35. fundur 2007

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

  1. FUNDUR

Fimmtudaginn 8. mars 2007, kl. 9.00

haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannsson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

  1. Skipulagsdagur 2007 – til kynningar

Skipulagsfulltrúi kynnti bréf Skipulagsstofnunar dags. 28. febrúar 2007 þar

sem boðað er til samráðsfundar um skipulags- og umhverfismál. Fundurinn

verður haldinn á Akureyri 12. – 13. apríl n.k. og er ætlaður þeim sem bera

ábyrð á skipulagsmálum í sveitarfélögunum, t.d. skipulagsfulltrúum og

fulltrúum í skipulagsnefnd.

 

  1. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands – til kynningar

Skipulagsfulltrúi fór yfir nýjustu umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

varðandi nokkrar deiliskipulagsáætlanir sem hafa verið til meðferðar í

skipulagsnefnd. Miðað við hana er líkur til að gerðar verða frekari kröfur til

fráveitumála frá þéttum sumarhúsabyggðum en verið hefur til þessa.

 

Bláskógabyggð

  1. Höfði í Biskupstungum. Skipting jarðarinnar. 20070368242 (a) (b) (c)

20070368242

Lagður fram samningur um skiptingu jarðarinnar Höfða í Biskupstungum í

fjóra hluta og fylgja með fjögur lóðablöð þar sem allir þinglýstir eigendur hafa

samþykkt afmörkun á spildunum. Eftir skiptingu munu spildurnar kallast Höfði

I og II og Höfðalönd I og II. Áður hafði borist hnitsett blað yfir alla jörðina með

samþykkt aðliggjandi landeigenda.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um 13. gr.

jarðalaga. Bent er á að í samningi eða á lóðablöðum þarf að koma fram kvöð

um umferðarrétt að spildum 1,2 og 3 um spildu 4 og hvor aðra. Varðandi

ákvæði um landnotkun og nýtingarhlutfall að þá er útfærsla skipulags háð

samþykki sveitarstjórnar.

 

  1. Miðhús í Biskupstungum. Íbúðarhús skv. 3. tl. 20070363248

Lögð fram tillaga að íbúðarhúsi í landi Miðhúsa í Biskupstungum (landnr.

167150). Gert er ráð fyrir að allt að 250 m² einbýlishús verði reist á 8.000 m²

lóð ofan við núverandi íbúðarhús og er aðkoma að lóðinni um núverandi

heimreið.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða með

fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

 

  1. Miklaholt í Biskupstungum. Íbúðarhús skv. 3. tl. 20070381249

Lögð fram tillaga að nýju íbúðarhúsi í landi Miklaholts í Biskupstungum

(landnr. 167151).

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða með

fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

 

  1. Heiðarbær í Þingvallasveit. (a) (b)

Lögð fram að nýju tillaga að staðsetningu frístundahúss í landi Heiðarbæjar í

Þingvallasveit. Beiðandi er Pálmi Guðmundsson arkitekt f.h. lóðarhafa.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 190 fm frístundahúsi á 2,1 ha lóð. Í

tillögunn kemur fram að 40 fm hús sem er á lóðinni verði látið víkja þegar

lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir og byggt verður nýtt hús á syðri hluta

hennar. Á fundi skipulagsnefndar 13. september sl. var tillagan samþykkt skv.

  1. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um

grenndarkynningu. Tillagan var send til kynningar þann 11.desember 2006 og

var frestur til að gera athugasemdi rtil 23. janúar 2007. Fjórar athugasemdir

bárust en ein þeirra var dregin til baka. Í athugasemd aðliggjandi lóðarhafa

norðan við lóðina er staðsetningu hússins mótmælt vegna nálægðar við

lóðamörk. Einnig er bent á að húsið falli ekki að byggðamynstri svæðisins og

að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja svæðið áður en leyfi er veitt til

framkvæmda. Er vísað í dóm úrskuðarnefndar skipulags- og byggingarmála

og dóm hæstaréttar um að leyfi til framkvæmda í þegar byggðum hverfum þar

sem deiliskipulag liggur ekki fyrir, að undangenginni grenndarkynningu, á

eingöngu við um ef framkvæmdin leiðir til óverulegrar breytingar á

byggðamynstri.Lóðarhafi ofan við lóðina (vestan við) mótmælir því að rífa eigi

hús sem fyrir er á lóðinni.

