34. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 7. september 2004, kl. 13:30, Fjallasal, Aratungu.

 

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Kjartan Lárusson og Ragnar Sær Ragnarsson  sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs frá 27. júlí og 31. ágúst 2004.  Kjartan setur fram eftirfarandi bókun.  Ég undrast vinnubrögð sveitarstjórnar á uppgjöri á fjallskilum í Laugardal frá 2002 – 2003.  Í lok ágúst s.l. höfðu fjallskil ekki verið gerð upp eins og margsinnis hefur verið lofað.   Að öðru leiti voru fundargerðirnar kynntar og samþykktar.
 2. Samningur um lokun námu í landi Grafar, Laugardal. Lagt var fram minnisblað Ólafs Björnssonar hrl. lögmanns sveitarfélagsins dags .9. júní 2004.  Bókun T-lista.  T-listinn áréttar, að sveitarstjórn hefur ekki fengið til umfjöllunar samningagerð um lokun malarnámu sem unnin hefur verið undanfarna mánuði af meirihluta sveitarstjórnar.  Vitneskja var þannig ekki fyrir hendi, hjá minnihluta sveitarstjórnar, fyrr en á byggðaráðsfundi þann 31. ágúst s.l. um að verið væri að leita samninga um lokun malarnáms í landi Grafar.  Nú á fundi sveitarstjórnar liggur fyrir samningur sem hefur verið undirritaður, án heimildar sveitarstjórnar.  Samningurinn felur í sér veruleg útgjöld fyrir Bláskógabyggð.  T-listinn átelur slík vinnubrögð.  Í 64. grein sveitarstjórnarlaga segir:  „Til útgjalda sem ekki eru lögbundin, samningsbundin eða leiðir af fyrri samþykkt sveitarstjórnar má ekki stofna nema til komi samþykki sveitarstjórnar.“  Ekki hafa verið lögð fram lögfræðiálit sem styðja það að þörf hafi verið á að gera samning þann sem hér er til umfjöllunar.  Engar forsendur liggja fyrir um að ekki sé hagstæðara fyrir sveitarfélagið, að eigandi sumarhúsalóðar í Gröf, sem hefur unnið malarnám þar án leyfis, fari í mál við sveitarstjórn eins og hann hefur hótað, að sögn meirihlutans.                                                                                                 Bókun Þ-lista.  Eins og öllum sveitarstjórnarmönnum er kunnugt hefur málið varðandi lóð nr. 189550 í landi Grafar verið í vinnslu allt kjörtímabilið, eða frá því að sveitarstjórn Laugardalshrepps ákvað að skilgreina námuna sem frístundarsvæði.  M.a. var farin vettvangsferð með sveitarstjórn til að skoða námuna á árinu 2002.  Gengið var til samninga við landeiganda að lóð í landi Grafar í samræmi við ráðleggingar lögmanns sveitarfélagsins, en hann lagði áherslu á að gengið yrði til samninga m.a. til að komast hjá málaferlum.  Með samningnum er fyrir utan að loka námunni  þann 1. október 2004 verið að loka kærumálum sem í gangi eru bæði í Félags – og Umhverfisráðuneytinu.  Þrjár milljónir færast sem breyting á fjárhagsáætlun 2004.   Snæbjörn vék af fundi undir þessum dagskrárlið.                                                                 Samningurinn samþykktur með 4 atkvæðum gegn 2.

 

