Suðurlands dags. 12. janúar 2007.
- Sunnuhlíð. Tillaga að íbúðarsvæði til kynningar
Lögð fram að nýju til kynningar tillöga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi
Sunnuhlíðar vestan við núverandi þéttbýli á Flúðum, austan við
frístundabyggðina Svangabyggð. Í heild er svæðið um 39 ha að stærð og er
þar gert ráð fyrir um 123 íbúðum, bæði í einbýlis- og parhúsum. Lóðirnar eru
flestar um 1.000 m² en syðst á svæðinu er gert ráð fyrir 12 stærri lóðum á
bilinu 0,6 – 1,6 ha fyrir smábýli.
- Syðra-Langholt IV, Holtabyggð. Breyting á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Syðra-
Langholti IV, Holtabyggð. Beiðandi er Finnur Kristinsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að lóð 110 (2,1 ha) og 111 (3,6 ha) eru sameinaðar í eina 5,7
ha lóð þar sem heimilt verður að reisa 6 allt að 100 m² frístundahús ætluð til
útleigu. Gert er ráð fyrir að húsin tengist veitukerfi svæðisins.Í gildandi
skipulagi er leyfilegt að reisa 120 m² hús á hvorri lóð.
Tvö húsanna eru innan við 100 m frá þjóðvegi 341 (tengivegur) og er óskað
eftir að leitað verði undanþágu vegna þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga. Skipulagsfulltrúi mun sjá um að leita eftir undanþágu
umhverfisráðherra frá ákvæðum skipulagsreglugerð gr. gr. 4.16.2 varðandi
fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Kílhraun á Skeiðum. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við
Áshildarmýri. (1) (2) (3)
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar umhverfis
Áshildarmýri úr landi Kílhrauns. Beiðandi er Haukur Friðriksson, Kílhraun
ehf. Um er að ræða breytingar á tveimur svæðum:
- Lóðir við Áshildarveg 16 og 18 snúast um 90 gráður og
byggingarreitir ná að flóðalínu sem hnitsett var af Skúla Pálssyni,
Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
- Fjórar lóðir við Miðhraunsveg falla út en í stað þess fjölgar lóðum við
Kílhraunsveg um tvær sem felur í sér að aðrar lóðir á svæðinu minnka.
Skipulagi er frestað á hluta svæðisins þar til frekari niðurstöður liggja
fyrir.
Að mati Skipulagsnefndar er ekki hægt að taka afstöðu til ofangreindra
breytinga að svo stöddu. Ekki liggur nægjanlega vel fyrir að mati
nefndarinnar hvaða svæði eru í hættuvegna flóða og hvaða svæði eru það
ekki. Mikilvægt er að skoða svæðið í heild í stað þess að beina athyglinni að
afmörkuðum svæðum og láta sérfróða aðila meta hvernig haga megi
uppbyggingu á svæðinu. Þegar niðurstöður VST liggja fyrir er
skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Vatnamælinga um tillöguna og þau
gögn sem liggja fyrir.
- Ósabakki II á Skeiðum. Lóðablað, skemma
Lagt fram landsspildublað unnið af Verkfræðistofu Suðurlands yfir 1.957 m²
lóð utan um skemmu í landi Ósabakka á Skeiðum.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykki
eigenda skemmunnar og landeigenda.
- Hamarsheiði II í Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar á
Tranti.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamarsheiðar II.
Beiðandi er Ásdís Hlökk Theodórsdóttir f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 5 lóðum á bilinu 1,5 – 2,6 ha. Innan
hverrar lóðar eru 1-3 byggingarreitir þar sem heimilt er að reisa allt að 100
m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús.Í heild er gert ráð fyrir allt að 8
frístundahúsum á svæðinu. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins
dags. 23. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir og
með þeirri breytingu að a.m.k. 20 m verði á milli byggingarreita á lóðum 4 og
- Bent er á að ekki er æskilegt að gera ráð fyrir mörgum frístundahúsum
innan sömu lóðar.
- Réttarholt í Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi yfir hluta jarðarinnar Réttarholt.
Skipulagssvæðið er í heild 349 ha og fylgir eignarlandi sveitarfélagsins
sunnan þjóðvegar nr. 32. Eldri deiliskipulagsáætlanir innan svæðisins falla úr
gildi við gildistöku þessa skipulags.
Í tillögunni felst eftirfarandi
- Frístundabyggð: um 45 ha svæði á milli Búrfellslínu og þjóðvegar og
37 lóðir á bilinu 0,7 – 1,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að
150 m² frístundahús og 30 m² aukahús.
- Smábýlabyggð: um 133 ha svæði sunnan núverandi athafnasvæðis og
á svæði á móts við Skaftholtsréttir. Lóðirnar eru 26 á bilinu 2,2 – 8,0
ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 400 m² íbúðarhús auk 1-2
aukahúsa. Samanlögð stærð bygginga má að hámarki verið 2000 m² en
nýtingarhlutfall lóða má þó ekki vera hærra en 0.15.
- Athafnasvæði og gámasvæði: um 13 ha svæði fyrir 26 lóðir
athafnalóðir og gámasvæði.
- Hesthúsasvæði: 16 um 2.000 m² hesthúsalóðir fyrir 150-250 m²
hesthús umhverfisreiðvöll austan núverandi athafnasvæðis.
- Golfvöllur: um 44 ha svæði fyrir 18 holu golfvöll á svæði milli
Búrfellslínu og landamerkjum Stóra-Hofs.
Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og
Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem tekin verður fyrir á næsta fundi
sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og
Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir og með fyrirvara um að sveitarstjórn
samþykki að breyta aðalskipulagi samsvarandi svæðis.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan kl. 12:00
Næsti fundur verður fimmtudaginn 8. mars 2007
Laugarvatni 8. febrúar 2007
Margeir Ingólfsson (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Gunnar Örn Marteinsson (8720)
Pétur Ingi Haraldsson