34. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 27. júlí 2004 kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir.
- Fjallskilanefnd Biskupstungna kom til fundar við byggðaráð. Farið var yfir þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í baráttunni við riðuveikina í Biskupstungum auk þess sem næstu skref í málinu voru rædd. Fundarmenn voru sammála um að gera kröfu um að Vegagerðin setji aftur niður þau ristahlið sem tekin hafa verið upp á sauðfjárveikivarnarlínum.
- Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 19. júlí 2004 ásamt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar (365), Laugarvatn – Þingvellir. Samkvæmt skýrslu VSÓ ráðgjöf um mat á umhverfisáhrifum frá júlí 2004 þá er talið að áhrif hinna mismunandi leiða Gjábakkavegar séu ekki mikil á umhverfið. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að Vegagerðin leggur til að nýr Gjábakkavegur verði lagður samkvæmt leið 3 og 7 og telur framkvæmdaraðili að þeir framkvæmdakostir sem hafa verið kynntir til athugunar í mati á umhverfisáhrifum komi ekki til með að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Byggðaráð tekur undir með framkvæmdaraðilum að umhverfisáhrif séu lítil og leggur áherslu á að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.
- Bréf frá Sorpstöð Suðurlands varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Byggðaráð leggur til að Sorpstöð Suðurlands verði fengin til að gera áætlun um meðhöndlun úrgangs á sínu starfsvæði.
- Bréf frá Byggingafélagi námsmanna dags. 29. júní 2004 þar sem beðið er um fjárhagslega aðstoð vegna taps á leigutekjum. Byggðaráð hafði eins og Byggingafélag námsmanna væntingar um að íbúðirnar færu allar strax í útleigu og vonar að hér sé einungis um tímabundna erfiðleika að ræða þannig að full nýting náist sem fyrst. Bláskógabyggð studdi við byggingu nemendagarðanna en alltaf hefur legið fyrir að sveitarfélagið getur á engan hátt komið að rekstri þeirra og er erindinu því hafnað.
- Bréf frá Burðarási dags. 30. júní 2004 þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð falli frá forkaupsrétti á Skyrklettagötu 9, 10, 12, 14 og 16 sem Eimskipafélag Íslands hf. kt. 510169-1829 hefur á leigu en einungis er verið að færa eignir yfir til Eimskipafélags Íslands ehf. kt. 461202-3220. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.
- Bréf frá Þuríði Steinþórsdóttur og Jóel Friðriki Jónssyni dags. 6. júlí 2004 varðandi gatnagerðargjöld lóðarinnar Háholt 1 Laugarvatni. Byggðaráð vill benda á að á fundi byggðaráðs 6. janúar 2004 var samþykkt að gefa 15% afslátt af gatnagerðargjöldum lóða við Háholt. Byggðaráð leggur ekki til að um frekari tilhliðranir frá gatnagerðargjaldskránni verði að ræða en leggur til að sveitarstjóri skoði málið með bréfriturum. Snæbjörn vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við bréfritara.
- Borun eftir köldu vatni við Dalbúð. Byggðaráð leggur til að í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp verði borað eftir köldu vatni við Dalbúð en kostnaður Bláskógabyggðar verður kr. 400.000-. Þetta færist sem breyting á fjárhagsáætlun og mun rekstrarafgangur ársins lækka sem því nemur.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 7. júlí 2004 þar sem staðfest er kostnaðarþátttaka Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í fyrirhuguðum framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í Bláskólabyggð. Samkvæmt bréfinu þá mun þátttaka Jöfnunarsjóðs í leikskólabyggingu geta numið allt að kr. 27.455.934- og í byggingu grunnskóla allt að kr. 12.917.951- samtals allt að kr. 40.373.885-
- Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni dags. 15. júlí 2004 þar sem óskað er eftir lóð við Lindarskóg til að reisa björgunarstöð. Byggðaráð leggur til að Ingunni veði úthlutað lóðinni að Lindarskógi 7 og verði gatnagerðargjöld af lóðinni felld niður. Niðurfelling gatnagerðargjalda er styrkur til bjögunarsveitarinnar en ef hún selur lóðina eða þau mannvirki sem á henni rísa innan 10 ára þá verður að greiða gatnagerðargjöld samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þá verður í gildi. Ingunni ber að greiða heimtaugargjöld samkvæmt gjaldskrám.
- Borist hefur erindi frá Baldvin Árnasyni Brennigerði Laugarási þess efnis að hann fái leyfi til að skipta Brennigerði í tvær lóðir en lóðin er í dag 11.000.000- fm. Byggðaráð samþykkir að lóðinni verði skipt upp í tvær garðyrkjulóðir með sitt hvorum byggingareitnum. Lagt er til að farið verði í óverulega grenndarkynningu.
- Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Laugarvatni.
Lagt til að svæði við Lindarbraut, sem er skipulagt annarsvegar sem opið svæði til sérstakra nota og hinsvegar undir svæði fyrir opinberar byggingar, verði skipulagt sem íbúðasvæði.
Einnig er lagt til að svæði norðan og austan grunnskólans, sem í dag er skipulagt sem opið svæði til sérstakra nota, verði skipulagt fyrir opinberar byggingar.
Byggðaráð leggur til að tillagan verði auglýst samkv. 18. gr. skipulags og byggingalaga.
- Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:
- Fundargerð 1. fundar bygginganefndar grunn- og leikskóla sem haldinn var 16. júlí 2004.
- Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 10. júní 2004.
- Fundargerð byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu dags. 29.06.2004.
- Fundargerð byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu dags. 20.07.2004.
- Eftirfarandi erindi eru lögð áfram til kynningar:
- Reikningur Laugaráshéraðs fyrir árið 2003.
- Fundargerð 241. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 25. júní 2004.
- Bréf frá Söngkór Miðdalskirkju dags. 28. júní 2004.
- Bréf frá Óbyggðanefnd dags 28. júní 2004
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí 2004 varðandi viðmiðunarreglur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.
- Bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 30. júní 2004 varðandi söfnun og endurnýtingu á heyrúlluplasti.
Fundi slitið kl.15:35