 1. Tónlistarskóli Árnesinga. Róbert Darling skólastjóri kynnti starfsemi skólans, fór yfir starfsmannamál, kjarasamninga og skipulag kennslu.   Einnig innritunarmál, kennslutilboð og annað sem við kemur þjónustu við nemendur. Fjölmargar fyrirspurnir voru lagðar fyrir Róbert.  Samþykkt að niðurgreiða ekki fyrir fullorðna nemendur skólans eða þá sem eru eldri en 20 ára að öðru leiti vísað til umræðu innan héraðsnefndar.  Sveinn þakkaði Róbert fyrir kynninguna.
 2. Skipulagsmál. Drög að deiliskipulagi íbúðabyggðar og athafnasvæðis í Reykholti.    Kynnt og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar til afgreiðslu.
 3. Deiliskipulag á frístundalóð í landi Heiðarbæjar, Þingvallasveit. Pétur H. Jónsson kynnti. Samþykkt að skipulagið fari í grenndarkynningu í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga og fái einnig umsögn Vegagerðar.
 4. Aðalskipulag í Þingvallasveit. Umræða um skipulag frístundabyggðar í Þingvallasveit.   Lögð fram drög 4 að kafla 3.7. svæði fyrir frístundabyggð. Pétur H. Jónsson kynnti viðkomandi skipulag og breytingar.  Samþykkt að leggja fram skipulagið með framkomnum breytingum á opnum íbúafundi í Hótel Valhöll,  þann 25. september 2004, kl. 14:00.
 5. Kosning í fræðslunefnd. Lagt er til að Drífa Kristjánsdóttir verði nýr aðalmaður í stað Erlings Jóhannssonar sem er fluttur erlendis og  nýr varamaður verði Helga Jónsdóttir, Garði.   Þá er lagt til að Helga María Jónsdóttir verði nýr varamaður í stað Aðalheiðar Helgadóttur sem hefur hafið störf við Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Samþykkt.
 6. Sala eigna. Umboð til sveitarstjóra til að undirbúa sölu húseignar að Hrísholti 3 (parhús) Laugarvatni á árinu 2005.  Einnig verði sveitarstjóra veitt umboð til að auglýsa til sölu jörðina Selkot í Þingvallasveit.  Samþykkt.  Umræða varð um þær fjórar húseignir sem kynntar hafa verið til sölu nýverið.  T-listinn gerði eftirfarandi bókun:  Eðlilegt er að t.d. fasteignasali eða umsjónarmaður fateigna sveitarfélagsins sýni hús sem eru til sölu.  Gera má ráð fyrir að aðili sem gerir tilboð í eign, eigi hagsmuna að gæta og sé þannig vanhæfur til að sýna eignina öðrum kaupendum.
 7. Sjúkrahús Suðurlands. Bygging hjúkrunardeildar við Sjúkrahús Suðurlands.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar undrast þann skilning sem ríkið hefur lagt í kostnaðarskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga við byggingu hjúkrunardeildar við Sjúkrahús Suðurlands.  Það er því fagnaðarefni að nú hafi útboð vegna byggingarinnar verið auglýst.
 8. Gufubaðið á Laugarvatni. Drög að deiliskipulagi við Gufubaðið, ströndina og nálæg svæði á Laugarvatni.  Ragnar Sær Ragnarsson kynnti og sagði frá tillögu Hollvina Gufubaðs- og smíðahúss um boðun íbúafundar á Laugarvatni vegna viðkomandi verkefnis.
 9. Gjábakkavegur. Farið yfir framkvæmdastöðu. Lögð fram tillaga um boðun samráðsfundar með þeim sem koma að uppbyggingu og fjármögnun vegarins.
 10. Aðalskipulagsbreyting Reykjavellir. Lögð fram tillaga um að reitur syðst og austast í landi Goðatúns breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Samþykkt auglýsa aðalskipulagsbreytinguna.
 11. Skipulagsmál. Arinbjörn Vilhjálmsson kynnti lóðarblöð.  Afmörkun lóðar í landi Einholts u.þ.b. einn hektari.  Samþykkt.  Lagt fram lóðarblað úr landi Grafar.  Málinu vísað frá þar sem það heyrir ekki undir sveitarstjórn.
 12. Spennistöð. Lögð fram beiðni frá RARIK um að setja upp spennistöð í landi Laugargerðis að beiðni viðkomandi lóðarhafa.  Samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.
 13. Heimasíða Bláskógabyggðar. Drífa sagðist ekki sjá að heimasíða Bláskógabyggðar hafi verið uppfærð síðan 7. júlí s.l. þrátt fyrir loforð meirihlutans þar um. T-listinn gerir eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ráða sérfræðing frá næstu áramótum, til að halda heimasíðunni lifandi og uppfæra hana a.m.k. vikulega.  Felld með 5 atkvæðum gegn 2.    Bókun sveitarstjóra:  Sveitarstjóri  leggur til að áfram verði fylgt bókun sveitarstjórnar frá 29. júní 2004 um að heimasíðan verði unnin af núverandi starfsmönnum á skrifstofu sveitarfélagsins.
 14. Fyrirspurnir T-lista.
 15. a) Á fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2003 samþykkti sveitarstjórn að láta gera framkvæmdaáætlun um endurnýjun og viðhald gatnakerfis í þéttbýli og á heimreiðum í dreifbýlinu. Hvað líður gerð framkvæmdaáætlunar?  Sveinn sagði að erindinu hafi verið vísað til atvinnu- og samgöngunefndar en ekki sé komin niðurstaða í málið.    Bókun:  T-listinn undrast seinagang við gerð framkvæmdaáætlunarinnar þar sem mikilvægt var að áætlunin lægi fyrir s.l. vor.  Þetta telur T-listinn ekki dæmi um virka stjórnsýslu.
 16. b) Jafnréttisáætlun uppsveitanna. Hvað líður gerð jafnréttisáætlunarinnar?  Áætluninni var vísað til félagsmálanefndar og er í vinnslu þar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 20:30