Á fundi skipulagsnefndar þann 8. mars 2007 var málið tekið fyrir að lokinni

kynningu. Í ljósi athugasemda var þá ekki talið hægt að samþykkja

framkvæmdina fyrr en deiliskipulag fyrir svæðið hefði tekið gildi, en talið var

að það gæti orðið á næstu mánuðum. Þegar sveitarstjórn tók málið fyrir á

fundi sínum þann 6. mars 2007 lágu fyrir nýjar upplýsingar um að

4

deiliskipulagið væri ekki komið jafn langt á veg og vonast hafði verið til. Í ljósi

þessara upplýsinga og því að gefin hafa verið leyfi fyrir mörg hús af

sambærilegri stærð á þessu svæði án þess að deiliskipulag lægi fyrir var

málinu vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og

byggingarlaga.. Varðandi athugasemdir sem borist hafa bendir

skipulagsnefnd á að byggðamynstur frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar er

mjög fjölbreytt og eru þar hús af öllum gerðum og stærðum. Stærð og útlit

þessa húss sker sig ekki úr frá öðrum húsum sem leyfð hafa verið

undandanfarin ár. Má þar sérstaklega benda á að á aðliggjandi lóð hafa verið

gefin leyfi fyrir tvö 190 m² frístundahús.

Deiliskipulag hefur aldrei verið fyrir hendi á svæðinu og hafa byggingarleyfi

undanfarin ár verið gefin út eftir sambærilegt ferli og nú er í gangi, m.a. í

tengslum við byggingarframkvæmdi á aðliggjandi lóð. Vinna við deiliskipulag

svæðisins hefur verið í gangi í fjölmörg ár og er ekki vitað hvenær henni muni

ljúka og er það ekki réttlætlanleg gagnvart lóðarhafa að mati nefndarinnar að

stöðva allar framkvæmdir á svæðinu þar til þeirri vinnu hefur verið lokið.

 

  1. Skálabrekka í Þingvallasveit. Drög að deiliskipulagi frístundabyggðar.

20070336238 (a) (b) (c)

Lögð fram til kynningar tillaga að fjórum 3.000 fm frístundahúsalóðum úr 4,95

ha spildu með landnr. 170772. Þegar hafa verið reist tvö hús á lóðinni, næst

vatninu, og skv. tillögunni er gert ráð fyrir tveimur í viðbót þar rétt fyrir ofan.

Samkvæmt lóðarhöfum eru lóðirnar eingöngu 3.000 fm vegna aðstæðna í

landi því ef lóðirnar verða stærri þarf að staðsetja húsi upp á sléttunni og

verða þá meira áberandi en skv. fyrirliggjandi tillögu.

Skipulagsnefnd bendir á almenn viðmið sem gilda um lóðarstærð í

Bláskógabyggð, þ.e. að lágmarksstærð lóða sé 0,5 ha. Einnig er bent á

umfjöllun aðalskipulagsins um þetta svæði (bls. 48) þar sem miðað er við

brúttóþéttleikann 1 hús á 1,0 ha lands að meðaltali. Í ljósi þessa er ekki fallist

á ofangreinda tillögu og er frekar er frekar talið eðlilegt að lóðir utan um

núverandi hús myndu t.d. ná upp að veginum og þannig vera um 6.000 m²

hvor.

 

  1. Stíflisdalur í Þingvallasveit. Deiliskipulag frístundabyggðar

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Stíflisdal í Þingvallasveit.

Skipulagssvæðið er í heild um 183 ha að stærð og er gert ráð fyrir 28

frístundahúsalóðum á bilinu 1,3 – 3,7 ha að stærð. Gert er ráð fyrir að heimilt

verði að reisa allt að 225 m² frístundahús að grunnfleti, auk mögulegs

svefnlofts. Hæsti punktur þaks yfir aðalgólfi má ekki vera meiri en 6,7 m. Að

auki er gert ráð fyrir allt að 35 m² smáhúsum á hverri lóð og verða þau að

hafa sama þakhalla og yfirbragð aðalhússins.

Þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá frestar skipulagsnefnd afgreiðslu

málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Skipulagsfulltrúi mun

einnig leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar

ríkisins. Bent er á ákvæði aðalskipulags um sameiginlega fráveitu

sumarbústaða á þéttbýlustu svæðunum auk þess sem gera þarf nánar grein

fyrir vatnsöflun fyrir svæðið. Að auki er ekki heimilt í Bláskógabyggð að vera

með stærra aukahús en 30 fm á skipulögðu frístundasvæði.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

  1. Ásgarður í Grímsnesi. Fyrirspurn. 20070391239 (a) (b)

Lagt fram bréf Valtýs Pálssonar f.h. Búgarðs ehf. dags. 22. febrúar 2007.

Óskað er eftir að breyta gildandi deiliskipulagi þannig að lóðir 48 og 50 við

Ásabraut verði sameinaðar og að heimilt verði að reisa þar íbúðarhús og

skemmu fyrir jörðina (lögbýlið) Ásgarð. Um 40-50 ha af jörðinni er nýtt undir

nytjaskógrækt í samræmi við samning við Suðurlandsskóga.

Skipulagsnefnd tekur vel í ofangreinda tillögu og þá sérstaklega þar sem

ekkert íbúðarhús er á jörðinni í dag skv. fasteignamati. Ennfremur liggja

lóðirnar vel við samgöngum þar sem þær liggja bæði upp að Búrfellsvegi og

Sogsvegi. Næsta skref er að leggja þarf fram tillögu að breytingu á

aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Að mati skipulagsnefndar

þyrfti einnig að óska eftir leyfi landbúnaðarráðuneytisins um að leysa úr

landbúnaðarnotum það svæði sem nýta á undir frístundabyggð.

 

  1. Björk í Grímsnesi. Landsskipti. 20070351236 (a) (b) (c) (d)

Lagt fram landsspildublað unnu af Pétri H. Jónssyni yfir 200 ha spildu úr landi

Bjarkar I. Gert er ráð fyrir að landið verði tekið úr landbúnaðarnotum.

Lögbýlisréttur og landnúmer helst óbreytt á því landi sem eftir stendur sem er

496,8 ha. Báðir landhlutarnir eru hnitsettir

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um 13. gr.

jarðalaga.

 

  1. Brjánsstaðir í Grímsnesi. Ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags.

2007034240

Lagt fram bréf Péturs Þorvaldssonar dags. 22. febrúar 2007 þar sem óskað er

eftir að fá að byggja allt að 40 fm gestahús á lóð nr. 20 við Heiðarbraut í landi

Brjánsstaða. Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa 10-15 fm aukahús.

Þar sem almennt er heimilt að vera með allt að 40 m² aukahús, sem er í

samræmi við stefnu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, samþykkir

skipulagsnefnd að auglýsa breytingu á skilmálum deiliskipulagsins.

Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki vera hærra en 0.03.

 

  1. Búrfell 2 í Grímsnesi. Lóðablað. 20070383241 (a) (b)

Lagt fram landsspildublað yfir 20,34 ha spildu úr landi Búrfells 2. Á blaðinu er

undirskrift eiganda lands og aðliggjandi lands auk þess sem afsal yfir kaup á

landinu fylgdi með.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um 13. gr.

jarðalaga.

Skipulagsfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

 

  1. Efri Brú í Grímsnesi. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga

frístundabyggðar. 20070319246 (a) (b)

Lögð fram fyrirspurn frá Birki Böðvarssyni f.h. Stapabyggðar ehf. dags. 30.

janúar 2007 (barst 12. febrúar 2007). Óskað er eftir upplýsingum um

möguleika á,og kosti þess og galla, að breyta 2. áfanga frístundabyggðar í

landi Efri-Brúar í íbúðarsvæði. Engar lóðir á umræddu svæði hafa verið seldar

til þessa og er svæði tengt þjóðvegi með sér tengingu og er ekki vegtenging

við aðliggjandi svæði sem fyrirhuguð eru fyrir frístundabyggð.

Skipulagsnefnd vísar málinu til nánari umfjöllunar í sveitarstjórn Grímsnes- og

Grafningshreppss þar sem tekin er afstaða til hvort mögulegt sé að breyta

aðalskipulaginu úr frístundabyggð í íbúðarsvæði.

 

  1. Göltur í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundahúsalóðar við Hestvatn. (a) (b)

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðar við Gölt.

Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps eftir

auglýsingu 21. desember 2005, með fyrirvara um undanþágu

umhverfisráðherra vegna fjarlægðar bátaskýlis/svefnhúss frá Hestavatni. Lagt

fram bréf Umhverfisráðherra dags. 12. febrúar 2007 þar sem því er hafnað að

hafa svefnhús við bátaskýlið.

Skipulagsnefnd bendir á að fyrir liggur afstaða umhverfisráðuneytisins um að

heimilt sé að reisa bátaskýli en hafnar svefnaðstöðu. Að mati nefndarinnar er

ekki hægt að ganga gegn þessari afgreiðslu. Því er tillagan samþykkt skv. 25.

  1. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu að einungis er leyfilegt

að byggja bátaskýli.

 

  1. Hestur í Grímsnesi. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

Lagt fram bréf frá Haraldi Helgasyni dags. 18. febrúar 2007 þar sem óskað er

eftir að skilmálum frístundabyggðar í landi Hests í Grímsnesi verði breytt á þá

vegu að heimilt verði að reisa allt að 35 m² aukahús í stað 25 m² eins og í

gildandi deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á skilmálum deiliskipulagsins

skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem tillagan er í samræmi við

stefnu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

 

  1. Hæðarendi í Grímsnesi, Lyngholt. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070332244 (a) (b) (c)

Lögð fram að tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hæðarernda, á

svæði sem kallast Lyngholt. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 15 um 0,5 ha

lóðum á um 10,5 ha landsspildu sunnan Búrfellsvegar, þar sem Búrfellslínur 1

og 2 þvera veginn. Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember

2006 með athugasemdafrest til 30. nóvember. Engar athugasemdir bárust.

Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi og hefur sú breyting

verið staðfest af umhverfisráðherra. Fyrir liggur umsögn Landsnets frá 3.

janúar 2007 þar sem farið er fram á að skipuleggjendur láti mæla

byggingarbannsvæði vegna háspennulínu. Vegna athugasemda Landsnets

hefur ein lóð fallið út.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með fyrirvara um samþykki Landsnets.

 

  1. Klausturhólar í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. (a) (b)

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 20

landsspildu úr landi Klausturhóla. Skipulagssvæðið er norðan

Biskupstungnabrautar og nær upp að frístundabyggðasvæði í Kerhrauni.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 28 lóðum á bilinu 0,5 – 0,7 ha þar sem

heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús,

en nýtingarhlutfall lóða má þó að hámarki vera 0.03. Um 4,3 ha svæði upp að

Biskupstungnabraut er tekið frá til útivistar auk svæðis undir göngustíg í

gegnum hverfið. Gert er ráð fyrir að svæðið tengist vatnsveitu Grímsnes- og

Grafningshrepps. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 19. febrúar

2007 þar sem ekki er gerð athugasemd við staðsetningu frístundahúsanna en

telur að ekki ætti að skipuleggja fleiri lóðir innan svæðisins sem er á

náttúruminjaskrá. Að auki er bent á að gönguleið tengir ekki allar lóðir við

opna svæðið. Einnig liggur fyrir umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 1.

mars 2007 þar sem fram kemur að komið hafi verið til móts við ábendingar

stofnunarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Vegagerðarinnar liggur fyrir. Einnig þarf að bæta veghelgunarsvæði

Biskupstungnabrautar inn á uppdráttinn, ákveða þarf nafn á götur auk þess

sem hnitsetja þarf lóðir.

 

  1. Minniborg í Grímsnesi, deiliskipulag golfvallar og frístundabyggðar.

20070372243 (a) (b) (c) (d)

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi golfvallar og frístundabyggðar í landi

Minniborgar í Grímsnesi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 18 holu golfvelli

og æfingasvæði á um 60 ha svæði sem liggur upp að Biskupstungnabraut og

Sólheimavegi, á móts við þéttbýlið á Borg. Auk golfvallar er gert ráð fyrir allt

að 1000 m² golfskála , 1600 m² æfingaskýli/áhaldahúsi og 18 allt að 200 m²

frístundahúsum sem verða staðsett á tveimur svæðum.

Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16. nóvember 2007 með fresti til

athugasemda til 30. nóvember. Breyting á aðalskipulagi var auglýst samhliða

og hefur hún nú verið staðfest af umhverfisráðherra. Athugasemd í þremur

liðum barst með bréfi dags. 19. nóvember 2006 og var einum þeirra svarað

við afgreiðslu aðalskipulagsbreytingarinnar. Einnig er lögð fram umsögn

Golfborga ehf. um athugasemdirnar

Tillagan er nú lögð fram með lítilsháttar breytingum á byggingarreitum.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd í samræmi við sveitarstjórn.

 

  1. Þóroddstaðir í Grímsnesi. Ósk um stofnun lögbýlis. (a) (b)

Lögð fram umsókn um stofnun lögbýlis á 25 ha spildu úr landi Þóroddstaða í

Grímsnesi. Spildan er vestan megin við og liggur upp að Laugarvatnsvegi,

norðvestan við Þóroddsstaði. Gert er ráð fyrir að nýta lögbýlið til skógræktar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lögbýli verður stofnað á lóðinni.

 

  1. Öndverðarnes í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvík.

20070172191 (a) (b)

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Öndverðarness, við Selvík. Í tillögunni er gert ráð fyrir 11 byggingarreitum fyrir

frístundahús á landi Landsbankans við Selvík, vestan og suðvestan við

núverandi sumarhús. Heimilt verður að reisa allt að 200 m² frístundahús með

6 m mænishæð og, 4,5 m vegghæð að hámarki. Heimilt er að vera með

kjallara og svefnloft þar sem aðstæður leyfa.

Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. febrúar 2007 þar sem m.a.

kemur fram að stofnunin telji að ekki ætti að fara nær vatninu en 100 auk

ábendinga um að lágmarka rask á birkiskógi og hrauni, t.d. með því að

minnka byggingarfleti (t.d. sólpalla) og leggja vegi ofan á hraun en ekki ryðja

slóðir í gegnum það.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga óbreytta. Að mati nefndarinnar er ekki þörf á að fara lengra frá

vatninu í þessu tilviki þar sem sumarhús á aðliggjandi svæðum eru jafnvel

nær vatninu en 50 m. Litið er á umrædd hús sem hluta af núverandi byggð en

ekki nýtt svæði. Að mati nefndarinnar mætti frekar huga að fækkun húsa þar

sem birkiskógurinn er þéttastur. Einnig er tekið undir athugasemd

Umhverfisstofnunar um að lágmarka ætti rask á birkiskóginum og að ekki

megi ryðja hraun við vegagerð.

 

  1. Nesjar í Grafningi. Bátaskýli skv. 3. tl. 20070326237 (a) (b)

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu varðandi afgreiðslu á ósk um

undanþágu frá skipulagsreglugerð varðandi fjarlægð frá vatni vegna

bátaskýlis neðan við íbúðarhús ábúanda á Nesjum. Skipulagsnefnd og

sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa í tvígang samþykkt

umrædda framkvæmd skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og

byggingarlaga. Óskað var eftir undanþágunni með bréfi dags. 27. júlí 2006 en

svar barst ekki fyrr en með bréfi dags. 12. febrúar 2007.

Í svari umhverfisráðuneytisins kemur fram að tekið er undir álit

Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um að ekki ætti að veita leyfi fyrir

bátaskýli við Þingvallavatn þar til sveitarfélagið hafi mótað heildstæða stefnu

um hvort, hvar og hvernig bátaskýli megi reisa við vatnið.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma á fundi með Skipulagsstofnun

til að fara nánar yfir þetta mál. Nefndinni finnst óeðlilegt að það taki

umhverfisráðuneytið 7 mánuði að afgreiða erindið.

 

Hrunamannahreppur

  1. Efra-Sel, Svanabyggð. Fyrirspurn varðandi staðsetning húss á lóð 22a.

(a) (b)

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að lóð 22a í Svanabyggð um hvort að

mögulegt sé að hús verði allt að 5 m frá lóðarmörkum í stað 10 m eins og

fram kemur í deiliskipulagi. Þessi hluti lóðarinnar liggur upp að golfvellinum og

er gert ráð fyrir húsið verði niðurgrafið á þessum hluta.

Í gr. 4.11.2 í skipulagsreglugerð kemur fram að byggingarreitir frístundahúsa

skulu ekki staðsettir nær lóðarmörkum en 10 m.

Að mati skipulagsnefndar er ekki hægt að ganga gegn ákvæðum

skipulagsreglugerðar en telur að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að breyta

lóðarmörkum á þann veg að húsið samræmist ákvæðum

skipulagsreglugerðar þar sem þessi hluti lóðarinnar liggur ekki upp að annarri

lóð.

 

  1. Heiðarvatn. Deiliskipulag lóðar fyrir veiðihús. 20070322247

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 3 ha lóðar fyrir veiðihús við Heiðarvatn í

Hrunamannahreppi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur húsum innan

byggingarreitar sem er 50 x 50 m og 50 m frá vatninu. Hámarksstærð húsa er

70 m² og má mænishæð vera allt að 5,5 m.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir og með

þeirri breytingu að eingöngu má reisa eitt veiðihús og eitt gestahús innan

byggingarreitar. Er það í samræmi við breytingu á aðalskipulagi

Hrunamannahrepps sem var staðfest síðastliðið haust.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

  1. Kílhraun á Skeiðum. Afgreiðsla byggingarnefndar dags. 27. mars 2007 –

til kynningar

Á fundi byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu dags. 27. mars 2007 var

afgreiðslu á þremur umsóknum um byggingarleyfi á Skeiðum frestað og

málunum vísað til skipulagsnefndar. Um er að ræða tvö frístundahús á svæði

umhverfis Áshildarmýri og eitt íbúðarhús á nýju lögbýli, Hraunvellir, sem er

þar skammt frá. Lóðir þessara húsa eru á svæði sem urðu fyrir áhrifum af

flóðum úr Hvíta rétt fyrir jólin 2006.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgjast með þeirri vinnu sem fer

fram við kortlagningu á útbreiðslu flóðsins og fylgja eftir umsögnum sem varða

umrædd svæði. Mikilvægt er að reyna að eyða þeirri óvissu sem er fyrir hendi

sem fyrst.

 

Flóahreppur

  1. Ölvisholt í Hraungerðishreppi. Sumarhús á Miklholti skv. 3. tl.

20070362235 (a) (b) (c) (d)

Lögð fram tillaga að nýju sumarhúsi á Miklholti úr landi Ölvisholts (landr.

166325). Landið er 48,3 ha að stærð og er þegar til staðar 77,4 fm

frístundahús á landinu. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir nýju

frístundahúsi sem er í heild 208,2 fm að stærð rétt sunnan við núverandi

frístundahús. Það verður byggt inn í landið og er á tveimur hæðum auk

kjallara.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagsog

byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

Skipulagsfulltrúa er falið að leiðbeina um útfærslu uppdráttur í samræmi við

leiðbeiningar Skipulagsstofnunar.

 

  1. Breiðholt í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða.

(a) (b)

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 9.300 m² lóðar (landnr. 204583) úr landi

Breiðholts í Villingaholtshreppi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóðinni sé skipt í

tvær minni lóðir þar sem heimilt verður að reisa 100 m² með 7 m mænishæð

frá gólfi. Lóðirnar eru í samræmi við þau drög að aðalskipulagi

Villingaholtshrepps sem liggja fyrir í dag.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgaákvæðis

skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins,

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Vegagerðarinnar liggja fyrir, og með fyrirvara

um meðmæli skipulagsstofnunar.

 

  1. Egilsstaðir í Villingaholtshreppi. Lóðablað (a)

Lagt fram landsspildublað af 16.711 m² spildu úr landi Egilsstaða (landnr.

166331) í Villingaholtshreppi.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um 13. gr.

jarðalaga.

 

  1. Hróarsholt í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag frístundalóðar (landnr.

197223). (a)

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 2,89 ha frístundahúsalóðar úr landi

Hróarsholts. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 100 m²

frístundahús á lóðinni á 1 og ½ hæð. Tillagan var í kynningu frá 11. janúar til

  1. febrúar með athugasemdafresti til 1. mars 2007. Fjögur athugasemdabréf

bárust á kynningartíma. Einnig liggur fyrir umsögn lóðarhafa um

athugasemdirnar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og Fornleifaverndar

ríkisins og að tryggt sé að byggingarreitur sé í a.m.k. 50 m fjarlægð frá

Hróarholtslæk. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemdum í samráði

við sveitarstjórn.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan 12:30

 

Laugarvatni 8. mars 2007

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Grétar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson